Þjóðviljinn - 09.08.1967, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 09.08.1967, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 9. júli 1967 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 gengum nú á skíðum. Færð var góð framan af degi, en tók að þyngjast er fór að bráðna. Er við vorum komnir í 1400 metra hæð og Kverk- fjöll blöstu við á vinstri hönd, tjölduðum við í annað sinn og gengum vel frá, hlóðum varn- argarð og negldum tjaldhæl- ana vel niður. Suðaustan gola var og um nóttina gerði smá- skúr, en morgunninn rann upp heiðskír og fagur. Við vorum árla á ferli, enda var ferðinni heitið í Kverkfjöll. Tókum við með okkur nesti til eins dags og var dásamlegt að geta gengið á skiðum laus- beizlaður. Gekk ferðin vel, og eftir fjóra tíma vorum við komnir upp í Hveradal, sem er í 1800 metra hæð. Kverk- fjöll er hæsta hverasvæði landsins og er næsta fáför- ult bangað, enda illfært. Þau standa á miðri norðurbrún Vatnajökuls. Þröngt skarð skiptir þeim í tvennt og þar fellur niður brattur skriðjök- ull. Fjöllin eru hæst 1920 metr- ar. Austan við er Brúarjökull, mikið sprunginn og alveg ófær eftir að hann skreið fram um marga kílómetra árið 1963. f norðaustri blasir við Snæfeil, er Austfirðingar töldu lengi vel hæsta fjall heims og sumir þeirra neita jafnvel enn að trúa öðru en það sé hæsta fjall á íslandi. Til marks um veðursældina þennan dag má nefna að ekki settist skýhnoðri að Snæfelli, en maður getur talið á fingr- um sér þá daga á ári sem það er ekki skýjum hulið. í suðri mátti greina auða bergbrún Svíahnúka við Gríms- vötn. Eftir að hafa dáðst að þeirri fegurð sem þessi staður hefur Þessi vera, sem á myndinni sést, er ekki snjómaðurinn ægilegi, heldur hefur einn af ferðafélögunum sett upp grímu fyrir andlitið. að bjóða, dottið í ískaldan snæ og orðið að hörfa undan sjóð- heitri gufu goshvera, héldum við aftur í tjaldstað. í ^Snæheimum' Morguninn eftir var enn lagt af stað og stefnt í átt til Grímsvatna. Frostið um nóttina hafði komizt i fjögur stig og gert færið gott og miðaði okk- ur vel áfram- Þokubakki var yfir jöklinum í suðri, en bjart í norðri. Um hádegið var hitinn kominn í 32 gráður og sólskinið Sleðinn dreginn. Um það leyti sem myndin var tekln urðu ferða- langarnir að hætta gönaunni vegna hins mikla hita, sem komst yfir 30 stig. svo ofboðslegt að við gáfumst / upp á göngunni. Áðum við því og sváfum til sólseturs, en þá var haldið af stað aftur. Um miðnætti var komin níðaþoka og gengum við eftir áttavita. Miðaði okkur vel áfram og um hálffjögurleytið, er þokunni létti, sáum við Grimsfjall beint framundan. Fórum við vestur fyrir vötnin, lengri leið, en ferðin margborgaði sig. Reynd- ist þetta eini dagurinn er við fengum bjartan og sáum við Grímsvötn úr öllum áttum. Komum við í skála Jöklarann- sóknafélagsins rétt fyrir hádegi 24. júlí. Þessi fjal’laskáli á sennilega hvergi sinn líka hér á landi. Stendur hann á Svíahnúk eystri í 1719 metra hæð. Gestabók hans sýhdi að gestkvæmt er þama með minnsta móti, aðeins tveir snjóbílaeigendur síðustu tvö árin- Jöklarannsóknafélagið hefur útnefnt hreppstjóra þama í sennilega óbyggilegasta hreppi landsins, og er hann Guðmund- ur Jónasson bílstjóri. Eftir góðan málsverð fórum við í kojur, enda örþreyttir og sváfum langt fram á nótt. Næsta morgun var komin svarta þoka, og hélzt svo allan daginn. Þegar sýnt þótti að ekki myndi gefast tækifæri til að<$. skoða nánar náttúruundrin niðri f Grímsvötnum, lögðum við leið okkar í íshella sem eru skammt frá „Snæheimum" en svo nefn- ist skálinn. Hellarnir hafa myndazt af jarðhita sem er í íjallinu, og má líkja þeim kannski að sumu leyti við hell- ana í Hrafntinnuskerjum. Höfðum við verið varaðir við kolsýrlingseitrun, er myndast stuiidum þa.r niðri, og gengum við því með logandi kerti til ör- yggis, en það reyndist ástæðu- laust, því svo víða var bráðnað upp á yfirborðið að hreint loft lék um allt,. Leið tíminn furðu- fljótt og var langt liðið á kvöldið áður en varði. Allir vorum við á mannbroddum og bundnir sarnan. Þarna niðri rauk víða úr malarbyngjum og einum hellinum má líkja við í- þróttahöllina í Laugardal — í smækkaðri mynd. Er kvölda tók var kominn hörkugaddur og um nóttina skall á ofsarok af austri með snjókomu, er hélzt f tvo daga. Haldið til byggða 28. jú’lí var farið að lægja hvassviðrið og létt hafði til. Lögðum við þá af stað og má segja að við höfum flogið ofan brekkurnar af Grímsfjalli nið- ur á Skeiðarárjökul, því að vindur blés i bak okkar og rifahjarn var. Þá var komið glaðasólskin og útsýni mikið. Stefndum við beint á Færines- tinda, sem eru austan Skeiðar- árjökuls. Smám saman fór jökullinn að breyta um svip, úfnaði og varð illfærari- Að þvi kom svo að við þurftum að taka af okkur skíðin og binda allan farangur á bakið. Um miðnættið höfðum við náð Færinestindum og áðum þar í einhverju hrikalegasta tjaldstæði, sem hugsazt getur, milli himinhárra jökulbungna. Við vorum snemma á fótum næsta dag að venju og enn skein sólin á skaðbrunnin andlit okkar. Gengið var nú niður af skriðjöklinum fast við Jökul- fell, þar sem Skeiðará beljar fram undan með þungum dun- um og boðaföllum- Er það stór- fengleg sjón. Fórum við í Bæj- arstaðaskóg, en þar skildum við farangurinn eftir, ætluðum að reyna að fá bfl til að sækja hann. Nú lá leið okkar yfir eyrarn- ar að Skaftafelli og óðum við Morsá sem var aðeins hnédjúp. Á Skaftafelli var okkur tekið af hinni alkunnu íslenzku gest- risni og sendum við Ragnari Stefánssyni bónda þar og konu hans beztu þakkir ókkar. Sím- uðum við nú að Svínafelli og báðum um bíl, en þar fengum við þær fregnir að ófært væri á bílum inn í Bæjarstaðaskóg vegna Skeiðarár, sem rann fast við Skaftafellsheiði. Þorsteinn Jóhannsson á Svínafell bauðst þó til að ná í farangur okkar á hestum, hvað hann og gerði, og er það ekki í fyrsta skipti sem hann hefur komið okkur til aðstoðar. Meðan einn okkar náði í far- angur ásamt Þorsteini fóru sumir í heyskap, en aðrir gengu upp að Svartafossi. Og er klukkan var sex að kvöldi 30. jú'lí kom Bjöm Pálsson á flug- vél sinni og flutti okkur til Reykjavíkur. Lauk þar skemmtilegri ferð. Til gamans má geta þess að er við vorum staddir á Gríms- fjalli bárust þær fregnir um talstöðina að einum af ferða- löngunum hefði fæðst sonur og þóttu það skemmtileg tíðindi- Þátttakendur í þessari ferð voru: Birgir Rafn Jónsson skrifstofustj., Freyr Bjartmars. MyrKlir og texti: Jörundur Guðmundsson offsetprentari, Garðar Siggeirs- son ver zlunarstj óri, Gunnar Gunnarsson húsasmíðameistari, Hákon Sigurðsson rafvirki, Jör- undur Guðmundsson prentari Og Pétur Þorleifsson reiðhjóla- smiður er var leiðangursstjóri. J. G. „Tilraunaskóli — 625” í vor var blaðamönnum boð- ið að skoða bama- og ung- lingaskóla nokkurn í Moskvu, Tilraunaskóla - 625. Við þenn- an skóla er starfandi rann- sóknarstöfnun, sem gerir til- raunir í kennslumálum. Forstöðumaður þessarar stofnunar, dr. Shapovalenko, skýrði frá starfsemi hennar og þeim árangri sem náðst hefur frá því að hún tók til starfa. Stofnunin vinnur að bættu kennslufyrirkomulagi í barna- og unglingaskólum, skipulegg- ur skólabyggingar, finnur upp^ Deildarhjúkrunarkona Staða deildarhjúkrunarkonu við lyflækningadeild Borgarspítalans í Fossvogi, er laus til umsóknar Staðan veitist frá 1. nóv. n.k. eða eftir samkomu- lagi. — Laun samkvæmt kjarasamningi borgar- innar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur, Heilsu- verndarstöðinni fyrir 1. sept. n.k. Upplýsingar um stöðuna veitir forstöðukona spítal- ans, sími 41520. Reykjavík, 4. ágúst 1967. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. og ser um framleiðslu á hag- nýtum kennslutækjum. Mark- miðið er að finna aðferðir til að gera starf kennarans árang- ursríkara og auka námsárang- ur nemenda. í Sovétríkjunum hefst skólaganga almennt um 7 ára aldur og að loknu 10 ára námi geta nemendur hafið nám við æðri skóla. í þessum skóla stunduðu fjórir neðri bekkirnir nám í einni kennslustofu, en sex efri bekkirnir í sérkennslustofum fyrir hverja námsgrein. Þess- ar sérkennslustofur voru bún- ar öllum hugsanlegum kennslu- tækjum og þar var fullkomin aðstaða til verklegrar kennslu. Áberandi var hversu kennslu- kvikmyndir voru mikið notað- ar. Þessar kennslukvikmyndir voru stuttar, 3—5 mínútna myndir. í hverri kennslustofu voru sýningarvélar, bæði til að sýna kvikmyndir og skugga- myndir. Sýndar voru nokkrar slíkar myndir, m.a. um bygg- ingu atómsins og gerð eyrans. Þar sem tungumálakennsla fór fram voru notaðar myndir sem nefndust „Horfðu á, hlustaðu og endurtaktu". Þegar hefur verið komið upp kvikmynda- og skuggamyndasafni við skól- ann, sem kennarar hafa aðgang að. Dr Shapovalenko skýrði frá því, að með tilkomu nýrra kennslutækja og eftir að kennslan hafi verið að miklu leyti gerð verkleg, hafi náms- árangur stórum aukizt. Hann sagði einnig, að nemendur hafi verið mun fljótari að skilja og tileinka sér námsefni eftir að hafa horft á kennslukvikmynd- ir. Rannsóknarstofnunin heldur áfram störfum sínum i þógu fullkomnara skólakerfis. Guðrún Kristjánsdóttir. t i 4 á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.