Þjóðviljinn - 18.05.1967, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.05.1967, Blaðsíða 3
t Fimmtudagur 18. maí 1967 — ÞJÖÐVILJINN — SlÐA J r De Gaulle vírðist staðráðinn að hindra aðildBreta að EBE Mun beita sér fyrir því á afmælisfundi bandalagsins að þeim verði sett skilyrði sem teljast óaðgengileg PARÍS og LONDON 17/5 — Þegar stjórnarleiðtogar aðild- arríkja Efnahagsbandalags Evrópu koma saman á fund í Róm 1 lok mánaðarins til að minnast tíu ára afmælis Róm_ ' arsamningsins mun de Gaulle leggja fast að þeini að við- urkenna það sjónarmið að Bretar eigi enn ekkert erindi inn í bandalagið. Stúdentar í Madrid slást við lögreglu MADRID 17/5 — Stúdentar við háskólann í Madrid rifu í dag í tætlur, hræktu á og brenndu myndir af Franco einvaldsherra þegar þeir efndu til mótmæla vegna hand- töku leiðtoga sinna. Fréttaritari Reuters í París hefur þetta eftir mönnum sem eru nákunnugir de Gaulle. Hann segir að de Gaulle telji að leið- togar annarra EBE-ríkja» a.m.k. Frakklands og Italíu, séu sam- mála honum um þá skoðun, sem hann lót í Ijós á blaðamanna- fundi sínum í gær, að enn sé Bretum ekki kleift að taka á sig þær skuldbindingar sem aðild að EBE hefur í för með sér. Hins vegar telji hann tilgangslaust að reyna að fá þá til að fallast á að hafna öllum samningaviðræð- um við Breta á þessu stigi máls- ins. Hann gerir sér vonir um að honum muni tákast að fá stjóm- ir annarra EBE-ríkja til að slaka ekkert á þeim kröfum sem bandalagið gerir til nýrra að- ildarríkja- Hann muni á fundin- um í 'Róm, sem hefst 29. maí, beita sér fyrir því að samdar verði nýjar reglur um aukaaðild og verði Bretum, og þá öðrúm EFTA-ríkjum, gefinn kostur á henni samkvæmt þeim, Það tel- ur hann mundu verða heppileg- ustu lausnina. Á fundi sínum með blaða- mönnum í París í gær sagði de Gaulle að leysa mætti vanda- málið um tengsl Breta við EBE á þrjá vegu: 1. Veita Bretum aðild með þeim skilyrðum sem þeir eru reiðubúnir að fallast á. Af því myndi leiða að byggja yrði bandalagið upp alveg að nýju. 2. Aukaaðild Bretlands og annarra EFTA-ríkja. 3. Fresta lausn málsins þar til skapazt hefði aðsitæður fyrir eðlilegri aðild Breta að EBE. De Gaulle sem ræddi { tuttugu mínútur um þetta mál á blaða- mannafundi sínum rakti fjölda vandamála, efnahagslegra, fjár- hagslegra og pólitískra, sem leysa þyrfti til að Bretar gætu orðið fullgildur aðili að. EBE. Hann fór ekki dvlt með að litl- ar sem engar líkur væru á því að hægt yrði að leysa þessi vandamál á einu ári eða tveim- ur. Hann sagði að óskaplegar tálmanir væru í vegi fyrir brezkri aðild og nefndi hin sér- stöku tengsl Breta' við sam- veldislöndin og Bandaríkin og þá staðreynd að Bretar væru ekki meginlandsþjóð. Frbnska fréttastofan AFP seg- ir að forkólfar fransks atvinnu- lífs séu að mestu leyti sammála de Gaulle um þetta mál. Þeir óttist að ef Bretar fái aðild að EBE muni eðli bandalagsins breytast smám saman svo að það verði að fríverzlunarsvæði landanna beggja vegna Atlanz- hafs en það yrði Evrópuþjóðum eldci til hagsbóta, sízt af öllu Frökkum. Tíu miljónir í verkfalli PARlS 17/5 — Um tíu miljónir verkamanna og starfsmanna lögðu niður vinnu i dag og er þetta • víðtækasta vinnustöðvun sem orðið hefur í Frakklandi í 30 ár. Verkfallið var boðað af öllum þremur stóru verklýðs- samböndunum til að mótmæla þeirri fyrirætlun ríkissitjórnar- innar að fá þingið til að veita sér heimild til að gera sérstakar ráðstafanir í atvinnumálum með tilskipunum. Frumvarp um slík heimildarlög verður lagt fyrir þingið á morgun. --------------r, -- 1 Aðsúgur gegn sendiráði Bretuí Kinu PEKING 17/5 — Enn í dag létu þúsundir Pekingbúa í Ijós andúð sína á framferði brezku nýlendu- stjórnarinnar í Hongkong með þvi að ganga fram hjá og safn- ast saman við sendiráð Breta í Peking. Þessi mótmæli hófust á mánudagskvöld pg gizkað er á að í gær hafi um 400.000 manna tekið þátt í móitmælagöngum framhjá sendiráðinu og enn fleiri munu hafa verið á ferðinni í dag. Eftir fund um 1.500 stúdenta við þjóðfélagsvísindadeild há- j skólans ruddust margir þeirra ,inn í skrifstofu deildarforsetans, brutu þar gluggarúður, fleygðu til húsmunum og rifu niður mynd af Franco sem á veggnum hékik og hræktu á hana. Síðan héldu þeir fyilktu liði til skrif- stofu hástólarektors' og kröfðust þess hástöfum að það lögreglulið sem safnazt hafði saman á há- skólalóðinni yrði flutt þaðan. Stúdentar gerðu sig líklegatil að fara mótmælagöngu um göt- ur borgarinnar en þá réðust hundruð lögreglumanna, sumir á Kviknaði í íbnðar- húsi á Akureyri Um kvöldmatarleytið í gær- kvöld var slökkviliðið á Akur- eyri kallgð að Strandgötu 39, sem er 3gja hæða timburhús. Þegar slökkviliðið kom þar að voru allir íbúar hússins komnir út og var eldurinn slökktur á fclukkubíma. hestum, gegn þeim og beittu þeir j kylfum sínum óspart gegn bverj- um sem lá ved við höggi. Arabar — ísrael Framhald af 1. eíðu. sem Egyptar hafi aflað sér bendi hins vegar til þess að Israel á- fbrmi refsiaðgerðir gegn Sýr- >*ndi. Blöð í Israel segja að liðsflutn- ingar Egypta í Sinai-eyðimörk séu leikur að eldi. Það eitt að svo miklu liði hafi verið safnað þar saman geti leitt til árekstra. Blöðm saka jafnframt Sovétrík- in um að standa að baki Egypt- um; þau hafi gefið þeim fulla heimild til hemaðaraðgerða. Málgagn sovétstjómarinnar, „Isvestía" sakaði hins vegar í dag Israelsmenn um að hafa með samsæri við Bretland og Banda- ríkin gert áform um að reyna að steypa stjóm Sýrlands. Ráða- menn í ísrael, segir blaðið, fara ekki dult með að fyrir þeim vak- ir að fara i herleiðangur til Damaskus. Blóðugir bardagar í Houston í Texas HOUSTON 17/5 — Lögreglumaður var skotinn tH bana í nótt og 488 stúdentar voru handteknir á lóð háskóla blökku- manna í Houston, þess stærsta í Texas, eftir óeirðir sem staðið höfðu klukkustundum saman. Nokkrir menn særðust í þess- um ótökum, meðal þeirra tveir lögreglumenn. Fjórar sprengjur sprungu meðan á róstunum stóð og lögreglan lagði hald á tvo rif®a og eina skammbyssu, þeg- ar hún hafði brotizt inn í svefn- sal stúdenta, þar sem hún hafði grun uim að leyniskyttúr hefðu búið um sig. Óeirðimar hófust á þriðjudags- kvöld þegar stúdentar efndu til mótmæla vegna þess að lögreiglu- menn höfðu verið sendir inn á háskólalóðina tiil þesS að fylgj- ast þar með blysför sem stúd- entar ætluðu að lleggja í til sorp- hauga í borginni. Blökkumenn sem eiga heima í nágrenni sorp- hauganna hafa krafizt þess, að þeir verði ffluttir þaðan, en þeim kröfum hefur elcki verið sinnt. TILKYNNING frú Spurisjóði vélstjóru: Frá og með 19. maí n.k. verður afgreiðslutími sparisjóðsins svo- hljóðandi: Opið verður frá kl. 13.30 til 17,30 alla virka daga, nema föstu- daga, en þá verður opið frá kl. 13.30 til JL8.30. — Sparisjóðurinn verður lokaður á laugardögum^ til 1. október n.k. Enn er burizt hurt nyrzt i S- Vietnum SAIGON 17/5 — Hinir hörðu bardagar sem nú hafa staðið nær látlaust vikum saman í hæðadrögunum rétt fyrir sunnan friðlýsta svæðið á mörkum vi- etnömsku landshlutanna halda enn áfram. Vopnaviðskipti hóf- ust þar aftur í ■ dag og segjast Bandaríkjamenn hafa fellt 96 „Norður-Vietnama“, en misst sjálfir 18 fallna, og 83 særða. SKIPAUTGCRÐ KIKISINS M,S, ESJA fer vestur um land til ísafjarð- ar 24. þ.m. Vörumóttaka fimmtudag, föstudag og árdeg- is á laugardag til Patreksfjarð- ar, Tálknafjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Súganda- fjarðar og ísafjarðar. — Far- seðlar seldir á þriðjudag. M.S. BLUfUR fer vestur um land í hringferð 27. þ.m. Vörumóttaka á mónu- dag og þriðjudag, til Bolungar- víkur, Ingólfsfjarðar, Norður- fjarðar, Djúpavíkur, Holma- víkur, Hvammstanga, Blöndu- óss, Skagastrandar, Sauðár- króks, Siglufjarðar, Ólafsfjarð- ar, Akureyrar, Húsavíkur, Raufarhafnar, Þórshafnar og Vopnafjarðar. — Farseðlar seldir 26. þ.m. SOVIETSK KVIKMYNDA- KYNNING MAI VENJULEGUR FASISMI ÁNAUÐUGA LEIKKONAN GRANSTEINA ARMBANDIÐ SÍÐASTA BLÓÐHEFNDIN MAYA PLISETSKAYA REIKAÐ UM MOSKVU BYLURINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.