Þjóðviljinn - 07.06.1967, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.06.1967, Blaðsíða 1
\ Miðvikudagur 7. júní 1967 — 32. árgangur — 125. tölublað. Stjórnmálaumræður í hljóðvarpi / kv'óld ★ í kvöld lýkur stjórnmála- umræðum á vegrum ríkisútvarps- ins, og verða nú almennar um- ræður í hljóðvarpi einu. Hefj- ast umræðurnar kl. 20 og verða umferðir fjórar, 15 mínútur, 10 mínútur, 10 mínútur og 5 mín- útur. Röð flokkanna verður þessi: Sjálfstæðisflokkur, Al- þýðubandalag, Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur, en Vilhjálm- ur I>. Gíslason útvarpsstjóri stjórnar umræðunum. ★ Af hálfu Alþýðubandalags- ins taka þátt í umræðunum Ragnar Arnalds alþingismaður, efsti maður G-listans í Norð- urlandskjördæmi vestra, Hjalti Haraldsson bóndi, annar maður G-listans í Norðurlandskjördæmi eystra, Gils Guðmundsson al- þingismaður, efsti maður G-list- ans í Reykjaneskjördæmi, óg Magnús' Kjartansson ritstjóri, efstj maður G-listans í Reykja- vik. Glæsilegur fundur G-listans Myndin er frá hinni stórglæsilegu kosningahátíð G-listans í Háskólabíói í gærkvöld — en frá henni er sagt í frétt á 12 síðu blaðsins í dag. — (Ljósmyndari Þjóðviijans Ari Kárason.) X Súezskurði lokað—Arabaríkin banna sölu olíu til vesturvelda—Hröð sókn ísraelshers Bretland og Bandaríkin sökuð um hernaðaraðstoð við ísrael - Egyptaland og önnur arabaríki slíta stjórnmólasambandi við þau - Indverjar fordœma órós fsraelsmanna KAiRÓ og TELAVIV 6/6 — Ákafir bardagar héldu áfram í dag á landi og í lofti milli herja ísraelsmanna og araba og virðast þeir fyrrnefndu hafa miklum mun betur. Arabar saka Bretland og Bandaríkin um að hafa veitt ísrael aðstoð í stríðinu. Egyptaland og önnur arabaríki hafa því slitið stjómmálasambandi við þau, tekið hefur verið fyrir olíuflutninga til þeirra frá arabaríkjunum og Súezskurðinum hefur verið lokað. ísraelska hersitjómin segir að hersveitir hennar sæki fram á Sinaiskaga og stefni í átt til Sú- ezskurðar. Mótspyma arába á J órdanvígstöðvunum hefur að i mestu verið brotin á bak aftur, segir hún. ísraelskar flugvélar flugu yf- ir miðbik Kaíróborgar í kvöld. Strax cftir að þessi frétt hafði borizt þaðan símleiðis rofnaði allt símasamband við borgina. MikiivæguS'tu vígstoðvar stríðs- ins ei-u í Telaviv sagðai- vera í suðri, þ.e. á Sinaiskaga, þar sem el^pzkar og ísraelskar hersveitir berjast. ísraelsmenn sögðust í morgun hafa náð á vald sitt bænum Gaza i samnefndu hér- aði. Síðar í dag sögðust þeir hafa teikið bæinn B1 Arish sem er á M i ð j arðarh afss trönd inn i skamm t fyrir vestan Gaza og um 150 km fyrir austan Port Said, sem stendtff við nyrðra mynni Súez- skurðar. Frá B1 Arish segjast Israelsmenn hafa sótt til bæjar- ins Abu Aweigila, sem er mik- illvæg samgöngumiðstöð um 40 km fyrir suðaustan B1 Arish, og tekið bæinn eftir harða bardaga. Egypzka herstjómin viðurkenndi í dag að hersveitir hennar benð- ust við ísraelsmenn á egypzkri grund. Sagt var að ísraelsmenn hefðu misst fjödda flugvéla og skriðdreka. Engar tölur voru nefndar, en sagt að þeir sem styddu Isrælsmenn, og þar mun átt við Bretland og Bandaríkin, sæju um að þeim væri bætt tjón- ið. Barizt í Jerúsalem Israelsmeim segja að þeim hafi einnig orðið vel ágengt á austur- vígstöðvtmum í Jórdan. Eina við- námið sem þeim sé veitt þar se öskipuleg og slitrótt flall'byssu- skothríð frá ýmsum stöðvum' við landameerum Jórdans og Isnaels sem eru rúmlega 500 km löng. Israelskar hersveitir réðust irin í hinn svonefnda arabíska þríhym- ing á vesturbakka Jórdans og riaðu þar tveimur bæjum á sitt vald. Hörðustu bardagamir á þessum vigstöðvum voru þó háð- ir i Jerúsalem sem hefur verið skipt á milli ísraels og Jórdáns, gamla borgki að mestu í jór- danska hlutanum. Sumstaðar létu I faíl hafi orðið í liði Israels- Jórdanar undan síga án verulegs manna þegar þeir náðu á vald viðnáms, en annars staðar í I sitt Scopus-hæðinni. bonginni voru háðir harðir bar- Jórdanar hafa sakað Israels- dagar og er sagt að mikið mann-' Framhald á 3. síðu. Öryggisráðið hvetur tii vopnahlés strax NEW YORK 6/6 — Seint í kvöld varð algert samkomulag um það í öryggisráði Sameimiðu þjóð- anna að beina þeim tilmælum til Israels og arabaríkjanna að gera vopnahlé þegar í stað. Samkomulag um ályktun þess efnis tókst eftir að fúlltrúar Sov- étríkjanna og Bandaríkjanna, Fedorenko og Goidberg, höfðu orðið á eitt sáttir á löngum við- ræðufundi í dag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.