Þjóðviljinn - 01.07.1967, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.07.1967, Blaðsíða 5
Laugardagur 1. júlí 1967 — í>JÓÐVTLJINN — SlÐA g Ógnir styrjaldarinnar eftir Goya I’að var í byrjun 19- aldar, að spænska þjóð- in hlaut að greiða með blóði sínu fyrir heims- veldisdraum Napóleons. Það var þá að spænski hirðmálarinn Goya grcip til sinna ráða og skapaði myndaflokkinn Skclf- ingar stríðsins. Franskir hermenn og málaliðar höfðu myrt, brennt og nauðgað hvar scm þeir kómu. Fátækir bændur voru mergrsognir at spænskum aðli í bcztu samvinnu við hcrnáms- liðið. örvæntingarfull mótspyrna spænskrar alþýðu var kæfð í blóði og harðstjórn í Madrid. Góya var þá í Madrid. Atburðrrnir brenndu sig fasta í vitund hans og hann hlaut að segja síð- ari kynslóðum frá þeim ótíðindum, sem gerzt höfðu. Og því miður eru myndir hans ekki aðcins frásögn af villimcnnsku liðinnar tíðar, þær eru jafnbrýn ádeila og þær voru fyrir 150 árum. Saga af litlum Vera Panova. Sagan af Serjoza. Þættir úr lifi lítils drengs. GeirKristj- ánsson þýddi úr frum- málinu. Heimskringla. að hefur eikiki verið mildð um þýðingar á sovétbók- ménntum á íslenzku og þá kánnski tilviljun háð hvað fyrir valinu verður. En það var áreiðanlega vel til fallið hjá Héimskringlu að gefa út hug- þekka sögu Veru. Panovu af litlum dreng í sovézku sveita- þorpi. Véra Panova er nú einna þekktust þeirra kvenna sem setja saman þækur í Sovétríkj- ujrum. Hún er fædd árið 1905, missti ung föður sinn og ólst uþp við kröpp kjör. Sautján ára gömul þyrjaði hún að starfa við bilöð og hélt blaðamennsku á- fram allt til ársins 1946. Það var á því ári að út kom skáid- sagan Förunautar, sem gerði hana fræga á skammri stundu. Vera Panova hefur ekiki la.gt sig eftir hávaða og dægurflug- um í sovézku menningarlífi. Henni tóikst frá upphafi -að skapa sér nokkra sérstöðu með- al rithöfunda — þegar aðrir lögðu sig eftir ógnarlegutn hetjuskap í stríði og friði, ein- att á gnannfærinn hátt, lagði hún sig fram við að segja frá fólki, sem minna bar á í mann- legu félagi, fólki hvers störf eru unnin í kyrrþey, skildi það næmum, „kvenlegum“ skilningi — í orðsins beztu merkingu — gaf því verðugan sess í bók- menntum íandsins. ★ Saga Panovu um Serjoza hei ur notið mikilla vinsælda í heimalandi höfundar og víðar. Fljótt á litið er hér um af- skaplega hversdagslegt sögu- efni að ræða. Lítill dreng- ur er að stíga sín . fyrstu spor í heiminum, koma auga á heiminn, velta fyrir sér tiltekt- um fullorðinna. Og það gerast þessu smáu og þó stóru ævin- týri sem víðast hvar eru svip- uð: fyrsta stóreignin (reiðhjól). lítill bróðir kemur í heiminn. •skuggaUegur maður (nýslcppinn úr fangelsi) ber að dyrum, stór- kostlegur frændi nágranrtans (skipstjóri) opnar útsýn til fjar- lægra ævintýralanda. En þessa einföldu atburði glæðir Vera Panova skemmti- legu og eðlilegu lífi með vin- samlegum skilningi sínum, hlý- legri gamansemi og, umfram allt, tilgerðarleysi. Það mætti nefna ýmis'leg dæmi af því er' -------------------,---,----------«> Flóttinn sír sveitinni Sigurður Róbertsson. Mold. Leikrit í sjö þátt- um. Prentsmiðjan Leift- ur. Sigurður Róbertsson segir gamalkunna sögu í leikriti sínu, Mold. Hér er komið að vanda sem fleiri kynslóðir en ein hafa mætt og þekkt: ■ flótt- inn úr sveitinni, unga fólkið vill fara, eldra fóllkið verður eftir en getur í raun réttn hvorki lifað né dáið án arftaka. Lefkurinn gerist í afskekkti’i sveit nálægt okkar dögum. Guðbjörg húsfreyja setur traust sitt á börn sín tvö uppkomin; að dóttirin, Vigdís, giftist fram- farasinnuðum búfræðingi á næsta bæ, að sonur hennar, Garðar, ljúki prestsnámi og taki við brauði þar í sveit af Torfa gamla sóknarpresti. Svo fer þö að allt þetta fólk bregzt Guð- björgu, hver með sínum hætti, í lok leiksins stendur hún ein og hjálparvana og ekki verður annað séð en sú stund sé runn- in upp sem Illugi, vinnumaður húsfreyju hefur lcngi beðið eft- ir: að hann hreppi bæöi ekkju bústofn og jörð. etta er sem fyrr segir gam- alkunn saga, og ekki verð- ur því haldið fram að hún sé Sigurður Róbertsson sögð á nýstárlegan hátt, varp að nýju ljósi á þetta viðfangs- efni. Því ber heldur ekki aö neita oð Sigurður Róbertsson sýnir að hann kann sitt af hverju fyrir sér, ieikurinn er að ýmsu leyti haglega gerður, til- svör cðlileg, lífsmyndin sönn vafalaust, persónulýsingar skýr- ar — svo langt sem þær ná. Það er einmitt þet.ta atriði — „svo langt sem þær ná“ sem er ■\ ■ íétt að staldra við, þvx enx að mínu viti tengdar helztu ávirð- ingar verksins. Persónurnar verða í raun og vena of þröng- ar til aö vekja verulegan á- huga. Þær eiga sér einn streng, sem í flestum tilfellum er leik- ið á allt frá því þær birtast á sviðinu: við vitum alla þeiri-a stefnu fyrirfram uppfrá því. Vigdís segir vai’la annað en: hár er ólíft, ég er sjálfstæð og full- orðin og ætla burt — í ýms- um blæbrigðum. Guðfræðinem- inn Garðar kemur á vettvang og lýsir því yfir að hann hafi ekiki köllun til prestskapar, hinsvegar vilji hann gerast listamaður — þar með væri í raun og veru eins gott að senda hann út úr leiknum, hans hlut- verki er lokið. Eina persónan sem á í raunverulegu stríði um það við sjálfa sig og aðra, hvaða ákvörðun skuli taka, er Guðbjörg húsfreyja — en sá ->r hængur á, að barátta hennar getur ekki verið fóllgin í neinu öðru en því að gefa upp eitt varnarvii'kið af öðru, einstefna persónanna fer langt með að segja olckur þá sögu fyrirfram áður en hún hefur öll gerzt. Leikritið Mold verður með þessum hætti alltof „sjálfsagð- \ir hlutur". Vera Panova. henni tekst einstaklega vel upp. Til að mynda fx’ásögnin af Javí, þegar mamma Sei’joza, sem er stríðsekkja. segir honum að nú muni hann eignast nS'jan pabba: hvernig skáldkonan kemst hjá því að einangra þessi stórtíðindi, sem í hvik- ulli tilvei’u barnsins fléttast á fullkomlega eðlilegan hátt sam- an við aði’a mei-kilega upp- götvun — drengurinn kemst að því að hann hefur hjarta, sem slær. Drengurinn sjálfur, heimur hans, er að sjálfsögðu þunga- miðja bókarinnar, annað fólk, stórt og smátt, er til fyrst og fremst í afstöðu till hans, sam- skiptum við hann. Ekki svo að skilja að aðrar pei’sónulýsingar vei’ði dauflegri fyrir bi’agðið: þetta sovézka sveitafólk verður nrýðilega skýrt og landfræði- leg ellegar pólitísk fjarlægð ætti ek'ki, trúi ég, aö verða ís- lenzkum lesendum fjötur um fót. En með því minnzt er á samskipti persóna, mætti geta um siðferðilegan þátt þessarat bókar, ef svo mætti að orði komast. Hún getur ef til vill minnt á nokkur þau atriði í samskiptum við börn, sem menn vilja gleyma, ef till vill er þessi bók að nokkru leyti hugs- uð sem leiðarvísir í þeim efn- um; sá tilgangur er ágætur, þeim mun fremur sem Vera Panova lætur hann hvergi verða sér til traX-ala í þessari bokkafull’ ■ b >k ■k Það er full ástæða til að óska Geir Kristjánssyni til hamingju með vandaða þýðingu þessarar bókar — ekki sízt hve vel hann hefur komizt frá ýmsum þeim vanda sem fylgir þvd að koma rússnesku máli töluðu til skila- yaak karsunke Kilroy was here þegar ég var elléfu ára voru orðin „Kilroy was héré“ á sprungnum veggjum og hrundum húsum á knæpuborðum á klósettum kanamir skrifuðu þetta allsstaðar þegar ég var ellefu ára voru systur mínar í rauðum þilsúm hvíta hringnum méð fjórbrotnum krossi hafði móðir mín sjálf sprett af og brennt því Kilroy var kominn þegar ég var ellefu ára var stríðið búið, Hitlér kaþutt eins og húsin, gluggamir, gýðingarnir og þýzkaland (hvað seim það var) þessvegna var Kilroy kominn og færði okkur körfubolta tyggigúmí og kókakóla þegar ég var ellefu ára kenndi Kilroy mér orð eins og fairness og lýðræði sétningar eins og aldrei framar stríð færði mér jitterbug og brooklynhreim — jafnvel með sonnettum Shakespeares þegar ég var ellefu ára voru þessi þrjú gullvægu orð Kilroy was here næstum því jafnfögur og þrjú orð frönsku byltingarinnar sem hann sagði mér frá frelsi jafnrétti bræðralag þegar ég var ellefu ára hö£ðu foreldrar mínir féngið mér rangt uppeldi Kilroy lagði mikið á sig útskýrði fyrir mér mannréttindá stofnskrá SÞ ól mig upp á nýtt þegar ég var ellefu ára var Kilroy bezti vinur minn hús hans stóð mér opið í kjallara hans heyrði ég jazz og Straviiiskí engar sírenur : margt af þessu var enn til — árum síðar þégar Kilroy steig upp í flugvél hlóð hana bénzínhlaupi og hvarf nú sjá menn á pagóðuth og reyksvörtum rústum þorpa Kilroy was here við erum skildir að skiptum : ■ a a ■ e * i <1 * * v S. : a : a a a I B ■ ■ : > : ■ : ■ a ■ ■ : ■ a a : : • ■ : . (Fyrsta ljóóabók Yaaks Karsunkes kemur út innaTi skamms : í Berlín; hún heitir „Kilroy & andere Gedlclite“. — Þýtt ■ úr Neyy left revieyy). ■ a ■■ummmMiimmiinimiiiimiiumutuutuiuiiuuuaniuuBlulisluuii: A.b. Arni Bergmann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.