Þjóðviljinn - 01.07.1967, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.07.1967, Blaðsíða 1
J Aðalfundur Sósíalistafélags Reykjavíkur Steingrímur Aðalsteinsson formaður Aðalfundur Sósíalistafélags Reykjavikur var haldinn í gærkvöld. Hófst fundurinn með skýrslu stjórnar sem frá- farandi formaður, Páll Berg- þórsson, flutti, og urðu um haná miklar umræður. Síðan hófst kosning stjórn- ar og var Steifigrimur Aðal- steinsson kosinn formaður.. Jón Thor Haraldsson varafor- maður, og aðrir í stjórn: Ól- afur Jensson, £dda Guðna- dóttir, Páll Bergþórsson, Guð- mundur Þ. Jónsson og Högni Ísleifsson. Varamenn í stjórn: Guðni Guðnason, Ólafur Ei- ríksson og Guðmndur Jónsson. Breytingar á skipulagi ASÍ Forseta Islands boðið í opinbera beimsókn til USA I gær barst Þjóðviljan- um eftirfarandi fréttatil- kynning frá skrifstofu for- seta íslands: Forseta Islands hefir bor- izt boð frá forseta Banda- rík'janna um að koma í op- inbera heimsókn til Banda- ríkjanna. Hefir forsetinn þegið boð- ið og er heimsóknardagur- inn ákveðinn 18. júli n.,k. Emil Jónsson, utanríkis- ráðherra. mun verða í fylgd með forsetanum. Podgorní fer til Sýrlands MOSKVU 30/6 — Nikolaj Pod- gorní, forseti Sovétríkjanna, lagði í dag af stað flugleiðis frá Moskvu til Damaskus, höfuð- birgar Sýrlands. Það er ekki lið- in vika síðan Podgorní kom heim til Moskvu úr ferð sinni til Kaíró. í ferð hans til Egypta- lands voru í fylgd með hdnum háttsettir sovézkir herforingjar og tilgangur ferðarinnar var því talinn sá að fjalla um á hvern hátt Sovétríkin gætu þezt lið- sinnt Egyptum við að endur- reisa landvarnir þeirra úr rúst- um stríðsins við ísrael. Tillögur nefndarirwar rœddm ar I verkalýsfélögunum □ Laga- og skipulagsnefnd sem kosin var á síð- asta þingi Alþýðusamþands íslands hefur nú geng- ið frá tillögum um breytingar á lögum og skipu- lagi ASÍ og sent þær félögunum til umræðu og umsagnar. Þar er gert ráð fyrir að fjölgað verði i sambandsstjórn og hún kosin til fjögurra ára í stað tveggja. Einnig er gert ráð fyrir að ASÍ verði byggt upp af landssamböndum og að fulltrúar á þingi ASÍ verði ekki fleirj en 150. Samningsrétt- ur verður í höndum verkalýðsfélaganna eins og verið hefur. Á 30. þingi Alþýðusambands íslands sl. haust var samþykkt að fresta þinghaldi. og kveðja þingið saman eigi síðar en 15. nóvember 1067 og skyldi verkefni þess vera það eitt að fjalla um tillögur laga- og skipulagsnefnd- ar sem kosin var á þinginu. Nefndinni var ætlað það hlut,- verk að gera tillögur um nauð- synlegar breytingar á skipulagi og lögum ASÍ, en það mál hef- ur mikið verið til umræðu mörg undanfarin ár. Veganesti nefnd- arinnar var að sjálfsögðu þær tillögur • sem þingið samþykkti um skipulagsmálin, þannig að síðasta þing ASÍ hefur markað þá stefnu sem fram kemur í til- lögum nefndarinnar. Nefndina skipa 28 menn og hún kom saman til fundar strax og Alþýðusambandsþinginu hafði verið frestað í nóv. sl. Nefndin kaus úr sínum hópi 8 manna framkvæmdanefnd, til að vinna undirbúningsstörf, í fram- kvæmdanefndina voru kosnir Eðvarð Sigurðsson, Jón Snorri Þorleifsson, Snorri Jónsson, Ósk- ar Hallgrímsson, Pétur Sigurðs- son, Hermann Guðmundsson, Björn Jónsson og Pétur Krist- jónsson, en Sveinn Gamalíelsson hefur mætt á fundum í stað Pét- urs. Framkvæmdanefndin hélt 12 bókfærða fundi, en dagana 30. og 31. marz sl. boðaði hún 28- mannanefndina til fundar. Þar flutti Eðvarð Sigursðsson, form. framkvæmdanefndár, framsögu- erindi um störf nefndarinnar og lagði fram tillögur hennar, sem eru eins og áður er sagt byggð- ar á samþykktum síðasta Al- þýðusambandsþines nm skipu- lagsmál. Að umræðum loknum voru til- lögur framkvæmdanefndar sam- þykktar samhljóða með nokkrum breytingum og samþykkt að senda þær þannig til sambands- félaga til umræðu og umsagnar. Félögin fengu tillögur nefndar- innar í hendur í maí sl. og hafa þegar tekið þær til umræðu. en Framhald á 7. síðu. Síldveiðiskipið Þorstcinn RE 303 með fullfermi, um 260 tonn, við bryggju 0,jósm. Þióðv. Hi. G.V í Reykjavík í gær. Mikill síldarafli til Reykjovíkur í gœrdag Undanfarna daga hafa síid- veiðibátar komið \með tæplega 2000 tonn til Reykjavíkur af mið- unum sunnan við land og í dag er flutningaskipið Sildin vænt- anleg með fullfermi, um 2800 tonn. Síldin sem borizt hefur hef- Yfirlýsing frá Dómarafulltrúafélagi íslands- - Pólitískar emaættis veitingar ráðherra víttar ■ í gafer barst Þjóðviljanum yfirlýsing frá Dómara- fulltrúafélagi íslands þ^r sem harðlega er mótmælt veitingu embættis bæjarfógeta á. Akureyri og sýslu- manns í Eyjafjarðarsýslu þar sem af tveim hæfum umsækjendum hafi verið valinn sá er hafði mun skemmri starfsaldur að baki. Segir í yfirlýsingunni að víta beri þá stjórn dómsmála að láta dómarafulltrúa bera hita og þunga dómaraembættanna og meta þá síðan minna en þá. sem keppa um sæti á Alþingi eða í sveitarstjórnum fyrir þann flokk er fer með stjórn dómsmálanna f heild er vfirlýsinsin svohljóðandr Fundur haldinn í Dómara- fulltrúafélagi fslands fimmtu - daginn 29. júní, ályktar eftir- farandi: < Félagið sér sig neytt til að mótmæla • veitingu dómara- embættis. Er þar' átt við þæj- arfógetaemfoættið á Akureyn og sýsdumanhs í Eyjafjarðar- sýslu. Við veitingu þessa em- bættis er gengið fram hjá fé- laga í samtökum okkar, sem hefur að baiki 13 ára lengri starfsferil sem opinber starfs- maður, heldur en sá, sem em- bættið hreppir. Sá, er gengið er fram hjá, hefur í þjónustu ríkisins gegnt sterfi lögreglu- stjóra i Bolungavxn. x nær o ár, verið aðalfulltrúi embættis þess sem hér um ræðir í nær 23 ár og þar af verið settur bæjarfógeti á Akureyri og sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu af og til í 13 ár, en megin hluta þess tima hefur sá, sem gegnt hefur embættinu, átt sæti á Alþingi og um íímn verið ráðherra. Sá, sem embættið hlýtur, hefur aftur á móti verið um 7 ár fulltrúi bæjarfógeta á Siglufirði og settur tíma og tíma bæjarfógeti þar, meðan skipaður bæjarfógeti gegndi þingstörfum, bæjarfógeti i Neskáupstað hefúr hann verið á 7. ér. Þar sem svo virðist, að mennimir séu báðir álfka hæfir, héfði starfsaldur áttað ráða hér. Þegar starfsaldur þessara manna er virbur, verður ekki hjá því komizt að vita slixa misnotkun veitingarvalds, sem þama á sér stað. Það því fremur, sem þetta er í annað sinn, sem gengið er fram hjá þessuni manni við veitingu embættis. Hitt sinnið var, foeg- ar sýslumannsemfoættið í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu var veitt manni, sem enga reynslu hafði í meðferð slíks embættis né í dómarastörfum. En þá var hafnað foessum manni, sem þegar á þeim tíma haföi aflað sér viðurkenning- ar sem góður og reyndurdóm- ari. Verður enda að víta þá stjóm dómsmála, að launaver dómaraf^ltrúa en aðra há- skólamenntaða menn í þjón- ustu rfkisins, sem hafa álíka langt nám að baiki, láta þá bera hita og þunga dómara- embætta landsins og meta þá 1 siðan ekki till jafns við þá, sem keppa um sæti á -Alþingi eða í sveitarstjórnum fyrir þann flokk, sem hefur ráð dómsmála 1 það og það sinn. SérstaHega þegar það er haft í huga, að það er talið eitt megin inntak lýðræðis, að dómarar séu í störfum sínum sem óhöðastir framkvæmdar- valdhöfum. Vara verðureinn- ig við þessari skipan mála. þar sem er og hefur verið al- varlegur skortur löglærðra manna, sem vilja sinna dóm- arafulltrúastöðum, til mikils baga fyrir framkvæmd dóms- mála, mun þó nú síga enn frekar á ógæfuhlið, vf fer sem horfir. Reykjavík 30. júní 1967. f.h. stjórnar féflagsins. Hrafn Bragason, (formaður). ur öll farið í bræðslu í verk- smiðjunni Kletti, en farmurinn sem kemur með Síldinni í dag fer til bræðslu í verksmiðjunni í Örfirisey. Fyrsta síldin barst hingað til Reykjavíkur sl. mánudag, þá kom Huginn II. VE með 216 tonn, Bergur VE 207 tonn og Sólfari, Akranesi með 18 tonn. Á þriðjudag kom Halkion VE með 191 tonn, og Gideon VE með 220 tonn. Á miðvikudag kom Bergur VE með 139 tonn, Þor- steinn RE með 190 tonn og Hug- inn II. VE með 62 tonn. í gær Framhald á 2. síðu. Guðbjörn Þorsteinsson, sVinstiórl á Þorsteini. Samkomulag í iaga- og skipu lagsnefnd: /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.