Þjóðviljinn - 05.08.1967, Blaðsíða 10
I
Góð útkoma hjá Leikfélaginu:
Aðsókn var meiri
sl. vetur en áður
□ Áðalfundur Leikfélags Reykjavíkur var haldinn fyrir
skömmu. í yfirlitsskýrslu leikhússtjóra kom í ljós að að-
sókn að leifchúsinu hefur verið svipuð í vetur og undan-
fama vetur. Leikhúsgestir 1 vetur voru 41.505, en voru í
fyrra 40.936. Sýningar voru 215, voru líka 215 í fy-rra, að
ótöldum 4 sýningum á Afcureyri. Á fundinum var Stein-
dór Hjörleifsson endurkjörinn formaður til næstu tveggja
ára.
Sveinn Einarsson leikhússtjóri
sagði í raeðu sinni, að rekstur
hefði verið með líku sniði og
undanfarin ár. Sýnd voru á ár-
inu 7 leikrit, en tvö verkefnanna
voru tekin aftur til sýningar
fra fyrra leikári, Dúfnaveislan og
Þjófar, lík og falar konur, sem
reyndar var sýnt þriðja árið í
röð. Þrjú af þessum sjö leikrit-
um voru eftir íslenzka höfunda.
Eitt þeirra, Fjalla-Eyvindur eft-
ir Jóhann Sigurjónsson, var sýnt
á 70 ára afmseli félagsins 11.
janúar, og var sýnt 54 sinnum
—f----------------------------
Útstreymið byrjað
Er Þjóðviljinn átti tal við
lögregluna í Reykjavík í gær-
kvöld sagði hún að mikill
straumur hópferðabila stefndi
nú úr bænum, t.d. hefðu farið
nær 20 að HúsafelH og nokkr-
ir austur á bóginn.
Loksins gert við
umferðarljésin
★ Nú fyrir skemmstu var
vakin athygli á því hér í Þjóð-
viljanum, að umferðarljósin í
Bankastræti við Skólavörðustíg
og Ingólfsstræti hafi verið óvirk
í langan tíma og af þessu staf-
aði mikil truflun á umferð um
miðbæinn í Reykjavík.
★ Þessi ábending Þjóðvilj-
ans hefur nú borið þann árang-
ur að í fyrrakvöld var loks haf-
izt handa um að laga umferð-
arljósin. Var gatan rifin upp á
tveim stöðum yfir Ingólfsstræti
og einnig á tveim stöðum yfir
Bankastræti og skipt um allar
rafmagnsleiðslur að umferðar-
ljósunum.
#
★ Er Þjóðviljinn leitaði
frétta af því í gær hvað hefði
bilað í ljósunum, sögðu starfs-
menn frá Georg Ámundasyni,
sem sér um allt viðhald og við-
gerðir á ljósunum, að bilunin
væri ekkert annað en eiji. Þetta
væru fyrstu umferðarljósin sem
sett voru upp í Reykjavik fyr-
ir hartnær 20 árum og væri
ekkj nema eðlilegt að kominn
vasri tími til að endumýja
leiMmr að ljósunum.
★ Mýndin er tekin í fyrra-
kvöld, þegar bæj arvinnumenn
voru að vinna að viðgerðinni í
Ingólfsstræti, og var unnið að
þessu fram eftir kvöldi meðan
umferðin var minnst. — (Ljósm.
Þjóðv. Hj. G.).
í '
fyrir fullu húsi til loka leik-
ársins, 20. maí. í ljós kom að
sjónvarp dró minna úr aðsókn
en við hafði verið búizt, sæta
nýting var í vetur um 83% en
en var tæp 81% í fyrra.
Æfingar stánda nú yíir á
frægum gamanleik, sem nefnist
Indían leikur eftir Frakkann
René de Obuldia. Leikstjóri er
Jón Sigurbjömsspn, en aðal-
hlutverkið leikur Brynjólfur Jó-
hannesson.
Stjómin var endurkjörin,
nema Guðmundur Pálsson, sem
baðst undan endurkjöri í starf
meðstjómanda. Stjórn skipa nú
Steindór Hjörleifsson formaður,
Steinþór Sigurðsson ritari og
Pétur Einarsson meðstjórnandi.
Varaformaður er Regína Þórð-
ardóttir.
Verkefnaskrá vetrarins var
sem hér segir:
1. — Þjófar, Hk og falar kon-
ur eftir Dario Fo. Leikstjóri:
Christian Lund. Tekið upp frá
fyrra leikári, 46 sýningar, sam-
tals 100 sýningar.
2. — Tveggja þjónn eftir Gol-
doni. Leikstjóri Christian Lund.
19 sýningar.
3. — Dúfnaveislan eftir Hall-
dór Laxness. Leikstjóri: Helgi
Skújason. Tekin upp frá fyrra
leikári. 42 sýningár, samtals 64
sýningar.
4. — Kubbur og Stubbur.
bamaleikrit eftir Þóri S. Guð-
bergsson. Leikstjóri Bjami Stein-
grímsson. 27 sýningar.
5. — Fjalla-Eyvindur eftir Jó-
hann Sigurjónsson. Leikstjóri:
Gísli Halldórsson, 54 sýningar.
6. — Tangó eftir $>lawomir
Mrozek. Leikstjóri: Sveinn Ein-
arsson. 22 sýningar.
7. — Málsóknin eftir Barrault
og Gide effir sögu Kafka. Leik-
stjóri: Helgi Skúlason. 5 sýning-
ar.
Hér sést siglarinn Delight utan á togaranum Ingólfi Arnarsyni við
togarabryggjuna í gærdag. — (Ljósm. Þjóðv. G. M.)-
i -hwMntf ' :
4 myndsr af Ky
Okkur hefur verið bent á að
það er ranghermt sem sagt var
hér í blaðinu fyrir nokkrum dög-
um þegar getið var hinnar ný-
.útkomnu myndabókar ,Árið 1966‘
að í henni sé engin mynd frá
stríðinu í Suður-Víetnam. Við
höfum okkur það til afsökunar að
Suður-Vietnams er hvergi getið í
„Staða- og atburðaskrá“ bókar-
innar. Hins vegar munu vera
tvær-þrjár myndir í bókinni
þaðan — að ógleymdum mynd-
um af Ky „forsætisráðherra" sem
samkvæmt nafnaskrá bókarinnar
em fjórar.
e------------------
Hér eru Briítonhjónin vel vædd myndavélum. (Ljósm. Þjóðv. G. M.).
Þau viða að sér efni fyrir
National Geograp. Magázine
I gærdag kom lítill og fallegur
siglari inn á Reykjavíkurhöfn
með bandarísk hjón innanborðs
Patriciu og Wright Britton, kenn-
ara í bandariskri bókmenntasögu
í stúlknaskólanum Finch College
í New York.
Hafa þau hjón si.glt hingað frá
New York og notuðu aðallega
seglin alla leiðina og fengu gott
veður, sérstaklega þegar fór að
nálgast ísland. Heitir siglarinn
Delight og hefur hjálparvél.
Britton hjónin kváðust komin
hingað til þess að sigla hringinn
í kringum eyjuna og ætluðu þau
hjón að taka myndir og kvik-
myndir úr þessu ferðalagi og
semja svo ferðasögu með mynd-
um fyrir bandaríska tímaritið
National Geography Magazine.
Þau hjónin hafa áður farið 1
langar siglingar. Þau voru fyrir
tveim árum í Grænlandi. Þá
hafa þau siglt til Danmerkur.
Laugardagur 5. ágúst 1967 — 32j árgangur — 173. tökrblað.
Um verzlunarmannahelgina:
Upplýsingamiðstöð
íyrír umferðamáiin
□ í gær barst Þjóðviljanum eftirfarandi fréttatilkynn-
ing frá lögreglust'jóraembættinu í Reykjavík, ríkislögregl-
unni og umferðamefnd Reykjavíkur þar sem segir að þess-
ir aðilar hafi ákveðið að koma á fót upplýsingamiðstöð í
Reykjavfk varðándi umferðina um verzlunarmannahelgina.
Verzlunarmannahelgin, mesta
umferðar- og ferðahelgi sum-
arsins fer nú í hönd. Vitað er
um átta skipulagðar útisamkom-
ur, sem efnt verður til um helg-
ina í öllum ✓ landsfjórðungum,
svo búast má við mjög mikilli
umferð á þjóðvegum.
Til þess að geta fylgzt með
umferðinni á þjóðvegum lands-
ins hefur ríkislögreglan,. lög-
reglustjóraembættið í Reykja-
vik og umferðarnefnd Reykja-
vikur ákveðið að koma upp upp-
lýsingamiðstöð í Reykjavík. Stöð-
in verður starfrækt í nýju lög-
veglustöðinni og verður safnað
saman upplýsingum um umferð,
veður, fólksfjölda á hinum ein-
stöku stöðum. ástand vega og
akstursskilyrði. Upplýsingkmið-
stöðin mun siðan sjá um að
framangreincfum upplýsingum
verði útvarpað, en í samvinnu
við útvarpið hefur verið gerð
breyting á tilhögun umferðar-
fræðslu um verzlunarmannahelg-
ina. Dregið verður úr beinni um-
ferðarfræðslu, en þess í stað
verður leiðbeininga- og upplýs-
ingaþjónusta fyrir ferðafólk auk-
in.
Þessar upplýsingar verða
fengnar frá löggæzlumönnum,
sem eru við gæzlustörf á eða
við mótssvæðin, svo og frá vega-
löggæzlubifreiðum ríkislögregl-
unnar, bifreiðaeftirlitsmönnum
og vegaþjónustumönnum Félags
ísl.. bifreiðaeigenda.
Það er von þeirra aðila, sem
að starfsemi upplýsingamiðstöðv-
arinnar standa, að starfsemi
hennar geti orðið til þess að
skapa aukið öryggi í ferðalög-
um og orðið einn þáttur í þeirri
viðleitni að stefna að slysalausri
ver zlun arm ann ahelgi.
ágætis síldveiði
Fyrra sólarhring var góður
afli hjá síldveiðiskipunum, 50
mílux SV af, suðurodda Spitz-
bergen. Frá þeim stað og að
Dalatanga eru um 800 sjómílur.
Ekki hafði frétzt um afla ein-
stakra skipa í gærmorgun þar
eð eigi er unnt að hafa talstöðv-
arsamband við þau, en búið var
að tilkyrna um fullíermi í flutn-
ingaskipin Haförninn og Síldina,
um 6000 lestir.
Þá var kunnugt um að Jón
Kjartansson SU hafði fengið 250
lestir í Norðursjó.
Boð til Finnlands
Æskulýðsráð Norræna félags-
ins finnska býður fjórum íslend-
ingurfi á aldrinum 16 til 30 ára
til móts 1 Finnlandi 9.T-13. ,,ágr
úst. Greiðir æskulýðssambandið
fargjald aðra leiðina, þ.e. frá
íslandi til Finnlands, og allt
uppihald í Finnlandi. Þeir sem
óska að fara þessa ferð hringi
í skrifstofu Norræna félagsins
íslenzka í Hagaskóla í dag, laug-
ardag, kl. 9—18 eða á mánudag
7. ágúst kl. 9—18 í síma 17895
þar sem þeir munu fá nánari
upplýsingar. Flogið verður til
Helsinki 8. ágúst kl. 23.45 frá
Keflavik. — Efni mótsins er
Finnland í dag.
Orsök bensínhækkimarirmar:
Tvö þúsund tn. keypt á hærra
verði og farmgjaldahækkunin
Þjóðviljinn hafði samband
I gærdag við dr. Odd Guðjóns-
son, sem gegnír störfum fyrir
Þórhall Ásgeirsson, ráðuneytis-
stjóra I Viðskiptamálaráðuneyt-
inu nú um þessar mundir
vegna sumarleyfa ráðuneytis-
stjórans og innti hann eftir or-
sökum bensínhækkunarinnar.
Dr. Oddur kvað olíufélögin ný-
lega hafa keypt tvö þúsund
tonn af bensíni frá Essó f Aruba,
en það er hollenzk eyja skammt
undan ströndum Venezuela í
Suður Ameriku og hefði fob
verðið orðið tiltakanlega hærra
en á bensíni frá Sovétríkjunum,
jen þar hafa Islendingar samn-
ingsbundið verð til næstu ára-
móta. Ennfremur hefði farm-
gjaild lika reynzt miklu ó'hag-
stæðara þrátt fyrir svipaða vega-
lengd. Ástaaðan fyrir þessum
innkaupum hefði verið, að Sov-
étmenn hefðu ekki staðið við
skuldbindingar sinar um af-
greiðslu á bensíni til landsins
og hefðu orðið tafir á flutning-
um.
Dr. Oddur bvað olíufélögin
hafa reynt að kaupa bensín í V-
Evrópu, en það hefði ekki stað-
ið til boða á vestur-evrópskum
markaði um þessar mundir.
Þjóðviljinn vill benda á það,
að þessi okursending ‘ frá Essó
er varla rök fyrir svona mikilli
bensínhækkun, þar sem um til-
tölulega lítið margn er að ræða
borið saman við heilldarneyzlu
landsmanna og inntum við dr.
Odd um fleiri ástæður fyrir
bessari hækkun.
Við höfum samið um fast verð
á bensíni við Sovétmenn til
næstu áramóta, miðað við fob
verð, bensínið komið um borð <
skip í sovézkri olíuhöfn.
Hins. vegar er ákvæði í samn-
ingunum um hækkun á flutn-
ingsgjöldum, ef þau fara yfir á-
kveðinn skala á heimsmarkaði
og hefur vísitalan á heimsmark-
aði stigið, um 75 prósent vegna
Súezdeilunnar, sagði dr. Oddur
að lokum.
Nú mætti benda á það, að
eðlilegar skipasamgöngur hæfust
að nýju um Súezskurðinn fyrr
en varir og lækka þá farmgjöíd
á nýjan leik en lækka þá olíu-
félögin yerðið?
Þjóðviljinn ætlaði að hafa
samband við Kristján Gíslason,
verðgæzlustjóra og reyndist hann
fjarverandi vegna sumarleyfa og
svaraði fyrir embættið Her-
roann Jónsson, fulltrúi.
Hefur nokkurn tíma komið
fyrir að vöruverð hafi lækkað
á síðustu árum vegna sveiflna á
heimsmarkaði? Hermann vitnaði
í lauikinn og kvað bess dæmi og
kæmi vel til greina að bensín-
verðið læbkaði á nýjan leik.
Einhvernveginn finnst okkur
það ósennilegt í viðreisn. Reynsla
almennings er yfirleitt sú að
það gengur fljótar fyrir sig að
hækka verð á hlutunum en að
lækka það aftur, þegar ástæða
er tU.
1