Þjóðviljinn - 15.08.1967, Page 6
g SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Þriðíudagar 1S. ágúst 196T
Sagt frá aukaþingi danska SF-flokksins
Aukin áhrif þeirra sem
gagnrýna Aksel Larsen
Ahrif þeírra, sem gagnrýna
Aksel Larsen hafa aukirt. All-
ir þingmennirnir, sem voru
kosnir í nýju flokksstjómina,
gagnrýna Larsen og sama sinn-
is er helmingur fulltrúa í nýju
flokksstjóminni.
— Svo það er haegt að tala
um stórþvott?
— Ég mundi heldur segja að
mehn hafi gert sér grein fyrir
skoðanaágreiningi í flokknum
og það hafi verið mjög nauð-
synlegt, enda kom það í Ijós
að andstæðurnar voru ekki
miklar. Og ekki varð vart við
vott af klofningshneigð. Öfugt
við það, sem var á þingi okkar
í vor, létu fulltrúar unga fólks-
ins lítið að sér kveða. Hins veg-
ar tóku margir hinna nýkjömu
þingmanna mjög eindregna af-
stöðu. Umræður á þinginu
snerust fyrst og fremst um inn-
anlandsmál. Skattamál, samn-
ingar við ríkisstjórnina, sam-
vinna við sósialdemókrata og
„prísinn“ sem skyldi settur
upp, þetta voru helztu um-
ræðuefni.
— Var mikill ágreiningur um
samningana við rikisstjómina
og samvinnu við sósialdemó-
krata?
Vinstri armurinn i SF hefur betur í stórþvofti
fyrir opnum tjöldum sagði Information í grein
um aukaþing danska flokksins fyrir rúmum '
mánuði. Aksel Larsen var að vísu endurkjör-
inn án mótframbjóðanda, en varð að taka því
að 60 af 159 fulltrúum skiluðu auðu í for-
mannskjörinu. Táknar þetta að SF hafi breytt
um pólitíska stefnu?
Hér fer á eftir viðtal sem norska blaðið Ori-
entering átti við varaformann norska SF
flokksins, Ola Bonnevie, af þessu tilefni, en
hann var fulltrúi Norðmanna á aukaþinginu.
Larsen og Jens Otto Krag ræftast vift.
— Það var harðlega gagnrýnt
hvernig þetta gerðist eftir
kosningamar í nóvember, en
það táknar ekki að það sé al-
menn andstaða gegn lauslegum
samvinnusamningi við sósíal- •
demókrata, eins og sú sam-
vinna ér nú framkvæmd. Ég
get nefnt það, að Aksei Larseh
lét í ljós ákaflega „pragma-
tísk“ viðhorf í framsöguræðu
sinnj og urðu ýmsir til að
gagnrýna þau. Hér er dæmi úr
ræðu hans:
„Höfuðviðfangsefni flokks
okkar nú er ekki að boða
blessun sósíalismans um land-
ið og útmála af mælsku, hvað
við viljum „héreftir", hverju
við lofum af dásemdum og ei-
lífu sólskini — það fer eðli-
lega fyrir ofan garð og neð-
an hjá hinum mörgu sem eru
að fást við eigin vandamál nú.
Það sem við getum boðið þeim
verður að vera raunhæf fram-
faraspor hér og nú“.
Það er hægt að slá því
-<S>
Hreindýrahirðir í Sovétríkjunum
föstu að þessi einkennandi
„pragmatíska“ afstaða stendur
ekki jafn föstum fótum í
flokknum og áður.
— En það er ekki hægt að
segja að aukaþingið hafi- lýst
vantrausti á Aksel Larsen?
— Hann verður áfram
fremsti talsmaður flokksins út
á við. Hann er duglegur og
ráðríkur stjórnmálamaður og
það er ekki út í bláinn að
danski SF flokkurinn er kall-
aður flokkur Aksels Larsens.
En því er ekki að neita, að það
stendur stríð um hann og það.
að hve miklu leyti menn skuli
fylgja honum í gegnum þykkt
og þunnt. Hann setur skoðan-
ir sínar fram afdráttarlaust,
eins og hann sýndi greinilega
þegar hdnn yfirgaf danska
kommúnistaflokkinn og stofn-
aði SF. Margir halda því nú
fram, að hann taki of lítið
tillit til flokksstjórnarinnar á
ýmsum sviðum. Það er líka
hægt að spyrja hve lengi mað-
ur geti verið í svona ráðandi
stöðu í flokki fram yfir 'upp-
hafstímann. Hins vegar er það
Ijóst að hann nýtur mikils
fylgis við sjónarmið sín úti
meðal kjosenda.
— Það var rætt í hvers kon-
ar kringumstæðum var geng-
ið til samninga við ríkisstjórft-
ina í fyrra?
— Já og Aksel Larsen var
gagnrýndur fyrir að hann hafði
ekki kallað saman flokksstofn-
anir strax eftir kosningarnar,
því var haldið fram að það
hefði valdið miklum vafa um
meginstefnu flokksins. Margir
sögðust vera hræddir um að
Aksél Larsen hefði gengið til
samstarfs við sósíaldemókrata
án þess að þeir hefðu slegið
neitt verulega af t.d. í utanrík-
ismálum. Það komu fram tvær
tillögur um stjórnmálaálykt-
un, og í þeim birtust ágrein-
ingslínurnar greinilega. Önnur
tillagan lagði meirj áherzlu á
meginmálefni, lagði áherzlu á
virkari utanríkisstefnu og
minni pragmatík í innanríicis-
málum. 1 hinni tillögunni var
meiri áherzla lögð á dagleg
störf, nauðsyn raunhæfs sam-
komulags o.fl. Tíu manna
nefnd sem skipuð var fimm
úr hvorum „herbúðum" náði
síðan samkomulagi um sam-
•eiginlega stjómmálaályktun,
sem var síðan samþykkt ein-_
róma.
— Sem sagt enginn úrslita-
sigur fyrir gagnrýnendur Lar-
sens?
— Nei, og margir héldu því
fram að gagnrýnin á hann
hafi verið heldur í lausu lófti.
Þegar margir þingmenn kvört-
uðu yfir því að þeir hafi hálf-
partinn verið neyddir til að
greiða atkvæði í samningunum
í fyrrahaust, var þeim bent
á það, að þeir hefðu ekki bara
átt að greiða atkvæði og gagn-
rýna síðan málsmeðferð, heldur
hefðu þeir átt að taka opinber-
lega ákveðna afstöðu og greiða
atkvæðí gegn því sem þeir
voru ekki sammála, Aksel Lar-
sen fékk stuðning við sjónar-
mið sín frá þekktum verka-
lýðsforingjum, sem skýrðu frá
því af eigin reynslu að það
væri nauðsynlegt að reka
stjórnmálastefnu sem léti sig
varða dagleg mál og vær;
reiðubúin til samkomulags í
ýmsum málum ef einhver ár-
angur ætti að nást á vinnu-
stöðum.
— Þvi er haldið fram að
Wílly Brauer borgarstjóri í
Kaupmannahöfn, sem einnig er
þekktur úr forystu verkalýðs-
samtakanna, stefni að for-
mennsku í flokknum ef tæki-
færi gefst?
— Brauer lagði ekkert til
málanna á þingimi. Það lítur út
fyrir að hann bíði þess að
tíminn líði. Hann fékk flest
atkvæði allra sem voru kosnir
í nýju flokksstjórnina.
— Hvað um áætlanir um að
SF gefi út eigið dagblað?
— Þær voru frystar. Að
nokkru leyti vegna þess að
slíkt blað hlyti að verða
Kaupmannahafnarblað og að
nokkru leyti vegna þess að
það getur engan veginn komið
út á morgnana. Af því leiðir
að það nær ekki út um land
fyrr en næsta dag og stenzt
því ekki samkeppni. Ég get
Framhald á 9. síðu.
Stern bannað að
feirta endurminn-
ingar Svetlönu
HAMBOŒtG 9/8 — Vesiur-þýzk-
ur dómstóll hélt í dag fast við
bráðabirgðaúrskurð, en sam-
kvæmt honum er vikíuiblaðinu
Stern bannað að birta endttr-
minningar Svetíönu Sbalfnsdótt-
ur, en Stem segist bafa komizt
yfir þær í Moskvu.
Bannið var sett á samfcvænit
kröfu frá vikublaðinu DerSpíe-
gel, en það hefur keypt birting-
arrétt á endurminningunum a,:
talið er fyrir 480.000 mörk (tæp-
ar fimm miíljónir fsl. kr.).
Stutt gaman hjá
nngum þjéfum
LUNDI 10/8 — Átján ára gam-
all unglingur rændi í dag banka-
vagn og hafði með sér 20 þús-
und krónur sænskar.- Fór hann
strax í fataverzlun og dubbaði
sig upp og þaðan á bilasölu til
að kaupa sér farkost — var
hann handtekinn þar hálfum öðr-
um tíma eftir ránið. Ræninginn
hafði slegið bílstjóra banka-
vagnsins í rot.
Sir Alec vill að
Vietnam sé gert
hlutlaust ríki
LONDON 11/8—Sir Alec Dougl-
as Home, fyrrum forsætisráð-
herra Bretlands, gerði það að
tillögu sinni í gær, að komið
yrði á hlutleysi í Vietnam und-
ir alþjóðlegu eftirliti til þess að
binda endi á styrjöldina þar.
f grein í blaðinu „Spectator"
skrifar sir Alec, sem nú er tals-
maður íhaldsflokksins í utanrík-
ismálum, að reyna verði að finna
lausn á vandamálum Vietnams
svipaða þeirri, sem Genfarráð-
stefnan 1962 kom sér saman um
varðandi Laos.
Leifar af húsi
■ frá bronsöld
RINGKÖBING 11/8 — Prófess-
or Becker frá danska þjóðminja-
safninu, hefur við gröft í Thor-
sted. skammt frá Ringköbing,
fundið leifar af húsi frá brons-
öld, sem taldar eru til stórtíð-
inda í fomleifafræði.
Það er mjög sjaldgæft að
finna hús frá bronsöld, og af
þeim sökum hafa menn dregið
þá ályktun ,að bronsaldarmenn
hafi lifað hálfgerðu hirðingja-
lífi og búið í nokkurskonar tjöld-
um. Þær leifar sem nú hafa
fundizt bera hins vegar vott um
tiltödulega háþróaða verkmenn-
ingu í timburhúsagerð.
Barízt af kappi í Danmörku
fyrír LDS og marihuana
KAUPMANNAHÖFiN. — Varla heíur uin annað meira ver-
ið rætt í Danmörku undanfama mánuði en eiturlyfjalög-
gjö'f landsins. Margir þekktir menn og blöð hafa beitt sér
fyrir þvi að neyzla og sala marihuana og LSD verði leyfð
og telja að neyzla þeirra sé í engu skaðlegri en áfengis-
neyzla.
Arið 1970 verða mÖjón hrein-
dýr i Magadan héraði i Sov-
étríScjunvm og af þeim verða
740.009 í þjéðar'héraðinu Tsjúk
ota.
Á síðastliðnum 30 árum hei-
ur hreindýnaradrt vaxið hröð-
um 6krefum á Tsjúkotekaga.
Nú fást 25 samyrkjubú og 5
rffcisbú við hreindýrarækt þar.
Tekjur samyrkjubúanna hafa
aukizt nffált sfðan 1953
oa eru nú um 18 miljón rúbl-
ur.
Rikið leggur til tvo þriðju
af byggingarkostnaði samyrkju-
bænda. Þegar fjölskylda fær
t.d. 6000 rúblur í lán til hús-
byggingar þarf hún efcki að
borga nema einn þriðja aftur.
Hirðar gæta hreindýrahjarða
á víðáttum freðmýranna,
hundruð kítámetra frá byggðu
bóli. En þeir eru efcki hirð-
ingjar lengur. Eða hvemig er
hægt að kalla þá hirðingja,
þegar hver hirðir á sér hús í
þorpunum?
Róttækt blað, Politisk Revy,
hefur beitt sér mjög i þessu
máli. Kom fyrir nokkrum dög-
um út eintak af því, sem 1 var
m.a. nákivæmur leiðarvlsir um
meðferð þessara eiturlyfja, upp-
lýsingar um tegundir, verðlag
og áhrif. Þá er myndskreytt lýs-
ing af leiðangri ungs fólks und-
ir LSD-áhrifum um Dyrehaven,
kökuuppskriftir þar sem reifcn-
að er með marihuana, og auður
reitur var á einum stað í blað-
inu: ritstjórinn heldur þvi fram
að sá reitur hafi í nofckrum
Muta upplagsins verið vættur í
LSD: „Klippið út og tyggið"stóð
fyrir neðan.
★
Hætta var á því talin að lög-
reglan gerði þetta hefti af Poli-
tisk Revy upptækt.
Pd naia Samtök róttœfcra
stúdenta danskra gert samþykírt
þar sem hin opinbera afstaðatil
caríabis-lyfja (hashisih og mari-
huana) er gagnrýnd harðlega.
Þar segir, að efcki sé hægt að
sanna að neyzla þessara lyfja
sé á neinn hátt skáðlfegri fýrir
umhverfi manna en t.d. áfeng-
isneyzla. Þá segir að ef neyzln
þessara lyfja sé jafnað til glæps,
hafi það aftur í för með sér
aukna glæpi á öðrum sviðum.
Ennfremur er því slegiðföstu, að
afskipti löggjafans, af canabis-
neyzlu beri að skilgreina sem ó-
þörf afskipti af einkadífi af-
brigðilegs mir.nihluta.
i
i
1
1
i