Þjóðviljinn - 01.07.1967, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.07.1967, Blaðsíða 6
g SÍDA — ÞJÖÐVXL.JINN — Laugardagur 1. Jdlí 1967. i lCjSaimal Cabinet Fiskíðjuver Seyðisfjarðar er til sölu, eða eftir atvikum leigu, ef um semst. Upplýsingiar í Fjármálaráðuneytinu. Rauða Krossinum berast stórgjafir Myndin var tckin við blóðsöfnunarbifreiðina, þegar afhcntar voru peningagjafir til blóðsöfnunar U. K. I. Til vinstri cr ilr. Jón Sig- urðsson og George Landau til hægri. ® Náttúrufræðing- urinn, nýtt hefti • I nýjasta hefti Náttúrufræð- ingsins, tímariti Hins íslenzka náttúrufræðifélags, er m. a. minningargrein um Tómas Tryggvason jarðfræðing eftir Þorleif Einarsson, Sturla Frið- riksson ritar greinina „Hug- myndir um uppruna lífsins", Guðmundur Kjartansson: Nokkr- ar .nýjar C14-aldursákvarðanir. Örnólfur Thorlacius ritar grein um blóð, Ingólfur Davíðsson um nokkra fundarstaði jurta 1965 o. fl. og Sturla Friðriks- son um melgresi í Surtsey. • Um 20 prestar sóttu guðfræði- ráðstefnu • Guðfræðiráðstefna á vegum þjóðkirkjunnar og Lútherska heimssambandsins hófst í Rvík 22. júní að aflokinni presta- stefnu- Er þetta önnur ráðstefn- an, sem haldin er hér á vegum þessara aðilja. Hin fyrri var haldin fyrir tveinrur árum. Um- ræðuefni að þessu sinni var: Ráðsmenn Guðsgjafa. Hefur þetta efni verið mjög á dag- skrá meðal ýmissa lútherskra kinkjudeilda á undanfömum ár- um. Það hefur verið rannsak- að fræðilega af guðfræðingum og rætt á ráðstefnum presta og leikmanna- Hafa þessar um- ræður haft veruleg áhrif á starfshætti kirkjunnar í ýmsum löndum. — Um 20 prestar sátu ráðstefnuna, auk tveggja guð- fræðinga, sem hingað komu á vegum Lútherska heimssam- bandsins, þeirra dr. Helge Brattgárds, dómprófasts í Lin- kjöping, og síra Gunnars öst- enstads, sem er framkvæmda- stjóri þ’eirrar deildar heims- sambandsins. sem fjallar ijm þessi málefni. Fluttu þeir báðir fyrirlestra, en almennar umræð- ur urðu um erindi þeirra. Ráð- stefnan stóð í þrjá daga. • Peningagjöf til Krabbameins- félags Islands • Nýlega barst Krabbameins- félagi Islands peningagjöf að upphæð kr. 4.600.00 til minning- ar um Guðbjörgu Helgu Elín- mundardóttur Ijósmóður Stöðv- arfirði, frá vinkonum hennar úr nágrenni Stöðvarfjarðar. Samkvæmt ósk, verða þessir peningar látnir renna í sjóð, sem stofnaður var fyrir ári til styrktar krabbameins- sjúklingum, er þurfa að leita sér lækninga erlendis. Krabbameinsfélag Islands þakk- ar þessa góðu gjöf. Nýlega afhenti George Land- au, cinn af forstjórum The Intcrnational Life Insurance Co. (UK)., Rauöa Krossi íslands tvö þúsund dollara (kr. 86.000,00) að gjöf frá félaginu til starfsemi Itlóðsöfnunar It,K.f. Líítryggi n garfélag þetta, sem starfað hefur hérlendis frá ár- inu 1965, leggur á ári hverju fé til hliðar ti(l sérstakrar stofnun- ar, sem ver því til stuðnings ýmsum mannúöarmálum. Hefur stofnunin einu sinni áður lagt frpm, lé til stuðnings sMkum málum á Islandi. Var það á s.l. ári er Barnaspítalasjóði Hrings- ins voru afihentar 1.000,00 dolil- arar (43.000,00) Umboð félagsins á Islandi hefur Alþjóða Líf- tryggingarfélagið h.f., í Reykja- vík. Einn forstöðumanna stofnun- arinnar er Fred Burroughs, sem starfað hefur mikið ,fyrir Al- þjóða Rauða krossinn. Burr- oughs þekkir ve(l til starfa Rauða Krcss Islands, og hversu oft og vel íslendingar hafa brugðizt við hjálpaiibeiðnum frá Alþjóða Rauða Krossinum. Er hann frétti um hið mikla verk- efni R.K.Í. í sambandi við Blóðbankann, beitti hann sér fyrir því, að stofnunin legði fram áðurgreinda upphæð að gjöf til starfsemi Blóðsöfnunar R.K.Í. Burroughs hefur heimsótt Island á vegum Rauða Kross- ins, og einnig hefur hann rit-. að í „Heilbrigt líf“, tímariti R. K.I. Þá hefur Ingunn Sveinsdóttir, Akranesi, afhent Rauða Krossi Islands minningargjöf um mann sinn, Harald BöðVarsson út- gerðarmann, Akranesi, að upp- hæð kr. 30.000. Stjórn R.K.I. færir Ingunni kærar þakkir fyr- ir þessa rausnarlegu gjöf, og þakkar mikilsvirt starf fyrir Rauða Krossinn fyrr og síðar, en frú Ingunn er virkur þótt- takandi í starfi félagsins. Fyrír skömmu afhenti Konráð Axeflsson, stórkaupm., fyrir hönd Kiwanisklúbbsins Kötlu, kr. 20.000,00, sem félagar í Kötlu gefa til aukningar starf- semi Blóðsöfnunar R.K.Í. Einnig hafa borizt 2 gjafir til R.K.I. nýverið, L.S. gaf tíu þúsund krónur, og N.N. 5 þús- und Rauði Kross Islands þakkar kærlega fyrir þessar stórhöfð- inglegu gjafir. (Frá R.K.Í.) útvarpið 13.00 Öskalög sjúklinga. Sigríð- ur Sigurðardóttir kynnir. 14.30 Tónleikar og þættir um útilíf, ferðalög, umferðarmál og slíkt. Kynntir af Jónasi Jónassyni. 16 35 Dóra Ingvadóttir og Pétur Steingrímsson kynna nýjustu dægurlögin. 17.05 Árni Reynisson verzlunar- fulltrúi velur sér plötur. 18.00 Andrew-systur syngja nokkur lög. 19.30 Karin Juel o- fl. syngja og leika- 20.00 Daglegt líf Ámi Gunnars- son fréttamaður sér um þáttinn. 20.30 Harmonikuleikur í út- varpssal. John Mollinari frá Kaliforníu leikur í hálfa klst. 21.00 Gróandi þjóðlíf. Frétta- menn: Böðvar Guömundsson og Sverrir Hólmarsson. /21.15 Staldrað við í Vín. Guð- mundur Jónsson segir frá dvöl sinni þar í borg og kynnir tónlist þaðan. 22,05 Járnbrautarslys, smásaga eftir Thomas Mann- Ingólfur Pálmason íslenzkaði. Bjami Steingrímsson leikari les- 22.35 Danslög- 24.00 Dagskrárlok. -<♦> z m\m liifl vESr Tilboð óskast í smíði og uppsetningu loft- ræstikerfis í hús Handritastofnunar og Háskóla íslands. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri gegn kr. 1.000,00 skilatryggingu. Bólstrað húsgögn SEL Á VERKSTÆÐISVERÐl: Sófasett, Svefn- bekki. — Tek klæðningar. Bólstrunin, Baldursgötu 8 POLARPANE EIIMKAUMBOD Látið stilla bílinn Önnumst hjóla-, ljósa og mótorstillingu. um kerti, platínur, l'jósasamlokur. Örugg Skiptum þjónusta. BÍLASKOÐUN OG STILLING Skúlagötu 32, sími 13100. Bifreiðaeigendur Þvoið, bónið og sprautið bílana ykkar s'jálfir. Við sköpum aðstöðuna Þvoum og bónum ef óskað er. Meðalbraut 18, Kópavogi. Sími 4-19-24. Bílaþjónusta Höfðatúni 8. — Sími 17184. FERÐIST MEÐ LANDSYN. Landsýn býður upp á alla hugsanlega ferða- þjónustu innan lands og ufan, með flugvélum, skipum, járnbrautum og bifreiðum smáum sem stórum, — sér um útvegun hófela og leigubif- reiða hvort heldur er rrleð eða án bílstjóra, — útvegar leiðsögumenn fil lengri eða skemmri ferða-, úfvegar vegabréfsáritun og sækir um gjaldeyri svo nokkuð sé nefnt. Landsýn býður upp á lægra verðlag méð hverju ári og hagkvæm kjör, svo sem lánakjör Loftleiða — „Flogið strax — fargjald greitf síðar“. Takið ekki ákvörðun um ferðina án þess að leita upplýsinga fyrst hjá Landsýn. Ccdolj _ o ® FtEISEBURO cm © Æ\H[S(o)[^[L<2)iU* Intourist LAND5HN ^ FiERÐASKRIFSTOFA LAUGAVEG 54 - $ÍMAR 22890 & 22875 -BOX 465 * i I I 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.