Þjóðviljinn - 07.06.1967, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 7. júní 1967 — ÞJÖÐVTL.TINN SÍÐA g
Hefur ríkisstjórnin ákveðið að flytja Bakk-
firðinga hreppaflutningi suður í Straumsvík?
Síðustu daga hefur Alverk-
smiðjan auglýst án, afláts eftir
starfsfólki. Á sama tima er
unnið að því að leggja niður
eina atvinnutækið á Bakka-
firði, síldarverksmiðjuna. >ar
með er kippt burtu lífsafkomu-
möguleikum fólksins í byggð-
arlaginu. Virðíst hér um skipu-
lagðar aðgerðir að ræða, hið
erlenda auðfélag má ekki
skorta vinnuafl.
Svik ríkisstjórnarinnar í
sambandi við síldarverksmiðj-
una á Bakkafirði og algert
skeytingarleysi um hagsmuni
fólksins í byggðarlaginu er enn
ein sönnunin fyrir fyrirlitningu
hennar á íslemfingum og van-
mat á íslenzkum atvinnuveg-
um. '
Lítill áhugi
Fyrir nokkrum árum var
hafizt handa um byggingu
síldarverksmiðju á Bakkafirði
tfl að tryggja og bæta atvinnu-
ástandið á staðnum og koma
í veg fyrir að byggðarlagið
legðist í auðn vegna skorts á
atvinnu, en á undanförnum ár-
um hafði fólk flutzt burt úr
héraðinu unnvörpum af þess-
um ástæðum. Þá var og hafizt
handa um úrbætur í hafnar-
málum kauptúnsins, en eins og
kunnugt er eru einhver auð-
•ugustu og fengsælustu fiskimið
við Langanesið, rétt við bæjar-
dyr Bakkfirðinga. Þessa auð-
lind hafa þeir þó ekki getað
hagnýtt sér nema að mjög litlu
leyti vegna hafnleysis.
En eins og áður hefur lítil-
lega verið rakið hér í Þjóðvilj-
anum virðist núverandi ríkis-
stjórn litinn áhuga hafa haft
fyrir þessum málum. Þær lágu
fjárupphæðir, sem veittar voru
í hafnarbætur hverju sinni
komu venjulega of seint og
voru oftast illa nýttar. T.d. var
ráð fyrir nokkurri fjárupphæð
til hafnargerðar, en ef svo fer
sem nú horfir er ósennilegt að
í nokkrar framkvæmdir verði
lagt á næstu árum á Bakka.
firði.
býlum sínum sem örsnauðir
menn. (En það er einmitt það
sem bankamir virðast hafa
mestan áhuga fyrir að gera í
dag austur á Bakkafirði). End-
irinn var því sá að fyrirtækið
ekki farið að vinna íyrir fjár-
veitingu s.l. árs fyrr en komið
var haust, enda fór mestur
hluti þess fjár, sem notaður
var, í ferðakostnað fram og til
baka en framkvæmdir em vart
sjáanlegar.
Á framkivæmdaáætlun yfir-
standandi árs mun vera gert
| DANMORK OG
fA-ÞÝZKALAND'M
yZZZ Eystrasaltsvikan
i
.5.-26. júli. 19671 Verð kr. 13.500.00.
Fararstjóri: Magnús Magnússon, kennari.
Ferðaáætlun: 5. júlí. Flogið tfl Kaupmannahafnar
og dvalið þar til 8. júli. Farið með lest tfl Wame-
munde og dvalið á Eystrasaltsviku til 17. júli.
Lagt af stað í 9 daga ferð til Berlinar. Magdeburg
Erfurt, Leipzig. Dresden og Wittenberg og farið 25.
júlí með næturlest til Kaupmannahafnar og flogið
26 júli til Reykjavíkur.
Innifalið fullt fæði nema morgunmatur 1 Kaup-
mannahöfn, flugfar, járnbrautir og langferðabílar.
leiðsögumaður. hótel. aðgangur að söfnum. dans-
léikjum o.fl. Baðströnd á Eystrasaltsvikunni. Ein
ódýrasta ferð sumarsins. Þátttaka takmörkuð og
þegar búið að panta i ferðina. Hafið samband við
skrifstofuna sem fyrst. Aðeins örfáir miðar eftjr.
LAN DSy N t
FERÐASKRIFSTOFA
Laugavegi 54'
SÍMI 22890 BOX 465 REYKJAVÍK
I
|
I
Síldar verksmið jan
Vegna lélegra hafnarskilyrða
hafa síldarskip verið treg til
að leggja afla á land í Bakka-
firði, svo af þeim sökUm ein-
ura má segja að tilvera síldar-
verksmiðjunnar hafi frá byrjun
hangið á bláþræði, og langtím-
um saman hefur hún staðið ó-
hagnýtt þó meira en næg síld-
veiði hafi Verið á nálægum
miðum. Þó hefur þetta ekki
verið nema einn þátturinn í
sögu síldarverksmiðjunnar í
Bakkafirði.
Þungar fórnir
Verksmiðjan var upphaflega
byggð af miklum vanefnum,
sem m.a. kom fram í ófull-
nægjandi og ófullkomnum
tækjakosti. Hún var kannski
fyrst og fremst byggð vegna
áhuga Bakkfirðinga fyrir að
bæta og tryggja lífsafkomu
sína og að sporna við því að
byggðarlagið legðist í auðn.
Hún var hugsuð sem hjálpar-
tæki í lífsbaráttu fólksins í af-
skektu útkjálkahéraði.
Margir Bakkfirðingar hafa
iagt á sig þungar fórnir af
litlum efnum til að tryggja
tilveru þessa eina atvinnufyrir-
tækis á staðnum. En allar þess-
ar fórnir virðast nú hafa verið
unnar fyrir gýg vegna þröng-
sýni stjórnarvaldanna, sem
annaðhvort gátu eða vildu ekki
skilja þarfir fólksins.
Það má segja að síldárverk-
smiðjan hafi aldrei orðið fylli-
lega starfhæf vegna fjárskorts,
og þó hefur það aldrei munað
meira en sem svarar andvirði
þriggja til fjögurra kokkteil-
boða hjá íslenzkum ráðherra.
Það litla fé, sem hægt hefur
verið að kreista úr krepptum
hnefa ríkisstjómarinnar og
bankavaldsþis hverju sinni
hefur aldrei hrokkið fyrir
nauðsynlegasta viðhaldi og
endurbótum. Verksmiðjan hef-
ur árlega orðið fyrir miljóna
tjóni vegna vinnslustöðvana og
margs konar óhappa, sem voru
bein afleiðing fjárskortsins.
Á sl. sumri var svo komið að
ógjörlegt var talið að reka
verksmiðjuna á sama grund-
velli og áður. Skuldir höfðu
safnazt, m.a. í ógreiddum
vinnulaunum. Ýmsir sem af
fómfýsi höfðu tekið á sig per-
sónulegar skuldbindingar fyrir
hönd fyrirtækisins í góðri trú
á velvilja og skilning valdhaf-
anna, sáu fram á að verða, ef
ekki rættist úr, bomir úr hý-
var gert upp og selt Stofnlána-
deild sjávarútvegsins á opin-
beru uppboði sl. sumar.
Og nú hefst nýr þáttur í
sögu síldarverksmiðjunnar á
Bakkafirði. Þáttur sem tæp-
lega á sér nokkra hliðstæðu.
Eftir að Stofnlánadeildin
hafði gerzt í orði kveðnu eig-
andi síldarverksmiðjunnar,
(Verksmiðjan er ekki enn
þinglesin eign Stofnlánadeild-
ar og allt í sambandi við það
er saga útaf fyrir sig, sem
máski verður rakin síðar)
bundust nokkrir menn samtök-
um um að stofna hlutafélag tilf"
kaupa á verksmiðjunni. Félag-
ið hlaut nafnið Oddafell h.f.,
en stofnendur munu hafa ver-
ið 6.
Fimm af hluthöfunum voru
kunnir og aflasælir skipstjórar.
Nú skyidi komið í veg fyrir
, það sem löngum hafði verið
ein af aðalmeinsemdum verk.
smiðjunnar þ.e.a.s. hráefnis-
skortinn.
Forstöðumenn Stofnlána-
deildarinnar, bankastjórarnir,
ráðherrarnir og ýmsir hinna
mikilsvirtustu áhrifamanna
fjármálakerfisins munu hafa
hafa gefið sér góðan tíma til
að óska hver öðrum og hlut-
höfunum til hamingju með góð
og hagstæð viðskipti og glæsi-
lega framtíð.
En fljótlega fóru að sjást
blikur á lofti.
Hráefnisskortur
Eftir að verksmiðjan tók til
starfa að tilhlutan hinna nýju
hluthafa, sem var seint á sl.
súmri, mun það hafa komið í
ljós, að ekki voru allir safh.
mála um hver væri hinn raun-
verulegi tilgangur með rekstri
verksm,iðjunnar. Sumir hinna
nýju eigenda virðast t.d. hafa
litið þannig á, að þeim bæri
ekki skylda til að tryggja fyr-
irtækinu rekstursgrundvöll ef
það kostaði þá sjálfa eitthvert
ómak eða fyrirhöfn. Þeir virð-
ast fyrst og fremst hafa hugs-
að sér verksmiðjuna sem nokk-j
urskonar mjólkurkú sem arð-
urinn hlyti að streyma sjálf-
krafa án nokkurrar fyrirhafn-
ar. Sennilega hafa þeir aldrei
tileinkað sér þau augljósu
gömlu sannindi, að kýr skilar
ekki arði, ef þeim er ekki gef-
ið fóður, jafnvel þó kynið sé
gott.
Síldarverksmiðjan á Bakka-
firði beið í heilan mánuð í
fyrrahaust eftir hráefnL Á
meðan sigldu sumir af hluthöf-
unum fram hjá, með skip sin
full af sfld!" Mörg mjólkurkýr-
in hefur orðið arðlaus á
skemmri tíma, þótt henni væri
veittur einhver lífsbjargarvott-
ur. Það er hins vegar leyndar-
mál, sem er á allra vitorði, að
sumar stærri síldarverksmiðj-
urnar hafa greitt aflasælum
skipstjórum sérstaka þóknun
fyrir að leggja upp afla hjá
sér.
Þrátt fyrir þetta og ýms
fleiri áföll, mun afkoma síld-
arverksmiðjunnar á Bakkafirði
hafa verið tiltölulega góð, eftir
úthaldið, ef miðað er við að-
stæður. Að minnsta kesti sum-
ir af hluthöfunum munu því
hafa hugsað sér að hefja
vinnslu í verksmiðjunni strax
og sild færi að veiðast á kom-
andi vertið. Þar af leiðandi
mun þegar hafa verið gengið í
að útvega nauðsynlegustu lán,
svo hægt væri að hefj a fram-
kvæmdir við viðgerðir og end-
urbætur á verksmiðjunni nógu
tímanlega.
Heródes og Pílatus
En nú virðist áhugi ráðherra,
bankastjóra og annarra áhrifa-
manna hafa stórum dofnað frá
því sem var, þegar samið var
um sölu verksmiðjunnar til
Oddafells h.f.
Fullvissanir um fjárhagsleg-
an stuðning og fyrirgreiðslur,
munu nú hafa verið öllu hóg-
værari en áður, enda munu
þessir aðilar hafa talið sínum
málum vel borgið.
Fljótlega eftir síðastliðin
áramót munu þá hafa verið
kreist út loforð fyrir einhverj-
um smálánum, en þó' alls ó-
fullnægjandi, eins og jafnan
áður. Og nú hófst upp ein
furðulegasta píslarganga allra
tíma. Svo að segja á hverjum
degi mun ' framkvæmdastjóri
Oddafells h.f., ásamt fleirurtr,
hafa gengið milli ráðherra,
bankastjóra og annarra stór-
menna, dag eftir dag, viku eft-
ir viku, mánuð eftir mánuð,.til
að fá út hina lofuðu fjárupp-
hæð, alltaf var einhverju borið
við, hvar sem komið var. Það
þurfti að ganga frá ýmsum
miálum, það vantaði undirskrift-
ir einhvers einhvers staðar á
eitthvað, það þurfti að breyta
þessu, af því að hinu hafði
verið breytt, þegar aðrar
breytingar höfðu verið gerðar.
Komdu á morgun góði, eða
hinn, þá skulum við sjá hvað
hægt er að gera. Ráðherra
sagði: Farðu og talaðu við A-
bankastjóra og svo skal ég at-
huga málið. Bankastjórinn
sagði: Hafðu samband við B í
D-deildinni, hann hefur með
málið að gera, og fyrr en hann
er búinn að ganga frá nauð-
synlegum formsatriðum, get ég
ekki afgreitt milið.
B-sagði: Ég get engar á-
kvarðanir tekið, fyrr en fáð-
herrann hefur gefið nauðsyn-
legar fyrirskipanir, og svo
framvegis og svo framvegis,
endalaust hring eftir hring.
Skilningur ráð-
herrans
Sú saga var einn af brönd-
urum Reykvíkinga í margar
vikur, að starfsmaður einn hjá
Stofnlánadeild sjávarútvegsins
hefði einn góðan veðurdag
hringt í fjármálaráðherra og
tilkynnt honum, að hann væri
með allt málið í ritvélinni, og
það myndi taka sig minna en
klukkustund að afgreiða það,
en honum dytti bara ekki í
hug að afgreiða málið, vegna
þess að einhver helvítis Hafn-
firðingur hefði hringt í sig og
móðgað sig svo agalega!
Ráðherra ku hafa svar-að
starfsmanninum því, að hann
gæti vel skilið afstöðu hans,
hún væri hárrétt, bæri vott
um mikla ábyrgðartilfinningu
og siðgæðisþroska óg Væri í
algjöru samræmi við stefnu
ríkisstjórnarinnar. Aumingja
starfsmanninum mun hafa orð-
ið svo mikið um, að hann virð-
Framhald á 9. síðu.
PADI@NE.TTE pi1T„ril m ■
tækin eru byggð
fyrir hin erfiöustu Jj
skilyrði I ‘ »/
ÁRS ÁBYRGÐ
Radionette-verzlunin
Aðalstræti18 Sím!16995
Aðalumboð:
Einar Farestveit & Co. hf.
Vesturgötu 2.
Bátabylgjur
Klapparst
Simi 19800
BUÐJN
Condor
/V