Þjóðviljinn - 04.06.1967, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.06.1967, Blaðsíða 3
Sunnudagur 4. júní 1967 — ÞJÖÐVILJINN — SlÐA 3 ttr NÚ ERU SKIP LOSUÐ Á PREM DÖGUM ER ÁDUR TÓK FIMM Q Við náðum tali af Aðalsteini Lárussyni á dögunum niður við Reykjavíkurhöfn, — vann hann þar að losun á Dettifossi og er kenndur við svonefnt fyrsta gengi hjá Eimskip. — Aðalsteinn sér farborða sjö manna fjölskyldu á tekjum Dagsbrúnarverkamanns og búa þau inni í Gnoð- arvogi. Q Mér fannst fróðlegt að tala við Aðalstein. Slíkir menn eru tíðum ekki margmálir um hlut- ina, vega og meta hvert orð, og þau eru ein- kennilega dýr og þung og full af meiningu til baka við allt orðaskvaldur þessa dagana. Mennirnir með klukkurnar — Mér finnst hafa orðið breyting á vinnuháttum við höfnina. sagði Aðalsteinn, — unnið hefur verið markvisst að meiri hag- ræðingu fyrir atvinnurekandann, —, meiri hraði er á vinnunni og vinnan þannig orðin erfiðari og er raunar orðin að einu samþjöppuðu átaki frá morgni til kvölds. Vélvæðingin er orðin mikil og ýtir til hliðar margri manns- höndinni og gerir raunar óþarfa við margt viðvikið, — en vél- arnar geta líka orðið harður og ópersónulegur húsbóndi og eru sífellt að auka hraðann á vinnubrögðunum eða verkinu í heild. Á undanförnum mánuðum hafa staðið yfir okkur menn með klukkur og reiknað hvert viðvik í sekúndum og mínútum, — þessu er síðan raðað niður í verkinu af mikilli nákvaemni og útkoman verður hraðari losun og lestun á skipunum frá morgni til kvölds. Ein samfelld skorpa í lest Áður voru til dæmis menn við að hífa bómuna til og frá, — dokað var með hífingu á lofti til þess að bíða eftir næsta bíl. — takmarkið í hagræðingu er að eyða öllum slíkum dauðum púnktum í verkinu, — hlössunum er lyft viðstöðulaust á bryggjuna og lyftarar koma jafnóðum brunandi til þess að flytja vöruna af staðnum, — skipsvindan er þannig allt- af á fullri ferð og nú er farið að framleiða spil með sífellt hraðari snúningi á vindunni, — þannig er vinna í lest að verða að einni samfelldri skorpu, — eru ákaflega misjafnar aðstæð- ur í lestum skipa og er okkur oft misboðið með vinnu. Mér er óhætt að fullyrða, að öll þessi skipulagning hafi borið árangur. — skip sem tók áður fimm daga að losa eða lesta, af- greiðum við nú á þrem dögum og takmarkið er að stytta þenn- an afgreiðslutíma enn. Miljónir sparast við höfnina Hver hefur hirt afraksturinn af þessari hagræðingu, — hafa miljónimar komið okkur verkamönnum til góða, — slíkt er af og frá. Þegar við verkamenn komum á mannamót og greinum frá Kaupi okkar við höfnina, — þá er okkur ekki trúað og enginn skilur, hvernig Dagsbrúnarverkamaður lifir á kaupi sínu. Við vinnum frá klukkan átta á morgnana til klukkan hálf sjö að kvöldi og stefnum ætíð að þvi að fá eftirmiðdegi á laug- ardögum, fyrir þetta fáum við kr. 3.600,00 á viku. Þetta vikukaup er ailtof lítið til framfærslu minni fjölskyldum hér í borginni, — hvað þá stærri fjölskyldum. Stærri eyður eru líka farnar að koma í vinnudagana við nöfnina eftir því sem tíminn styttist við að lesta og losa skip- n og er langt frá þvi, að vinna sé ætíð samfelld við höfnina. Þannig falla stundum vinnudagar niður, — við sem erum fast- ír hjá Eimskip fáum þá dagvinnuna greidda. en vinnuvikan hrapar niður i kaupi og við erum eyðilagðir menn þá vikuna. Hagræðingin brestur, — þegar kemur að því að skapa öryggi fyrir verkamennina og er þannig takmörkuð við hagsmuni fé- lagsins. Hver hirðir þessar miljónir? Raunar er aldrei hugað að hagsmunum verkamanna við hag- ræðingu, — einn liður hennar er að ganga á hlut verka- manna af því að takmarkið er að skapa sem mestan afrakst- ur fyrir atvinnurekandann. Bónuskerfið er fyrir löngu orðið að háðung fyrir verkamenn- ina, — mismunurinn er tíðum allt of lítill á þungavinnu og léttavinnu. — kannski er aðeins tveggja króna mismunur á ein- ingu í jámavinnu og mjölvinnu, — fullfrískir karlmenn mega hafa sig alla við að ná sómasamlegu tímakaupi á slundum, — því áð ekki er alltaf gerður greinarmunur á aðstæðum. Það er orðið lífsspursmál að endurskoða þessa hluti út frá sjónarmiði verkamanna, — svo misvirtir eru verkamenn við vinnu sína í dag við höfnina. — g.m. ÞEGAR LIFSSTARFIÐ ER EYDILAGT Q Hún heitir Friðbjörg Pétursdóttir og vinn- ur í Leikskólanum Hlíðarborg, — er að hef ja þar fjórða starfsárið. — Friðbjörg er ekki fóstrulærð og vinnur þar sem verkakona innan Starfs- stúlknafélagsins Sóknar, — en hún var samt mamman hjá litla fólkinu, er við heimsóttum þau á dögunum. Hún vinnur úti frá heimilinu Fóstruskorturinn er svo mikill á þessum ieikheimilum, að við hlaupum í skarðið öðru hvoru, — hef ég haft með eina deild- ina að gera í vetur og vor og mér þykir vænt um þetta starf. Ég er ein af þessum húsmæðrum, sem vinn úti af þvi að laun bónda míns hrökkva ekki fyrir framfærslu á heimilinu, og þetta er alltaf að verða erfiðara og erfiðara með hverju viðreisnar- ári. Lífsnauðsynjar hafa hlaupið upp Ur öllu valdi og kaupmáttur launanna fylgir hvergi nærri eftir og bilið breikkar með hverju ári og ég þekki ekki einn einasta mann, sem ekki viðurkennir þessa staðreynd. Maðurinn mmn er iðnaðarmaður, — útlærður skósmiður og vann við nýsmíði á skóm, — síðan var verksmiðjunni lokað, — það er búið að deyða þessa framleiðslugrein hér í Reykjavík af því að slíkt dafnar ekki í viðreisninni enda hallar undan fæti hjá fleiri atvinnugreinum, — það er eins og þær séu að visna upp undir handarjaðrinum hjá núverandi stjórnarflokkum. íslenzkt framtak hugar og handar er orðið annars flokks hér á landi, — en allt útlent er talið fyrsta flokks og sviður marg- an undan slíku mati hjá núverandi valdhöfum. Þannig varð bóndi minn að leggja niður lífsstarf sitt og stokka spilin upp á nýtt og nú hefur hann illa launað starf hjá stóru fyrirtæki hér í bæ. Drjúgur hluti af launum okkar íer i húsaleigu af því að við erum leigjendur í þessari borg, — við sóttum einu sinni um lóð og okkur var neitað af borgaryfirvöldunum og við höfum Hér er Friðbjörg á vinnu- stað i Leikskólanum Hlíð- arborg og mikið unir litla fólkið vel hag sínum hjá fóstru sinni, — þau eru á aldrinum 4ra og 5 ára og vildu endilega vera með á myndinni. —( Ljm. Þjóðviljinn G.M.). p? Jsfyy , 1 jg 'Jf IIPP Ú : ! ekki haft skap til þess að möndla málin eins og það er kallað á bak við tjöldin, — okkur vex í augum að kaupa íbúð, —' það er hægt að leggja fyrir með auknu erfiði, en sparisjóðsinnstæð- urnar fuðra upp jafnóðum í dýrtíðinni, — einkanlega miðað við síðustu ár, og slíkur róður er illfær fyrir venjulega launþega hér í borg. Þeir hækka laukinn í Hlíðunum Þeir eru víst að hæla sér af verðstöðvuninni, — en það kraumar og vellur í pottinum, — síðast í morgun skrapp ég út í búð til þess að kaupa eitt laukkíló, — það kostaði tuttugu og sex krónur, — fyrir helgina kostaði það átján krónur í sömu búð hér i Hlíðunum, — svona geta húsmæðurnar rakið dæmin, — kannski ég viðurkenni, að hjólið hafi hægt á sér um skeið, — ósköp eru það nú litlar sárabætur fyrir öll viðreisnarárin fyrir hinn almenna þegn í iandinu. Hvað skeður svo í haust? Allskonar ráðstafanir hanga yfir launþegum sem þrumuský og þetta mikla þrumuský sortnar og stækkar með hverjum degi og margir horfa með kvíða fram á veginn. Það væri mikið glapræði fyrir hinn venjulega mann að veita núverandi valdhöfum brautargengi í þessum kosningum. — ill reynsla ætti að verða okkur víti til varnaðar Það hefur kannski aldrei verið 'eins brýnt fyrir okkur laun- þega að efla aðstöðu okkar á Alþingi, — mér lízt bezt á G-list- ann að þessu sinni til slíkra hluta. — g.m.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.