Þjóðviljinn - 22.07.1967, Page 6

Þjóðviljinn - 22.07.1967, Page 6
-r * g SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 22. júlí 1Ð6L • Ljósadýrðin í Tivoli Fáir leggja svo lcið sína tii Kaupmannahafnar að þcir komi ckki í Tivoii, skcmmtigarðinn frœga í hjarta borgarinnar, njóti þar dag- stundar i fögru og scrkcnnilcgu umhvcrfl cða sicki hina margvíslcgustu skemmtistaði og veitinga þcgar á kvöldið cr Iiðið. Ljósa- dýrðin er mikil í Tivoli-garðinum þcgar rökkva tekur, eins og sjá má hér á myndinni af garðinum framan við tónlcikahöllina- • Ungir Reykvík- ingar á alþjóða- mót aðventista • Fimm ungir aðventistar úr Roykjavík eru að leggja af stað á alþjóðamót ungra aðventista í Vín. Alls sækja mótið fimm þúsund ungmenni frá þrjótiu löndum. Sonja, Harrí og Eríc Guðmundsson, Ester Bjarna- dóttir og Garðar Cortez verða fulltrúar æskulýðsfélags aðvent- ista í Reykjavík á þessu mikla alþjóðamótl- Mótið, sem Suður-Evrópu- deild aðventista stendur að, hefst þriðjudagskvöldið 25. júlí í Stadthalle í Vínarborg með skrúðgöngu, þar sem bornir verða þjóðfánar þeirra landa, sem þarna eiga fulltrúa, og munu þátttakendur verða klæddir þjóðbúningum sínum- Mótið stendur til 29., júlí. Tilgangur þessa móts er að ræða ábyrgðarhluta hinna ungu gagnvart heiminum í dag og benda á hvað þeir geti lagt af mörkum tll uppbyggingar og velfamaðar föðurlands síns og annarm landa. Sér í .lagi verð- ur lögð áherzla á afstöðu að- ventsafnaðarins í sambandi við algjört bindindi hennar á á- fengi og tóbak og siðgæðisregl- ur, sem byggjast á kenningum biblíunnar — undirstöðuatriöi varanlegrar lífshamingju. ★ Nokkrir tónleikar verða haldn- ir á mótínu. Til dæmis verður þar tvöhundruð manna blást- urshljómsveit frá Þýzkalandi, kórar frá Tékkóslóvakíu og Póllandi og strokhljómsveit frá Bandaríkjunum. Miklir ræðumenn frá Ástral- íu, Afríku, Sviss og Frakklandi munu láta til sín heyra. (Aðscnt). ® 12. þing Verk- stjórasambands- ins 12. þing Verkstjórasambands Islands var haldið dagana 15. og 16. júlí sl. að Hallormsstað. Til þingsins voru mættir 41 fulltrúi fyrir 9 félagsdeildir, en félög innan sarnbandsins eru nú 14 með um 680 félagsmönnum um land allt- Á þinginu var fjallað um hin margvíslegu áhugamál samtak- anna, þó fræðslumál verk- stjóra og kaup — og kjaramól hafi borið hæst. Álit þingsins var að nauð- syn beri til að auka og efia menntun verkstjóra, þannig að þeir séu betur færir um að annast þau verðmæti, sem um hendur þeirra fara, bæði pen- ingaleg verðmæti, en þó ekki síður hin mannlegu verðmæti einstaklinganna sem þeir stjórna- Þingíð taldi að nauðsyn beri til þess að launakjör verkstjóra séu bætt, einkum með það í huga, að með því sé starfið gert eftirsóknarvert og til þess að gegna því fáist betri og hæfari menn, enda sé það þjóð- hagslegur ávinningur. Verkstjórasamband Islands hefur ókveðið að hefja nú fljót- lega kynnlngu á samtökum verkstjóra og með því ná sam- an öllum þeim sem að verk- stjórn starfa inn í heildarsam- tökin, þannig að þeim sé betur unnt að gegna hlutverki sínu. 1 stjórn Verkstjórasambands- ins til næstu tveggja ára voru kjörnir: Forseti Bjöm E. Jóns- son Hafnarfirði, meðstjómend- ur: Atli Ágústsson Reykjavík, Adolf Petersen Reykjavík, Guð- mundur B. Jónsson Vogum, Guðni Bjamason Reykjavík og Helgi Pálsson Reykjavík. • Trúlofun • Hinn 7. Júlí sl. opinberuðu trúlofun sína ungfrú Kristborg Haraldsdóttir, Skólavörðustíg 28, Stykkishólmi og Trausti Tryggvason, Miðtúni 74, Rvík. 13.00 Öskalög sjúklinga. Sigríður Sigurðardóttir kynn- ir. 14.30 Tónleikar og þættir um útilíf, ferðalög, umferðarmál og slíkt, kynntir af Jónasi Jónassyni. 16.35 Dóra Ingvadóttír t)g Pétur Steingrímsson kynna nýjustu dægurlögin. 17.05 Frlðrik Páll Jónsson velur sér hljómplötur. 18.00 Winkler-systkinin syngja n'okkur lög. 19.30 Hljómsveitir Béla Sand- ers, AÍfs Blyverkets o.fl. leika. 2000 Daglegt líf. Árni Gunnarsson fréttamað- ur sér um þáttinn. 20.30 Einleikur á harmoniku: M. Ellegárd lei'kur verk eft- ir O. Schmidt, J- Ibert og T. Lundquist. B. Lylloft leik- ur á slagverk. 21.00 Staldrað við í Prag. Þorgeir Þorgeirsson segir frá dvöl sinni þar í borg og kynnir tónlist þaðan. 21.45 „Gróandi þjóðlíf". Fréttamenn: Sverrir Hólmars- son og Böðvar Guðmundsson. 22 00 'S'msar þýzkar hljómsveitir og söngvarar ílytja dans- og dægurlög. 22.30 Fréttir og veðurfregnir. Danslög- 24.00 Dagskrárlok. ★ Skrifstofan er opin virka daga kl. 4—6 daglcga- Félagshcim- ilið er cinnig opið alla virka daga kl. 4—6 og þriðjudags- og fimmtudagskvöld kl. 8,30 til 11,30. ★ Þeir fciagar sem enn skulda félagsgjöld fyrir árið 1966 cru áminntir um að greiða þau sem fyrst á skrifstofu ÆFR. VINNUFERÐ A sunnudaginn verður farin vinnuferð í skála Æ.F.R. 1 Sauöadölum. Lagt af stað kl. 2 e.h. frá Tjarnargötu 20. Fé- lagar tilkynni þátttöku í síma 17513. • Fellini í Stjörnubíói • Stjömubíó sýnir uni þessar mundir kvikmyndina 8V2 cftir ítalska snillinginn Fedcrico Fcllini. Myndin hér að ofan er af Marcello Mastroianni og Sandra Milo í hlutverkum sínum í 8’/2- Margir munu kannast við Mastroianni t. d. fyrir frábæran Icik hans í „La Dolcc vita“. An efa hafa margir beðið með óþreyju cftir að þcssi mynd yrði sýnd hér, en hún var framleidd 1963. íslenzkur texti er með 8V2 og virtist hann í fljótu bragði vera heldur óvandaður, t.d. stóö skýrum stöfum á einum stað: „Slöggtu Ijósið . . !“. En enginn skyldi þá láta slíkt aftra sér frá því að sjá þessa skemmtilegu mynd. Mögulegt aí koma á banni á neðanjarðartHraunum Genf 20/7 — Fulltrúar Svia á afvopnunarráðstefnunni í Genf lögðu í dag fram álitsgerð, þar sem segir að það ætti að vera mögulegt að ganga frá banni við kjamorku- tilraunum neðianjarðar á núverandi fundartíma ráðstefn- unnar. í álitsgérðinni er einnig gerð nánari grein fyrir tillögum Svía um kerfi til að hafa eftirlit með kjamorkutilraumma neðanjarð- ar, en samkvæmt Jyví er ekki nauðsynlegt að senda eftirlits- menn með kerfinu til viðkom- andi landa nema annað hvort ár. Svíar telja að nútíma aðferð- ir séru orðnar svo fullkamnar, að það muni gera ágreining Bandaríkjanna og Sovétrikjanna um fyrirkomulag eftirlitsins að engu. Svíar segja að aðferðirnar séu orðnar svo virkar, að nú séu allir möguleikar á því að ræða um eftirlrt erlends frá. Þetta er nálægt viðhorfi Sov- étríkjanna, en þau telja að að- ferðir hvers lands um sig séu nægjanlegar til þess að hafa eftirlit með neðanjarðartilraun- um annarra ríkja. Bandarikjamenn telja aftur á móti, að enn þurfi að senda eft- irlitsmenn á viðkomandi staði til að tryggja að bannið sé ekki brotið. „Vígahnetiirnir" gervitungl frá Sovétríkjunum? PARlS 19/7 Vísindamenn við frönsku athugunastöðina í Mau- don sögðust 1 dag vera þess full- vissir að fyrirbæri þau sem sáust á lofti yfir Vestur-Evrópu í gær og vöktu mikla athygli hefðu stafað frá sovézku gervitungli sem skotið hefði verið upp um klukkan 18.00 á mánudag, Gervi*. tunglið hefði farið á braut mjög nálægt jörðu og hefði farið i að- eins um 100 km hæð yfir Frakk- land í fimmtu umferð sinni að- faranótt þriðjudagsins. Fulltrúi Svia á afvopnunar- ráðstefnunni sagði, að núver- andi umræður um bann við neðanjarðartilr. væru sönnun þess, að kjamorkuveldin vildu raunverulega koma sdíku banni á. Súkarnó til valda DJAKARTA 19/7 — Skýrt var fró því í Djakarta i dag að kom- ið hefði verið upp um samsæri foringja í hemum og embættis- manna sem hefðu ætlað að stofna tifl uppreisnar siðari hluta þessa ménaðar í þvf skyni að koma Sú- kamo aftur tál valda. Samsærismenn hefðu verið handteknir. Meðal þeirra munu vera a.m.k. fimmtán foringjar í hemum. BLIKUR fer austur um land til Vopna- fjarðar 29. þ.m. Vörumótbaka á mánudag og þriðjudag til Homa- fjarðar, Djúpavogs, Breiðdalsvík- ur, Stöðvarf jarðar, Fáskrúðsfjarð- ar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarðar, Mjóafjarðar, Seyð- isfjarðar, Borgarfjarðar og Vopnafjarðar. HERÐUBREIÐ fer frá Reykjavik 30. þm vesi- ur um land í hringferð. Vörumót- taka á þriðjudag og miðvikudag til Patreksfjarðar, Tálknafjarðar, Bildudals, Þingeyrar, -Flateyrar, Súgandafjarðar, Bolungarvíkur, lsafjarðar, Ingólfsfjarðar, Noro- urfjarðar, Djúpavíkur, «. Sksgar. strandar, Sauðárkróks, Siglu- fjarðar, óflafsfjarðar, Akureyrar, Húsavíkur, Kópaskers, Raufar- hafnar, Þórshafnar og Bakka- fjarðar. HAUSTTÍZKAN Tökum upp daglega næstu viku glæsilegt úrval af haust- og vetrarkápum í tízkulitum. — Einn- ig nýjustu tízku í allskonar kjólum. Fáið yður kjól og kápu, greiðið útborgun eftir samkomulagi og afganginn eftir hentugleikum. KJÓLABOÐIN KIÓLABtJSIN Lækjargótu 2 Bankaatræti 10 1 ( I Jl

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.