Þjóðviljinn - 04.06.1967, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.06.1967, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJOÐVIL.TINN — Sunnudagur 4. júní 1967. EÐVARÐ SIGURDSSON formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. □ Eðvarð Sigurðsson, formaður Verkamanna- félagsins Dagsbrúnar, er annar maðurinn á lista Alþýðubandalagsins í Reykjavík, G-listanum, í alþingiskosningunum 11. júní. í ræðu á fundi ný- lega lagði Eðvarð áherzlu á samhengi hagsmuna- baráttunnar í verkalýðsfélögunum og stjómmála- valds Alþingis og ríkisstjómar. Þjóðviljinn hef- ur beðið Eðvarð að skýra það mál nokkru nánar og rekja aðaldrætti samhengis kjarabaráttunn- ar og stjórnmálavaldsins síðustu tvö kjörtímabil- in. Fer hér á eftir endursögn blaðamanns á um- mælum hans um þetta mikilvæga mál. Þegar litið er yfir. siðustu tvö kjörtímabil má fljótt sjá sam- hengi pólitiskra ráðstafana ríkisstjórnarinnar á sviði efnahags- málanna annars vegar og kjarabaráttu verkalýðshreyfingarinn- ar hins vegar. Þá er fyrst að minnast ársins 1959, þegar launin voru lækkuð með lögum. Svo kemur gengisfellingin 1960. Með þeim lögum var afnumið það ákvæði úr frjálsum samningum verkalýðsfélag- anna að greiða skyldi verðlagsuppbót á kaupið, en það þýddi að launafólk skyldi bera bótalaust verðhækkanimar af völdum gengislækkunarinnar. ★ Árið 1961, þegar verkalýðsfélögin hófu baráttu gegn þessum af- leiðingum gengisfellingarinnar hafði verðlagið hækkað samkvæmt vísitölu um 20%. Verkföllin það ár, 1961, urðu sérstaklega hörð og langdregin, vegna afstöðu ríkisstjórnarinnar. Þá voru gefin út fyrstu bráðabirgðalög þessara ríkisstjórna Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins um bann við verkföllum. sem vörðuðu millilandaflugið. Eins og allir vita hafa slík bráða- birgðalög sem banna verkföll verið gefin út oftar en menn hafa tölu á í fljótu bragði á þessum árum, bæði gegn þeim sem eru láglaunamenn og öðrum sem eru hærra launaðir. Nú síðast gegn lyf j af ræðin gunum. ★ Samningamir 1961 bættu ekki upp nema að nokkru leyti þær verðhækkanir sem komnar voru. En svar rikisstjórnarinnar var engu að síður ný gengisfelling sumarið 1961. Sú gengisfelling var bein hefndarráðstöfun gegn verkalýðshreyfingunni og átti að sanna launþegum að kauphækkunarbarátta væri vonlaus, það yrðu gerðar gagnráðstafanir. Þessi ráðstöfun ríkisstjómarinnar, gengisfellingin 1961, leiddi til þess að kaupmáttur launanna varð lægstur á árinu 1962. Hann varð þá 84,4 stig miðað við 100 1959. Urðu þó nokkrar kaup- hækkanir á árinu 1962. ★ Þessi stefna ríkisstjómarinnar gagnvart verkalýðshreyfing- unni, launþegunum, hlaut að leiða til sífellt harðnandi átaka í kaupgjalds- og kjaramálum, til stöðugs ófriðar á vinnumarkað- inum. Enda varð sú reyndin að árið 1963 voru samningar þri- vegis brotnir upp og gerðir nýir samningar. í október það ár hafði ríkisstjórnin keyrt í gegnum allar um- ræður á Alþingi þvingunarlagafrumvarpið alræmda, sem tíma- bundið átti að banna kauphækkanir. Sem sagt, afnám vísitölu- bindingar kaupsins var ekki nóg. Verkalýðshreyfingin reyndist of sterk til þess að það-dygði. Þá átti að grípa til þess að banna allar kauphækkanir með lögum. Á síðasta augnabliki tókst sameinaðri verkalýðshreyfingu að afstýra þessum fyrirætlunum ríkisvaldsins. Kaupgjaldsbaráttunni 1963 lauk svo með desemberverkfallinu, en þá var samið um 15% almenna kauphækkun auk ýmissa á- kvæða annarra. ★ Þá er komið að júnísamkomulaginu 1964; með því má segja að verði þáttaskil. Því er oft haldið fram, að með júnísamkomu- laginu hafi orðið stefnubreyting hjá verkalýðsfélögunum. Hvort það er rétt sést bezt ef athugað er hver var aðalávinningur verka- lýðshreyfingarinnar með júnísamkomulaginu. Aðalávinningurinn með júnisamkomulaginu var einmitt sá, að verkalýðshreyfingin fékk á ný viðurkennt að greiða skyldi verð- lagsuppbót á kaupið. Við náðum þá því marki sem við höfðum barizt fyrir frá 1960. Og margur annar ávinningur fólst í júní- samkomulaginu 1964. Þetta var því ekki nein stefnubreyting hjá verkalýðshreyfing- unni. Það sem við hljótum ávallt að hafa í huga er sjálfur kaupmáttur launanna, og barátta okkar undangengin ár hafði einvörðungu miðazt við að hækka kaupið til samræmis þeim verðhækkunum sem orðið höfðu, vegna þess að verðlagsupp- bæturnar á kaup höfðu verið afnumdar. ★ Hins vegar var hér um stefnubreytingu að ræða, en það var ríkisstjórnin sem breytti um stefnu. Hún beinlínis gafst upp á því að halda áfram hinni hörðu fjandsamlegu stefnu undanfar- andi ára. Frá því í marz 1965 þar til í september 1966 hækkaði kaup- ið um 15,25% samkvæmt því sem vísitalan mældi að verð hefði hækkað á þeim tíma. Ef vísitalan hefði ekki að nýju verið komin á kaupið hefði orðið að sækja þcssa kauphækkun með harðri kaupgjaldsbaráttu og þó sennilega öllu meira, því vísitölubinding kaupsins er í eðli sínu mikið aðhald fyrir stjórnarvöldin að halda verðinu fremur í skefjum. ★ Loks koma samningarnir 1965. Þar fékkst fram stytting vinnu- vikunnar í 44 stundir og verulegar lagfæringar einnig í kaup- gjaldsmálum. Án þess að rekja það nánar vil ég fullyrða að samningarnir 1965 séu einir jafnbeztu samningar sem við höfum gert frá 1942. Vegna verðtryggingarinnar á kaupið hafa grunnkaupshækkan- ir komið að meiri notum en áður og aukið kaupmáttinn. Kaupmáttur hins umsamda tímakaups er nú svipaður og 1959. Hins vegar er kaupmáttur vikukaupsins, þegar ekki er tekið til- lit til styttingar vinnutímans, enn um tíu stigum lægri en var 1959. ★ Á sama tíma, það er að segja frá 1959, hafa þjóðartekjur á mann, reiknað á föstu verðlagi, aukizt að minnsta kosti um þriðjung, en kaupmátturinn er sem sagt lægri en þá. Að vísu sýna þessar tölur ekki nákvæmlega hver sé hlutur launþegans í vaxandi þjóðartekjum, þar koma einnig til hin mikla yfirvinna og einnig yfirborganir í ýmsum greinum. En verkalýðshreyfingin getur að sjálfsögðu ekki sætt sig við það hlutfall sem verið hefur milli hins umsamda dagvinnukaups og vaxandi þjóðartekna. ★ Þróun baráttu verkalýðsfélaganna þessi ár sannar að verka- lýðshreyfingin hefur verið sterk í kjarabaráttunni, og samstaða í verkalýðsfélögunum hefur stöðugt farið vaxandi. Hins vegar hafa launþegar verið sundraðir á stjórnmálasvið- inu, þar hafa þeir skipzt á milli stjórnmálaflokkanna. Ef samstaða launþega í stjórnmálum hefði verið ámóta sterk og samstaðan í verkalýðsfélögunum þegar um kjarabaráttuna hefur verið að ræða, þá hefðu áhrif alþýðunnar verið önnur og meiri á Alþingi, sem ráðið hefur stefnunni í efnahagsmálum og mótað það ríkisvald sem beitt hefur sér gegn launþegunum svo sem cg hef rakið. Ef launþegar hefðu staðið betur saman i kosningunum 1959 og 1963 hefðu þeir getað ráðið því að skipa Alþingi á allt annan veg en raun varð á. ★ Á undanförnum árum hefur atvinna verið mikil og tekjur Haustið 1963 ætlaði ríkisstjórnin að keyra gegnum Alþingi þvingunarlög gegn verkalýðslireyfingunni, en verkalýðssamtökin afstýrðu þvt á síðusíu stundu. — Myndin; Hafnarverkamenn viö Alþingishúsið í nóvember 1963. ESvarS SigurSsson, formaSur Verkamannafélagsins Dagsbrúnart hvefur alþýðufólk til oð beita kjörseðlinum i kjarabaráttunni Stjórnmálasamstaöa um Alþýöubandaíagiö, um G-listann, er launafólki hagsmunaleg nauösyn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.