Þjóðviljinn - 01.07.1967, Blaðsíða 8
SÉBá) — ÞJÓÐVILJINN — Laugandsgar L j!ú3á £963.
P.N. HUBBARD
BROTHÆTT
GLER
5-fr dcsetöntír kringum mann-
33
á, en vlrtist 1)6 ekiki hafa í
hyggju að gera neinar róttaekar
breytingar. Bros hennar var enn
dólftið móðurlegt. — Nei, Johnnie,
ekki í alvöru- En það eru þó
eins konar fjölskyldumál. Hann
hefur verið að heiman í nokkra
daga.
— Hefurðu nokkuð séð Peter?
Ég hef reynt að finna hann, en
það virðist enginn vita hvar
hann er niðurkominn.
— Peter? Nei. En við höfum
nú ekki svo mikið samband við
hann- Hún kaliaði hann ekki
þennan herra Sarrett eins og frú
Larkin gerði, en þó leyndi and-
úðin sér ekki.
— Af- hverju er þér illa við
Peter? sagði ég. ,
— Ég held mér sé ekkert illa
við hanri. Mér fellur bara ekki
vel við hann. Það er eitthvað
annarlegt í fari hans. Og er hann
ekki dálitið knífinn?
— 1 peningamálum? Ekki sér-
lega öriátur, verð ég að viður-
kenna. Ég held hann eyði hverj-
um eyri í þetta tímarit sitt.
— En það er einmitt það sem
ég á við. Hann hefur ekki áhuga
á neinu öðru. Mér fellur ekki við
þessa einstefnumenn- Ég held að
Hárgreiðslan
Hárgreiðsiu- og snyrtistola
Steinu og Dódó
Laugav 18. III. baeð flyfta)
Sími 24-6-16
PERMA
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Garðsenda 21 SÍMI 33-968
flestum könum sé það sameigin-
legt.
— Davíð segir að ég sé með
glerdellu.
— Honum ferst. Annars myndi
ég ekki segja að þú vaerir bein-
línis einstefnumaður, eða hvað
Johnnie?
— Nei, mikil ósköp. Fjölbreytn-
in er mér eitt og allt. Ég brosti
kankvíslega til hennar. Ég fann
til innilegrar hlýju og vinsældar
í garð veslings ringluðu og tældu
Daphne, og allan tímann snerist
hugur minn í hvern hringinn
eftir annan umhverfis Claudíu í
fjarlægð. — Hvað sem því líður,
sagði ég — þá þarf ég að ná í
þennan einstefnumann, jafnvel
þótt ég verði að gista á tröppun-
um hjá honum.
Ég stóð upp og Daphne kom
með mér fram í anddyrið. Hún
sagði: — Ég vildi óska að Davíð
færi að koma heim.
— Hvenær býstu við honum?
— Ég veit það varlá. Hann
hlýtur að fara að koma.
— Hafðu engar áhyggjur,
Daphne, Dávíð á ef til vill frænk-
ur, en hann kemtrr ekki heim
með hár á jakkahorninu sínu.
Hún sagði: — Nei, nei, ekki
Davíð, ósköp 'glaðlega, en svo
tók hún allt í einu sýnilegt við-
bragð þegar hún áttaði sig á því
hvað í þessu fóls-t. Hún lágði
höndina á jakkaermi mína og
sagði: — Johnnie —
Daphne, sagði ég. — Hafðu alls
engar áhyggjur. Aðeins smávegis
— Hafðu engar áhyggjur,
persónuruglingur á báða vegu.
Einangrað tilfelli.
Það lifnaði yfir henni aftur. —
Allt í lagi, Johnnie. Þú lítur inn
til okkar þegar Davíð er kominn
aftus-
— Það geri ég, sagði ég, —
en ekki "fyrr. Við tókumst í hend-
ur og skildum. Mér líkaði betur
við. Daplhne en nokkru sinni fyrr.
En ég var of þreyttur þetta kvöld
til að leita að Peter eða hafa á-
hyggjur af einu eða neinu, Þegar
ég vaknaði virtist þetta kvöld ó-
sköp óraunverulegt í minning-
unni. En ég vildi sarnt ná sam-
bandi við Peter og til þess virt-
is+ aðeins ein leið.
Ég hringdi bjöllunni hjá Peter
klukkan kortér yfir átta. Hann
opnaði dymar næstum sam-
stundis. Hann var í slopp og það,
var hörmung að sjá hann. Skarp-
inn voru ýbtir af nokkurra daga
skeggrót. Augtm virtust nánari
vegna dökkra bauganna undir
þeim. Gamla hrjúfa framkoman
var öbreytt. Hann sagði: —
Johnnie, hvem fjandann ertu að
gera á fótum fyrir allar aldir?
Hann virtist ekkert hvumsa, en
hann gerði sig ekki líklegan til
að bjóða mér inn.
— Ég reyndi hvað eftir annað
að né í þig í gærkvöld en ég
hafði ekki upp á þér. Og þess
vegna da-tt mér í hug að ná í þig
í býti. áður en þú færir aftur út.
Fyrirgefðu að ég skuli hafa vakið
þig. Annars er þetta ekki svo
ókristilegur tími.
— Ég veit það. Ég fór seint í
rúmið í gærkvöld. En fyrst þú
ert nú hingað kominn, hvað get
ég þá gert fyrir þig?
Hann hélt enn með annarri
hendi í hurðarihúninn. Ég sagði:
— Það er eins og þú hafir ekki
sofið í heila viku. Ertu nokkuð
lasinn?
— Nei, nei, mér líður ágætlega.
Hef haft mikið að gera — og haft
dálitlar áhyggjur, ef satt skal
segja. Ég var að reyna að átta
mig á þvi hvað það væri í út-
liti hans sem gæfi til kynna að
hann hefði alls 'ekki verið í rúm-
inu. Hörundið sýndist strengt og
óhreint, en það var ekki fitugt.
Ég get ekki séð í hverju hann
var undir sloppnum- Ekki nátt-
fatabuxum að minnsta kosti, en
kannski notaði hann þær aldrei.
— Mér þykir leitt að vera að
ónáða þig, sagði ég. — Það er
dálítið sem mig hefði langáð að
spyrja þig um.
Hann sagði: — Bíddu andartak,
Johnnie. Hann sneri sér við og
fór inn í dagstofuna og skildi
mig eftir þar sem ég stóð- Það
munaði minnstu að ég etti hann,
en gat þó ekki fengið mig til
þess. Mér heyrðist ég heyra hann
færa hluti úr stað. Svo var dyr-
um lokað. Eftir andartak kom
hann aftur fram í anddyrið. —
Komdu innfyTir, sagði hann. —
Ég er hræddur um að það sé ó-
sköp ruslaralegt. Ég tók það
versta. Satt að segja var ekkert
óvanalegt að sjá í dagátofurmi.
Ég hef oft komið í stofuna hjá
Peter. Svefnherbergið var sam-
liggjandi og dymar voru lokaðar.
Stofan var óhrein en efcki rusl-
araleg-
Peter kveikti á rafmagnsofni
og sagði: — Ég ætlaði að fara
að hita mér kaffi. Má bjóða þér
sopa?
— Ef þú lagar það hvort sem
er, já takk.
Eldhúsið var hinum megin við
ganginn. Hann gekk þangað og
skildi báðar dyrar eftir opnar.
Ég heyrði hann skrúfa frá krön-
um og glamra í pottum og kötl-
um- Ég vonaði að hann yrði lengi.
Ég hafði komið hingað í þeim
tilgangi að gera árás, en þegar
til átti að taka reyndist það
býsna erfitt. Ég hafði aldrei ver-
ið sérlega laginn að fást við Pet-
er. Ég get farið í taugarnar á
honum með því að gera lítið úr
mér, en ef ég fékkst við hann á
jafnréttisgrundvelli, tókst honum
næstum alltaf að koma inn hjá
mér vanmetakermd. SenniUega
hafÆ hann svipuð áhrif á marga,
en það gerði sekt hans engu
minni að vita það.
Ég gekk að bókasképnum með
glerhurðunum fyrir og horfði á
heftin tuttugu Og þrjú af Gömlu
gleri. Útlitið hafði ekki breytzt
á sex árum, en það var enn
mjög við hæfi. Hvert hefti hafði
sérstaka kápumynd, en kfRmir
voru eins nemia númer og dag-
setningar. Ég heyrði Peter koma
til baka yfir ganginn og ég sagði
um leið og ég leit við: — Hvern-
ig gengur með októberheftið? Það
verður þó varla eins spennandi
og það síðasta. Hefuriðu frétt
nokkuð af tözzunni?
— Það gengur ágætlega frá
efnislegu sjónarmiði. En það er
fjandalegt að eiga við prentar-
ann. Engar fréttir af tözzunni,
nei. Bjóstu við þvi? Auðvitað
hafa komið bréf, en það eru ein-
tómar vangaveltur.
— En hvemig ferðu að þessu,
Peter? Ég hef aldrei spurt þig1
hvað útgáfukostnaðurinn er mik-
ill, en —
— Nei, nei, það hefði svo sem
verið eftir þér, en þú hefur
reyndar aldrei gert það, það
máttu eiga.
— Þú ætlar þó ekki að halda
því fram að það beri sig?
— Ég ætla ekki að halda
neinu fram. Jóhnnie. Það hefur
komið út í sex ár og það er bezta
rit af sínu tagi- Ég hef bugsað
mér að halda því í horfinu.
Hann fór aftur fram í eldhúsið.
Þegar hann kom til baka sagði
hann: — Það er ekki til nein
mjólk. Mér þykir það leitt. Get-
urðu drukkið það svart?
— Ef það er nógu sterkt.
— Það er vel sterkt.
Ég setti mikinn sykur í böll-
ann og saup á. Kaffið var rót-
sterkt. Ég sagði: — Hvað fannst
þér Levinson ætlast fyrir?
— í sambandi við hvað?
— Tözzuna. Hafði hann sam-
band við eigándann eða ætlaði
hann að láta eigandann um að
taka ákvörðun þegar þar að
kæmi.
— Ég hef enga hugmynd am
það.
— En þú hlýtur að hafa rætt
um það við hann-
— Aðeins í símann þegar ég
fékk skýrsiuna frá honum. Ég
hélt ég hefði sagt þér það. Hon-
um fannst það skylda sín að
gera þetta öpinbert og hafði
leyfi eigandans til þess. En harih
hafði enga heimild til að gera
uppskátt hver ætti gripinn og
gerði það ekki.
— Og þú hefur ekki heyrt frá
honum eftir það?
— Nei. Hvenær hafði það átt
að vera? Hann dó nokkrum dög-
um eftir að greinin var prentuð.
— Ég vissi ekki nema þú hefð-
ir hitt hann aftur áður en hann
dó.
Hann stóð þama með bakið að
arninum og hélt á bollanum og
udirskálinni milli handanna.
Það sem sást af fótleggjum hans
sýndist furðu vöðvastælt. Hann
var næstum brosandi, en andlit
hans var svo tekið og þreytulegt
að erfitt var að átta sig á því.
þörður
sjóari
4939 Furet verður skelfdur er hann sér allt í einu ókunnugan
sjómann í dyrunum. „Eruð þér eigandi þessa skips?“ spyr mað-
urinn áður en hann getur sagt nokkuð, og heldur síðan strax
áfram: „Ég vara yður við. Sjái ég yður nokkumtíma aftur í ná-
munda við' skipsflakið, gæti skeð að þér lentuð í smáárekstri við
skipið okkar. Og það er satt að segja talsvert sterkara en þessi
snekkju yðar. Ennfremur .......Wallace stendur fyrir fnaman
hann og glottir háðslega. „Nei, ert þetta Sú, Bernard? Manstu
ekki eftir mér?“ Augnablik er Bemard orðlaus, en hann nær
sér fljótt- „Svo þér eruð með þennan glæpamann um borð!“ hróp-
ar hann til Furet.
ROBIIVSO^S ORANGE SQfJASH
máblanda 7 sinnnm með vatni
SKOTTA
— Allt í lagi, ég labba þá heim.
HELDUR
HEITU
OG
KÖLDU
ÚTI
OG
INNI
i tt.
RADI
NOTL
tækin ©ru byggð
fyrir hin erfiðustu
skilyrði
ÁRS ÁBYRGÐ
Radíonette-verzlunin
Aðafstræti 18 sími 16995
Aðaktmfooð:
Einar Farestveit & Co. hfr
Vesturgötu 2.
Terylene buxnr
og gallabuxur í öllum stærðum. — Póstsendum
Athugið okkar lága verð.
Ó.L. Traðarkotssundi 3
Cmóti Þjóðleifehúsinu) — Sími 23169.
Gerið við bíla ykkar sjólf
Við sköpum aðstöðuna. —
Bílaleiga.
BIL AÞJÖNUSTAN
A.uðbrekku 53. Kópavogi — Sími 40145