Þjóðviljinn - 09.08.1967, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.08.1967, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÖÐVTLJINN — Miðvilkuéagur 9. JÚJÍ 1967. Tónlistarhátíð Norðurlanda haldin í Reykjavík í sept. Jón Lcifs □ Síðan 1947 hefur Tón- listarráð Norðurlanda, eða „norrænir tónlistardagar11 verið haldnir reglulega 1 höfuðborgum Norðurlanda. Þessi tónlistarhátíð var haldin í Reykjavík í júní 1954 og nú er röðin aftur komin að Reykjavík. Tón- listarhátíð Norðurlanda verður haldin dagana 17. til 23. september n.k. Dómnefnd með fulltrúum frá öllum Norðurlöndum valdi tón- verk þau, sem flutt verða á fernum tónleikum. Auk þess verður hátíðasýning i Þjóðleik- húsinu á leikritinu ,,Galdra- Loftur“ með tónlist eftir Jón Leifs. Stjórnandi verður Páll P. Pálsson. Ríkisútvarpið og Sinfóniu- hljómsveitin hafa tekið að sér framkvæmd hátíðarinnar og bjóða upp á sérstaka íslenzka hljómsveitartónleika í hátíðar- vikunni. Þar er ætlunin að gefa yfirlit yfir íslenzkar hljómsveit- artónsmíðar eftir tónskáld á öllum aldri. Svo sem áður er sagt, valdi norræn dómnefnd verkin á ferna tónleika. Tvennir tónleik- anna verða hljómsveitartónleik- ar, sem Sinfóniuhljómsveit ís- lands flytur, en tvennir verða kammertónleikar, sem Musica Nova sér um. Stjómandi hljóm- sveitartónleikanna verður Boh- dan Wodiczko. Dagskrá hátíðarinnar verður sem hér segir: Sunnudaginn 17. september, hátíðarsýning í Þjóðleikhús- inu. „Galdra-Loftur“ með tón- list eftir Jón Leifs. Mánudaginn 18. september, Páll Kr. Pálsson kammertónleikar í umsjá Mus- ica Nova. Þar verður flutt „Hringspil" eftir Pál P. Páls- son, kórverk eftir Bjarne Slöge- dal, Vagn Holmboe og Jón Leifs. „Elegía" eftir Thor Bre- vik, píanótónsmíðin ,Gaffkys“ eftir Gunnar Berg og blásara- oktett eftir Rautavaara. Þriðjudaginn 19. september verða hljómsveitartónleikar. Flutt verður „Serenade" eftir Bjöm Fongaard, píanókons- ert eftir Hermann Koppel, en þar mun höfundur sjálfur leika einleik, og sinfónía nr. 2 eft- ir Osmo Lindeman. Fimmtudaginn 21. september verða aðrir k.ammertónleikar Þar leikur kvartett undir for- ustu Bjöms Ólafssonar strok- kvartetta eftir Deák, Rydman, Werle, og Salmenhaara. Önnur verk verða ,,Suomi“ eftir Her- manson. „Risposte 1“ eftir Nau- mann og „Magnificat" eftir Hovland. Páll ísólfsson Föstudaginn 22. september verða síðari hljómsveitartón- leikarnir. Þar verður flutt „Mu- tanza“ eftir Lidholm, „Sinfón- ía“ eftir Kokkonen, „Respons“ eftir Nordheim. Guðrún Tómas- dóttir mun syngja einsöng í „A L’inconnu" eftir Rovsing- Olsen og Ruth Little Magnús- son í „Herbsttag" eftir Borup- Jörgensen, en tónleikunum lýk- ur með sinfóníu Leifs Þórarins- sonar. Á tónleikunum, sem Sinfón- íuhljómsveitin og Ríkisútvarpið halda miðvikudaginn 20. sept- ember, verður flutt „Passa- caglia“ eftir Pál ísólfsson, „Adagio" eftir Jón Nordal, „Þrír Davíðssálmar" eftir Her- bert H. Ágústsson, sem Guð- mundur Jónsson syngur, „Söng- lög“ eftir 'Fjölni Stefánsson, sem Hanna Bjarnadóttir syng- ur, „Hlými" eftir Atla Heimi Sveinsson og „Rapsódía" eftir Jón Ásgeirsson. Leifur Þórarinsson Styrkur til há skélanáms í Sovétríkjunum Sovézk stjómarvöld bjóðafram styrk handa Islendingi til há- skólanáms í Sovétríkjunum námsárið 1967—68. Nemur styrk- urinn 90 rúblum á mánuði til styrkþega, sem ekki befur lokið háskólaprófi, en 160 rúblum á mánuði, ef um er að raeða fram- haldsnám að loknu háskólaprófi. Auk þess mun styrkþegi fá ó- keypis húsnæði í stúdentagarði. Umsófcnum um styrk þennan skal kcmið til menntamálaráðu neytisins, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg, fyrir 25. ágúst n.k og fylgi staðfest afrit prófskfr- teina ásamt meðmælum. Um- sóknareyðublöð fást í mennta- málaráðuneytinu. Búizt er við skemmtilegri keppni á afmælismóti ÍR Á 60 ára afmælismóti ÍR n. k. föstudag verða valdar grein- ar, sem mesta athygli hafa vak- ið í sumar og er þar fyrst og fremst kúluvarpið og átta hundruð metra hlaup en í báð- um þessum greinum hefur met- ið verið slegið og í kúluvarp- inu allverulega, en þar hefur Guðmundur Hermannsson vak- ið sérstaka athygli fyrir hinar ótrúlegu framfarir sem hann hefur sýnt á sl. ári, og ekki má gleyma unglingunum en þeir hafa einnig náð allgóð- um árangri í þessari grein. í átta hundruð m hlaupi hef- ur metið verið bætt tvívegis af ungum og efnilegum hlaupara,- Þorsteini Þorsteinssyni, og er það nú 1.50,2 mín. sem er ágætur árangur, en Þorsteinn er í stöðugri framför og má því fljótlega búast við því að hann hlaupi 800 m á skemmri tíma en 1,50 mín. En í 800 m eigum við einnig fleiri ágæta hlaupara sem hafa stöðugt ver- ið að bæta tíma sinn. Ein greinin á mótinu verður sleggjukast, en í þeirri grein hefur Þórður B. Sigurðsson eiginlega verið einvaldur um 15 ára bil, en nú er kominn fram á sjónarsviðið kastari, Jón H. Magnússon, sem hefur í sum- ar ógnað meti Þórðar og er ekki ólíklegt að það fjúki bráð- lega því að hann hefur á æf-1 ingum kastað lengra heldur en gamla metið, sem er 54,23 m og er síðan 1961. Valbjörn Þorláksson hefur í sumar náð ágætum árangri í mörgum greinum og m.a. átt mjög góða tilraun við 4.50 m í stangarstökki. Ættj hann, ef hann einbeitti sér að því, að geta bætt metið stórlega, en eins og allir vita keppir hann alltaf í mjög mörgum greinum á hverju móti og nú síðast á íslandsmeistaramótinu hlaut hann 8 af 17 meistaratitlum á mótinu. Má því með sanni segja að hann sé hálft KR- liðið. Fram á sjónarsviðið er Hávaðinn er ein mesta plága nútímans, segir í nýjasta hefti af UNESCO-tímaritinu „Cour- ier“, sem er helgað óværi af öílu tagi. Taugatruflanir, heyrn- artjón og líkamlegir og sálrænir erfiðleikar er það sem við greiðum fyrir ferðaflýti og „þægilegri" tillveru. En það er hægt að draga úr sfcarkalanum. Hér eru nokkur fróðleikskorn úr ,,Courier“: □ Bifhjólaiðnaaðurinn leggur sig fram um að bæta hljóð- nú einnig að koma nýr stökkv- ari sem virðist vera að ná haldi á trefj astönginni. í hástökki er yfirleitt um góðan árangur að ræða hjá fyrsta manni Jóni Þ. Ólafs- syni, en hann er einn af þeim mönnum, sem hefur bætt sig stórlega á sl. sumri og náði strax í vor mjög góðum ár- angri , hástökkinu og stökk langt yfir tvo metra, en hin lélega atrennubraut í hástökki í Laugardalnum hefur háð honum mikið. — Þar sem nú verður keppt á Melavellinum á afmælismótinu, þá verður met- ið, einnig í hástökkinu, í hættu. deyfa, en samkvæmt skýrsln frá Evrópuráðinu eru eftir- sóttustu bifhjólin engan veg- inn þau sem minnst heyrist í. _ □ í Frakklandi er bannað að nota ferðaútvarpstæki f járnbrautarlestum, strætls- vögnum og langferðabílum, neðanjarðarlestum, á götum og opinberum torgum, í al- menningsgörðum og á bað- ströndum. Hávaði er plága INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SlMI 10140 íslenzka landhelgisgæzlan óskar sölutíl- boða í þyrlu, til notkunar við eftirlits- og björgunarstörf. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri. Frá Árbæjarsafni Hér er mynd af gömlum jarðyrkjuverkfærum og bendir örin til dæmis á herfi, sem Torfi í Ólafsdal smíðaði á sínum tíma. Þá er þarna gamall vatnspóstur með miklu flúri frá fyrri öld hér í bæ. Ungt og gamalt í Arbæjarsafni Úrvalslið kvenna gegn FIF í kvöld Danmerkurmeistararnir í hand- knattleik kvenna, FIF, keppa í kvöld í íþróttahöllinni í Laugar- dal gegn úrvalsliði, sem þeir Þórarinn Eyþórsson og Birgir Björnsson hafa valið. Úrvalslið- ið verður þannig skipað: Jónína Jónsdóttir FH Regína Magnúsdóttir Fram Sigrún Guðmundsdóttir Val Sigrún Ingólfsdóttir Val Ragnheiður Lárusdóttir Val Björg Guðmundsdóttir Val Geirrún Theódórsdóttir Fram Díana Óskarsdóttir Ármanni Hansína Melsted KR Herdís Björnsdóttir Breiðabl. Elín Guðmundsdóttir Víkingi. Á undan þessum leik verður bæjarkeppni milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar f karöaflokki, og hefst sá leikur kl. 8.00. ( i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.