Þjóðviljinn - 01.07.1967, Blaðsíða 10
Laugardagur 1. júli 1967 — 32. áí'gangur — 143. töluiblað.
iSflÉ
Haustferðin með Regina Maris:
trílshættan breytti áætlun
Vestur-þýzka farþegaskipið
Regina Maris Iá bundið við Æg-
Lsgarð í Reykjavíkurhöfn í gær.
Var þetta önnur ferð skipsins til
fslands í sumar með þýzkaferða-
menn, en ferðaskrifstofan Lönd
& leið'r hefur sem kunnugt er
tekíð skipið á leigu í haust, m.a.
til Miðjarðarhafsferðar.
Meðan flestir farþegamir á
Regina Maris voru í Gullfoss-
og Geysisferð um hádegisbilið í
gær bauð ferðaskrifstofan all-
mörgum gestum úr landi um
borð. Þar skýrði Ingólfur Blön-
dal, forstjóri Landa og leiða, gest-
um frá breytingu sem gerð hef-
ur verið á ferðaáætluninni i
haust vegna ófriðarástandsins í
Austurlöndum nær. 1 hinni upp-
haflegu áætlun var gert ráð fyr-
ir siglingu tiH Beinut í Líbanon,
en vegna styrjaldar fsraelsmanna
og araba og hins ótrygga ástands
sem enn ríltir á þessum slóðum
bafa margir þeirra sem skráð
hafa sig til þátttöku í Miðjarð-
arhafsferðinni farið fram á að
ferðaásetluninni verði breytt.
Hefur ferðaskrifstofan nú orðið
við þessum óskum sagði Ingóif-
ur Blöndal.
Ms. Regina Maris siglir frá
Hamborg 17. september um Kiel-
arskurð til Kaupmannahafnar,
Björgvinjar og Rvíkur. Múnu
fjölmargir þegar hafa skráð sig
til þeirrar ferðar, bæði einstak-
lingar og hópar sem ferðast á
vegum Landa og leiða um Mið-
Bvrópu.
f Miðjarðarhnfsferöirna verðu:
lagt frá Reykjavik 23. september
og siglt til Dyflinnar á Irlandi,
en síðan til Tangier í Afríku. Þá
verður siglt til Messina á Sikiley
og ekki haldið lengra austur á
bóginn, en fiarið til baka um
Napólí, Palma á Mallorka, Gadiz
á Spáni, Lissabon í Portúgal og
London, en komið til Reykjavík-
ur að kvöldi 14. okt. Ferðin tek-
ur þvi 22 daga en ekki 27 eins
og gert var ráð fyrir í hinni upp-
haflegu áætlun. ölil fargjöld
lækka, flest um 5—6000 kr. og
er lægsta fargjald um 18 þús. kr.
á hestbak og í sviffiug
fsmm
í fyrsta
sinn
á œvinni
Bandarísku g-eimfaraefnin
sem hingað komu f fyrra-
kvöld, tíu úr 25 manna hópi,
skoðuðu í gær Reykjavík og
nágrenni f boði Loftleiða, fóru
í útreiðartúr og prófuðu svif-
flugur yfir Sandskeiðinu.
Þó að þessir verðandi geim-
farar séu flestir meira og
minna vanir flugmenn, höfðu
fæstir þeirra - komið upp í
svifflugu áður og því nær
enginn sezt á hestbak. Varð
þetta þeim því talsvert ævin-
týri og nýmæli. Reiðskjótar
voru fengnir að láni hjá Fák
og ungar og laglegar stúlkur
leiðbeindu um hestamennsk-
una en félagar í Svifflugfé-
lagi fslands um flugið.
Eftir flúgið skoðuðu geim-
fararnir Árbæjarsafn og
drukku kaffi í Dillonshúsi.
Leiðsögumaður þeirra í gær
var Sigurður Magnússon full-
trúí Loftleiða.
í dag er væntanlegur til
Keflavíkur síðari hópur geim-
faranna og fara báðir hóparn-
ir til Akureyrar í dag. Á
morgun halda þeir síðan til
Öskju þar sem ætlunin er að
lagðar verði fyrir þá ýms-
ar þrautir í hrauninu auk
þess sem þeir verða æfðir í
að greina mismunandi gerðir
hrauns og verða með í för-
inni nokkrir bandarískir jarð-
fræðingar og tveir íslenzkir,
Guðmundur E. Sigvaldason og
Sigurður Þórarinsson. Fjalla-
bílar Guðmundar Jónassonar
munu flytja geimfarana milli
þeirra staða sem ekki verður
flogið til og slegið verður upp
tjöldum þar sem þeir dvelj-
|'-t í óbyggðunum.
Myndimar hér til vinstri
voru teknar af geimförunum
í gær. Á þeirri efstu er allur
hópurinn við Árbæ ásamt
stúlkru í þjóðbúningi og einni
þeirra sem kenndi þeim að
sitja hest. í miðið sést árang-
ur þeirrar kennslu og á neðstu
myndinni sést Ásbjörn
Magnússon (til vinstri) sýna
J. P. Kerwin hvemig á að
stýra svifflugu. — (Ljósm.
ftióðv. vh).
P.S. Enginn datt af baki og
engri flugu Mekktist á. Sem-
sagt: efnilegir byrjendur.
I
Itegina Maris er nýtt skip og allur aðbúnaður um borð eins og bezt verður á kosið. Myndin er
af einni af setusíofunum um borð.
Thor einróma endur-
kjörinn hrmniur RÍ
Aðalfundur Rithöfundafélags
íslands hefur nýlega verið hald-
inn. Formaður félagsins, Thor
Vilhjálmsson, minntist Ragnheið-
ar Jónsdóttur rithöfundar, sem
lézt fyrir skömmu. Hún var
hinn ágætasti liðsmaður félags-
ins og vinsæl, hún var um sinn
formaður þcss. Fundarmenn risu
úr sætum og vottuðu minningu
hennar virðingu sína.
Þá rakti formaður starfið á
árinu og gerði grein fyrir ýms-
um helztu málum, sem stjómin
hefði afgreitt og kom fram á-
nægja á fundinum með það. Fund-
armenrr þökkuðu formanni og
óskuðu eftir því að hann gegndi
því starfi áfram. Var Thor Vil-
hjálmsson einróma endurikjörinn
formaður. Hann lýsti á-
nægju sinni með samstarf innan
stjórnarinnar og ósikaði eftir sömu
samstarfsmönnum; voru. þeir sdð-
an einróma endurkjömir. Þeir
em þessir: Elías Mar varafor-
maður, Kristinn Reyr gjaldkeri,
Þorsteinn frá Hamri ritari, Jón
Óskar meðsitjómandi. Endurskoð-
endur voru kjömir: Sigríður Ein-
ars og Jöhann Kúld. EinarBragi
baðst undan endurkosningu í
stjóm Rithöfundasjóðs Ríkisút-
varpsins og var Stefán Hörður
kjörinn í hans stað.
Ýmis mál voru rædd á fund-
inum. Fundurinn gerði eftirfar-
andi ályktun: „Aðalfundur Rit-
höfundafélags fslands harmar
valdarán fasista í Grikklandi og
skorar á ríkisstjóm fslands að
mótmæla eindregið á alþjóða-
vettvangi því ofbeldi og leggja
eftir megni þeim öflum Iið, sem
vilja tryggja gTísku þjóðinni lýð-
ræði og frelsi“.
Nokkrar umræður urðu vegna
úthlutunar listamannastyrkja.
Einar Bragi lýsti ánægju sinni
og stuðningi við greinargerð
stjómarinnar varðandi úthlutun-
armálin (sem birt var í dagblöð-
unum í vor) og þá ákvörðun
stjómarinnar (í samræmi við þá
greinargerð og ríkjandi óánáegju
féla-gsmanna með tidlhögun úthlut-
unarinnar) að tilnefna engan
ráðunaut fyrir úthlutunamefnd-
ina að þassu sinni svo sem fé-
laginu bar réttur til að gera.
Fundurinn lýsti síðan einróma á-
r.ægju sinni með afgreiðslu
stjórnarinnar á þeim erindum
sem beint hefur verið til félags-
ins vegna úthlutunarmálanna.
Jólhannes úr Kötlum taldi út-
hlutun listamannalauna stórlega
ábótavant og hefði úthlutunar-
nefndin átt að hækka upphæð-
imar í hlutfaflli við hækkun Al-
þingis á heiðurslaunum, sprengja
þannig rammann til að knýja
fram endurskoðun málanna, upp-
Thor Vilhjálmsson
hæðimar væm alltof lágar. Enn-
fremur væm leynilegar atkvæða-
greiðslur nefndarmanna við út-
hlutun háskalegar; eina bótin við
nýju lögin væri sú að nú væru
úthlutunarfllokkamir aðeins tveir.
Opnaði málvérka-
sýningu í gær í
nýbyggingu MR
í gærkvóld kl. 8,30 opnaði
Asa M. Gunnlaug^son, íslenzk
kona sem búsett er í Flórida i
Bandaríkjunum, málverkasýn-
ingu í kjallara nýbyggingar
Menntaskólans í Reykjavik. Sýn-
ir hún þar 27 olíumálverk og
verður sýningin opin viku til 10
daga, kl. 2—10 síðdegis.
Ása. er ættuð frá Vestmanna-
eyjum en hefur verið búsett í
Bandaríkjunum um 20 ára skeið
og býr nú í Flórída ásamt manni
sínum, Birni Gunnlaugssyni sem
er stýrimaður á olíuskipi. Hún
byrjaði að mála fyrir nokkrum
ámm og hefur notið tilsagnar
einkakennara en kveðst aðeins
mála sér til gamans en ekki í
fjáröflunarskyni. Hún hefur átt
málverjr á samsýningu í Banda-
ríkjunum en fyrir fjórum árum
sýndi hún hér á Mokka og í
fyrra hélt hún málverkasýningu
í Vestmannaeyjum. Ása hefur oft
komið heim til íslands, einkum
á seinni árum, og að þessu sinni
kom hún m.a. til þess að halda
hátíðlegt 25 ára stúdentsafmæli
sitt.
Myndirnar á sýningunni eru
flestar málaðar Jtvö til þrjú síð-
ustu árin og eru um 20 þeiriia
til sölu en hinar em í einkaeign.
Ber mest á landslagsmyndum frá
Flórída en sum viðfangsefnin
eru einnig sótt til Vestmanna-
eyja.