Þjóðviljinn - 09.08.1967, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 09.08.1967, Blaðsíða 12
Við erum vanþróai velferðarríki — að áliti sænsks fulltrúa á Norræna æskulýðsmótinu, Anders Calbergs sem hefur sínar ákveðnu skoðanir á íslenzkum efnahagsmálum ■ Á mánudaginn var Nor- ræna æskulýðsmótinu slit- ið í Reyfejavík og héldu mótsgestir hver til síns heima í gærdag. Mótið stóð yfir í viku og var reynt eftir megni að kjmna þátttakendum „ís- land nútímans“, haldnir voru fyrirlestrar um utan- ríkisstefnu íslands, efna- hagsmál og atvinnulíf á ís- landi. farið í ferðalög o.fl. ■ Að öllum líkindum verður það erlendu gest- unum minnisstæðast frá þessu móti þegar forsætis- ráðherra fslands lýsti því hátíðlega yfir að hann hefði nú ekkert kynnt sér Vietnam-vandamálið og að við værum alveg hlutlaus í því máli! Þetta og fleira vafeti furðu mótsgesta, enda rnunu svipaðar yfir- lýsingar hafa verið gefn- að á mótinu þegar við- Myndin er Jekin á Hótel Sögru þar sem gestir á Norræna komandi aðilum þótti ein- æskulýðsmótinu snæddu að jafnaði. Til hægri er Daninn hver mál vera of viðkvæm Sören Westergárd, fulltrúi Socialistisk Ungdomsforbund og til þess að hægt væri að tíl vinstri Svíinn Anders Calberg frá Vánsterns Ungdoms- ræða þau. förbunnet. Einn af mótsgestum viar Anders Calberg, forseti æsku- lýðssamtailia sænskra komm- únista: Vánstems Ungdoms- förbunnet. Anders er á þrí- tugsaldri og stundar nám í hagfræði í Stokkhólmi. Var rætt stuttJega við hann í gær þar sem hann sat að snæðingi í Súlnasal Hótel Sögu ásamt flleiri norræmim seskulýðs- leiðtogum. Þótti tilhlýðilegt að for- vitnast fyrst örlítið um starf- semi Vanstems Ungdomsför- bunnet. — Meðlimir í samtökunum eru um átta þúsund og láta deildimar í Stokkhólmi og Málmey mest að sér kveða, sagði Anders. — Við störfum mikið út á við, má semdæmi nefna að við efnum til mót- mælaaðgerða og hefur tilefn- ið oftast verið innrás Banda- ríkjanna í Vietnam, a. m. lc. upp á síðkastið. Þá hefur einnig verið efnt til mótmæla- aðgerða í mörgum sænskum borgum vegna staðbundinna vandamála. Við skipuleggjum fræðslu um marxisma á ýmsum vinnustöðum og höldum tíð- um fundi á götum og torg- um og látum fólík fá dreifi- bréf fyrir utan jámbrautar- og strætisvagnastöðvar. Við tefijum mikilvægt að koma bannig skoðunum okkar á framfæri við almenning. Þegar minnzt er á Vánst- erns Ungdomsförbunnet má ekki gieyma því að nafn fé- lagsskaparins var áður Demó- kratisk Ungdom. Varð nafn- þreytingin um svipað leyti og hjá flokknum. hann hét áður Sveriges kommunistiska parti en nafninu var breytt f Vánsterpartiet — kommunist- ema. Um þessar nafnaibreyt- ingar sagði Anders: — Það komu fram tvær tiliögur og við urðum að fara milliveg- inn. Meiningin er eð reyna að safna öllum vinstrisinnum saman í einn flokk. Á næs+a ári eru almennar kosningar í Svíþjóð og þá munum við bjóða fram ásamt öðrum. Við munum leggja allt kapp á að ná saman öllum þeim sem eru hlynntir sósíalistískri stefnu. Þegar vikið var að Norræna æskulýðsmótinu sagði Anders: — Sem skemmtiferð var Islandsförin fyrsta flokks, en raunhæft gildi mótsins fyrir norræna samvinnu var ekk- ert. Það ríkir mikill áhugi meðal sænsikra sósíalista fýr- ir norrænni samvinnu sem kæmi sem mótvægi gegn Nató og Efnahagsbandlaginu. Það væri hægt að koma á miklu meiri samvinnu milli Norðurlandanna í efnahags- málum er, nú er, landamær- in hafa ekki lengur í för með sér þær tálmanir sem í eina tíð. — Á þessu móti voru eng- ar pólitískar ályktanir gerðar né átovarðanir teknar og þess- vegna kom ég með þá til- lögu að stofnað yrði norrænt æskulýðsráð sem starfaði allt árið og hefði það hllutverk með höndum að meta þau mál sem mikilvægust væru á hverjum tíma fyrir norræna samvinnu — og gera áætlanir fyrir mótin. — Ég hafði bæði gagn og gaman af því að hitta og ræða við félaga úr Æskuiýðs- fylkingunni og þá sósíalista sem voru á mótinu, frá Dan- mörku og Pæreyjum. Við slík kynni skapast reynsla sera getur komið sér vel síðar í baráttunni. Ég hef áður tekið þátt i norrænum mótum, bæði svip- uðu því, sem nú var haldið í Reykjavík og eins þingum norrænna sósíalista, sem hald- in eru tvisvar á ári og sem ég vona að íslendingar taki meiri þátt í framvegis. — A Norræna æskulýðs- mótinu hefurðu hlustað á fyrirlestra og tekið þátt íum- ræðum um m.a. íslenzk efna- hagsmál. Hvaða hugmyndir hefurðu um íslenzktefnahags- líf og atvinnumál, nú þegar mótinu er lokið? — Ég tel Island tvímæla- Iaust með vanþróuðu löndun- um. Ekki vegna þess að þið séuð svo fátæk, heldur vegna þess hvemig atvinnulífið er byggt upp efnahagslega. Þið eigið við mörg sömu vanda- mál að glíina og vanþróuðu löndin, og aiveg eins og þau, leitið þið til erlendra aðila um fjárhagsaðstoð. Slíkt væri mögulegt ef þið hefðuð eftir- lit með fjármagninu, en svo er ekki. Ég er sannfærður um það að þróunin í efnahagsmálum Islendinga er hættuleg og að tvímælallaust verði að finna aðrar leiðir til úrlausnar. Fulltrúi Socialistisk Ung- domsforbunds (Æskulýðsfélags SF-flokksins) á mótinu var Sören Westergárd, liðlega tví- tugur Kaupmannahafnarbúi. Hann kvaðst vera ánægður með mótið en saknaði þess að ekki voru fleiri fulltrúar frá pólitískum félögum, t.d. mættu aðeins tveir fulltrúar frá dönsku flokkunum. — Hvað er að frétta af Aksel Larsen? spurðum við náttúrlega fyrst. — Það eru heldur erfiðir tímar hjá honum, eins og greinilega kom í ljós á flokks- þinginu. Þar deildu vinstri- menn í flokknum á Aksel Larsen fyrir að halda ekki nógu ákveðið fram samþykkt- um flokksins um utanríkis- rnál og eins ásökuðu þeir hann fyrir að „Moms“-skatturinn frægi hefði aldrei komizt í framkvæmd ef hann og hans menn í SF-flokknum hefðu ekki stutt fjárlagafrumvarpið, sem þeir gerðu til þess að ríkisstjóminni yrði ekki steypt. Líka var deilt harð- lega á Larsen fyrir að hafa greitt atkvæði með hernaðar- útgjöldunum — í fyrsta sinn. — En alllangur tími er nú liðinn frá þinginu og tel ég að heldur sé að draga í sam- komulagsátt og að Eyjólfur sé að hressast. Um Socialistisk Ungdoms- forbund sagði Sören að starf- semin væri ekki eins mikil og þeir kysu en þó hefðu margir meðlimir bætzt í fé- lagið þegar fylgi SF-flokksins jókst svo sem raun varð á. Við höldum námskeið og fundi, oft í fyrirlestra- og spurningaformi. Og það er líklega vegna þess hve SF- flokkurinn er ungur að árum að Socialistisk Ungdomsfor- bund hefur mun meiri mögu- leika á því að hafa áhrif á stefnu flokksins heldur en æskulýðsfélög annarra flokka í Danmörku. Að lokum kvaðst Sören hlakka til norræna æskuiýðs- mótsins sem haldið verður í Álaborg á sumri komanda — þegar norræna æskulýðsárinu lýkur, og vonaðist til að þar myndu hittast margir fulltrú- ar frá norrænum stjórnmála- félögum. — R. H. Kviknar í húsi Skömmu fyrir miðnætti í nótt kviknaði í tveggja hæða húsi við Frakkastíg 21. Fjölskyldan er bjó á miðhæð og í risi hússins var fjarverandi. en kona á fyrstu hæð varð elds- ins vör. Þegar blaðið fór í prent- un voru slökkviliðsmenn að rjúfa gat á þak hússins til þess að komast fyrir eldinn. Innbrotsþjófar Um kl. 5 aðfaranótt mánudags handtók lögreglan tvo ölvaða pilta, sem höfðu brotizt inn í skrifstofu i Garðastræti 2. Maður nokkur sem býr í húsinu hafði vaknað við skarkalann og ger-t lögregktnni viðvart. Síldaraflinn um 13 þúsund lestir síðustu sólarhringa Midvikudiagur 9. júli 1967 — 32. árgangur — 175. töluþlað. AAikil fiskigengd á Þistilfirði 50 lestir aí þorski fengust í einu kusti SIGLUFIRÐI 7/8 — Um hádegi á mánudag kastaði Hring- ur frá Siglufirði á þorskagöngu í Þistilfirði og fékk í þessu eina kasti 50 til 60 tonn af þorski. Er þetta stærsta kast í þorskanót, sem bátur hefur fengið að veiðum fyrir Norður- landi síðan þorskanót var tekin í notkun. Hringur er 7ft tonn að stærð og náði að innbyrða kastið. í fyrrakvöld fékk svo Haförninn frá Grímsey, 30 tonna bátur, stórt kast á svipuðum slóðum af þorski í þorskanót og fyllti sig. Hringur kom Haferninum til aðstoðar og bætti á sig úr þessu kasti og hafði þá innbyrt um 75 tonn af þorski sem afla eftir daginn. Hringur hélt síðan til Siglu- fjarðar af þessum fengsælu mið- um. Hann varð þó að leita hafn- Drukknaði í læk Um hádegi sl. sunnudag var saknað manns frá vistheimilinu við Akurhól á Rangárvöllum. Á mánudagskvöld fannst lík mannsins í læk þar skammt frá. Maðurinn hét Gísli H. Erlends- son úr Reykjavík. Hann var 62 ára gamall og hafði dvalizt á vistheimilinu í 4 ár. ar á Húsavík og losa þar 20 tonn á land til þess að létta á sér. Hringur náði hér til hafn- ar um þrjú leytið í dag og er nú verið að skipa hér á land 55 tonnum af þorski og fer hann til vinnslu í frystihúsinu. Mikil fiskgengd hefur verið síðustu daga á Þistilfirði og hafa menn með handfæri á trillum dregið um tvö tonn af þorski á dag. — Kolbeinn. Danir unnu 15:8 1 gærkvöld fór fram hand- knattleikskeppni milli dönsku meistaranna FIF og Vals og unnu dönsku stúlkumar með 15 mörkum gegn 8. I hálfleik stóðu leikar 5 gegn 4 dönsku stúlkunum í hag. Þá fiór einnig fram bæjar- keppni miilli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar í handknattleik og unnu Hafnfirðingar með 21 gegn 19. ’"VV. ■' f Forsetíkomín úr Ameríkuför ■ Undanfarna sólarhringa hefur verið reytings- afli á síldarmiðunum austur og norður í hafi, sól- arhringsaflinn komst þó upp í 7035 lestir á sunnu- dag. Á fösitudag og aðfaranótt laug- ardags var þræla á síldarmiðun- um og engin veiði, en á laugar- daginn tilkynntu 6 skip um afla, •saamfcaite 2410 lestir. Næsta sólarhring komst svo síldaraflinn upp í 7035 lestir ó 18 skipum, en i gær voru síldar- fréttirnar sem hér segir: Ver5isvaaðið er 50—60 mílur suðvestur af Svalbarða. Samtals tilkynntu 8 skip um afia, 3.390 lestir. Raufarhöfn: Fylkir RE 750 Iestir, Helga GuðmundsdóttirBA 450, Fífill GK 320.' Daiatangi; Guðlbjörg ÍS 750, Kristján Valgeir NS 360, Helga II RE 300, Sigurvon RE 210, Gunnar SU 250 lestir. Aflann eru skipin ýmist með á landleið, eða þau hafa landað honum í flutningaskip. Forseti Islands, herra Asgeir Asgeirsson, kom til iandsins úr Kan- ada- og Bandaríkjaför sinni s.l. sunnudag. Myndin var tekin á Keflavíkurflugvelli, er forsetinn steig út úr flugvélinni, Rolls Royce flugvél Loftlciða, Leifi Eiríkssyni. Að baki honum í landgöngu- stiganum or Emil Jónsson utanríkisráðherra. Sósíalistafélag Reykjavíkur: Skemmtíferð í Þjórsárdal ■ Sósíalistafélag Reykjavíkur efnir til skemmti- ferðar í Þjórsárdal sunnudaginn 13. ágúst n.k. Skoðaðir verða helztu merkisstaðir í dalnum. Fararstjóri Björn Þorsteinsson sagnfræðingur. * Félagar eru hvattir til að taka þátt í ferðinni og tilkynna þátttöku sína hið allra fyrsta til skrif- stofu félagsins, sími 17510. Skrifstofan er opin frá kl. £—7, alLa yirka daga. '8

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.