Þjóðviljinn - 25.06.1967, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 25.06.1967, Qupperneq 6
7 9 g SlÐA — ÞJÓÐVILJTNN — Sunnudagur 25. júnf 1967 Líf og starf f þorpinu við Búrfell Um 500 manns eru nu starfandi við virkjunarfram- kvæmdirnar við Búrfell og er talið að fimmta hluta vérksins sé lokið, en flestir erfiðustu hjallamir við fram- kvæmd verksins yfirunnir. Á yfirlitsmynd hér að ofan, sem Þjóðviljinn fékk hjá Landsvirkjun, sést greinilega hvernig umhorfs verður við Búrfell þegar framkvæmdum þar efra lýkur. Efst á myndinni sést stíflan yfir Þjórsá og nær hún langt upp í hraunið í átt að Heklu. Þar fyrir neðan .er að- rennslið að göngunum í Sámsstaðamúla, og myncjast þar stórt uppistöðulón og tvær eyjar í lóninu Göngin í gegn- um múlann eru sýnd með punktalínu, en aðalgöngin eru 1040 m löng og 10 m í þvermál. Þrýstivatnsgöngin eru tvískipt og er fallhæðin tæpir 100 m. Fyrir neðan Múl- ann sést stöðvarhúsið og afrennslið út í Fossá. Nú rúrnu ári eftir að byrjaðvar á þessari stærstu mann- virkjagerð, sem ráðizt hefur verið í á fslandi, er fram- kvæmdum svo langt komið að búið er að grafa út um þriðjung af aðrennslisgöngunum og láréttu þrýstivatns- göngin, og byrjað á öðrum lóðréttu göngunum. Grafið hefur verið fyrir stöðvarhúsinu og byrjað að steypa það upp. Uppi á fjalli hefur verið unnið að stíflugerð og veitu- inntaki síðan um áramót. Einnig er lokið við að byggja allar vistarverur fyrir fólkið sem vinnur við virkjunarframkvæmdimar, og er hér brugðið upp mynd af lífi og starfi þess fólks. Séð út um göngin þar sem vatnið á að koma inn í túrbínurnar í stöðvarhúsinu, en fyrir utan opið er unnið að byggingu hússins. Ætlar aS vera Útibústjóri allt verkið út við Búrféíl Aflvélarnar koma fró Japan og Krupp sér um fóðringuna A myndinní hér að neðan sér oían í grunninn þar sem verið er að steypa upp helming af stöðvarhúsinu. en fullbúið verð- ur það' 86 metrar á lengd, 31 metmr á breidd og 34 metrar á hæð og verða þar sex rafalar sem framleiða samtals 210 þús. kW, en í fyrsta áfanga er að- eins miðað við helming af þessu. Allar vélar í stöðvarhús- inu koma frá Japan og eru ............................. fyrstu stykkin þegar komin. Til vinstri á myndinni sést hvar verið er að sjóða saman fóðringar í þrýstigöngin, og er það verkefni í höndum Krupp- samsteypunnar þýzku. 1 bakgrunni sést í op jarð- gangnanna, sem eru tvískipt eins og sést á yfirlitsmyndinni hér fyrir ofan. Búið er að sprengja laréttu þrýstivatns- göngin og unnið við hin lóðréttu. Elías Síðan framkvæmdir hófust við Búrfell hafa verið þar mjög tíð mannaskipti, og nú er þar aðeins einn þeirra vertoa- manna sem hófu þar vinnu í maí fyrra. Hann heitir Elías Zakaríasson og er faareyskur að ætt en íslenzkur ríkisborgari- Mér hefur líkað hér ljómandi vel sagði Elías og er ákveðinn í að vera hér svo lengi sem eitthvað er fyrir mig að gera. Ég hef verið hér við alls kyns störf. byrjaði með skóflu í hönd, var síðan við pípulagnir og þar næst til aðstbðar mæl- ingarmönnum. Lengst af hef ég þó. verið við húsasmíðar og er raunar orðinn lærlingur í þeirri iðn, ■ en fyrir, skömmu var ég gerður að eins konar embættis- manni hér- Ég er honum Ingólfi Möller kampstjóra til aðstoðar, og fylgir því mikil ábyrgð og lyklavöld eins og ég reyndar ber utan á mér, segir Eli'as hlæjandi og hringlar heljarmik- illi lyklakippu sem sést hér á myndinni. Krlstlnn Við Búrtfell eru reknar þtjár verzianir, tvær þeirra eru. úti- bú frá Kaupfélaginu Höfn á Sélfossi og ein útibú frá Kaup- félagi Ámesinga. Þar eru á boð- stólum aliar nauðsynleígustu matvörur, . vinnuföt, blöð og tímarit og annað sem þarf tii daglegra þarfa. Verzlanimar eru opnar frá icl. 10-10 alla virka daga og einnig á laugardögum og annan hvem sunnudag. Hér á myndinni sést verzl- unarstjórinn í þessu nýjasita útibúi • KÁ, hann heitir Krist- inn Kristjónsson og er ættaður frá Hjarðarhóli í ölfusi, en er kennari í Hveragerði og hefur unnið á skrifetofu hjá KÁ undanfarin sumur. Myndir og texti Hj. G.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.