Þjóðviljinn - 11.06.1967, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 11.06.1967, Qupperneq 8
g SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur IX. júní 1967. P.N. HUBBARD : BROTHÆTT GLER 20 á leið til Cartery og það sem var að brjótast um í huga mér var ekki aevintýralegur kökudisk- ur. heldur slys sem orðið gæti á blindu gamalmenni í afskekktu steinhúsi. Við ókum inn í trjágöngin. Ég sagði: — Hvar er þetta hús hennar frænku þinnar? Við Graneveginn, sagðirðu- Ég sá ekkert hús. — Jæja? Það er við hliðar- veg. Farið yfir brú. — Brú f yfir hvað? Síki eða eitthvað? % — Sjóinn. Vík að minnsta kosti. En hún nær alveg í kring. Það er eyja þegar hásjávað er. Þangað lá þá hinn endinn á víkinni. I hring og aftur út í sjóinn. — Hvað er þessi eyja stór? spurði ég- Hún hugsaði sig um. — Ég veit það varla. Hún er ekki stór: Ein ekra eða tvær. Þar er ekkert nema tré og svo húsið og akbrautin. — Engin ræktun, garðar eða þess háttar? —, Ekkert nú orðið. Ég held að það hafi verið garðar- Það hlýtur eiginlega að vera. En nú er ekkert nema tré. Og þeim er aldrei ggrt neitt. Ég sagði: — Skógurinn hrörn- ar, skógurinn hrömar Dg fellur. Claudia sneri sér ekki við og Heit ékki á mig. Hún starði fram Hárgreiðslan Hárgreíðslu- og snyrtlstofs Steinu og Dódó Laugav. 18. III. hæð flyfta) Sími 24-6-16 PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistofs Garðsenda 21. SÍMI 33-968 fyrir sig inn í skógarvegginn og rödd hennar var nánast hvísl: — Mig tærir aðeins grimmur ódauðleiki. Ég visna hægt í örm- um ,þér. Ég hafði ekki fyrr tekið eftir hve falleg rödd hennar var þegar hún talaði lágt. Ég rétti út höndina og snerti handlegginn á henni.' Hún tók viðbragð og leit á mig með galopin augu. — Heyrðu, Claudie, sagði ég. — Þú kannt að gera eitt og annað í örmum mér, en visna mlintu ekki. Og enginn er ódauðlegur. Tithonus gerði enga erfðaskrá. Hún sagði: — Tíminn er nógu grimmur, hvað þá ódauðleikinn. Ellinn á enn sína tign og styrk. Ég held ég sé ekki mjög hrif- in af Tennyson. Gulleit ljósin í Cartery voru allt í einu umhverfis okkur og ég ók bílnum út að vegarbrún. — Dauðinn lokar öllu, sagði ég. Ég slökkti á vélinni og ljósun- um og fann að hún var að horfa á mig í lýsandi myrkrinu. Ég hallaði mér áfram og kyssti hana en það var eins og að kyssa styttu. — Ég er svöng, sagði hún. — Við skulum koma og borða. Við borðuðum í auðum bak- sal og horfðum út á ósýnilegt haf- Hver svo sem áhrifin voru á herra Pargeter þegar við vor- um hvergi nærri, þá hafði mat- urinn samskonar örvandi áhrif á mig og benzín með hárri oktan- tölu á farartæki. Jafvel Claudia lifnaði öll í lampaljósinu. Hrörn- andi skógurinn var ekki lengur óheillavænlegur og þrúgandi og við gerðum þetta að veizlu. Frú Pargeter gekk um beina, rösk og íbyggin eins við værum í brúðkaupsferð. og drammglösin komu óbeðin eftir aðra bjórkoll- una. i Það var eitthvað í Claudiu eins og eitt sinn hafði verið í mér, sem enn gat hrifizt og þegar hún gaf því lausan tauminn birti kringum hana eins og af naftaljósi. Frú Pargeter veifaði til okkar úr dyrunum og ég fór að snúa bílnum- — Ekki tangann? sagði Clau- dia. — Nei, ekki tangann. Ekki hálendið í kvöld, Claudia. Mér 'líkar ekki það' sem er þar á hlaupum. Beint undir tré og heim. Það er fljótlegra og ör- uggara. - Hún kinkaði kolli. — Vertu þá fljótur. Ég get ekki ekið hratt þegar ég er drukkinn. en ég var ekki drufckinn, ekki af tveimur bjór- glösum og konjaki. Ég ók hratt og örugglega gegnum dimm göngin og þegar við stönzuðum í Neðra Vesturstræti þá var raunveruleikinn ennþá langt að baki. Það var miklu seinna, nokkru eftir miðnætti sem Claudia skalf ofsalega og sagði: — Mér er''kalt, Johnnie- Kveiktu á arninum og ég skal hita okkur te eða eitt- hvað. Við depluðöm augunum hvort framan í annað í skyndi- legri birtunni eins og ókunn- ugar manneskjur. Heitt teið hressti okkur, en við höfðum enga huggun hvort handa öðru. — Ég verð að halda áfram, sagði Claudia. Hún starði beint inn í eldinn og talaði næstum við sjálfa sig. — Það er ekkert annað að gera, skilurðu það ekki? Atvinna gæfi ekki miklu meira í aðra hönd, og það yrði ekki. til neins að. hlakka, ekkert öryggi- Ég get ekki horfzt í augu við það. — Hefur þér aldrei dottið hjónaband í hug? Hún hristi höfuðið. — Það er gagnslaust. Ég er ekki af því taginu. — Nei, sagði ég. — Nei, það ertu vist ekki. Og þó, stund- um — Hún hristi höfuðið aftur. — Ekki þú heldur, sagði hún. Hún stóð upp og gekk að arninum, hallaði sér fram á arinhilluna og leit á sjálfa sig í stóra spegl- inum í gyllta rammanum. — En ég þoli þetta ekki öllu lengur, Johnnie. Ég er að gefast upp. Þú verður að hjálpa mér. — Hvenær get ég fengið að sjá þennan dreka þinn? Ég á- varpaðj bakið á henni, -en ég fann að hún virti mig fyrir sér í spéglinum. — Á morgun? — Allt í lagi. Á morgun. — Vertu á brúnni klukkan ellefu. — Ég geri það. Ég stóð upp og lagaði 'mig til. Jafnvel Henry þurfti einhvern tíma að sofa, og nú var þarna annar maður sem ég hafði ekki séð fyrr. Ég var feginn því. Ég kærði mig ekki um frekari hveitibrauðsdagameð- höndlun þetta kvöld. Ég flýtti mér upp stigana, en raunveru- leikinn var á hælunum á mér og komst í rúmið á undan mér. Rekkjuvoðirnar voru mettaðar honum og það leið langur timi áður en mér tókst að sofna. Tíundi kafli. Vatnsborðið var mun neðar í vikinni en þegar ég hafði séð hana fyrst- Það var að byrja að falla að með hægð milli flatra leirbakka, þakta úrgangi frá trjánum sem héngu yfir þá. Ég velti fyrir mér hvernig botninn væri. Ef leirinn var eins mjúk- ur og hann leit út fyrir að vera var staðurinn jafnmikil eyja í fjöru og flóði. Ég hafði skilið bílinn minn eftir svo sem fimm hundruð metrum ofar, lagt honum inn undir trjánum við vegarbrúnina. Jafnvel þótt Claudia ætti von á mér var mér ofarlega í huga að fara lanmleea. Bíll hafði ekið eftir veginum fyrir ofan mig og næstum áður en ég vissi af var ég kominn út fyrir veginn og á fjóra fætur undir brúna. , Það var mjög friðsælt, en hægur andvari bærði krónur trjánna og bar sjávarlyktina gegnum hinn sífellda þef að rotnuðum viði. Claudia sagði: — Ég sagði á brúnni, ekki undir henni. Hún hlaut að hafa gengið hljóðlaust út á brúna. Hún hallaði sér fram á handriðið og leit niður til mín. Það vottaði fyrir brosi á andliti hennar, en hún sýndist föl- — Ég var á brúnni, en svo heyrði ég í bíl. — Er enn verið að veita þér eftirför? \ — Hvað heldurðu að þetta sé, hreint og klárt ofsóknaræði eða einföld sektarkennd? — Af hverju ættir þú að vera með sektarkennd? — Þú verður að dæma um það. Mér líður eins og Macbeth í lbk fyrsta þáttar. Hún gekk til baka yfir brúna og ég klöngraðist upp á veginn og elti hana. Hún ságði og leit um. öxl: Goster er ekki heima núna. — Það var nú verra. Ég hefði gjaman viljað sjá Coster. — Því miður hefði hún senni- lega séð þig líka. Það er ekkert athugavert við sjón hennar. — Fer hún sjálf að heiman? — Ég fer með hann. Ég ek henni til bæjarins og hún heldur dauðahaldi um skjalatöskuna eins bg hún væri sendiboði kóngsims. Það virðist ekki flögra að henni að aðstaða mín sé neitt annar- leg. Henni finnst þetta eðlilegt og sjálfsagt- Ekkert athugavert við það. — Og hvenær kemur sendiboði kóngsins til baka? — Þegar ég sæki hana, ekki fyrr. Svo að það er enginn heima nema Elísabet frænka- Og svo auðvitað Jack. En Jack er ekki alltaf heima við. — Hefur Elísabet frænka þessa margumtöluðu næmu skynjun sem sagt er að blint fólk hafi? — Ég hef aldrei orðið vör við það. Hún var orðin býsna göm- ur þegar hún missti sjónina. Ég myndi segja að heyrn hennar væri ósköp eðlileg, en hún heyr- ir ekki í þér andardráttinn eða finnur af þér lyktina og segir: Aha, mannaþefur í húsi mínu. i — Það er þó alténd huggun. Við vorum komin upp á hæðar- múrinn og rhododendronrunnam- ir umluktu okkur á báða vegu. Þegar ég fór þennan spöl síðast i hina áttina hafði ég hlaupið eins og óður maður, án þess að vita með vissu frá hverju ég var að hlaupa. Nú gekk ég rösklega við hliðina á Claudíu undir hvíslandi trjánkrónum og tregða mfn fór sívaxandi. Ég vissi ekki hvað það var sem ég var treg- ur til að hitta, fremur en ég vis,si hvað ég hafði viljað forðast. Mér líkaði ekki hvernig dökk trjá- göngin soguðu okkur inn að miðju þessarar trjámenguðu eyju. Ciaudía var ekki með neinar efa- semdir. Ég held að hún hafi verið orðin vön þessu. Við kom- um fyrir bugðuna á akbrautinni og að jaðrinum á malanhiaðinu- Claudía tók um handlegginn á mér. — Far^u bama yfrum og þöröur sjóari 4924 Þórður athugar fyrst aftari hluta skipsins. Hér er allt sund- urtætt, svo ekki ætti að verða erfitt að finna farminn. Af honum sér hann þó ekkert enn og byrjar é þvi að losa kistilinn. — Unga stúlkan vildi helzt fara aftur niður með Þórði, en móðir hennar leizt ekkert á það. Jú, hún vissi vel að Angélique var góður kaf- ari, en einu sinni a dag væri nóg, sagði hún, auk þess sem henni væri aldrei rótt meðan Angélique kafaði. — Allt í einu heyra þau ókunnar raddir og hrökkva í kút. Annað skip hlýtur að vera rétt hjá þeim. Þvoið hárið íir LOXJENE- .Shampoo — og flasan fer SKOTTA — Fannst mér gaman í sumarleyfinu? Þú getur ímyndað þér, ég kynntist tuttugu og sex strákum! HELDUR HEITU OG KÖLDU ÚTI OG INNL Bó/struð húsgögn SEL Á VERKSTÆÐISVERÐl: Sófasett, Svefn- bekki. — Tek klæðningar. Bólstrunin, Baldursgötu 8. Tery/ene buxur og gailabuxur i öllum stærðum. — Póstsendum. Athugið okkar lága verð. Ó.L. Traðarkotssurídi 3 (móti Þjóðleikhúsinu) — Sími 23169.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.