Þjóðviljinn - 27.04.1967, Qupperneq 1
eftir 30 ára þingsetu. <— Á ftmdimrm
muM Einar Olgeirsson, Sverrir
Kristjánsson og Magnós Kjartans-
son flytja ræður, en dagskráin verð-
ur að öðru leyti tilkynnt síðar.
Vinir og samherjar Einars Ol-
geirssonar boða til almenns fundar
í Austurbæjarbíói kl. 5 síðdegis á
sunnudaginn kemur í tilefni þess að
Einar hættir nú störfum á Alþingi
'X'&'K
Margeir dæmdur i 850 þús. kr. sekt
■ Hæstiréttur staðfesti >
gær héraðsdóminn í máli
Margeirs Magnússonar vixl-
ara. í málinu ákæruvaldið
gegn Margeiri Magnússyni var
kveðinn upp í Sakadómi
Reykjavikur sá dómur að
Margeir var fundinn sekur
um brot á lógunum um ok-
urstarfsemi og auk hess bók-
haldsvanrækslu.
Var hann dæmdur til að
greiða 850 þúsund króna sekt
í rikissjóð eða lo mánaða
varðhald ef sektin yrði ekki
greidd innan tiltekins tíma.
Hann var auk' þess dæmdur
til að greiða málskostnað.
Málið var höfðað vegna lán-
veitinga á árinu 1964, þar
sem sannaðist að Margeir
hafði dregið sér ólöglegt eft-
irgjald.
Tllkynning birf um niSurstöSur viSrœSnanna<
Utanríkisráðherrafundi
Norðurlanda lauk í gær
□ í gær lauk hér í Reykjavík hinum árlega
vorfundi utanríkisráðherra Norðurlanda. Hélt
sænski utanríkisráðherrann, Torsten Nilsson,
þegar heimleiðis í gær en hinir ráðherrarnir og
förunautar þeirra fara í dag. Fóru fundargestir í
flugferð til Vestmannaeyja síðdegis í gær að lokn-
um fundarstörfum. í gær barst Þjóðviljanum eft-
irfarandi tilkynning frá utanríkisráðuneytinu:
Aðalfundur
ÆFR í kvöld
Aðalfundur Æskulýðsfylk-
ingarinnar í Reykjavik verð-
ur haldinn í Tjamargötu 20 í
kvöld og hefst hann kl. 20.30.
DAGSKRA:
'1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. önnur mál.
Endurskoðaðir reikningar
félagsins og uppástungur um
menn í næstu stjóm og full-
trúaráð liggja frammi. í skrif-
stofu Fylkingarinnar í Tjam-
argötu 20.
Hinn árlegi vorfundur utan-
ríkisráðherra Norðurlanda var
haldinn í Reykjavík dagana 25.
og 26. apríl 1967.
Ráðherrarnir ræddu ástandið
í alþjóðamálum. Lýstu þeir
stuðningi sínum við friðarvið-
leitni Ú Þants, forstjóra Sam-
einuðu þjóðanna í Vietnam mál-
inu og létu í Ijós von sína um,
að sú viðleitni stuðli að samn-
ingagrundvelli um friðsamlega
lausn deilunnar, í samræmi við
hagsmuni og óskir hinnar viet-
nömsku þjóðar.
Að því er varðar ástand mála
í Evrópu lýstu ráðherramir
stuðningi við viðleitnina til frek-
ari friðsamlegra samskipta og
samvinnu níilli landanna í Vest-
ur og Austur-Evrópu, jafnt milli
Sáttafundurinn úrumurslaus
★ Eins og frá var skýrt í blaðinu i gæi „ooadi sáttasemjari
ríkisins, Torfi Hjartarson, til sáttafundar í lyfjafræðingadeil-
unni í fyrrákvöld. Stóð fundurinn til klnkkan tvö um nótt-
ina, og náðist ekki neitt samkomulag. Sagði Torfi í viðtali
við Þjóðviljann í gær að ekkert hefði miðað í samkomulags-
átt og óvíst hvenær yrði boðað til fundar, þó yrði það vænt-
anlega áður en langt um liði.
★ Verkfall lyfjafræðinga hefur nú staðið í röskan hálfan mán-
uð eða frá mánudeginum 10. þ.m.
einstakra ríkja innbyrðis og
fleiri ríkja saman.
Ráðherrarnir lögðu áherzlu á
mikilvægi Sameinuðu þjóðanna
sem alþjófilegrar samstalfsstofn-
unar. Friðargæzlustarf SÞ hef-
ur meginþýðingu, og áríðandi er-
að það sé aukið og eflt. Það er
mikilvægt, að þau ríki, sem enn
hafa ekki innt af hendi frjáls
framlög til lausnar á fjárhags-
Framhald á 3. síðu.
Hvers vegna ekki.
að sýna nú gríska
frelsisverjendur?
í GÆRMORGUN komu hingað
til Reykjavíkur fjögur her-
skip úr flota NATÓ sem ver-
ið hefur að æfingum á Atlanz-
hafi síðan í janúar í vetur.
Eru þetta tveir bandarískir
tundurspillar, hollenzkur tund-
urspillir og brezk freigáta.
MUNU SKEPIN hafa hér viðdvöl
fram á laugardag og verða
þau til sýnis fyrir almenning
svo að menn hér geti kynnt
sér með eigin augum „varnar-
tæki“ lýðræðisins í heimin-
um.
ER LEITT til þess að vita að
ekki skyldi vera grískt her-
skip með l hópnum — for-
vitnilegast hefði þó verið að
kynnast verjendum grísks
lýðræðis eins og það er fram-
kvæmt í dag.
MYNDINA hér að ofan tók ljós-
my.ndari Þjóðviljans A.K. í
gær af herskipunum á ytri
höfninni í Reykjavxk.
Knýja enn á um samninga:
Nýtt sólarhrings-
verkfall
er
hafiö
í gærkvöld boðaði sátta-
semjari ríkisins til fundar
með fulltrúum Málm- og
skipasmiðasambands ís-
lands og atvinnurekenda.
Er þetta fyrsti fundurinn
sem sáttasem'jari heldur
með þessum aðilum frá
því um miðjan marz. •—
Fundurinn stóð stutt og
bar engan árangur.
Á miðnætti < nótt kom því
til framkvæmda önnur
nLinumar skýrasf nœsfu daga":
Framboð óháðra í Reykja-
vík og Reykjaneskjördæmi
□ Framboð Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarðakjördæmi
hefur nú verið birt, og hafa því stjómmálaflokkarnir gengið
frá öllum sínum framboðum. Hins vegar er mjög rætt
manna á milli að auk þess komi fram óháð framboð í
Reykjavdk og Reykjaneskjördæmi.
Hefur Áki Jakobsson fyrrv.
alþingismaður verið nefndur sem
helzti hvatamaður að þessum
framboðum báðum, og mun end-
anlega afráðið, að því er Þjóð-
viljinn hefur sannfrétt, að hann
skipi sjálfur efsta sætið á list-
anum í Reykjavík.
í Reykjaneskjördæmi eru það
nokkrir vildarvinir Jósafats Am-
grímssonar sem hafa forgöngu
um framboðið þar, en Jósafat
telur sig eiga Sjálfstæðisflokkn-
um grátt að gjalda fyrir að
halda ekki yfir sér hlífiskildi á
erfiðum stundum. Hefur hann
safnað um sig hópi manna sem
líkt stendur á fyrir. Einnig munu
styðja framboðið forystumenn
Félags óháðra borgara í Hafnar-
firði, sem unnu frægan sigur í
bæjarstjórnarkosningunum þar í
fyrra, en hafa slðan beðið skip-
brot í samstarfinu við Sjálfstæð-
isflokkinn.
, Ákveðið hefur verið að efsti
maður á lista óháðra í Reykja-
neskjördæmi verði Ólafur Thor-
dersen, forstjóri Fríhafnarinnar
á Keflavíkurflugvelli, en hann
var á lista Alþýðuflokksins við
síðustu alþingiskosningar. Ann-
ar á listanum verður einn bæj-
arfuUtrúa óháðra í Hafnarfirði.
Aðrir sem helzt eru nefndir á
listanum eru útgerðarmaður úr
hópi Sjálfstæðismanna í Njarð-
víkum, aðalforingi óháðra í
Hafnarfirði og rithöfundur í
Kópavogi.
Þessir tveir listar í Reykja-
vík og í Reykjaneskjördæmi
munu hafa samvinnu í kosning-
unum með tilliti til hugsanlegra
uppbótarsæta ef þeir ná manni
Framhald af 3. síðu.
sólarhrings vinnustöðvun
féiaga í Máhn- og sikipa-
smiðasambandinu og
standa að henni eftirtalin
sex félög: Félag jámiðnað-
armanna, Félag bifvéla-
virkja, Félag blikksmiða
og Sveinafélag skipasmiða,
öll í Reykjavík, — Jám-
iðnaðarmannafélag Ámes-
sýslu og Sveinafélag jám-
iðnaðarmanna á Akureyri.
Lýkurr verkfallinu á míð-
nætti í kvöld.
Fyrsta sólariirmgsvinnu-
stöðvun félaganna tð þess
að knýja á um samninga
við atvhmurekendur var
sl. þriðjudag og gekk fram-
fcvæmd hennar mjög vel
og árekstralaust. .
I Þá hafa félögin boðað sol-
ariirings vinnustöðvanir
dagana 9. og 11. maí hafi
samningar ekki tekizt fyr-
ir þann tíma við atvinnu-
rekendur.
Gífurlegt verð
fyrir Picasso
LONDON 26/4 — Bodfey-mál-
verkasafnið í New York keypti
í dag málverk eftir Picasso fyr-
ir 190 þúsund pund (um 23 milj-
ónir króna) og er það hæsta
upphæð sem nokkru sinni hefur
verið greidd fyrir málverk eft-
ir liíandi listamann. Myndin er
af móður og bami og er frá
svonefndu Bláa timabili Picass-
os, máluð í Barcelona 1902.
DMINN
Fimmtudagur 27. apríl 1967, — 32. árgangur — 94. tölublað.
/