Þjóðviljinn - 01.06.1967, Síða 1
Fimmludagur 1. júní 1967 — 32. árgangur — 120. tölublað.
Utankjörfundarkosning
Utankjörfundarkosningin 1 Melaskólanum
stendur yíir daglega kl. 10—12, 2—6 og 8—10.
Þeir sem eiga lögheimili úti á landi en
eru í Reykjavík og verða það á kjördag ættu
að greiða atkvseði sem allra fyrst svo tryggt
sé að atkvæðin verði komin til skila á við-
komandi kjörstað fyrir kjördag. Reykvíkingar,
sem ekki verða í bænum á kjördag, ættu að
kjósa strax utan kjörfundar.
Kosningasjóðurinn
G-listinn vill minna á og beina þeim tilmæl-
um til allra sinna stuðningsmanna að þeir
reyni, hver eftir sinni getu, að hressa upp á
kosningasjóðinn. Hann ræður því miður illa
vfð þær háu fjárha^ðir sem allir hlutir kosta
nú á þessum síðustu og verstu viðreisnar-
tímum.
G-listinn.
aup sjómanna er lækkað um 30%
Fyrstu sildarbátaxnir eru þegar farnir út. Þorsteinn fór í fyrrinótt,
Gísli Árni í gærmorgun og hér á myndinni sjást skipverjar á
Ásberg var að taka nótina um borð um miðjan dag í gær. Sjá
frétt á baksíðu. — (Ljósm. Þjóðv. Hj. G.).
Reykjavíkurgangan
— gegn herstöðvum, fasisma og erlendri ásælni
Undirbúningur REYKJAVÍKURGÖNGU 1967 er nú í full-
um gangi. Gangan verður á sunnudaginn kemur og héfst
kl. 13,15 með því að þátttakendur safnast saman á mótum
Suðurlandsbrautar og Langholtsvegar. Á leiðinni verða
haldnir þrír stuttir fundir, sá fyrsti við Hamrahlíðarskól-
ann, annar við. Skothúsveg handan Tjamarbrúar og sá
síðasti í lok göngunnar við Leifsstyttuna á Skólavörðu-
holti.
Áaatlað er að gangan öll standi yfir í u.þ.b. 5 klst. Daigskrá
göngunnar verður í stórum dráttum sem hér segir:
Kl. 13,15 Safnazt saman við mót Suðurlandsbrautar og
Langholtsvegar.
Um kl. 15,Ö0 Fundur við menntaskólann í HamraWið. Fund-
arefni: Grikkland.. Sigurður A. Magnússon,
blaðamaður, ávarpar fundarmenn.
Um kl. 17,30 Fund'ur við Skothúsveg. Fundarefni: Víetnam.
Vilborg Dagbjartsdóttir, kennari, ávarpar
fundinn.
Um kl. 18,00 Göngunni lýkur við Leifsstyttu á Skólavörðu-
holti. Haldinn verður stuttur fundur, helgaður
herstöðvamálinu og kröfunni um íslenzka utan-
ríkisstefnu. Ávarp flytur Jóhannes úr
Kötlum. skáld.
Reykvíkingar, látið skrá ykkur í REYKJAVÍKURGÖNGU 1967.
Símar göngunnar eru 1-75-13. 2-47-01 og 3-79-93. Hemámsand-
stæðingar, gefið ykkur fram til starfa fyrir gönguna. Samein-
umst í að gera REYKJAVÍKURGÖNGU 1967 að SIGURGÖNGU.
FRAMKVÆMDANEFND REYKJAVÍKURGÖNGU 1967.
Munið kosningahappdrœtti
G-listans - GERIÐ SKIL
<$>-
Bræðslusíldarverðið skammtað kr. 1.21 í stað
kr. 1.71 í fyrrasumar: — Ríkisstjórnin hafði
forustu í þessari árás á lífskjör sjómanna
Kaup síldveiðisjómanna hefur v^rið lækkað um 30% frá því í
fyrra.
Þetta felst í úrskurði yfirnefndar verðlagsráðs sjávarútvegsins, sem
samþykkti á fundi í fyrrinótt áð bræðslusíldarverðið frá 1. júní til
31. júlí 1967 skuli vera 1,21 kr. hvert kíló. Verðið í fyrra, frá 9.
júní til 30. september, var 1,71 kr.
Með verðákvörðun þessari er freklega ráðizt á lífskjör síldveiðisjó-
manna, sem hefja nú vertíðina hálfum mánuði til mánuði síðar en
í fyrra vegna veiðibanns ríkisstjórnarinnar í maí, og eftir lélega vetr-
arvertíð.
Það er að sjálfsögðu ríkisstjórnin sem gegnum stjórn Síldarverk-
smiðja ríkisins og embættismenn sína hefur haft úrslitaákv' ðun á
þessa verðlagningu, sem kemur fram sem ósvífin, stórfelld kaup
lækkun í garð sjómanna.
.... KOSNINGA-
SKRIFST0FA
ALÞÝDU-
BANDALAGSINS
KOSNINGASKRIFSTOFA AI-
þýðubandalagsins í Tjarnar-
götu 20 er opin kl. 10—10
daglega, símar 17512 og 17511.
IvOSNINGASKRIFSTOFA Al-
þýðubandalagsins sem var til
húsa í Lindarbæ er flutt að
MIKLUBRAUT 34, símar:
20805 og 18081, opið kl. 9—6.
HAFIÐ SAMBAND við kosninga-
skrifstofurnar og Iátið skrá
ykkur til starfa á kjördag.
Stjórn samtaka . síldarsjó-
manna kom saman á fund
í gærmorgun og samþykkti
ályktun þar sem hún lýsir
yfir að samtökin telji óeðli-
legt að sjómenn og útgerðar-
menn taki á sig óbætt verð-
fallið sem orðið hefur á
sildarafurðum, þar sem öll
þjóðin hafi notið góðrar af-
komu síldveiðanna á undan-
förnum árum.
Samtök síldveiðisjómanna
krefjast þess, að þegar gerð-
ar verða ráðstafanir útgerð-
inni til handa verði hlutur
sjómanna bættur að sama
skapi og hlutur útgerðarinn-
ar.
Samtök síldveiðisjómanna
tel'ja ennfremur að vinna
beri að niðurféllingu út-
flutningsgjalds af sjávaraf-
urðum, að hærra markaðs-
verði sjávarafurða með betra
sölufyrirkomulagi og aukinni
nýtingu aflans.
SJÓMANNAKAUPIÐ
EKKI TIL RÁÐSTÖF-
UNAR
Það er sannarlega nóg
komið af því að ríkisstjómin,
síldarvenksmiðjumar og emb-
ættismenn ráðist að lífskjör-
um sjómannastéttarinnar
eins og hér hefur enn verið
gert. Það má vart dragast
lengur að ráðherrum, for-
stjórum og embættismönnum
sé kennt það, að sjómanns-
kaupið er ekki til ráðstöfun-
ar og stórfelldar kauplækk-
anir sjómanna verði ekki
látnar viðgangast, á sama
tíma og allar aðrar starfs-
stéttir' landsins hyggja á
bætt kjör.
Yfirlýsing verðlagsráðs
sjávarútvegsins um síldar-
verðsákvörðunina og yfirlýs-
ing stjórnar Samtaka síld-
veiðis'jomanna eru birtar
annars staðar í blaðinu.
<$>-
Flugvél fórst vi6
Viðey í gærkvöld
Það slys varð í gærkvöld
að lítil flugvél steyptist í sjó-
inn skammt norðaustur af
Viðey. Að því er bezt er
vitað fórst einn maður með
vélinni.
Slysið varð skömmu fyrir
kl. níu í gærkvöld. Að því
ar lögreglan tjáði blaðinu í
gærkvöld sáu menn er voru
á báti þarna á sundinu að
lítil flugvél flaug skammt
frá þeim mjög lágt, fór svo
að annar vængur hennar
snart yfirborð sjávar og
hvolfdi vélinni þá og stakkst
í sjó niður umsvifalaust.
Þessir sjónarvottar voru að-
eins um 200 m frá slysstaðn-
uin.
Innan skamms voru komn-
ir á vettvang bátar og frosk-
menn frá lögreglunni, slysa-
vömum og öðrum aðilum
og voru þeir enn á slysstað
laust fyrir kl. 23 í gær. Ekki
var vitað um tildrög slyss-
ins, hvort um vangá' flug-
mannsins eða vélarbilun var
að ræða. Flugvél þessi er af
Cherokke-gerð.
Tillögur Alþýðubandalagsins í borgarstiórn Reykjavíkur:
Bætt verði úr atvinnuleysi unglinga
— borgin hefji smíði 200 leiguíbúða
■ Á dagskrá bo-rgarstj ómarfundarins í dag eru
nokkrar tillögur borgarfulltrúa Alþýðubanda-
lagsins.
■ Þeir Guðmundur Vigfússon og Sigurjón
Björnsson flytja tillögu um að tekið verði til
gaumgæfilegrar athugunar hverjar ráðstafan-
ir unnt sé að gera af hálfu borgaryfirvalda til
að greiða fyrir atvinnumöguleikum þeirra ung-
linga í borginni á þessu sumri, sem eru eldri
en svo, að þeir verði teknir í Vinnuskólaim, og
fá heldur ekki vinnu á almennum vinnumark-
aði.
■ Jón Snorri Þorleifsson flytur tillögu um að
borgaryfirvöld hefji nú þegar undirbúning að
byggingu 200 íbúða í fjölbýlishúsum. Skuli í-'
búðir þessar vera af mismunandi stærðum og
vera leiguíbúðir ætlaðar bamafjölskyldum í
húsnæðishraki, fólki sem býr í lélegu eða ó-
hæfu húsnæði og u»gum hjónum sem eru að
hef ja búskap.
■ Jón Snorri flytur einnig tillögu um gæzlu-
velli fyrir böm í nýjum borgarhverfum og
Sigurjón Björnsson flytur tillögu um helgar-
skemmtanir unglinga.
!■■■■■■■■■■«■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■«■■»■■!
HHHiMmniiniHiiuiiaill