Þjóðviljinn - 01.07.1967, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.07.1967, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 1. júli 1967. Otgefan 11: Samelnlngarflokknr alþýdu — S6srfaHflta.fi ofck- • urinn. Ritstj'órar: Ivai H- Jónsson (áb). Magnús Kjartansaon, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. FriðþjófssDn. Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj-: Eiðux Bergmann. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skólavörðusfc 19. Sími 17500 (5 Hnur) — Askriftarverð kr. 105.00 á mánuði. —■ Lausasöiuverð kr. 7.00- Engar landvinningar |jm það virðist naumast nokkur ágreiningur leng- ur að ísraelsmenn hófu hernaðaraðgerðir í aust- urlöndum nær og tryggðu málalok á örskömmum tíma með því að gereyða flugflota arabaríkjanna, mestmegnis á jörðu niðri, Um hitt deila menn hvort þessi árásarstyrjöld hafi verið réttlætanleg vegna atburða sem áður höfðu gerzt. þær deilur munu eflaust halda áfraim, en það sem máli skiptir nú er að leysa þann vanda sem upp er kominn vegna styrjaldarinnar. Þar virðist það sjónarmið vera sjálfsagt og óhjákvæmilegt að Sam- einuðu þjóðirnar mega ekki þola það að ísrael leggi Undir sig nein ný landsvæði til frambúðar. Þvílík- ar landvinningar með vopnavaldi eru algerlega ó- heimilar sarpkvæmt stofnskrá Saimeinuðu þjóð- anna, og verði ísrael látin haldast uppi slík iðja hafa Sameinuðu þjóðirnar sett. stórlega ofan og munu eiga þeim mun erfiðara með að taka í taum- ana næst þegar hliðstæðir atburðir kunna að ger- ast. Það gefur einnig auga leið að horfumar á bættri sambúð ísraels og arabaríkja yrðu ennþá fjarlægari en hingað til ef nýjar landvinningar bætt- ust við. Er þess að vænta að sendinefnd íslands á þingi Sameinuðu þjóðanna haldi fast við þetta sjónarmið, enda hefur verið lýst almennum stuðn- ingi við það í Alþýðublaðinu, málgagni utanríkis- ráðherra. |£f ísraelsimenn fást til þess að kalla heri sína heim og afsala. sér öllum nýfengnum yfirráð- um kynni það smátt og smátt að stuðla að bættri sambúð í þeim heimshluta. í því sambandi ber tvö meginatriði hæst. Arabaríkin verða að sjálfsögðu að viðurkenna Ísraelsríki sem staðreynd og fella niður allan áróður um krossferð til þess að brjóta það ríki á bak aftur. ísrael ber hins vegar að við- urkenna þær búsifjar sem stofnun þess ríkis hef- ur váldið aröbum, sem hafa verið hraktir frá heim- kynnum sínum og eignum svo hundruðum þús- unda skiptir og búið við ósæmilegustu eymdar- kjör, fátækt og vonleysi. Það er augljós skylda Ísraelsríkis að taka þátt í að leysa vandamál þessa flóttafólks, og sú skylda hvílir einnig á þeim stór- veldum sem hj,álpuðu til við að koma Ísraelsríki á laggirnar. Jafnframt þurfa ráðamenn ísraels að gera sér ljóst að því aðeins tekst friðsamlegt á- stand í austurlöndum nær að þeir vinni mark- visst að því að taka upp eðlileg samskipti við grannríki sín í stað þess að einskorða viðskipta- sambönd síri: og efnahagstengsl við Vestur-Evrópu og Bandaríkin;- á meðan þeirri s’tefnu er fylgt líta arabaríkin réttilega á Ísraelsríki sem einskonar bryggjusporð heimsvaldasinna í austurlöndum nær. gf arabaríkin og ísrael fást til þess að viðurkenna þannig í verki tilveru og réttindi hvers annars og taka smátt og smátt að búa hlið við hlið setm góðir grannar, munu deilumál eins og siglingar um Akabaflóa og Súesskurð leysast af sjálfu sér En forsenda þess er að ríkin öll komi fram sem sjálfstæðir aðúa' beim =9mskiptum og láti ekV nota sig sem peð i valdskák stórveldanna. — m. Frá aðalfundi Sambands ísl. samvinnufélaga: Rekstursafkoma kaupfélag- anna stórversnaði á sl. ári Eins Qg getið var í fréttum bllaðsins í gær hólfst aðalfundur Sambands íslenzkra samvinnu- félaga í fyrradag. Voru þar samankomnir rúmlega hundrað fulltrúar 56 kaupfélaga um lartrl allt ásamt stjóm Sambandsins og framtovæmdastjóra. Formaður, Jakob Frímannss., (setti fundinn og minntist lát- inna forvígismanna. Fundar- stjóri var kosinn Kari Krist- jánsson frá Húsavrfk og fundar- ritarar Þráinn Þórisson og Ósk- ar Jónsson. Jakob Frímannss. flutti skýrslu stjómarinnar. Ræddi hann um þá erfiöleika sem samvinnúfé- lögin eiga við að stríða og hvatti til órofa samstöðu allra sanwinnumanna um úrlausn þeirra. Óhagstætt rekstursár Siðan tók til máls Erlendur Einarsson, forstjóri Sambands íslenzkra samvinnufélaga og flutti órsskýrsllu Sambandsins fyrir 1966. 1 skýrslu forstjórans kom ma. þetta fram: Árið 1966 var mjög óhagstætt, þegar litið er á rekstur Sam- bandsins. Reksturskostnaður hélt áfram að hækka fram eftir ári. yaxtahækkunin frá 1. janúar 1966, sem nam 1% á ári. hækk- aði rekstrargjöldin verulega. Tekjuaukning varð mun minni én hækfcúri r'ekstrarkostnaðá ”. þess vegna varð rekstrarafkom- an mjög óhagstæð. Umsetning- -j»Bjfifcst.»in!un minnd ea. undan - farin ár. Sala innflutnitigs- véla- og iðnaðardeildar óx mjög lítið og hafði það að sjálfsögðu áhrif á reksturinn. Eftirfarandi tölur sýna um- setninguna á árinu 1966 og sam- Sambandsþing Bindindisfé- lags ökumanna, hið 5. í röðinni var haldið 23. júní sl. í húsi SVFÍ á Grandagarði. Á þing- ið mættu 19 fulltrúar víðsvegar að af landinu. Þingið setti fcrseti sambands- ins, Sigurgeir AHbertsson. Þing- forsetar voru kjörnir Helgi Hannesson, deildarstjóri, og Óð- inn S. Geirdal, skrifstofustjóri. Miklar umræður uröu á þing- inu og voru ýmsar tillögur sam- þykktar. Fara nokkrar hér á eftir. Tillaga til Alþingis um að leyfilegt hámarks alkóhólmagn í blóði ökumanns verði með lögum lætokaö úr 0.5 af þús. undi í 0.35 af þúsundi. Eifri mörk, svo kölfluð einnig Iækik- uð verulega. Tillaga um áskonin á lög- reglustjóra, bæjarfógeta og sýslumenn að láta gera yfir- litsskýrlu um bifreiðastjára með fyrsta árs ökuskirteini, f því skyni að kanna heefni og vand- virkni ökukennara. Tillaga um áskorun á rrfkis- stjómina að hlutast ttl nm að 56. gr. laga nr 26/1958, um há- marksfþunga ökutækja, snm og tilheyrandi reglugerðarákvæði vcrði haldin, og bettt verði ströngum viðuriögnm gogn brotum á þeim. Tilllaga um áskorun tíl sam- göngumálaráðberra að hlutast til um. anburð við árið 1965, í millj. króna: Aukn 1966 1965 ing Búvörudeild 616.9 518.2 98.7 Sjávarafurðad. 865.7 808.1 57.6 Innflutningsd. 478.6 477.4 1.2 Véladeild 257,6 240,9 16,7 Skipadeild 110.1 110.1 0.0 Iðnaðardeild 241.4 224.2 17.2 2,570.3 2.378.9 191.4 i Þegar umsetning ýmissa smærri starfsgreina bætist við, verður heildarumsetning Sam- bandsins árið 1966 2.776,6 milj. króna, en var 2.540.2 milljónir 1965. Aukningin á árinu er því 236.4 miljónir króna, eða 9.30%. % Rekstursikostnaður hæklcaði miikið á árinu. Launagreiðslur í rekstursreikningi urðu kr. 197.6 milljónir á móti 168.5 milj. árið 1965. Hækkunin er 20.1 milj. eða 17.3%, Þess bera þó að geta, að starfsmenn eru færri í árslok 1956 en þeir voru í byrj- un ársins. Halli á rekstri Rekstursreikningur Sambands- fyrir árið 1966 sýnir halla, að upphæð 406 þús. krónur, en þá hafa samvinnufélögunum verið greiddir vextir af stofnsjóði rúmar 7 miljónir króna. Fasta- fjármunir hafa verið afskrifaðir 22.6 milj. króna og færður hef- ur verið til teikna hagnaður af eignasölu 19.7 miljónir króna. Reksturinn hefur því aðeins skilað til félaganna og tii af- skrifta 9.5 milj. króna, sem er mun minna en um langt ára- bil. Stofnsjóður Sambandsins, aðr- ir varasjóðir og höfuðstóll hækkuðu á árinu um 9.2 milj. króna, úr 193,4 miljónum í 203.6 milj. króna. 1) að þegar verði hafizt handa um nauðsynlega leng- ingu á vegarræsum og að þessu verði lokið fyrir H-daginn. 2) að lagfærðar verði blind- hæðir og blindbeygjur svo og þröngar beygjur. 3) að aðeins þeir menn, sem hafa sérþekkingu þar á, verði látnir setja upp aðvörunar- og leiðbeiningarmerki. 4) að aðeins verði notaður harpaður ofaníburður á vegina, allstaðar á landinu. Ýmsar fleiri tillögur toomu fram, svo sem tillögur um á- skoranir til Albingis um bréyt- ingar á umferðarlögunum, en var vísað til stjórnar BFÖ til nánari athugunar og fyrir- greiðslu. Þá ákvað þingið að beina því til deilda og stærri hópa irmaai BFÖ að komið yrði á almenn- um samtöikum um undirbúning að breytingu úr V-umferð í H- umferð, svo sem með almenn- um námskeiðum og annarri npp- lýsingastarfseminni. Var R- vrfkurdeild BFÖ falið að aðstoða deildir utan Reykjavikur á bessu sviði svo sem henni vseri unnt, fyrst og fremst með wpp- rifjunamámskeiðum varðandi gildandi umferðarlög. Mikill áhuci kom fram á þinginu um ' 'riðarstörfin. Tala félaga er nú 950. For- seti BFÖ var kjörinn Heigi Hjannesson, dedHdarBtöiárL Jakob Frímannsson formaður SÍS Erlendur Einarsson forstjóri SÍS Heildarvelta sambandsfðlag- anna nam á árinu 1966 4.263 milj. króna, sem er 20% meira en árið áður, og er þá ekki tal- in með velta útgerðar- og fisk- vinnsluhlutafélaga, sem retoin eru á vegum kaupfélaganna. Af heildarumsetningu nam vörusala 2.113 miljónum króna, sem er 8,6% meira en árið_ áð- ur- ' Reksturskostnaður kaupfélag- anna stórversnaði yfirieitt á ár- inu. Mikil verðbólga undanfar- in ár hefur haft mjög óbag- stæð áhrif á rekstur þeirra eins og raunar flestra annarra fyr- irtækja landsins. Vandinn, sem við er glímt, er þvíþættur. Ann- ars vegar stóraukinn reksturs-- kostnaður og hins vegar mikill sfcortur á rekstursfé og stofn- lánum. Það hefur valdið félögunum miklum erfiðleikum að rekst- urslán til landbúnaðarins, sem Seðlabankinn veitir á vorin til kaupa á rekstursvörum til fram- leiðslu sauðfjárafurða hausts- ins, hafa verið óbreytt í krónu- tölu undanfarin 8 ár, þó að verðmæti þessarar framleiðslu hafi meira en þrefaldazt; auk- izt úr 267 milj. króna 1959 í 849 milj. króna 1966. Kaup' á rekstursvörum hafa hins vegar vaxið í svipuðu hllutfalli og framleiðslan. Þannig hefur notkun áfourðar og kjarnafóð- urs vaxið úr 164 miij. króna 1959 í 450 milj. króna 1966. Frairi til þessa hafa samvinnu- félögin yfirieitt lánað bændum út á vææntanlegt haustinnlegg, en það er nú orðið þeim of- viða af þessum sökum. Til þess að reksturslánin næmu svipuðu hlutfalli af afurðaverðmæti nú og 1959 þyrftu þau nú að vera um 250 miljónum króna hærri en þau eru nú. Fjárfestingarframkvæmdir voru mjög litlar hjá Sambandinu á árinu, hins vegar selldi það nokkrar eignir. Ríkissjóður keypti fasteignir þess í Kirkju- stræti í Reyfcjavík og olíuskipið „Hamrafell“ var selt á árinu, þar sem ékfci voru lengur veríc- efni fyrir það við flutning olíu til Jandsins. Ráðstafanir gegn hallarekstrinum Víötætoar ráðstafanir hafa nú verið gerðar og fleiri ,eru í und- inbúningi til að vinna bug á holiarekstri í ýmsum starfs- greinum Samibandsins, en við ramman reip að draga vegna óhagstæðæra rekstursskilyrða í landinu. Þannig hefur afkoma samvinnuiðnaðarins stórversnað á undanfömum árum og var reksturihaEi á verksmiðjum Sambandsins á árinu 1966 7,6 milj. królfe. Aukning fram- leiðslúkostnaðarins hefur verið miklu meiri hér á landi en í .. yiðskiptalöndum ofcka^^ýgj að útflutni ngsmarkaöurinn ber ekki lengur framleiðslukostnað- inn og samkeppnisaðstaða á innlendum mörkuðum fer‘ ^irm- ig versnandi. Verksmiðjur Sambandsins á Akureyri hafa um árabil fJutt út talsvert magn af ullarvörum. Markaðsverð hefur lítið breytzt í 5 ár en framfleiiðslukostnaður- inn, að frótöldu hráefni, hefur tvöfaldazt á sama tíma. 1 Vax- andi dýrtfð hefur þessi útfllutn- ingur þó ekki notiö neinna Upp- bóta eins og sjávarútvegurinn og er elcki lengur neinn hag- kvæmur grundvöfllur fyrir þess- um viðsfciptum. Nú hefur verið ákveðið að loka þremiur af minni verksmiðjum Sambands- ins og það stendur nú frammi fyrir þeim vanda, hvað gera skuli í málum stærri verksmiðj- anna, sem höffðu reksturshaHa að upphææð 6,3 milj. króna árið 1966, en hjá þeim starfa nú um 500 manns. Það kom einnig fram í skýrslu forstjórans, að ætlunin er að leysa húsnæðisvandræði verzlananna í Kirkjustræti í Reykja/vík með því að flytja þær í Austurstræti, en leggja niður kjörbúðina þar. Jafnframt verður kjötverzlun Sambandsins við Snorrabraut aukin. Að lokum sagði Erlendur Ein- arsson: „Um leið og Sambandið og sambandsfélögin leggja sig fram um að vinna bug á erfiðleikun- um, verða þau einnig að vænta velviljaðrar fýrirgreiðslu stjóm- arvalda til efflingar héilbrigðs réksturs i landinu." ATHUGiÐ! Breytið verðlítilli krónu í vandaða vöru Búsgagnaverzlun Þorsteins Sigurðssonar, Gretrffegöitu 13 (stofnuð 19181 siml 14099 leysir vandann 950 fél&gm í Bind- indisféL ékumanm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.