Þjóðviljinn - 07.06.1967, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.06.1967, Blaðsíða 12
1600—1700 manns á G-lista hátíðinni í Háskóiabíói i gær □ Sextán til sautján hundruð manns sóttu kosningahátíð Alþýðu- bandalagsins í Háskólabíói í gærkvöld og er þetta einn allra glæsilegasti kosningafundur sem haldinn hefur verið á vegum Alþýðubandalagsins. Stóðu hundruð manna í aðalsalnum og anddyrinu en þó urðu margir frá að hverfa vegna þrengsla. □ Mikil baráttustemning ríkti á fundinum undir ræðum efstu manna G-listans, Magnúsar Kjartanssonar og Jóns Snorra Þorleifssonar, og hinn pólitíski skopleikur um bólguna, tunnuna og formanninn vakti mikla kát- ínu fundargesta. Kosningaihátíðina setti Jón Snorri Þorleifsson réttstundis klukkan níu í gærkvöld og voru þá öH sasti setin og fullskiþað með fram veggjum, á göngaam og í anddyri. Þá tók við Ingi R. Helgason, stjórnandi þessarar kosningahá- tíðar, og kynnti atriðin jafnóðum. Sigurveig Hjaltested óperu- söngkona söng tvö sumarlög með undirleik Öllafs Vignis Alberts- sonar. Þá flutti Magnús Kjartansson, efsti maður G-listans, stutta og snjalla raeðu út frá temanu um kosningaárið 1908, — er valda- menn þjóðarinnar settu niður í þeim frægu kosningum vegna af- sláttar í frelsismálum þjóðarinnar. ■ Brýn nauðsyn er fyrir hvern einasta þegn þjóðarinnar að minnast nú mikilla breytinga- tíma, — þegar íslenzkt framtak og frelsi er á undanhaldi fyrir erlendri fjárfestingu undir hand- arjaðri núverandi valdhafa, — svo að þeim er varla sjálfrátt. Mikil naúðsyn er að stöðva þessa óheillagöngu, — þó að minna megi gagn gera heldur en kosningaútslitin árið 1908, sagði Magnús. Nú erum við að kalla yfir okk- ur kosningaárið 1908, — sagði einn af fulltrúum íhaldsins dimmt nóvemberkvöld árið 1963 niðri í Alþingishúsi, þegar bruggað var kauplækkunarfrumvarp, — sem síðan var hætt við á síðustu stundu vegna eindreginna mót- mæla launþega á mörgum vinnu- stöðum hér í borginni. Þannig ber okkur að sækja fram í þessum kosningum, sagði Magnús að lokum- Eftir raeðu Magnúsar var flutt- ur kafli úr Islandsklukkunni í meðförum Lárusar Pálssonar leikara. Þá flutti frú Helga Hjörvar leikkona kvæðið um Víet Nam eftir Hannes Sigfússon, skáld. Þá komu þrir ungir menn og sungu með gítarundirleik tvo þjóðlagabálka eftir Jónas Árna- son, — „Spurðu ei*‘ og „Þvi ertu svona breyttur". Ungu mennimir heita Ammundur Baohmarjn, Einar Gústafsson og Priðrik I>or- leifsson. Síðan kom hinn pólitíski skop- þáttur og söngleikur „Blessuð bólgan", eftir Krumma- Var hann fluttur af sjö leikurum og vakti mikið grín og enti með harm- söng um viðreisnina undir lag- inu ,,Yesterday“. Þá lék Pétur Þorleifsson al- þýðulög á selló og Jón Sigur- bjömsson óperusöngvari söng tvö þjóðlög. Þegar dagskráin var tæmd flutti Guðmundur J. Guðmunds- son, varaformaður Dagsbrúnar, eldheit hvatningaorð. Þannig lauk þessari glæsilegu kosninga- hátíð G-listans. Miðvikudagur 7. júni 1967 — 32. árgamgur — 125. tölubiað. Hvað gerir saksóknari ríkisins? Enn eru vökulögin á togurum brotin Gömul kona slas- ast í umferðinni Alvarlegt umferðarslys varð um þrjú leytið í gærdag, er ek- ið var á gamla konu á Reykja- nesbrautinni á móts við Sléttu- veg inni í Fossvogi. Sla^aðist gamla konan alvar- lega og var flutt beint á Landa- kotsspítala. Heitir hún Agata Einarsdóttir til heimilis að Ný- lendugötu 19b hér í borg og hefur nýlega náð sjötugs aldri. Agata ætlaði vestur yfir Reykjanesbrautina, þegar fólks- bíll kom akandi suður braut- ina og lenti hún fyrir bifreið- inni. Islenzkir ferða- menn í Jórdaníu Þjóðviljinn hafði í gær samband við Guðna Þórð- arson, < framkvæmdastjóra Ferðaskrifstofunnar Sunnu, en ferðamannahópur það- an var staddur í Jórdaníu er styrjöldin brauzt út. Sagðist Guðni fastlega gera ráð fyrir því að hóp- urinn væri á leið frá Jerú- salem til Beirut ásamt þús- undum annarra ferða- manna, en sambandslaust hefur verið við Jórdaníu undanfama daga eins og' kunnugt er. fslenzku ferðamenmmir eru um 25 talsins og er séra Frank M. Halldórsson fararstjóri. Ferðaáætlunin mun nokkumveginn stand- ast nema hvað hópurinn kemur síðar heim en gert var ráð fyrir. >■■■■■■■■•■■■■’ )■■■■■■■■■■■■! Ætlar að banna verkfall farmanna eftir kosningar Verkfall yfirmanna á kaup- skipaflotanum hefur nú stað- ið yfir í nær tvær vikur og er orðið mjög viðtækt. Skip- in stöðvast eitt af öðru og Iiggja nú 15 í Reykjavikur- höfn. Flutningar til landsins og frá eru þannig að stöðv- ast og alvarlegar horfur eru á vöruskorti 'úti á landi, ef verkfallið stendur áfram. Kemur það sér sérlega illa nú er síldveiðar eru byrjað- ar fyrir Austurlandi og vegir ekki færir flutningabílum. Síðasti sáttafundur var haldinn sl. fimmtudagskvöld og ekki hefur verið boðaður annar fundur, enda virðist enginn vilji vera hjá forráða- mönnum skipafélaganna að leysa deiluna þótt svo alvar- lega horfi. Þeir hafa ekkert gagntilboð komið með til að koma til móts við sanngjam- ar kröfur sjómanna. Sýnilegt er að þeir ein- blína á aðra lausn í deilunni. Þeir bíða aðeins eftir að rík- isstjórnin gefi út þvingunar- lög' sem banna verkfall far- manna, enda hefur ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins jafnan brugðið við skjótt að setja þvingt(narlög gegn launþeg- um, sém staðið hafa í vinnu- deilum, jafnskjótt og atvinnu- rekendavaldið hefur krafizt þess. Nú hins vegar þorir ríkis- stjómin ekki að verða við þessari kröfu skipafélaganna rétt fyrir kosningar, en á- hugaleysi forráðamanna þeirra að leysa verkfallið með samningum við farmenn sýnir að þeir hafa fengið lof- orð ríkisstjómarinnar fyrir þvi að hún banni verkfallið með bráðabirgðalögum strax að loknum kosningum — ef hún heldur velli. Þess vegna munu farmenn kjósa gegn ríkisstjóminni nú í kosningunum og þeir vita að ríkisstjómin verður ekki felld nema með stórauknu fylgi G-listans. í Þjóðv-iljanum hefur að und- anförnu verið margsinnis brýnt fyrir togarasjómönnum og for- ystumönnum sjómannasamtak- anna um að vera ,vel á verði að gæta þeirra mannréttinda sem togarasjómenn hafa fengið lögvernduð — að fá tryggða tólf tíma hvíld á sólarhring. Þjóðviljinn benti á ákveðið dæmi þess að vökulögin hafa verið brotin með tilvísun í frá- sögn skipverja af Jóni Kjart- anssyni, sem birtist í Morgun- blaðinu á sjómannadaginn. Er úrklippa úr þeirri frásögn birt hér með. Sl. föstudag birtist í Vísi enn eiít dæmi um að vökulögin hafi verið brotin. Þar segir svo orð- rétt í viðtali við skipstjórann á Þormóði goða: „Við vorum 10 daga á veiðum, sagði Magn- ús. Mokfiskirí og frívakt hvern einasta dag. MANNSKAPUR- INN STÓÐ ÞETTA 18 TÍMA A SÓLARHRING*. Þjóðviljinn bar þessa frásögn skipstjórans undir Jón Sigurðs- son formann Sjómannafélags Reykjavíkur í gær. Hafði Jón ekkert um þetta vitað fyrr en Þjóðviljinn benti honum á þetta en sagði að hann mundi strax kalla saman stjórnarfund út af þessu máli. Annars er það fyrst og fremst skylda saksóknara rík- isins að grípa hér í taumana, sagði Jón, því að hér er ský- laus yfirlýsing um grófgert laga- brot. Ekkert ákvæði er til um undanþágu frá vökulögunum og breytir þar engu um þótt skip- verjar jafnvel bjóðist til að vinna meira en tólf tíma í sól- arhring. Skipstjórinn hefur gerzt sekur um lagabrot. Þjóðviljinn vill ítreka spurningu til saksóknara rík- Framhald á 3. síðu. uést. „Við vorum 10 daga á veiðl > um,“ sagöi Magnús. „MokfiskiríJ f og frívakt hvem einasta dag. < Mannskapurinn stóö þetta '18 j j tíma á sólarhring. Allir tóku \ þátt í aðgeröinni. Vélarlið og _ ^kokkar líka. _ Viö vorum með 60 torufc-gtj Úr viðtali við skipstjórann á Þormóði goða í Vísi sl. föstudag. Ur Morgunblaðinu á sjómanna- daginn. 7/7 mófvœgh áhrifum dátasjónvarpsins: Kennarar beita sér fyrir varðstöðu um þjóðerni og menningarverðmæti □ Þeir sem mest afskipti hafa af yngstu kynslóð lands- ins og bezt þekkja hana, þ.e. kennarar í bama- og ung- lingaskólunum, hafa eftir athugun á áhrifum erlends sjón- varps og sjónvarpsefnis á böm og unglinga séð ástæðu til að beita sér fyrir varðstöðu um íslenzk menningarverð- mæti og íslenzkt þjóðemi.. % □ Eins og sagt var frá í Þjóðviljanum í gær var aðal- málefni 14. uppeldismálaþings Sambands íslenzkra bama- kennara og Landssambands framhaldsskólakennara í Melaskólanum um síðastliðna helgi ÞJÓÐERNI, SKÓLI og UPPELDI. Urn þetta aðalmál þingsins flutti prófessor Þórhallur Vil- mundarson erindi, sem ýtarlega var sagt frá hér í blaðinu í gær, en í því kom m.a. fram að at- hugun á vegum kennarasamtak- anna hefur leitt í ljós að stór hluti bama á sjónvarpssvæði er þegar tekinn að læra ensku eins og sitt eigið móðurmál, þ.e. áð- ur en þau setjast á skólabekk, auk þess sem ensk-amerískra á- hrifa gætir talsvert í almennri þekkingu þeirra og áhugamál- um. Uppeldismálaþingið gerði um þátt skólanna vemdun þjóð- emis eftirfarandi ályktun: „Fjórtánda uppeldismálaþing S.Í.B. og L.S.F.K. skorar á stjómir samtakanna að beita sér fyrir eftirfarandi við yfirstjSrn menntamála: 1. ■— Stóraukin verði fræðsla um gildi íslenzks þjóðernis og þörfina á traustari vaxðstöðu um fsl. menningarverðmæti í breyttum heimi. 2. — Aukin rækt verði Iögð við fræðslu um órofa tengsi íslenzkra þjóðernisverðmæta við hinn norræna menningarheim. Haldið verði uppteknum hætti að kenna norræna tungu fyrsta erlendra mála í skyldunámsskól- um landsins. 3. — Komið verði í veg fyrir, að nokkur erlend þjóðtunga eða þjóðmenning nái óeðlilega mikl- um áhrifum og ítökum hér á landi. 4. — íslenzku, norrænu og öðru evrópsku fræðslu- og skemmtiefni verði meira teflt fram til mótvægis ensk-amerísku efni í sjónvarpi þjóðarinnar. — Sama gildir um suma þætti út- varpsins (hljóðvarpsins), til að mynda létt lög, danslög. Stjórnir samtakanna vinni að því, að me'nntamálaráðherra skipi nefnd til að skipuleggja aukna fræðslu um þjóðernismál og kynningu þjóðernislegra verð- mæta í skyldunámsskólum lands- ins. Nefndin verði að meirihluta skipuð kennurum. Enn fremur skipi stjórnirnar nú þegar sam- eiginlega nefnd, sem vinni mark- visst að framvindu þessara mála, kynni þau meðal kennara og búi þau undir næstu fulltrúa- þing.“ í ályktun þingsins um sjón- varpsmál er stofnun íslenzku sjónvarpsstöðvarinnar fagnað, en hvatt til að aukin verði og efld innlend dagskrárgerð þar sem þjóðleg menningarerfð verði í fullum heiðri höfð auk þess sem lögð er áherzlí á að sjón- varpjð verði virkjað til stuðn- ings íslenzkri skólastarfsemi. Þá fagnaði þingið þeirri lausn sjón- varpsmáls Keflavíkurstöðvarinn- ar sem boðuð hefur verið. / Samþykktar voru á þinginu ályktaniir um skólarannsóknir, starfsfræðslu, námsbókaútgáfu og um byggingarmál Kennara- skólans, þar sem m.a. er skor- Framhald á 9. síðu. Gils Guðmundsson éíi Geir Gunnarsson Kjósendafundur G-listans í Hafnarfirði og Garðahreppi Alþýðubandalagsfélögin í Hafnarfirði og Garðahreppi halda almennan kjósendafund í Góðtemplarahúsinu í Hafnar- firði á morgun, fimmtudag, og hefst fundurinn kl. 21. DAGSKRÁ: Ávarp: Gils Guðmundsson al- þingismaður. Guðrún Tómasdóttir söngkona syngur íslenzk iög. Upplestur: Óskar Halldórsson. Ávarp: Hallgrímur Sæmundsson kennari. Rímtrióið syngur mótmæla- söngva og þjóðlög. Ávarp: Geir Gunnarsson alþing- ismaður. —- G-LISTINN. /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.