Þjóðviljinn - 04.06.1967, Blaðsíða 6
g SlÐA
ÞJÖÐVTDJXNTSr — Sunnudaguir 4. júní 1967.
Tvöfalda þarf dagkaupiö til þess
aö vinna upp brottfall eftirvinnu
□ Verkamenn og aðrir launþegar standa
frammi fyrir því, þegar eftirvinna öll hverf-
ur, að til þess að hafa sömu lífsafkomu og
ýmsir þeirra nú, — árstekjur, er samsvara tvö-
földu dagkaupi Dagsbrúnarmanns, — þarf
hvorki meira né minna en tvöföldun dagkaups-
ins, ef lifa á af því einu saman sama lífi og
nú. Hvað það kostar að framkvæma slíka 100%
hækkun á dagkaupi, geta menn bezt séð af því
að hingað til hefur yfirstéttin í krafti ríkis-
valdsins alltaf stolið þó ekki væri nema 10
til 20% kauphækkun af verkalýðnum með
verðbólgunni.
Stórhækkun dagkaupsins krefst pólitískrar valdabreytingar
í landinu. Áhrif verkalýðsins á Alþingi verða að vera svo
sterk að fésýsluvaldið í landinu megni ekki að beita kúgun-
ariögum né verðbólgu gegn verkalýðnum, jafnvel þótt Fram-
sókn og íhald taki höndiun saman um ríkisstjóm afturhalds-
ins enn einu sinni.
Og jafnvél það er ekki nóg. Slíkur styrkleikur þýðir aðeins
vamarmátt til þess að verjast því versta.
Verkalýðshreyfingin og launþegastéttin í heilð þurfa að efl-
ast svo að hægt sé að knýja fram þær breytingar á efna-
hagslífi þjóðarinnar, sem gerir því fært að standa undir
stórhækkun dagkaupsins án verðbólgu. Og til þess slíkt sé
I
$ hægt þarf róttæka breytingu á tekjuskiptingu þjóðfélagsins,
1
verkalýðnum og öðrum launþegum í hag.
Breyta verður tekjuskiptingunni
Það verður að stórminnka þann hlut, sem verzlunarauð-
valdið í landinu nú hrifsar til sín, draga úr hinni vitlausu
fjárfestingu þess og eyðslu. Það verður að skipuleggja fram-
kvæmdirnar í landinu með almennings hag fyrir augum, en
ekki eyða stórfé frá þjóðarbúinu í brask og óþarfa fjárfest-
ingu, — samanber hina þreföldu fjárfestingu olíufélaganna,
vitlausa umbúðaverksmiðju S.H. o.s.frv. Það verður að koma
á hagræðingu í öllu þjóðarbúinu: Það þarf engar þúsundir
| heildsala og verzlana í Reykjavík, það er vitlaust að hafa 22
hraðfrystihús á svæðinu Sandgerði — Reykjavík, öll meira
eða minna lokuð eða lélega hagnýtt, o.s.frv.
Því aðeins að íslenzkt atvinnulíf sé rekið með fullkomnu
skipulagi og með almenningshag fyrir augum getur það stað-
ið undir stórhækkuðu dagkaupi án verðbólgu. Og það er
enginn annar aðili en verkalýðurinn sjálfur sem getur knúið
slíka gerbreytingu fram — MEÐ STÓRSIGRI G-LISTANS.
En ef verkalýðurinn ekki stendur sameinaður um sitt Al-
þýðubandalag, um G-listann, og sigrar, — þá munu flokkar
fésýsluvaldsins fá kjark til þess að skríða saman og ráðast
á launþegana.
Fagurgali fyrir kosningar
Alþýða manna skyldi varlega treysta fagurgala Framsókn-
ar nú fyrir kosningar. Reynslan sýnir hve „róttæk“ Framsókn
er í orðum FYRJR kosningar, en að sama skapi afturhalds-
söm, ef hún er í stjórn eftir kosningar.
íhaldið og Alþýðuflokkurinn treystu sér til að stjórna með-
an allt lék í lyndi með verðhækkunum erlendis og fullri at-
vinnu heima og létu þá bara verðbólguna fleyta sér að
feigðarósi.
En þegar íhaldið ætlar að leggja til stórárásar á lífskjör
alþýðu, þá tekur það Framsókn með í stjórn. íhaldið hefur
SÍS sem einskonar gísl, hótar bara Framsókn að drepa SÍS
með takmörkunum lánveitinga, en stórauka lánin, ef Fram-
sókn komi í stjórn. Og þá verður allur fagurgalinn fyrir
kosningar gleymdur.
Framsóknarflokkurinn hefur alltaf staðið gegn verkalýðn-
um í kaupdeilum síðustu tvo áratugi, nema 1961 — og þá
varð Framsókn svo hrædd við eigin hugrekki á eftir, að hún
fór með aðalfyrirtækin, er hún ræður, eins og Mjólkursam-
söluna o. fl. beint inn í Vinnuveitendasamband íhaldsins, —
eins og til að biðjast fyrirgefningar á þvi að hafa einu
sinni stutt verkalýðinn í kaupdeilum, og lofa að gera það
aldrei oftar!
Verkalýðurinn veit af langri reynslu að íhaldið er fjanda-
flokkur þess, sem níðist á launþegum með gerðardómum,
verkfallsbönnum, verðbólgu og þrælalögum hvenær sem það
þorir.
Það hefur beitt verðbólgunni mest undanfarin ár og ætl-
ar sér það til þess að byrja með á næstunni.
^ ’ •
En byrjandi kreppa og atvinnuleysi gerir erfitt að halda
þeirri arðránsaðferð uppi. íhaldið mun fyrr eða síðar neyð-
ast til að koma til dyranna eins og það er klætt: sem kaup-
kúgarinn, er engin önnur ráð sér til að leysa vandann en að
lækka lífskjör verkalýðsins.
Slíkt samsæri verzlunarauðvaldsins mynduðu þeir Bjarni
og Eysteinn 1950 til 1956. — Þeir leiddu atvinnuleysi yfir
alþýðu um allt land, líka í Reykjavík til að þyrja með. Þeir
lækkuðu kaupið með gengislækkuninni 1950. Alþýðan í
Reykjavík varð jafnvel að spara við sig mjólkurkaupin.
Verkalýður Reykjavíkur varð að fara í hvert verkfallið á
fætur öðru: 1951, 1952 og svo framvegis unz það tókst að
hnekkja afturhaldspólitík Eysteins og Bjarna með 6 vikna
verkfallinu mikla 1955 og stjórn þeirra leystist upp.
Það er svona barátta, sem nú er framundan, harðvítug
stéttabarátta. Þingkosningarnar 11. júní eru fyrstu stórátökin
í henni. Verkalýðshreyfingin þarf að sameinast öll um Al-
þýðubandalagið, G-listann. Það duga engin verkfallsbrot í
þessari stéttabaráttu. Sá sem svíkst undan merkjum og reynir
að sundra, þegar verkalýðurinn og launþegar allir verða að
standa sameinaðir til að sigra, vinnur í þágu andstæðing-
anna. Hvað sem slíkum mönnum gengur til: fjölskyldumál,
framavonir eða annað, þá er það engin afsökun.
Verkalýður Reykjavíkur á harða og langa
baráttusögu að baki, — í verkfölium og í
kosningum hefur hann háð sitt lífsstríð við
íhaldið og alla sem ljáð hafa því lið á hverj-
um tíma.
Nú á hann einhverja hörðustu baráttu fram-
undan,
við atvinnuleysi og kaupkúgun.
Þessvegna ríður á að fylkja liði, allir sem einn
á kjördag um G-listann. Stórsigur hans er
fyrstj áfanginn til sigurs í lífskjarabaráttunni,
sem framundan er.