Þjóðviljinn - 04.06.1967, Blaðsíða 8
Hér sést taluti aí Hamraborg og fremst einn drengjanna sem hljóp framfyrir myndavélina á réttu augnabliki. — (Ljósm. Þjóðv- RH).
MJ0
r
J I
II
W*
Strákhnokkarnir leika sér fyrir utan dagheimilið.
Rætt við Láru Gunnarsdóttur,
forstöðukonu Hamraborgar
□ Dagheimilið Hamraborg við Grænuhlíð var
tekið í notkun fyrir tveimur og hálfu ári. í rúm-
góðum og björtum húsakynnum þess hittum við
að máli forstöðukonuna, Láru Gunnarsdóttur, og
sagði hún meðal annars þetta:
Flestar mæður sækja börn kl. 5
— í Hamraborg eru um 70 börn í fjórum deildum. Þau eru
allt frá 3ja mánaða til 6 ára aldurs. Við erum 11 talsins sem gaet-
um barnanna og auk þess starfa hér eldhús- og þvottakonur.
Dagurinn hjá okkur byrjar kl. 8, þá koma fyrstu börnin og
kl. 9 eiga þau öll að vera mætt. Þá snæða börnin morgunverð,
hafragraut og lýsi, og ef veður leyfir fara þau út á eftir.
Úti fyrir dagheimilinu er gott athafnasvæði fyrir börnin og
eins er mikið leikrými inni þar sem þau una sér við leik og
ýmiskonar föndur þá tíma dagsins sem dvalizt er inni.
Eftir hádegisverð eru börnin í yngri deildunum látin hvíla sig
og síðan tekur aftur við leikur — úti eða inni — þar til uppúr
kl. 3 að þau drekka. Þau leika sér svo þangað til þóu eru sótt
klukkan 5.
Vinnutíminn á dagheimilunum breyttist sem kunnugt er í des-
ember s.l. Áður var unnið frá kl. 9—6, en nú er unnið kl.
8—5. Breytingin var gerð eftir verkfall Starfsstúlknafélagsins
Sóknar, sem starfsstúlkur í eldhúsum barnaheimila heyra til,
og fóru þær í verkfall í því skyni að knýja fram, að eftirvinnu-
kaup yrði greitt fyrir tímanri frá kl. 5—6.
— Hafði þessi breyting ekki í för með sér erfiðleika fyrir sum-
ar mæður?
□ Engum blandast hugur um það að í vaxandi borg
eins og Reykjavík gegna bamaheimilin þýðingarmiklu
hlutverki. Sá háttur hefur verið hafður á. að Reykjavík-
urborg reisir dagheimili og leikskóla og afhendir þau
síðan Barnavinafélaginu Sumarg'jöf til rekstrar. — Eru
nú 7 dagheimili og 8 leikskólar rekin af Sumargjöf.
□ Hér á eftir birtist viðtal við forstöðukonuna í
Hamraborg, Láru Gunnarsdóttur, og kemur þar fram
m.a. að mikill skortur er enn á dagheimilum og leik-
skólum í borginni.
— Allflestar hafa getað lagað sig eftir þessum nýja vinnu-
tíma. Ákaflega margar mæður sem hér eiga böm em lausar úr
vinnu um fimmleytið og geta þær sótt börnin rúmlega fimm.
Þar að auki er vakt til kl. 5.30 fyrir þær mæður sem alls ekki
geta komið fyrr, og fylgjumst við með því hvemig vinnutíma
þeirra er háttað.
Breytingin hefur vafalaust valdið einhverjum erfiðleikum fyr-
ir mæðurnar, sérstaklega fyrst í stað. Nokkrar þeirra verða
að semja við vinnuveitendur sína um að fá að hætta fyrr en
aðrir á daginn, eða þá að fá einhvem til þess að sækja börnin
En ég tel þetta fyrirkomulag tvímælalaust betra fyrir bömin.
því að dagurinn á barnaheimilinu er langur og strangur fyrir
þau. Bömin verða fyrr þreytt hér heldur en heima hjá sér.
Hér eru þau mikið úti, verða að hlýða vissum reglum og eru
Forstöðukonan í Hamraborg, Láxa Gunnarsdóttir, og eitt „fóstur-
barn“ hennar.
Þessi tvö eru í næstyngstu deild.
Litlu húsin eru vinsæl meðal barnanna-
í miklum hávaða en heima geta þau alltaf skroppið inn öðru
hverju og slappað af.
Eiga 6 ára börn að ganga sjálfala?
— Þú sagðir áðan, L#ára, að börmn i Hamraborg væru á aldr-
inum 3ja mánaða til 6 ára. Nú eru margar mæðurnar einu fyr-
irvinnur bamanna og hvað gera þær þá við þau þegar þau eru
á miíli dagheimilis- og barnaskólastigs?
— Þarna er óbrúað bil og er nauðsynlegt að gera gangskör að
því að leysa þennan vanda. Vitanlega eru það neyðarúrræði að
láta 6 ára gömul börn ganga sjálfala og er því erfitt um vik
fyrir mæður sem ekki hafa stofnað eigið heimili.
Á tveimur barnaheimilum í Reykjavík eru að vísu deildir fyr-
ir þennan aldursflokk; 6 ára deild er í Laufásborg og í leikskól-
anum í Tjamarborg er sömuleiðis ein deild fyrir böm sem
komin eru yfir 6 ára aldur
Framhald á 7. síðu.