Þjóðviljinn - 18.05.1967, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 18.05.1967, Blaðsíða 10
Sl»A — ÞJÖÐVíLJINN — Eiæcmtudasuir Í8. «sa£ M6S. JOHH FOWLES: SAFNARINN 56 Ég sat þama bara, hl«staði á andardrátt hennar, og umlið (það var eins og hún svæíi ekki al- mennilega) og hugsaði um hvem- ig þetta hefði allt æxlazt. Hugsaði um þettá rotna líf mitt og líf hennar og allt mögulegt annað. Hver sem var hefði getað séð hvemig ástatt var- Ég var reglulega örvilnaður, þótt ég segi sjálfur frá. Ég gat ekkert gert, mig lan'gaði reglulega mik- ið til að hún fengi að lifa, og ég gat ekki hætt á að sækja hjálp, ég var alveg sleginn út, það hefði hver sem var getað séð. Alla þessa daga vissi ég að ég myndi ^aldrei geta elskað neina aðra á þennan hátt. Það var aðeins Miranda að eilífu. Ég vissi það nú. Annað var það, að hún var sú eina sem vissi að ég elskaði hana. Hún vissi hver ég var £ raun Dg veru. Enginn annar myndi nokkum tima geta skilið það. Jaeja, það birti af degi, síð- asti dagurinn rann upp. Það var undarlegt, en veðrið var svo fag- urt, að ég held það hafi ekki verið ský á lofti allan daginn, Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 18. III. hæð (lyfta) Sími 24-6-16 PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistoía Garðsenda 21. SlMI 33-968 einn þessara köldu vetrardaga þegar enginn vindur blæs og himinninn er svo blár. Það var alveg eins og þetta væri með ráðum gert, rpjög viðeigandi þeg- ar tekið er tillit til þess hvað hún fékk friðsælt andlát. Síðustu orðin sem hún mælti voru um tíuleytið, þegar hún sagði (held ég) „sólin“ (hún skein innum gluggann) og hún reyndi að setj- ast upp, en hún gat það ekki. Hún sagði ekki fleiri orð sem hægt var að skilja, hún dré þetta á langinn allan morguninn og síðdegið og hvarf burt með sólinni. Andrardráttur hennar1 var orðinn hægur og (það sýndi hvemig mér leið) ég hélt meira að segja að hún héfði loks get- að sofið. Ég veit ekki nákvæm- lega hvenær hún dó, ég veit hún andaði klukkan hálffjögur, þeg- ar ég fór niður til að þurrka af ryk og þess háttar til að dreifa huganum, og þegar ég kom til baka um fjögurleytið. var hún gengin burt. Hún lá á vanganum og það var hörmung að sjá hana, hún var með galopinn munninn og augun hvít og starandi eins og' hún hefði reynt að sjá út um gluggann í síðasta sinn. Ég þreif- aði á henni og hún var köld, jafnvel þótt líkami hennar væri volgur. Ég hljóp og sótti spegil. Ég vissi að þannig var hægt að ganga úr skugga um það, og ég hélt honum að munninum á henni, en hánn döggvaðist ekki. Hún var dáin. Jæja, ég lokaði á henni munn- inum og lagði aftur augun. Svo vissi ég ekki hvað ég átti að gera. svt> að ég fór niður og lagaði mér tebolla. Þegar dimmt var orðið tók ég dáinn líkama hennar og bar hann niður í kjallara. Ég veit að það á að þvo lík, en ég gat það ekki, mér fannst það ekki viðeigandi, svo að ég lagði hana í rúmið og greiddi á henni hár- ið og klippti úr því lokk. Ég reyndi að hagræða andlitinu á henni, svt) að hún brosti en það gat ég ekki. Að minnsta kosti leit hún út eins og hún hefði I fundið frið. Svo kraup ég og bað bæn, ég kunni ekkert nema Fað- ir vor, svo að ég fór með það og Guð vertu sál hennar lflcn- samur, ekki svo að skilja að ég sé tcúaöur, en það var eins og það ætti við. Svo fór ég app. Ég veit ekki hvers vegna smá- munir hafa þessi áhrif, það hefði mátt ætla að það hefði. verið þegar ég sá að hún var dáin eða þegar ég bar hana niður í síðasta sinn, en það var ekki þá, það var þegar ég sá inniskóna hennar í herberginu sem hún hafði verið í pppi á lofti. Ég tók þá upp og allt í einu skildi ég að hún myndi aldrei fara í þá framar. Ég myndi aldrei framar fara niður og draga slám- ar frá (furðulegt, ég hafði dreg- ið þær fyrir lika núna), og ekkert af þessu myndi endurtaka sig, hvorki hið góða né illa. Allt í einu var mér ljóst að hún var ■ dáin og dáin þýðir horfin að ei- lífu, fyrir fullt og allt. Þessa síðustu daga hlaut ég að kenna í brjósti um hana (þegar mér var orðið ljóst að þetta var enginn leikur) og ég fyrirgaf henni allt hitt- Ekki meðan hún lifði, heldur þegar ég vissi að hún var dáin, þá fyrirgaf ég henni. Allt þetta góða rifjaðist upp. Ég mundi eftir byrjuninni, dögunum í Rá'ðhúsálmunni þegar ég hafði séð hana koma útum dyrnar hjá sér eða þegar ég gekk framhjá henni hinum megin við götuna og ég gat ekki skilið hvemig þetta hafði gengið svona til, að hún væri nú dáin þama niðri. Það var eins og einkennilega músagildran sem ég sá einu sinni, eitthvað fór af stað þeg- ar músin fór í hana og hún gat ekki snúið við, heldur varð að halda áfram og áfram gegnum nýjar gerðir af gildmm þar til allt var búið. Ég hugsaði um hváð ég hefði verið hamingjusamur; tilfinning- ar sem ég hafði fundið til þess- ar vikur, sem ég hafði aldrei fundið til áður og myndi aldrei finna til framar. Þvi meira sem ég hugsaði um það, því verra varð það; Það köm miðnætti og ég gat ekki sofið, ég ,varð að hafa kveikt á öllum ljósum, ég trúi ekki á drauga, en það var eins og það væri betra að hafa kveikt. Ég hélt áfram að hugsa um hana, hugsaði með mér að það hefði kannski verið mér að kenna þrátt fyrir allt að hún gerðí það sem hún gerði og glat- aði virðingu minni, svo hugsaði ég að hún hefði getað sjálfri sér um kennt, hún hefði kallað þetta yfir sig. Og svo vissi ég ekki hvað ég átti að hugsa, það var eins og eitthvað væri farið úr skorðum í höfðinu á mér og ég fann að ég gat ekki búið þama lengur. Mig langaði mest til að aka þurt og koma aldrei aftur. Ég hugsaði með mér að ég gæti selt allt saman og farið til Ástralíu. En þá yrði ég fyrst að fela svo margt. Það yrði of erfitt. Næst varð það að ég fékk lögregluna á heilann. Ég komst að þeirri niðurstöðu að beztværi að fara til lögreglunnar og segja allt af létta. Ég fór meira að segja í frakkann áðar en ég æki af stað- Ég hélt ég væri að verða brjálaður, ég horfði og horfði í spegilinn til að athuga hvont það sæist á andlitinu á mér. Ég varð altekinn þessari hræðilegu hug- mynd, ég Væri brjálaður, allir aðrir gætu séð það en ekki ég. Ég mundi hvemig fólkið í Lew- es hafði stundum horft á mig, alveg eins og fólkið í biðstof- unni hjá lækninum. Það vissi sjélfsagt að ég var brjálaður. Klukkan varð tvö. Ég veit ekki hvers vegna, en ég fór að hugsa um að það væri bara misskiln- ingur að hún væri dáin, kannski hefði hún aðeins sofnað. Ég varð að fara niður og athuga það. Það var hræðilegt. Um leið og ég kom niður í fremri kjall- arann fór ég að ímynda mér allt mögulegt. Að hún kæmi fram úr einhverju skoti með öxi. Eða hún væri ekki þama inni — jafnvel þótt slagbrandar væru fyrir dyrunum myndi hún vera horfin. Alveg eins ög í hryllings- kvikmynd. Hún var þar. Lá þar og allt var svo hljótt. Ég þreifaði á henni. Hún var ®vo köld, svo köld að mér brá í brún. Enn gat ég ekki skiliö að þetta væri satt, hún hafði verið lifandi fyr- ir nokkrum klukkutímum, fyrir fáeinum dögum hafði hún geng- ið um, teiknað, prjónað. Og nú þetta. , Svo hreyfðist eitthvað £ hin- um endanum á kjallaranum, úti við dyrnar. Það hlýtur að hafa verið dragsúgur eða eitthvað. Ég missti alveg stjóm á mér, ég þaut út og hentist upp tröppum- ar í fremri kjallaranum. Ég læsti i æðisgengnum flýti og kom mér inn í húsið og læsti líka á eftir mér og dró alla slagbranda fyr- ir. Eftir nokkra stund hætti ég að titra, ég róaðist. En ég gat ekki hugsað neina hugsun til enda nema það að nú væri öllu lokið. Ég gæti ekki búið þama bg haft hana liggjandi þama niðri. Það var þá sem ég fékk hug- myndina. Hún sótti stöðugt að mér þessi tilfinning að hún væri héppinn að vera laus við allt, þyrfti ekki framar að hafa á- hyggjur, þyrfti ekkert að fela, aldrei að gera sér grillur út af neinu. Heldur laus við allt, laus frá öllum ófögnuðinum. Ég þurfti ekki að gera annað en svipta mig lífi og þá mátti hitt fólkið hugsa það sem því sýndist. Fólkið í biðstofunni, í ráðhúsinu, Annie frænka og Mabel, allir saman. Ég væri sjálfur úr leik- Ég fór að velta fyrir mér hvemig ég gæti gert það, að ég gæti farið til Lewes strax og búðir væru opnaðar og keypt sæg af pillum og blómum, krýsant- emur voru eftirlætisblómin henn- ar. Taka pillurnar og fara nið- ur með blómin og leggjast við hliðna á henni. Skrifa fyrst bréf til lögreglunnar. Og þá fyndi hún okkur þar niðri saman. Saman handan við djúpið mikla. 4903 Hásetamir tveir, Jean og Claude, koma heim eftir vel- heppnað kvöld í landi og fara að sofa. — Stuttu seinna kemur Cora að máli við Þórð- Em mörg skipsflök á hafsbotni hér :í ná- grenninu ? Sennilega, heldur Þórður og spyr hvort hún háfi eitthvert sérstakt í huga. „Fyrir nokkmm ámm mun hafa sokkið hér einhversstaðar skip að nafni „Tramontana“, hafið þér nokk- urn tíma heyrt á það minnzt?“ spyr hún. Nei, hann hefur aldrei heyrt nanfnið, en ef það skiptir máli,"getur hann spurzt fyrir um það á morgun. Hafnarstjómin getur sjálfsagt gefið einhverjar upplýsingar. BRAXD'S A-1 sósa: Með kjiiíi? með flski. með liverjai sem er SKOTTA Má ég ekki bjóða þér að verða einn af lánardrottnum okkar?. HELDUR HEITU OG KÖLDU ÚTI OG INNI Aðalumboð: Einar Farestveit & Co. hf. Vesturgötu 2 RADIONETTE tækin henta sveitum landsins. Með einu handtaki má kippa verkinu innan úr tækinu og senda það á viðkomandi Verkstæði — ekkert hnjask með kassann — auðveldara í viðhaldi. -ÁRS ÁBYRGÐ Radionette-verzlunin Aðalstræti 18 sími 16995 Bifreiðaeigendur Þvoið, bónið og sprautið bílana ykkar sjálfir. Við sköpum aðstöðuna Þvoum og bónum ef óskað er. Meðalbraut 18, Kópavogi. Sími 4-19-24. TRABANT EIGENDUR Viðgerðaverkstæði. Smurstöð. Yfirförum bílinn fyrir vorið. FRIÐRIK ÖLAFSSON, vélaverkstæði. Dugguvogi 7. — Sími 30154.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.