Þjóðviljinn - 19.04.1967, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.04.1967, Blaðsíða 3
Miðwkudagur 19. apríl 1067 — íxJÓSVfiJSNN-SÉ&A 3 Yfirmaður Ghanahers féll í uppreisnartilraun mánudag ACCRA 18/4 — Margir menn létu lífið meðan á stóð bar- dögum milli fjandsamlegra hópa innan hersins í miðborg Accra, höfuðborgar Ghana í gær. Meðal þeirra sem féllu var yfirmaður hersins, Emmanuel Kotoka, sem stjórnaði uppreisninni gegn Kwame Nkrumah og kom núverandi herforingjastjóm til valda. Til bardaga kom er um 120 manna herflokkur reyndi í gær að taka völdin af svonefndu þjóðfrelsisráði sem nú stjórnar landinu. Kúlur hvinu allt í kring um Kristjánsborgarhöll þar sem Brézjnéf harðorður í garð V-Þjóðverja Steinn í útréttri hendi V-þýzkra BERLlN 18/4 — Leoníd Brézjnéf, aðalritarí sovézka kommúnista- flokksins, réðist harðlega á stefnu vesturþýzku stjómarinnar í ræðu sem hann hélt á þingi austur- þýzkra kommúnista (SED) i Berlín. Komst hann svo að orði að Vestur-Þjóðverjar hefðu að vísu rétt höndina austur á bóg- inn, en í hendi þessari væri steinn Brézjnéf sagði að Bonnstjómin hlyti að ætla kommúnista mjög heimska ef hun héldi að þeir tsekju ekki eftir þeim steini sem Verkfall Pramhald af 1. síðu. byrjunarkaup sveina í þessum iðngreinum er kr. 2.410,00 áviku. Jafnframt hafa félögin ".agt fram tillögur um grundvailar- reglur varðandi ákvæðisvinnu í þessum starfsgreinum, einnig þeirri tiMögu hafa atvinnurek- endur vísað frá ásamt öðrutn hagræðingartiMögum. Um árabil hefur verið mdkil vinna í málm- og skipasmíði og heildartekjur sveina því markazt af mjög mikilli yfirvinnu. Frá því í október sl. hefur atvinna dregizt mikið saman í iðngrein- um þessum og heildartekjur mállm- og skipasmiða minnkað að sama skapi eða varlega á- astlað um 25%. sé í útréttri hendi hennair til sósíalistískra ríkja. Brézjnéf á- sakaði Bonnstjórnina um hera- aðarstefnu, stuðning við nýnaz- isma og að reyna að einangra A-Þýzkaland. Hann lofaði Aust- ur-Þjóðverjum fullum stuðningi og taldi að samningar þeirra við einstök Austur-Evrópuríki væri spor í rétta átt til friðar og ör- yggis í álfunni. Brézjnéf minntist lítið á Kín- verja, en forrmaður SED, Uilibr- icht, hafði verið ákaflega illyrtur í þeirra garð. Sagði hann aðeins að hjálpin við Vietnam yrði á- hrifameiri ef öl'l sósíalistísk riki gerðu stórt sameiginlegt átak í þeim efnum. Brézjnéf gaf til kynna að Sovétmenn væru ekki úrkula vonar um að geta komið á heimsréðstefnu kommúnista- flokka, en slík ráðstefna krefð- ist langs undirbúnings. Asjkenazí nefndur mesti píanisti kynslóðarinnar Sovézlti píanóleikarinn Vlad- imír Asjkenazí hefur verið á hljámleiksferð í Bandarikjun- um að undanförnu. Hann lék fyrir fáum dögum með Fíl- harmoníunni í New York pi- anókonsert op. 54 eftir Schu- mann og hlaut mikið lof fyrir frammistöðu sína. Tónlistagagnrýnir blaðsins Wonld Journal Tribune, Willi- am Bender, tekur svo djúpt i árinni eftir þessa tónleika að segja, að tæplega þrítugur sé Asjkenazi liklega þroskaðasíi píanisti allrar yngri kynslóð- arinnar. Hrósar Bender tón- listarmanninum mikið fyrir blæbrigðaríkan leik og róman- tískt hugarflug svo og örugg- an smekk . Hann getur allt, þessi litli náungi, segir Bender, og kannski finnum við hvergi i heiminum annan eins stíl nema þá hjá landa hans, Svja- toslav Richter — þó telur gagnrýnandinn að Asjkenazi lumi á ýmsu, sem jafnvel meistari Richter ráði ekki yf- ir. Gagnrýnir New York Tim- es teíkur mjög í sama streng og segir m.a. að hér hafi ver- Vladimír Asjkenazí ið um edns góðan fllutning að ræða og hægt sé að ímynda sér. EMing crnndnH } M mkumm / Adm herflugvelinni TEHERAN 18/4. Eldingu sló nið- ur í persneska herflugvél í gær og varð í henni sprenging. Hrap- aði vélin til jarðar og fórust með henni 23 menn, liðsforingj- ar ásamt fjölskyldum sínum. Framhald af 10. síðu. gerðarmannasamtakanna, LÍU úr útflutningsgjaldi væri fyrir starf við bátagjaldeyriskerfið. Hefði LÍO verið veitt þetta fé fyrirhin mikilvægustu störf þremur árum og 233 dögum áður en bátagjald- eyriskerfið hefði verið upp tek- ið. Myndu emíbættismenn hafa sagt ráðherranum1 ósatt um mál- ið. stjórnin situr nú. Meðan á þessu stóð voru tilkynningar lesnar í útvarp sem voru hver annari andstæðar. Fyrst var sagt að stjórnarbylting hefði verið gerð, en síðan að uppreisnartilraun hefði mistekizt. Óbreyttir borg- arar söfnuðust saman á götum skelfdir og reyndu að átta sig á því hvað væri að gerast. Á blaðamannafundi seinna um daginn sagði æðsti valdamaður landsins, Ankrah hershöfðingi, að uppreisnartilraun hefði verið bæld niður, og þrír liðsforingjar hándteknir, sakaðir um aðild að henni, en neituðu þeir sekt sinni. Þá var sagt að 120 manna könnunarflokkur i hernum hafi staðið fyrir uppreisnartilraun- inni. Ankrah staðfesti, að yfir- maður hans, Sam Arthur liðs- foringi hefði verið handtekinn og játað sekt sína. Ankrah taldi ólíklegt að stuðningsmenn Nkru- mat, fyrrverandi forseta, hefðu staðið að þessari tilraun. Nkru- mah dvelur nú í Guineu. Samkv. síðari fréttum laum- uðust uppreisnarmenn inn í höf- uðborgina á miðnætti aðfaranótt mánudags, fjórum stundum áður en þeir réðust til atlögu. Komu þeir á fjórum vörubílum og fjórum brynvögnum og höfðu með sér létt vopn. Um fjögur- leytið höfðu þeir umkringt ýms- ar stjórnarbyggingar og réðust þá á útvarpsstöðina og tóku hana. Þeim tókst að handtaka nokkra meðlimi stjórnarinnar en ekki tókst þeim að ná lögreglu- stöðinni á sitt vald né heldur samgöngumiðstöðvum. Þessir atburðir munu að lík- indum verða til þess að það dragist enn á langinn að komið verði á borgaralegri stjórn í landinu. Dauðadémar í Ungverjalandi BUDAPEST 18/4. Þrír Ungverj- ar voru dæmdir til dauða í Búdapest í dag, sakaðir um stríðsglæpi. Allir voru meðlimir þess fasistaflokks sem tók öll völd í Ungverjalandi árið 1944. Flug hafið milli Tokíé og Moskvu TOKIO 18/4. Alþjóðleg flugleið yfir Síberíu var vígð í dag en við það styttist flugtími milli Moskvu og Tokíó næstum því um helming. Lenti sovézk þota af gerðinni TU-114 í Tokíó í dag og hafði þá flogið 8000 kíló- metra leið á tíu og hálfri klukkustund. Leiðin verður rek- in af sovézka flugfélaginu Aero- flot og Air Japan. Brezka nýlendan Aden hefur verið mjög í fréttum undanfarna daga. Bretar hafa fallizt á að veita landinu sjálfstæði, en hafa forklúðrað þar öllum málum og eru sterkar hreyfingar í nýlend- unni andsnúnar þeirri tilhögun sem Bretar ætla sér að hafa á því máli. Sendinefnd frá S.Þ. sem fór til Aden að kynna sér að- stæður sneri aftur eftir skamma stund og bar við ósamvinnuþýðni brezkra yfirvalda. — Myndin er frá átökum í Aden: Brezkur her- maður stendur í vígahug yfir föllnum Araba, SEATO-fundur haldinn um Vietnammál, Frakkar neita Bjarmi Framhald af 1. síðu. lendis en láta Bjarma síðan sigla til Noregs til endanlegrar við- gerðar. íslendingar hafa á undanförn- um árum fest geysilega fjármuni í íslenzkum járniðnaði, og er hann nú fær um að sinna flest- um þeim verkefnum sem hér þarf að vinna. En þessi fjárfest- ing kemur þjóðinni því aðeins að tilætluðu gagni að vélakost- ur og vinnuafl séu hagnýtt. Það er þjóðhagsleg endileysa að koma fyrst upp fullkomnum járniðnaði en senda síðan verk- efnin til útlanda. Enda þótt óða- verðbólgustefna ríkisstjórnar- innar hafi grafið undan sam- keppnisaðstöðu íslenzka járniðn- aðarins, ber að taka tillit til þess áður en verkefnj eru send til útlanda hvert þjóðhagslegt tjón hlýzt af því að hagnýta ekki vélar, sérmenntað verkafólk og aðra aðstöðu sem hér hefur verið komið upp með ærnum til- kostnaði. Engu að síður hefur þessi útflutningur á verkefnum verið látinn viðgangast í sívax- andi mæli, á sama tíma og mjög tilfinnanlegur verkefnaskortur er í ýmsum járnsmiðjum, t.d. Héðni. WASHINGTON — SAIGON 14/4 — Hafinn er í Washing- ton ráðherrafundur Suðaustur-Asíubandalagsins (SEATO), sem Frakkar sækja ekki fyrir sakir andstöðu sinnar við stefnu Bandaríkjanna í Vietnam. Búizt er við harðnandi átökum í norðurhéruðum Suður-Vietnam á næstunni. Ráðherrafundurinn stendur í þrjá daga og fjallar aðallega um Vietnam en einnig um þróun mála í Kína. Dean Rusk utan- ríkisráðherra setti fundinn og sagði að Bandaríkjamenn mundu halda áfram tillögugerð um Vi- etnam, þótt þeir hefðu fram að þessu fengið daufar undirtekt- ir. Utanríkisráðherra Ástralíu, Paul Hasluck, gagnrýndi í ræðu ýmis Evrópuríki fyrir að vilja ekki aðstoða Bandaríkjamenn í ' Vietnam, og þá einkum Frakk- land. George Brown utanríkis- ráðherra Breta lofaði áframhald- andi tillögugerð Breta um þetta mál, og tók það fram að þeir mundu ekki senda herlið til Vi- etnam. Yfirmaður Kyrrahafsflota Alþýðubasidalag Framhald af 1. síðu. og hún var orðuð í lagafrumviarpi meirihluta stjómar, svohljóðandi: „ Alþýðubandalagið í Reykjavík er samfylkingarsamtök reykvískr- ar alþýðu. Hver sá Reykvíkingur sem náð hefur 16 ána aldri og samþykkir lög og aðhyllist mark- mið Alþýðu'bandalaigsins getur fengið inngöngu í Alþýðubanda- lagið í Reykjavík“. Miklar umræður urðu umlaga- frumvarpið og breytingartfflög- una og tóku 16 fundarmenn tíl máls, eins og gieitið var í blaðinu í gær. Ranglega var farið með nafn eins ræðumannanna í frétt- inni, Arnórs Þorkelssomar og leiðréttisit það hér með. Viðbrögð við úrskurði ráðherra Fjárhagsáætiun Hafnarfjarð- ar verður tekin fyrir aftur Bandaríkjanna, Grant Sharp, sagði í gær að búast mætti við því að skæruliðar og Norður- Vietnammenn hefðu sig mikln meira í frammi á næstunni í nyrztu héruðum Suður-Vietnam. Kanadamenn hafa borið fram tillögur um að stækka hlutlausa beltið á milli landshlutanna og herforingjastjómin í Saigon hef- ur fallizt á það en stjómin í Hanoi hefur vísað þeim áform- um á bug. Suður-Kóreumenn segjast hafa lokið mestu aðgerð sinni í Vi- etnamstríðinu til þessa og hafi þeir komið um 200 þús. óbreytt- um borgurum undir stjórnina í Saigon. Um leið geti Suður-Kór- eumenn nú haft fullt eftirlit með 400 km löngum þjóðvegi sem liggur frá suðri til norðurs. Eins og Þjóðviljinn hefur skýrt frá úrskurðaði Eggert G. Þorsteinsson félagsmálaráðherra fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar fyrir árið 1967 ógilda. Á fundi bæjarstjómar í gær gerðust þau tíðindi að sex fulltrúar meiri- hlutans samþykktu að mótmæla þessum úrskurði en um leið að hlíta honum og verður fjár- hagsáætlunin því tekin fyrir aft- ur. Þessi samþykkt meirihlut- ans fer hér á eftir — en gegn henni greiddu atkvæði fulltrúar Alþýðuflokks og Alþýðubanda- lags. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar mótmælir sem röngum þeim úr- skurði félagsmálaráðherra Egg- erts G. Þorsteinssonar, að fjár- hagsáætlun Hafnarfjarðar fyrir árið 1967 verði að ógilda, þar sem vanrsekt hafi verið að láta fara fram lögboðna atkvæða- greiðslu um hverja einstaka grein fjárhagsáætlunarinnar (eins og komizt er að orði í niðurlagi úrskurðarins). 28. gr. laga nr. 58/1961 kveður á um meðferð og atkvæða- greiðslu fjárhagsáætlunar, svo- hljóðandi: „Athuga skal fjárhagsáætlun lið fyrir lið og greiða atkvæði um hverja grein fyrir sig og á- ætlunina í heild.“ ■ Þessum ákvæðum var í einu og öllu fullnægt við afgreiðslu f j árhagsáætlunarinnar. Þá mótmælir bæjarstjórn sér- staMega þeirri furðulegu kenn- ingu, sem fram kemur í úr- skurði ráðherra, „að frávísun á breytingartillögum við einstak- ar greinar fjárhagsáætlunar geti eMci samrýmzt réttum lögum og venjum, og getur því afgreiðsla þeirra í bæjarstjórn aðeins far- ið fram með þeim hætti, að þær séu með atkvæðagreiðslu ann- aðhvort samþykktar eða felldar.“ Til stuðnings mótmælum bæj- arstjórnar í þessu efni vísast til 13. gr. fundarskapa bæjarstjórn- ar Hafnarfjarðar, sem staðfest eru af félagsmálaráðuneytinu 14. jan. 1963, en þar segir: „Mál má afgreiða með því að samþykkja það eða fella með því að vísa frá með einfaldri eða rökstuddri dagskrá.eða með því að fresta því.“ Engin undantekning er gerð um þetta varðandi tillögur, sem snerta fjárhagsáætlun og afgreiðslu hennar, hvorki í landslögum né fundarsköpum. Þar sem félagsmálaráðherra Eggert G. Þorsteinsson hefir endanlegt úrskurðarvald um kæruatriðin og til dómstóla verður því ekki leitað um rétt- mæti úrskurðarins, verður að hlíta honum á þann hátt, sem fyrir er lagt og samíþykkir því bæjarstjóm að taka fjárhagsá- áætlunina aftur til síðari um- ræðu á næsta bæjarstjórnar- fundi. Stefán Jónsson (sign). Árni Gumtla«gsson (sign). Hundrað férust í hvirfilbyl DACCA 18/4 — Að minnsta kosti hundrað manns fórust og 500 særðust er hvirfilbylur skall á þrem þorpum í Austur-Pakistan í gær. Um þúsund manns misstu heimili sín. Valur vann í mfl. Á sunnudag fór fram úrslita- leikur í mfl. kvenna í íslands- mótínu í handknattleik. Átfcust þar váð Valur og FH og unnu Valsstúlkumar aiuðveldan sigur 12:4, höfðu þær yfliriburði í öll- um leikjum sínum í mötinu og veitfcist létt að halda Islands- meisteratitlinum. 1 2. fl. var úrsliteledkuiriiinn, harðari, en þar sdgraói Valur Fram með 8:7 eftír framlengdan leik. Byltingarnefnd stjórnar Peking PEKING 18/4. Haft ereftirmál gögnum Rauðra varðliða a< koma eigi á fót nýrri bylting. arnefnd í Peking, sem eigi a? stjóma menningarbylingunni höfuðborginni. Sex miljónir íbúa Peking hafj ekki haft fastmótaða yfirstjóri síðan Peng Sjén borgarstjór; var vikið frá í fyrra. Nú teku: til starfa fimmtán manna bylt ingamefnd, svipuð þeirri o| stjómar nú stærstu borg lands ins, Sjanghæ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.