Þjóðviljinn - 11.06.1967, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 11.06.1967, Qupperneq 3
Suiirwidogiur 11. júní 1967 — ÞJÓÐV7UINN — SÍÐA J — SPJALLAÐ VIÐ OTVARPS- MENN OG SJÖNVARPSMENN ÞEGAR SÁLMA- LAGSD LENTIÁ FÓNINN Á KOSNINGANÓTT Á engum fréttastpfum mæðir meira fréttamiðlun af kosn- ingaúrslitum en þeim hlutlausu stofnunum útvarpi og sjónvarpi. Eru þessar fréttastofnanir svo til einráðar lengi vel um tíð- indi ill eða góð, — kannski er aldrei tiplað eins fínt þessa braut hlutleysis, þó að naktar og miskunnarlausar staðreyndir talnanna fljúgi út í loftið öðru hvoru nótt og dag á slíkum ör- tlagatímum. í gamla daga var þetta orðið nokkuð fastmótað hjá útvarp- inu. Þuilurinn sat á skyrtunni við hljóðnemann með grammó- fóninn og þlötubúnkann öðrum megin og vatnsglas og karöfflu hinum megin og las svo upp í grið og erg kosningatöíur, — þegar líða tók á nótt varðþetta frjálslegra og kaffikanna komin í. spilið og búið að bretta upp skyrtuermarnar, og fréttamið- arnir streymdu að úr ótalkjör- dæmum svo tugum skipti úti á landsbyggðinni. Þá var stundum ekki gáð á plötumar áður en þær fukui.é fóninn, — einu sinni hailaði á íhaldið í Vestur-Skaft. undir slMkum kringumstæðum og sálmalagið „Faðir andanna’ hljómaði á hverju býli á land- inu. Það þótti nú mörgum ó- þarflega djúpt tekið í árinni, þó að nokkur íhaldsatkvæði kæmust ekki til skila, — á hverjum sorpkassa hér í borg- inni. er gefið i skyn, hvernig i- haldsatkvæðunum reiðir raun- verulega af í baráttunni fyrir hagsmunum fólksins. Þar á undan höfðu eldhús- dagsumræður dregizt fram yfir miðnætti og ein plata hrökk svona óvart á fóninn í lokin- Hvaða lag var það? „Rokkarn- ir eru þagnaðir“, — þá brosti margur kjósandi í skegg sitt. Spike Jones og og skopsögur ■ Svona verður þetta líka með gamla laginu næstu nótt í út- varpinu, — annars vill Guð- mundur Jónsson hnika til dag- skránni og er ætlunin að lesa upp, þingvísur og rifja upp gamlar skopsögur úr kosninga- baráttunni, — tvær smásögur verða lesnar upp með tilheyr- andi atburðarás úr kosningum, — búið er að velja fimmtíu kórlög og marza, — þá er ætlunin að spila Spike Jones, ef hallar á íhaldið, — leirtau ■ brotið í massavís og borð og stólar með brauki og bramli og þvottabalar beyglaðir með dósahringli. Aðeins verða lesnar upp kosningatölur úr Reykjavík og fyrstu tölurnar úr Reykjanes- kjördæmi og lýkur útvarpinu klukkan fimm um morguninn og á þá alít að liggia ljóst fyrir í höfuðstaðnum. ‘ Við litum inn á fréttadeild ríkisútvarpsins í gærdag og var þá Jón Magnússon, fréttasjóri að raða niður verkefnum, — .þannig er ætlunin að láta heyra í kjósendum á kjörstöðum og verður sennilega Hafnarfjörður fyrir valinu og kannskl Kópa- vogur, og birtar verða tölur um kjörsókn í allan dag fram á kvöld- Öll krummaskuðin fyrir vestan Þá litum við inn í sjónvarps- deild ríkisútvarpsins við I>auga- veg og hittum þar aðmáliMagn- ús Bjarnfreðsson og Ólaf Ragnarsson, — hefur undir- búningur að kosningadagskrá sjónvarpsins aðallega hvílt á þeim félögum og ræddum við stundarkorn við þá. — Það er nokkrum erfið- leikum bundið að útbúa kosn- ingadagskrána af því að kjör- dæmin eru svo fá og stór, — erfiðleikum bundið að sk'apa fjölbreytta og lifandi dagskrá af þeim sökum, sagði Magnús. — Er þetta ekki bara Tíma- áróður síðan í gamla daga frá kjördæmabreytingunni? sögðum við í S'tríðni. Og við gengum á verkstæð- in og þar voru þeir að smíða í gríð og erg fyrir væntanlega kosningadagskrá. Þar sat til dæmis maður við ákaflega huggulegt starf. Hann var að teikna G-ið <og klippti síðan út og dreifði í kringum sig, og út um allt lágú G-in. — Er ekki hægt að teikna kross fyrir framan G-in?spurð- um við. Það gera kjósendurnir, sagði klippingameistarinn. Annar sat við að klippa út ísland og var orðinn dofinn í annarri hendinni við að klippa út Vestfirði, — gerði það ná- kvæmlega og samvizkulega, — þú getur sleppt einhverju af þessum krummaskuðum, sagði annar stjórnandinn. Og bama var búið að klippa út Island og síðan var það úðamálað á maghonitplötu, og ætlunin er að afmarka kjör- dæmin, — þá verða settar litlar Ijósaperur í hvert kjördæmi og í sjónvarpssal táknar slökkt Pera, að talning sé ekki hafin, blikkandi pera, að talning sé yfirstandandi og stöðugt Ijós, að talningu sé lokið- Snámenn Einn sat við að mála gríðar- stórt spjald með hálfhringum og klukkuvísum og á að sýna aukningu eða lækkun í pró- sentuvís á heildaratkvæðamagni flokkanna og gert ráð fyrir sveitfilum að fimm prósentum — upp eða niður — og fer þessi smíði auðvitað í vaskinn, ef sveiflunar verða stórfeíldari milfi flokkánna. Svona er allt komið undir kjósendum þennan dag. Þeir félagar eru búnir að útvega sér spámenn og kpma þeir frám í sjónvarpinu fjórum mínútum eftir að kjörstöðum er lokað í borginni. Fyrst kom til greina að fá pólitíska ritstjóra tid þess að spá, — hætt var við það á síðustu stundu, þar sem þeir voru eiginlega negldir upp við vegg og hægt að nota þessa spádóma í annarlegum tilgangi síðar. Þannig hafa verið fengnir sem spámenn Indrjði G. Þor- steinsson, Matthías Johannes- sen, Kristján Bersi Ölafsson og Jón Múli Árnason.v Ekki er ætlunin að sjónvarpa mikið eftir miðnætti á mánu- dagsnótt. — þó ætla þeir að sýna brúðkaupsmyndir dönsku krónprin.sessunnar og franska greifans og verða þær nýjar af nálinni, — beint frá danska sjónvarpinu. Á mánudagskvöld verður mikið sj'ónvarpað 'frá kosningun- um, — aátlunin er að sýna kvik- my.ndir af öllum kjörstöðum á landinu og koma bær sem svipleiftur bak viðkosningatölur úr hverju kjördæmi, — þá verða hafðar uppi persónu- kynningar og allskonar fróð- leikur um kosningaúrslit frá fyrri kosningum og allt er þetta stílað upp á líf og fjör. MYNDIR OG TEXTI: G. M. Ferskar og nýjar hugmyndir á ferðinni í sjónvarpinu og eru þessir menn að vinna að undirbún- ingi kosningadagskrár enda í fyrsta skipti sem sjónvarpað er frá kosningum hér á landi. Frá v.: Sigurður Örlygsson, Magnús Bjarnfreðsson, Björn Björnsson, Ólafur Ragnarsson og Björn Krist- Þcttta verður með gamla laginu í útvarpinu á kosninganótt. Grammófónninn, plötubúnkinn og vatnsglasið hjá útvarpsþulnum og kosningatölur í gríð og erg. — Hér á myndinni er Ragnheiður Asta Pétursdóttir, þulur, við útsendingu í gærdag og kaffikannan verður áreiðanlega notuð á kosninganótt — (Ljósm. Þjóðviljinn G.M.). Nasser dregur afsögn sína tif baka að kröfu ’iingsins KAIRO og NEW YORK 10/6 — Nasser, forseti Egyptalands, dró í morgun til baka yfirlýsingu um að hann segði af sér for- setaembætti.' Þessari ákvörðun Nassers var útvarpað beint frá fundi í eg- ypzka þinginu, sem kom saman til að ræða það ástand sem skapaðist eftir afsögn Nassers í gær. Áður höfðu hundij-uð þús- unda farið í kröfugöngu um götur Kaíró og heimtað að Nass- er yrði áfram við völd og þing- ið hafði svarað afsögn hans með svohljóðandi samþykkt: „Við segjum nei, nei — þú ert leið- togi vor og forseti lýðveldisins meðan þú lifir“. í bréfi frá Nasser tfl forseta þingsins, Sadat, segir, að hann vilji halda áfram að gegna störfum forseta „þar til búið er að binda endi á afleiðingar árásarinnar" — en síðan muni hann láta þjóðaratkvæðagreiðslu skera úr um framtið sína. Hann segist sannfærður um að hann eigi að segja af sér, én hinsveg- ar geti hann fyrir sakir ábyrgð- artilfinningar ekki annað en tekið tillit til afstöðu fólksins. Enn hefur ekki komizt á vopnahlé milli ísraels og Sýr- lands. Útvarpið í Damaskus til- kynnti í morgun, að nú geisuðu götubardagar í borginni Kun- eitra, sem er 16 km inn-an landa- mæranna og 65 km frá Dam- askus. Öryggisráðið kom saman á fund í morgun til að ræða mál- ið. Ú Þant, framkvæmdastjóri SÞ upplýsti, að formaður sýr- lenzk-JÍsraelsku vopnahlésnefnd- arinnar hefði tilkynnt að ísra- elsmenn hefðu gert loftárásir á Damaskus í morgun kl. 9.23. Sýrlendingar kröfðust þess að þessar árásir ísraelsmanna yrðu fordæmdar og fulltrúi Sovétrikj- anna, Fjodorenko, tók undir þ m kröfur. Fulltrúi Bandaríkjanna, Goldberg, sagði að loftárásirnar væru alvarlegt rof á vopnahlé- inu, en bað ráðið að safna einn- ig upplýsingum um stórskotá- árásir Sýrlendinga við Galileu- vatn. QBQBBQB □ M NYTIZKU KJÖRBÚÐ Kynnist vörum, verði og þjónustu. Góð bílastæði. KRON Stakkahlíð 17 i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.