Þjóðviljinn - 07.06.1967, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.06.1967, Blaðsíða 3
Miðvi'kudagur 7. júní 1967 — ÞJÓÐVXLJINN SÍÐA J Tvö atriði Ú Þant og gæzluliðið Ú Þant, framkvæmdastjóra SÞ, hefur verið legið á hálsi (t.d. í forystugrein Morgunblaðsins í gær) fyrir að hafa kallað burt gæzlulið SÞ við landamæri ísra- els og Egyptalands og haldið er fram að sú ráðstöfun hafi átt mikinn þátt í því að svo fór sem fór. Þessar ásakanir í garð Ú Þants hafa ekki við nein rök að styðjast. SÞ hljóta öllum öðr- um fremur í hvívetna að irða gerða samninga og það er stað- reynd að dvöl gæzluliðs SÞ við landamæri Egyptalands og ísra- els var algerlega háð samþykki egypzku stjórnarinnar. Egyptar féllust á að lið þetta væri stað- sett á þeirra landi eftir Súez- stríðið 1956, en áskildu sér að sjálfsögðu rétt til þess að á- kveða sjálfir hve lengi' það væri þar. fsraelsmenn neituðu sem kunnugt er með öllu að leyfa dvöl gæzluliðsins á sínu landi. Ú Þant var þannig skuld- bundinn til þess að kalla liðið burt þegar Egyptar óskuðu þess, en jafnvel þótt hann hefði vilj- að bregðast þeirri skyldu — og þá um leið embættiseið sínum — hefði hann ekki haft tök á því. Gæzluliðið var að megin- stofni skipað hermönnum frá Indlandi og Júgóslavíu og stjórn- ir beggja þessara landa sem hafa sérstakt samband við eg- ypzku stjórnina neituðu að láta hersveitir sínar vera kyrrar í óþökk Egypta. Sifflingabann Egypta Þegar Egyptar settu siglingabann sitt á Akabaflóa og lýstu yfir að þeir myndu ekki leyfa ísraelsk- um skipum siglingar um hann, né skipum annarra þjóða sem flyttu hemaðarlega mikilvægan yaming til ísraelsku hafnarborg- hrinhar Eilats, var því haldlð fram að með þessu stefndu Eg- yptar að því að leggja efnahag Jsraels í rúst. Israelsmenn myndu ekkL.til lengdar geta verið án af- . nota af skurðinum og yrðu því að gera sínar ráðstafanir til að aflétta siglingabanninu. Stjómir Bretlainds og Bandaríkjanna létu x það skína að ,þær ætluðu að 'beita sér fyrir samtökum „sigl- ingavelda" til þess að tryggja frjálsar siglingar um flóann. Nú er það komið á daginn að enginn fótur var “fyrir þessum fullyrðingum. Stjórnmálafrétta- ritari brezka blaðsins „Observ- ers“, Robert Stephens, kömst svo að orði á sunnudaginn: „Ekkert ísraelskt Skip, fyrir utsan nokkur lítil fiskiskip, hafa fprið um Tir- ansund (i mynni Akabaflóa) und- anfarin tvö ár‘‘. Og hann bætti við: „Sámkvæmt opinbemm isrá- elskum skýrslum voru af 2.190 skipum sem komu í allar ísra- elskar hafnir árið 1965 (síðasta árið sem fullkomnar skýrslur eru til um) aðeins 54 sem komu til Eilats. Talið er að ekkert þess- ara 54 skipa, nema kannski eitt, hafi verið ísraelskt." Við þetta bætist að Egyptar höfðu fullan rétt til að banna s!glingar um skurðinn. Siglinga- leiðin um hann er öll í egypzkri landhelgi og þótt regla. alþjóða- Iaga sé sú að ríkjum sem þann- ig er ástatt um sé skylt að leyfa siglingar kaupskipa . um land- helgi sína til hafna í öðrum löndum gildir hún ekki í þessu tilviki. Þetta er því aðeins skylt að friður sé með ríkjunum, en Egyptar og Israelsmenn áttu formlega í ófriði þegar siglinga- bannið var 'sett. Stríð ísraelsmanna og araba Framhald af 1. síðu. menn um að hafa notað napalm- sprengjur í bárdögunum og einn- ig varpað þeim á jördönsk þorp. í Amman er sagt að jórdanskar hersveitir eigi í höggi við ísra- elskar í Jenin, Touibas, Ramallah, Jerúsalem, Betlehem og í Hebr- on-héraði. — ísraelskar flugvélar hafa ráðizt á jórdanska ftugveKi, herstöðvar, þorp og bæi og með- al annars varpað napalmsprengj- um, er sagt. íhlutun vesturvelda Sú skýring er gefin á þeirri ákvörðun að loka Súezskurðinum að ísraelsmenn hafi hvað eftir annað reynt að ráðast á skip sem voru á leið um hann. Það hafi þvi verið ákveðið að stöðva 'sigl- ingar um sikurðinn til þess að koma í veg fyrir mikiar eyði- leggingar sém gætu orðið til þess að skurðurinn yrði lokaður láng- an tíma. 1 tilkynningunni um lokun skurðarins er einnig vísað til íhlutunar viesturveldanna í stríðið. — Á því leikur enginn vafi lengur að Bretar og Bandarikja- menn hafa skorizt í leikinn Isra- sínu elsmegin og að ísraelsmenn njóta stdðnings brezkra og bandariskva flugvéla sem hafa bækistöðvar á flugvélaskipum. Af þessum á- stæðum hefur verið ákveðið að loka Súezskurðinum, var sagt. Bandaríkjamenn hafa tvö stór flugvðlaskip úr 6. flotanum á austanverðu Miðjarðarhafi, en eitt flugvðlaskip þeirra, „Int- repid“, fór fyrir nokikrum dög- um ufn Súezskurð og var þá sagt á leið til Vietnams en mun enn vera á Rauðahafi. Þar er einnig b rezktflu gvélasl: i p. i Jórdaniskar radarstöðvar hafa að söign fylgzt með ferðum bandarískra flugvéla sem tekið hiafa þátt í lofitbardögum með Israel gegn Jórdan. ísraelskur flugmaður sem tek- inn hefur verið til íanga í Sýr- landi er sagður hafa játað eð brezkar • sprengjuflugvólar séu komnar til ísraels. hær komu þangað áður en vopnaviðsikipti hófust og haía tekið þátt í loft- árásum á Sýriiand og Egyptaland., sagði Riad, utgnrJlkisráðheiTa Eg- ypta, í dag. Helzta dagblaðið í Kaíró, „A1 Ahram", sagði í dag að ísraels- menn hefðu. eilaki árætt að hofja árásarstríð, ef þeir hefðu ekki getað reitt sig á stuðning Banda- ríkjanna. Blaðið segir að banda- rísk fiugvélasikip séu rétt undan landi við Telaviv í ísrael. — Bandaríkin og Israel voru sam- mála um að ísrael ætti að hefjá árás og njóta til þess verndar flugvðla frá 6. bandaríska flot- anum. Ef ísraelsmenn færu hailii- öka í, stríðinu myndu Bandarík- in skerast í leikinn með því að senda landgöhguliða sína í sam- ræmi við bau loforð sem þau háfa gefið um að vemda óiskert land.sréjtindi Israel, segir blaðið. Bann við olíusölu írak, Alsír og Kuwait lögðu í dag bann við sölu á olíu til Bretlands og Bandarikjanna cg Líbanon og Sýrland bönnuðu um leið dð olía sem fer um leiðslur yfir þau lönd yrði send til Bretlands eða Bandaríkjanna. Þetta bann er í samræmi við, þá ákvörðun sem arabísku olíu- ríkin tóku á fundi sínum í Bag- dad í gær, þegar þau sam- þykktu að loka fyrir olíusend- ingar til hvers þess lands sem veitti ísraelsmönnum liðsinni í stríðinu. Stjórnarvöldin í Alsír hafa lagt hald á eignir allra banda- rískra olíufélaga sem vinna þar olíu, Esso. Sinclair, Phillips Petroleum. Mobil, Veedol og E1 Paso og alsírskir menn hafa tekið við stjórn þeirra. Ákvörðun arabaríkja um að taka fyrir olíuflutninga til Bret- lands og Bandaríkjanna getur orðið afdrifarík. Bretar fá nú 23, prósent af olíu sinni frá Ku- wait og um 10 prósent frá ír- ak. Verulegur hluti þeirrar olíu sem Bandaríkin nota í stríði í Víetnam er fenginn frá arabaríkjunum við Persaflóa. Fordæming Indverja • Indira Gandhi. forsætisráð- herra Indlands, sakaði í dag ísraelsmenn um að hafa kveikt ófriðarbál fyrir botni Miðjarð- arhafs og sagði að þeir hefðu vitandi vits og að tilefnislausu ráðizt á sveit Indverja.úr gæzlu- liði SÞ í Gazahéraði. Þrír Ind- verjanna féllu í þeirri árás. Indira Gandhi sagði að sú vitneskja sem hún hefði fengið af atburðunum tæki af allan efa um það að ísraelsmenn hefðu hafið vopnaviðskiptin sem nú væru að verða að stórstríði. Nasser forseta og öðrum stjórnarleiðtogum arabaríkjanna barst í dag boðskápur frá Ayub Khan, forseta Pakistans. Hann heitir þeim fullum stuðningi Pakistans í varnarstríði þeirra gegn ísraelsmönnum. Vesturveldin neita Brezka landvai-naráðuneytið hefur harðneitað þvi að brezk Camberraflugvél hafi ráðizt á stöðvar. Egjiíta á Sinaiskaga, og einnig þeirri ásökun Sýrlendinga að 17 brezkar Vulcan-flugvélar hafi ráðizt á skotmörk í Egypta- landi oig Sýrlandi. Rusk, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, sagði að ásakanir Egypta á hendur þeim væru illkvittnar og upp- spuni frá rótum. Bandaríska landvarnaráðuneyt- ið skýrði frá því í dag að um 20 flutningaflugivélar hersins hefðu verið fluttar fró Evrópu til Wheellusfluigval'larins (í Libyu og ættú þær að vera þar til taks ef þyrfti að iflytja burt bandaríska þegna. Útvarpið í Algeirsborg sagði i dag að sprengdar hefðu verið Yökuiögin Framhald af 12. síöu. isins, Valdimars Stefánsson- ar, hvort hann ætlar að bregðast þeirri skyldu sinni að láta til sín taka í þessum málum, þar sem lýst er yfir að lögbrot hafi verið framin eins og úrklippurnar úr Morg- unhlaðinu og Vísi sem hér birtast, bera með sér. tvær vatnsleiðslur sem liggja til bandarísku Wheelus-flugstöðvar- innar. Mohamed Mahgoub, forsætis- ráðherra Súdan, skýrði sendiherr- um Bretlands og Bandaríkjanna í Kartúm frá þvi í dag að Súdan kynni að neyðast til að silíta stjómmálasambanöi við rlki þeirra. Hann lét í ljós þungar a- hyggjur út af fréttum um ífhlutun breta og Bandaríkjamanna í strið Israels og araba. Seint í kvöld vaf tilkynnt i Kartúm að stjórn Súdans hefði ákveðið að slíta stjórnmálasam- bandi við Bretland og Bandarík- in. Útvarpið í Kaíró skýrði frá þvi að stjóm Jemens hefði einnig á- kveðið að slfta stjórnmálasam- bandi við Bandaríikin. Banda- ríska sendiherranum og starfslliði hans var gefinn 48 klukkustunda frestur til að fara úr landi. Seint f kvöld skýrði Bagdad- útvarpið fi'á þvf að stjórn íraks hefði einnig silitið stjómmálasam- bandi við Bretland og Bandarík- in. Allir bandarískir borgarar i Libanon fengu í dag fyrirmæii um að búast til brottfarar. Sagt var að mönnum væri það í sjólfs- vald sett hvort þeir færu eða væru kyrrir, en yafasamt væri að þeir myndu eiga þess kost síð- . ar að komast úr landi. Urn hundrað bandarískir þegnar fóru frá Líbanon í dag. Viðtal við Nasser Nasser forseti neitaði því i sjónvarpsivfðtali í gær að hann hesfði vitandi vits stefnt að stríö- inu við Israeil í þvf skyni að auka hróður sinn. Sjónvarpsvið- talið var tekið, upp i Kaíró á laugardag og ræddi Anthonv Nutting, fyrrverandi ráðherra í breztku íhaldsstjóminni, við Nass- er. Nutting sagði af sér ráðherra- embætti í mótmælaskyni við Sú- ezævintýri Edens 1965 og hefur nýlega tekið saman bók um allt það mól. Nasser sagði í viðtalinu að hann hefði ætlað að takasérfjög- urra daga orlof þegar Elskhol, forsætisráðherra Israels, kom upp úr þurru með hótanir.um að ísraelsmenn myndu leggja Sýr- land undir sig. Nasser gerði síðan grein fyrir þeim gagnráð- stöfunum sem Egyptar hefðu gert í varúðarskyni. Um deilur arabaríkjanna sagði Nasser: — Arabíska þjóðirx. er einhuga óg þær deilur sem um er er taliað eru fyrst og fremst milli leiðtoganna, þeir hugsa allir um hósæti sitt, emhætti eða ráð- hei'rastóla. Nasser sagði að Egyptar ósk- uðu þess eklki að Bandaríkjun- um og Sovétrfkjunum lenti sam- an vegna átakanna fyrir ‘botni Miðjarðarhafs, en hann bætti við: — Rússar munu standa við Wið okkar til að hindra að það sem gerðist 1956 gerist aftur. Stjómmálasambandi slitið Stjórnir Egyptalands, Sýrlands og Alsírs slitu í dag stjómmála- sambandi við Bandaríkin og þær tvær síðasttöldu einnig sam- bandinu við Bretland. Samtfmis þvi sem skýrt var frá því i Kaíró að egypzka stjórn- in hefði slitið stjórnmálasambandi við Bandarikin var birt frétt þess ofnis í Kaíróútvarpinu að 32 bandariskar flugvéiar sem haft hefðu aðsetur á Wheeius-flugvell- inum í Libyu hefðu farið þaðan áleiðis tii ísraels. Fréttin var höfð eftir egypzka herráðinu sem skýrði einnig svo frá að sprengjuþotur af Camberra-gerð með brezkum einkennismerkjum hefðu tekið þátt í loftárásum á stöðyar Egypta á Sinaisikaga í dag. 1 yfirlýsingu frá egypzka ut- anríkisi'áðuneytinu segir að Bandaríkin og Bretland hafi gerzt sek um árás á hendur hinni ar- aibísku þjóð. Af þeim sökum og eftir að samráð hefði verið haft við arabíska þjóðarieiðtoga hefði egypzka stjómin átoveðið að sííta stjórnmálasambandi við Banda- rííkin. Egyptar slitu stjómmólla- sambandi við Breta út af Riódes- íudeilunni. 25 þús. manns skoð- uðu vörusýninguna Pólverjar seldu mest af Prins-póló Um 25 þúsund manns skoð- uðu vömsýningu Austur- Evrópulandanna fimm sem haldin var í Laugardalshöll- inni á vegum Kaupstefnunnar og Iauk á sunnudagskvöldið- Þótti sýningin takast með af- brigðum vel. Voru erlendu sýningaraðil- arnir mjög ánægðir með sýn- inguna og söluna á henni aö sögn Hauks Björnssonar hjá Kaupstefnunni. Sagði hann að yfirleitt hefðu náðst góðir samningar og yrði sýningin til þess að auka viðskipti ís- lands og Austur-Evrópuland- anna og þannig skapa grund- völl fyrir auknum útflutningi á fiskafurðum til þessara þjóða. Sem dæmi um söluna á sýn- ingunni má nefna að í pólsku sýningardeildinni var alls selt fyrir yfir 140 þúsund dollara. Þar af var selt Prins-póló fyrir ca. 60 þúsund dollara! Tilbúinn fatnaður var seldur fyrir 32 þúsund dollara, leð- urskófatnaður fyrir 27 þúsund dollara, íþróttavörur, hjól o. fl. fyrir 18 þúsund dollara, samkvæmt upplýsingum frá forstöðumanni deildarinnar. I rauninni hefur þó verið se!t mun meira- þar sem hér er aðeins um að ræða samninga sem gengið var frá meðan á sýningunni stóð. Tilkynning frá Bæjarsímanum í Reykjavík Símaskráin 1967 Fimmtudaginn 8. júní n.k. verður byrjað að afhenda símaskrána 1967 til símnotenda í Reykjavík. Fyrstu tvo dagana, það er 8. og 9. júní verða afgreidd símanúmer sem byrja’á tölustafnum einn. Næstu þrjá daga, 10., 12. og 13. júní verða afgreidd síima- númer sem byrja á tölustafnum tveir og 14. 15. og 16. júní verða afgreidd síma- númer, sem byrja á tölustöfunum þrír, sex og átta. Símaskráin verður afgreidd í Góðtempl- arahúsinu daglega kl. 9—19, nema laug- ardaga 9—12. í HAFNARFIRÐI verður símaskráin af- hent á símstöðinni við Strandgötu frá fimmtudeginum 15. júní n.k. í KQVr VOGI verður símaskráin afhent á pósta reiðslunni Digranesv. 9 frá fimnitu- deginum 15. júní n.k. Athygli símnotenda skal vakin á því, að símaskráin 1967 gengnr í gildi 19. júní n.k. Símnotendur eru vinsamlega beðnir að eyðileggja gömlu símaskrána 1965 vegna margra númerabreytinga, sem orðið hafa frá því hún var gefin út, enda ekki leng- ur í -gildi. BÆJARSÍMI REYKJAVÍKUR, HAFNARFJARÐAR og KÓPAVOGS. Laus staða Sölunefnd varnarliðseigna vill ráða starfsmann sem er vanur afgreiðslustörfum í verzlun. Upplýsingar frá 10—12 árdegis. Sölunefnd varnarliðseigna. Úðun trjágarða: VIÐVÖRUN Að gefnu tilefni sfeal þetta tekið fram: í auglýs- ingu heilbrigðismálaráðuneytisins nr. 97/18. júní 1962 um sérstakar varúðarráðstafanir í sambandi við notkun eiturefna við úðun trjágarða segir í 1. grein: „Allir þeir, er nota eitruð efni til úðunar í trjágörðum, skulu gæta fyllstu varúðar í meðferð slíkra efna. Skal þeim skylt að festa upp á áber- andi stað við hvem garð, sem úðaður er, prentað- ar leiðbeiningar með nauðsynlegum varúðarregl- um. Jafnframt skal þllum íbúum viðkomandi húss gert viðvart áður en úðun hefst. svo og íbúum að- liggjandi húsa“. Um brot gegn ákvæðum augiýsingar þessarar fer eftir 11. gr. laga nr. 24/1. febrúar 1936. BORGARLÆKNIR. Trésmiðir óskast Vantar trésmiði strax. — Úti- og innivinna. Upplýsinjpar í síma 60330.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.