Þjóðviljinn - 04.06.1967, Blaðsíða 7
Sunnudagur 4. júní 1967 — ÞJÓÐVIL.TINN — SlÐA J
Austur-Evrópa og
Alþýðubandalag
Framhald af 5. síðu.
sínum tíma að sósíalísk ríki
birtust mönnum sem samfelld
heild þar sem allt var sveigt
undir sovézka fyrirmynd,
hverjar sem aðstæður annars
voru. Þróunin hefur hinsvegar
orðið mjög ólík í þessum
löndum, einnig að því er
stjómarhætti varðar: það er
mikill munur á Austur-Þýzka-
landi og Póllandi, sérstaða
Júgóslavíu er öllum ljós. Einn-
ig bætast við ný sósíalísk ríki
sem hvert um sig reyna^býjar
leiðir: Kúba, ýms AfrílS?iki.
Þessi margbreytileiki í þróun
kippir stoðum undan hugmynd-
um um þrælskipulagðan, sam-
hæfðan heimskommúnisma,
styrkir það viðhorf (bæði með
sósíalistum af ýmsum tegund-
um og andstæðingum sósíal-
isma) að sósíalísk öfl hljóti
að miða félagslegt sköpunar-
starf sitt við aðstæður í hverju
landi — og þá að vesturevr-
ópskir sósíalistar byggi á því
lýðræðisformi sem þar hefur
þróazt.
Þriðji heimurinn
Ég skal fúslega viðurkenna
að þessir púnktar eru fátæk-
legir, um hvern þeirra fyrir
sig mætti skrifa langt mál: ég
vildi aðeins benda á nokkur
atriði sem ég tel gera fárán-
legar tilraunir til að skipta
mönnum í flokka á vinstra
armi stjórnmála eftir afstöðu
til Austur-Evrópuríkja. Auð-
vitað skipta þau ríki máli fyr-
ir sósíalísk öfl, fyrir vinstri
menn, því heimurinn er einn,
auðvitað er ekki nema rétt
og sjálfsagt að ræða um þau,
deila um þau. En ekki til víga-
ferla — ég veit ekki hvaða
„málefnum“ þær blóðsúthell-
ingar kæmu að liði.
Vel á minnzt; úr því talað
er um alþjóðleg umræðuefni
■sósíaliskra áfla, vinstri manna,
og vanrækslusyndir í þeim efn-
um, þá fæ ég ekki betur séð
en það skipti mestu, að þau
reyni að öðlast traustan skiln-
ing á vandamálum hins svo-
nefnda þriðja heims, vanda-
málum sem Gunnar Myrdal
hefur sett fram í þessari ein-
földu málsgrein: „Að kommún-
ískum löndum frátöldum eru
nú 62% allra auðæfa heims í
höndum aðeins 15% íbúa hans,
og staðreyndir benda til þess
að meðallífskjör mannkynsins
í heild séu enn lakari en þau
voru árið 1900“. Slíkur skilning-
ur gæti orðið góð lækning við
próvinsíalisma og sjálfsánægðri
vestur-evrópuhyggju, hann get-
ur líka brugðið nýju Ijósi yfir
gömul ágreiningsefni austurs og
vesturs. Á.B.
Afskipt börn
Framhald af 2. síðu.
kallar á aukna og vandaða
vinnu með bókmenntir í skól-
um er vaxandi hlutur þess efn-
is í bóka- og blaðaútgáfu,
sem sneyddur er list-- og upp-
eldisgildi og stríðir jafnvel
gegn þeim hugsjónum sem
skólastarf í lýðræðisþjóðfélagi
ætti að keppa að“.
Hörður gagnrýnir það ríkj-
andi viðhorf að miða bók-
menntalestur fyrst og fremst
við orðaskýringar, minnisatriði
um efni, eða þá að nota bók-
menntir til að kenna eitthvað
annað en bókmenntir, t.d.
miðla fróðleik um horfna at-
vinnu- og þjóðhætti. Þá sýnir
hann dæmi um það hvernig
samtímabókmenntir eru van-
ræktar í skólum, og þegar þær
ber á góma eru einatt vald-
ir kaflar sem tengdir eru lið-
inni tíð, veröld sem var, eða
er að hverfa. Hvorttveggja
stuðlar að því að reisa múr
á milli nemanda og bókmennt-
anna sjálfra — og þess sem er
a.ð gerast í bókmenntum.
Kosningaskrifstofur
KOSNINGASKRIFSTOFUR Alþýðubandalagsins í Reykjavík eru i
Tjamargötu 20, sími 17512 og 17511, opið kl. 10—10 og Miklu-
braut 34, sími 18081, opið kl. 9—6.
UTAN REYKJAVÍKUR;
VESTURLANDSKJÖRDÆMI: Kosningaskrifstofa G-listans á Akra-
nesi er í Rein. Opið kl. 20.00—23,00 Sími 1630.
NORÐURUANDSKJÖRDÆMl VESTRA: Kosningaskrifstofan er að
Suðurgötu 10. Siglufirði. — Sími 71-294. opin allan daginn, alla
daga
NORÐURUANDSKJÖRDÆMI EYSTRA: Kosningaskrifstofan er að
Strandgötu 7, Akureyri. Sími 21083. opin alla daga frá klukkan
9 til 22.00.
AUSTURLANDSKJÖRDÆMI: Kosningamiðstöðin í Tónabæ, Nes-
kaupstað. Sími 90. opin alla daga frá kl 16.00 til 19,00.
SUÐURLANDSKJÖRDÆMI: Kosningaskrifstofan í Vestmannaeyj-
um, Bárustíg 9. Sími 1570, opin daglega milli kl. 4 og 6 e.h. —
Selfossi: Austurvegi 15. sími 99-1625. Opið á kvöldin kl. 20—22.
REYKJANESKJÖRDÆMI: — Kosningamiðstöð Alþýðubandalags-
ins er i Þinghól við Hafnarfjarðarveg. Kópavogi. Símj 41746
opin daglega frá klukkan 10—22. Kosningaskrifstofa fyrir
Kópavog: Þinghól. Sími 42427, opin alla daga kl. 10—22. Kosn-
ingaskrifstofa fyrir Garðahrepp: Melási 6. opin daglega milli
kl. 8 og 10 á kvöldin. Sími 51532. Kosningaskrifstofan Hafnarfirði:
— Góðtemplarahúsinu uppi. Opin daglega frá kl. 13.00 til 22,00.
Sími 51598. — Kosningaskrifstofa fyrir Seltjarnarnes: Ingj-
aldshóli, sími 19638.
Utankjörfundarkosning
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram i Melaskólanum kl. 10 til
12, 2 til 6 og 8 til 10 alla virka daga; á sunnudögum kl. 2 til 6.
Listi Alþýðubandalagsins um land allt er G-listi.
Látið kosningaskrifstofur Alþýðubandalagsins í Tjarnargötu 20
og Lindarbæ (símar 17512. 17511 og 18081) vita um alla þá
stuðningsmenn Alþýðubandalagsins sem verða fjarverandi á
kjördag.
Þeir sem eiga vini eða kunningja meðai kjósenda Alþýðubanda-
lagsins sem erlendis dvelja eru beðnir að minna þá á kosning-
arnar og senda þeim upplýsingar um hvar hægt er að kjósa
næst dvalarstað viðkomandi.
Allir sem kjósa þurfa utan kjörfundar verða að gera það nægilega
snemma til að atkvæðin hafi borizt þangað. þar sem viðkomandi
eru á kjörskrá fyrir kjördag. — 11. júní.
Alþýðubandalagsfólk: Gerið skil í happdrættinu og munið kosn-
ingasjóðinn.
Kosningahappdrættl G-listans
★ I happdrættinu verður dregift daginn eftir kjördag, — þ.e.
12. júní.
★ VINNINGAR eru fjölmargir og allir eiguiegir.
★ KOSNINGASTJÖRNIN treystir því, aft menn bregðist vel
við og geri skil til næstu kosningaskrifstofu Alþýðubandalags-
ins hið allra fyrsta.
Gerið við bíla ykkar sjólf
Við sköpum aðstöðuna. —
Bílaleiga.
BÍLAÞJÖNUSTAN
Auðbrekku 53. Kópavogi — Sími 40145.
Bifreiðaeigendur
Þvoið, bónið og sprautið bílana ykkar sjálfir. Við
sköpum aðstöðuna. Þvoum og bónum ef óskað er.
Meðalbraut 18, Kópavogi.
Sími 4-19-24.
Biðlistarnir hrúgast upp
Framhald af 8. síðu.
En þetta er enganveginn fullnægjandi lausn og margar mæð-
ur eru áhyggjufullar og kvíða þvi að barnið geti ekki lengur
notið dagheimilisvistar.
— Starfa eingöngu útlærðar fóstrur við dagheimilið?
— Nei, við höfum ekki nógu mörgum útlærðum fóstrum á að
skipa þrátt fyrir það að Fóstruskólinn hefur á síðustu árum
útskrifað allstóra hópa. 22 fóstrur voru brautskráðar í fyrra,
og nýlega bættust 24 í hópinn. En það er eins með fóstrur og
hjúkrunarkonur, margar þeirra giftast og stofna eigið heimili
strax að námi loknu eða heltast úr lestinni af öðrum ástæðum.
Fóstruskólinn hefur starfað í tæp 20 ár en fyrir nokkrum ár-
um var starfsemi hans flutt að Fríkirkjuvegi 11 og er þar mun
rýmra og betri húsakostur en skólinn var í áður.
Síðan skólinn flutti hefur hann verið í stöðugum uppgangi
og er nú reynt að koma í veg fyrir að hörgull verði á sérhæfð-
um stúlkum á barnaheimilunum.
Fóstrustarfið er að mínu viti mjög skemmtilegt starf en það
er talsvert erfitt. Vinnutími fóstranna er nú sem stendur of
langur því að það er mikilvægt að stúlkumar geti verið vel upp-
lagðar í starfinu. Með þessu á ég ekki við að stytta ætti meira
verutíma bamanna á dagheimilunum heldur ætti að koma hér
á vaktavinnu í einhverju formi sem eðlilega myndi krefjast fleira
starfsfólks.
Börn háskólanema á hrakhólum
— Hvað geturðu sagt okkur um þörfina fyrir fleiri dagheim-
ili og leikskóla, er hún alltaf jafn brýn og áður —r og hefur á-
ætlun borgarinnar um byggingu dagheimila og leikskóla staðizt?
— Nei, framkvæmdirnar hafa vist dregizt afturúr áætlunum
en það er ekki í mínum verkahring að svara til um það. Hitt
veit ég,' að biðlistarnir hrúgast upp, og er aðsóknin allra mest að
yngri deildunum. Hér er ég með lista þar sem skráð eru 24
börn sem þurfa nauðsynlega að komast inn nú þegar og auk
þess er ég með marga biðlista annarsstaðar.
Hamraborg, og dagheimilin yfirleitt, eru ætluð fyrir fyrir-
vinnulausar mæður, þ.e. ekkjur, fráskildar konur og ógiftar, og
eru aðsfæður þorra þeirra, sem koma börnum sínum hér að.
þannig.
Einstaka barn kemur frá barnmörgu heimili þar sem húsmóð-
irin er heilsulaus, og ennfremur hefur bamaverndarnefnd getað
komið hingað nokkrum börnum þegar mikið hefur legið við.
Að síðustu höfum við reynt eftir megni að hjálpa fólki sem
stundar langskólanám (eingöngu háskólanám). En við getum ekki
tekið á móti nema örlitlu broti af þeirra börnum og er aðkall-
andi að leysa þetta vandamál.
Nú á dögum kvænast margir háskólanemar ungir og stofna
heimili á fyrstu skólaárunum. Það segir sig sjálft að konan þarf
að geta unnið úti á meðan maðurinn er að læra, ég tala nú ekki
um þörfina á dagheimilisvist ef bæði hjónin stunda nám.
Eiginlega er ég alveg forviða á því að sérstakt bamaheimili
fyrir háskólastúdenta eða hjónagarðar þar sem bömin geta verið
í gæzlu skuli ekki hafa verið reist fyrir löngu, sagði Lára.
Má benda á í þessu sambandi, að á sl. þingi fluttu tveir þing-
menn Alþýðubandalagsins í þriðja sinn tillögu um aðstoð ríkis-
ins við rekstur og byggingu almennra bamaheimila og um fóstru-
skóla — og var þar einmitt vikið að þessu máli.
Er þar gert ráð fyrir að opinberar stofnanir eins og Háskólinn
og ríkisbankarnir vilji koma upp bamaheimilum vegna þeirra
sem vinna þar og nema og bent er á að hin brýnasta nauðsyn
sé á þessu ef jafnrétti kvenna til æðri mennta eigi að verða að
veruleika.
Að lokum spyrjum við Láru hvort hún telji æskilegt að hjón
með eðlilegar aðstæður hefðu meiri aðgang að bamaheimilunum,
þ.e. hvort ekki skorti fleiri dagheimili og leikskóla í Reykjavík.
— Þeir sem vilja koma börnum sínum fyrir tíma úr degi í
leikskóla ættu svo sannarlega að fá tækifæri til þess, en engu
að síður myndi ég ráða þeim sem ástæður knýja ekki til, frá
því að sækja um heilsdagsvist fyrir bömin.
Það er einungis hollt fyrir bömin að eiga kost á dvöl á leik-
skóla hluta af degi, þar læra þau að leika sér við önnur böm og
eru undir handleiðslu sérmenntaðra kvenna. Þau læra að fylgja
vissum reglum, deila hlutum með öðrum og síðast en ekki sízt
læra þau að þau eru félagslegar verur.
En það sem er erfiðast í þessu starfi, sagði Lára Gunnars-
dóttir að endingu, er að þurfa að synja því fólki um vist fyrir
börn, sem við vitum að á við fjárhagsörðugleika að stríða og
full ástæða væri að hlaupa undir bagga með. Það veitist mörg-
um heimilisföðurnum erfitt í þessari dýrtíð að borga húsaleigu
og sjá fyrir heimilinu að öðru leyti ef konan getur ekki unnið
úti líka hluta úr degi. — RH
Utankjörfundar-
atkvæðagreiðsla
hafin erlendis
Frá utanríkisráðuneytinu hef-
ur Þjóðviljanum borizt eftir-
farandi fréttatilkynning um
utankjörfundaratkvæðagreiðslu
erlendis:
Utankjörfundarkosning get-
ur hafizt á eftirtöldum stöð-
um frá og með 14. mal 1967:
BANDARlKI Ameríku:
Washington D.C. Sendiráð Is-
lands 2022 Connecticut Av-
enue, N.W. Washington, D
C. 20008.
Chicago, Illinois: Ræðismaður:
Dr. Árni Helgason, 100
West Monroe Street, Chica-
go 3, Illinois.
Grand Forks, North Dakota:
Rseðismaður: Dr. Richard
Beck, 525 Oxford Street,
A.p.t. 3, Grand Forks, North
Dakota.
Minneapolis, Mlnnesota: Raeð-
ismaður: Bjöm Bjömsson,
524 Nicollet Avenue, Minne-
apolis 55401, MinnesOta.
Ncw York, New York: Aðal-
ræðismannsskrifst. Islands,
420 Lexington Avenue, New
York, N.Y. 10017.
San Francisco og Bcrkeley,
Califomia: Ræðismaður: —
Steingrímur O. Thorláksson,
1633 Elm Street, Sun Garlos,
Califomia-
BRETLAND:
London: Sendiráð Islands, 1,
Eaton Terrace, London S.W.
1.
Edinburgh Leith: Aðalræðis-
maður: Sigursteinn Magnús-
son, 46 Constitution Street,
Edinburgh 6.
DANMÖRK:
Kaupmannahöfn: Sendiráð Is-
lands, Dantes Plads 3,
Kaupmannahöfn.
FRAKKLAND:
París: Sendiráð Islands, 124
Bd. Hausmann, Paris 8.
ÍTALlA:
Genova: Aðalræðism.: Hálf-
dán Bjamason, Via C. Rocc-
ataglista Coccardi No 4-21
Genova.
KANADA:
Toronto—Ontario: Raaðismað-
ur: J. Ragnar Johnson, Sui-
te 2005, Victory Building, 60
Richmont Street West, Tor-
onto, Ontario.
Vancouver, British Columbla
Ræðismaður: John F. Sig-
urðsson, Suite No. 5, 0130
Willow Street, Vancouver
18 B.C.
Winnipeg, (Umdæmi Mani
toba, Saskatchewan og Al-
berta). Aðalræðism., Grettir
Leo Jóhannsson, 75 Middle
Gate, Winnipeg 1, Manitoba
NOREGUR:
Osló: Sendiráð Islands, Stor
tingsgate 30. Osló.
SOVÉTRIKIN:
Moskva: Sendiráð Islands,
Khlebny Pereulok 28,
Mosíkva.
SVlÞJÓÐ:
Stokkhólmur: Sendiráð Is
lands, Kommandörgata 35,
Stockholm.
SAMBANDSLÝÐ-
VELDIÐ ÞYZKALAND:
Bonn: Sendiráð Islands, Kron
prinzenstrasse 4, Bad God
esberg.
Liibeck: Ræðismaður: EYanz
Siemsen, Kömerstrasse 18,
Liibeck.
: