Þjóðviljinn - 18.05.1967, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.05.1967, Blaðsíða 4
<£ SfDA ÞJÖÐVELJITTO — FiramitodagUir 18. mal ÍSGZ. Otgefandi: Sameiningarfloickur alþýdu — Sósíalistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivar H- Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurdur Suðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Sigurður T, Sigurðsson. Framkvstj.: Eiður Bergmann. Ritstjórn, afgreiðsia, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðust 19. Sími 17500 (5 línur) — Askriftarverð kr. 105,00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 7.00. / GÍSUNGU JHsti sá sem Hannibal Valdimarsson ber fram í Reykjavík gegn Alþýðubandalaginu hefur nú verið úrskurðaður utan flokka. Sá úrskurður var kveðinn upp einróma af þeiim aðila sem lögum samkvæmt fer með endanlegt vald á því sviði, yfirkjörstjórninni í Reykjavík, og hún hefur birt auglýsingar og samið kjörgögn í samræmi við úr- skurð sinn. Hefur ráðuneytisstjóri dómsmálaráðu- neytisins staðfest það í viðtali við ríkisútvarpið að þessum úrskurði yfirkjörstjórnar verði ekki hnekkt. 1 J sambandi við úrskurð yfirkjörstjórnar gerðus't tíðindi sem vakið hafa almenna furðu og hafa sízt aukið virðingu manna fyrir réttsýni sumra lögfræðinga. Landskjörstjórn gerði fyrst tilraun til að seilast út fyrir verksvið sitt, en þegar það mistókst lýsti formaður hennar yfir því í útvarpi, að því er virtist upp á sitt eindæmi, að við úthluf-- un uppbótarsæta myndi nefndin hafa forsendur kosninganna að engu en f jalla um lista Hannibals Valdimarssonar eins og hann væri listi Alþýðu- bandalagsins. Engum getur dulizt að hér er verið að setja á svið pólitískan skollaleik í því skyni einu að villa um fyrir vinstrimönnum og reyna að sundra röðum þeirra. JJins vegar þarf enginn að, vera í vafa um hvað hér er í raun og veru að gerast. Með þeim á- greiningi um lagaskýringar sem hér hefur verið settur á svið hefur það verið tryggt að það verður ekki landskjörstjórn sem tekur ákvörðun um upp- bótarsæti, heldur alþingi sjálft eftir kosningam- ar. Stjómarblöðin kveða upp úr um þetta fagn- andi í gær. Morgunblaðið segir 1 fomstugrein: „Hitt er nauðsynlegt að menn geri sér skýra grein jfyrir að Alþingi sjálft mun endanlega fella úr- skurð um úthlutun uppbótarsætanna“. Alþýðublað- ið segir í forustugrein: „Alþýðublaðið skal engan dóm á það leggja, hvor aðilinn hafi rétt fyrir sér. Alþingi sjálft fellir úrskurð um það á sínum tíma“. Hér hefUr semsé það eitt gerzt að andstæðinga- flokkar Alþýðubandalagsins hafa tryggt sér rétt til þess að ráðstafa að eigin geðþótta þeim a'tkvæð- um sem Hannibal Valdimarsson kann að safna. Sá úrskurður fer ekki eftir vilja Hannibals Valdi- marssonar, þaðan af síður eftir hagsmunum Al- þýðubandalagsins, heldur einvörðungu eftir pólit- ískum hagsmunum hemámsflokkanna þriggja. Þeir hafa með lagakrókum sínum hneppt Hanni- bal Valdimarsson í pólitíska gíslingu og ætla að geyma atkvæði hans eins og birgðir í frystikistu til notkunar að eigin geðþótta eftir kosningar. Jjegar framboðslisti Hannibals Valdimarssonar var úrskurðaður utan flokka bar honum að sjálf- sögðu siðferðileg skylda til að afturkalla framboð sitt. Þau áform andstæðingaflokkanna að geyma hann í pólitískri gíslingu gera þau viðbrögð ennþá óhjákvæmilegri, ef einhver hugur hefur fylgt máli þegar Hannibal var fyrirfram að réttlæta fram- boð sitt. — m. Lúðrasveitin, sem nú teiur 40 manns, leikur á Austurvelli. Lúðrasveit Reykjavíkur heUur afmælistónleika Lúðrasveit Reykjaivíkur verö- ur 45 ára 7. maí næsftonnandi og efnir í því tilefni til tón- leika í Háskólabíói sunnudag- inn 21. xnsaí M. 3 e.h, Bfnisskrá tónleiitanna verður mjög fjölbreytt og með nýstér- legra sniði en venja er til hér- lendis. Verða þar ýmis verk fyrir stærri híljóðfæraskipan en áður og auk marsa eitt .sean skrifað er sérstaklega fyrir lúörasveit, Pageant eftir Vinc- ent Persichetti. \ Einnig verður flrumfluittur mars eftir Áma Bjömsson, í út- setningu höfundar, en þessi mars hilaut fyrsto verðlaun í göngulagasamkeppni Samibands íslenzka lúðrasveita í fyrra. Einleiirari á trompett í laginu Heijre Kate verður Lárus Sveinssom. Lúðrasveit Reykjavíkur skipa nú 40 manns, og stjómandi er Páll Pampichler Pálsson en hann hefur verið stjómandi sveitarinnar síðan 1949. Núver- andi formaður er ‘Halidór Ein- arsson. Aðgöngumiðar að tónleitoum- um verða seldir í Háskólabíói. Sexfugur f dag ðskar Stefánsson iðnverkamaður Sextugur er í dag Óskar Stefánsson iðnverkamaður Rauðumýri 6 á Alkureyri. Hann er fæddur í Ólafsfirði 18. rtiaí 1907 og voru foreldrar hans Guðrún Hafliðadóttir og Stefán Pétursson. Óskar flutt- ist með íoreldrum sínum til Akureyrar árið 1910 og þar hefur hann átt heima síðan. Fyrst eftir að Óskar hafði siit- ið bamsskónum var hann til sjós, einkum á sumrin, en lagði síðan. fyrir sig alla almenna verkamannavinnu á Akureyri þar til fyrir átta árum, er hann hóf störf við skóverksmiðjuna Iðunni þar í bæ. Kona Óskars er Vigdís Guð- mundsdóttir og hafa bau eign- azt 8 böm sem öll em upp- komin, en auk þess ólu þau upp eitt bam frá fæðingu. Þau Ósk- ar og Vigdís hófu búskap ár- ið 1930, þegar kreppan var í algleymingi og ýmsir erfiðleik- ar steðjuðu að- Voru kjör þeirra oft kröpp á fyrstu búskaparár- unum og fjárhagsörðugleikar miklir. . Óskar Stefánsson hefur alla tið þótt einstaklega dugmikill verkamaður, ósérhlífinn og vandvirkur og eftirsóttur verk- maður. Hann hefur alla tíð skipað sér í fylkingu hinnar róttæku alþýðuhreyfingar og verið nýtur stuðningsmaður stjómmálasamtaka allþýðunnar. Hinir mörgu vinir Óskairs Stefánssonar munu hugsa hlýtt heim til hans að Rauðumýri 6 á þessum merkisdegi og senda honum hugheilar ámað- aróskir og kveðjur. 3. Laust embætti er forseti Islands veitir Héraðslæknisembættið í Þórshafnarhéraði er laust til umsóknar. Laun samkvæmt hinu almenna launakerfi opinberra starfsmanna og staðaruppbót samkv. 6. gr. læknaskip- unarlaga. — Umsóknarfrestur til 20. júní 1967. — Veitist frá 1. júlí 1967. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 17. maí 1967. Frá innheimtu Landssímans Innheimtan verður lokuð á laugardögum í suimar, frá og með 20. maí til 30. september. ISLENDINGASPJALL HALLDÓRS LAXNESS Vor og sumarbókin Frá fyrstu tíð hefir Halldór Laxness tek- izt á hendur meiri á- byrgð gagnvart til- veru þjóðar sinnar og stríðandi lífi mannkynsins, en flestir aðrir höfund- ar. I Islendingaspjalli drepur hann með óviðjafn- anlegri markvísi á höfuðpunkta í lífsreynslu sinni, sem íslendingur. Hann hefur líka öllum fremur rétt til að tala við þjóð sína kunnuglega án langra útlistana. Allir Íslendíngar vita að hann er slíkur snillingur á hið viðkvæma hljóðfæri tungunnar að lengra verður vart komizt. Samt væri það annað- hvort hrapallegur misskilningur eða kveifarleg undanbrögð að halda þvi fram, að við læsum bæk- ur skáldsins aðallega vegna málsnilldar hans og íþróttar, en gengjum á snið við þann djúpa og ein- att óþægilega sannleika, sem hann hefir fram að bera við þ'jóð sína og heiminn^ Helgafellsbók’. 1967 Ritsafn Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi Öll ljóðasöfn skáldsins, skáldsögur, ritgerð- ir og leikrit í 7 fögrum bindum, ósfcast send og gréiðast með afborgunum. NAFN ............................... HEIMILI ............................ Helgafell, Box 156. Póstnfgreiðslnstarf Póst- og símstöðin í Kópavogi vill ráða mann til póstafgreiðslustarfa. — Upplýs- ingar í síma 41225. Stöðvarstjórinn. Skrifstofa rikisféhirðis í sumar verður skrifstofa ríkisféhirðis lok- uð á laugardögum. Aðra virka daga verður afgreiðslan opin kl. 10—12 og 13—15.30. Ríkisféhirðir. Auglýslng um afgreiðslutíma Gjaldheimtunnar í Reykjavík Á tímabilinu frá 15. maí til 30. sept. 1967 verður Gjaldheimtan lokuð á laugardögum. Afgreiðslutími er óbreyttur að öðru leyti og er vakin athygli á, að bpið er um hádegi á virkum dögum og frá kl. 5—7 á föstu- dögufm. Reykjavík, 17. mað 1967. Gjaldheimtustjórinn. 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.