Þjóðviljinn - 17.08.1967, Page 4

Þjóðviljinn - 17.08.1967, Page 4
4 SlÐA — MÓÐVILJINN — Fimmtudag!ur 17. ágúst 1967. Otgefandi: Sameíningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflofck- urinn. Ritstjórax: Ivai H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurðui V. Friðþjófssnn- Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj.; Eiður Bergmann. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skólarvörðust- 19. Simi 17500 (5 línur) — Askriftarverð kr. 105.00 á mánuöi. — tausasöluverð kr. 7.00- „Herrenvolk " og Islendingar \r Tslenzkir gróðaimenn í bandalagi við erlend auð- félög — móti verkalýðshreyfingunni og allri al- þýðu á íslandi; einmitt þetta virðist einn aðal- þátturinn í hernaðarfyrirætlun afturhaldsmanna á íslandi um þessar mundir. Verkalýðshreyfingin er orðin öflug ef hún beitir valdi sínu, Vinnuveit- endasambandið hefur reynslu af því. Það er held- ur ekki einhlítt þó vald ríkisstjórnar og meiri- hluta Alþingis sé lagt í hendur afturhaldsins, svo reyndist haustið 1963, þegar ríkisstjórn Sjálfstæð- isflokksins og Alþýðuflokksins hugðist setja þving- unarlög gegn alþýðusamtökunum en neyddis'f til að hætta við lagasetninguna á síðustu stundu, vegna þess að ljóst var að lögin yrðu að engu höfð. Ofurkapp Sjálfstæðisflokksins við alúmínsamn- ingana er engin tilviljun, né kröfur Morgunblaðs- ins uim að áfram verði haldið á þeirri braut. í erlendum auðfélögum sem hent geta morð fjár í herkostnað afturhaldsaflanna á íslandi í stríði þeirra gegn verkalýðshreyfingunni, sér íhaldið nú helzt fram'tíðarvon um völd og áhrif. Stórtap Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í kosningunum undanfarið bendir til þess að fjöldagrundvöllur Sjálfstæðisflokksins sé að bresta, þrátt fyrir allt það fé og aðstöðu sem hann hefur. Afturhaldið á íslandi óttast um þjóðfélagsleg völd sín og van- treystir því að íslenzkur stafkarlsauður dugi; nú þurfi erlenda bandamenn sem geti fleygt á borð- ið þúsundum miljóna ef takast mætti að hressa upp á fylgið. \r Tslenzk alþýða er að byrja að fá smjörþefinn af hinum erlendu auðfélögum í Straumsvík, og fádæimi er það „herrenvolk“ langt frá því að skilja íslenzka verkamenn, íslenzka verkalýðshreyfingu, íslenzkar aðstæður. Það kemur fram í framkomu á vinnustað og ekki sízt í deilunni við Verka- mannafélagið Hlíf, en þar er raunar „íslenzkur“ bandamaður, Vinnuveitendasambandið svonefnda með í spilinu. Nú hefur miðstjórn Alþýðusambands íslands lýst yfir fyllsta stuðningi sínum við Hlíf í deilunni, og segir orðrétt í yfirlýsingu Alþýðu- sambandsins: „Hlíf hefur áður gert samning við Strabag-Hochtief vegna jarðvinnslu í Straums- vík og er krafa félagsins sú, að ákvæði þess samn- ings verði nú einnig viðurkennd af Hochtief-Vél- tækni. Engar viðbótarkröfur eru gerðar. Alþýðu- sambandið telur óhugsandi að gerður verði samn- ingur um lakari verkamannakjör við hafnarvinn- una, en þegar hefur verið gerður um jarðvinnsl- una, og sé því engin önnur lausn hugsanleg á deilu þessari, en að viðurkenning fáist á fyrra samn- ingi. Er því heitið á öll sambandsfélög að veita Hlíf allan nauðsynlegan stuðning í deilu þessari, þar til samningar hafa tekizt“ 17æntanlega tekst að gera þetta íslenzka sjónar- * mið skiljanlegt hrokagikkjum þeim erlendum og innlendum, sem neita að semja við Verka- mannafélagið Hlíf, og ætti eindregin afstaða Al- þýðusambands íslands að stuðla að þeim skiln- ingsauka. •— s. ■ Sjaldan eða aildrei hefur maður orðið vitni að jafn tvísýnium knattspymukappleik eins og seinni hálfleik rniHi ÍBV og Víkings. Þegar 15 mínútur voru eftir var staðan 2:0 fyrir Víking, og áhorfendur farnir að sætta sig við þessi úrslit. En ÍBV leikmennirnir voru á allt ann- arri skoðun. Það var engu líkara en þeir vöknuðu af þymirósarsvefni og það svo um munaði. Á þessum 15 mínútum sem eftir voru, tókst þeim að skora tvö mörk og jafna þar með leikinn og voru auk þess hvað eftir íslandsmótið, 2. deild: Jafntefli Víkinga og Vestmanneyinga 2-2 í tvísýnum og skemmtilegum leik Knattspyrrmgeta þessara liða er mjög svipuð, enda varleik- urinn jaín og tvísýnn allan tímann. Þó var eins og Víking- arnir berðust af meira krafti, að síðustu 15 mín. undanskild- um, begar ÍBV-menn fóru loks í „gang“ fyrir ailvöru. Þessi leikur hafði það fram yfir marga aðra leiiki að allan timann var eitthvað skemmti- legt að ske. Hættuleg augna- blik upp við mörkin, eða þá hörkubarátta um knöttinn úti á vellinum, en ekki þetta leið- indáþóf eins og einkennir allt- of marga leiki hjá íslenzkum liðum. Fyrsta mark leiksins kom á 12. mínútu. Hafliða Péturssyni, innherja Víkings, var brugðið í dauðafæri innan vítateigs og dómarinn, Róbert Jónsson, dæmdi réttilega vitaspyrnu sem Ólafur Þorsteinsson sikoraði ör- ugglega úr 1:0. Aðeins þrem minútum seinna skora Váking- ar aftur. Þeir hófu sókn upp hægri kantinn og þaðan var bolltanum spyrnt vel fyrir markið til Hafliða Pétursson- Handknatf leiksméf ið: FH gegn F-ram íslandsmótinu í handknatt- leik utanhúss lýkur í Hafnar- firði annað kvöld. Þá keppa til úrslita i kvennaflokki Val- ur og KR og í karlaflokki Fram og FH. f úrslitaleik i a-riðli i karla- flokkj sigraði FH Víking mjög naumlega í fyrrakvöld með 14 mörkum gegn 13, og sama kvöld vann Víkingur ÍR með 29:25. ar, sem skaut viðstöðulaust uppundir þverslá og inn. Sér- staklega fallegt mark. Áfram var sótt og varizt á víxl og á 32. mín. komust fBV-menn í dauðafæri en Víkingar björg- uðu á línu. Vestmannaeyingamir byrj- uðu seinni hálfleikinn af nokkr- um krafti, en tókst þó aldrei að sikapa sér veruleg mark- tækifæri. Þessi orraihríð þeirra stóð aðeins í fimm til tíu mín. en svo var eins og liðið brotn- aði algjöriega niður. Þá sner- ist taflið við og Víkingar sóttu nær látlaust í 20 mín. Hvað eftir annað voru þeir nærri þvi að skora, en . Pálil í ÍBV- markinu varði oft meistaralega. auk þess björguðu Vestmanna- eyingamir einu sinni á línu. Þannig er svo staðan þegar<j> aðeins 15. mínútúr eru eftir. Þá var engu líkara en hver einasti leikmaður ÍBV hefði fengið vítaminsprautu. A.m.k. hef ég aldrei orðið vitni að slíkum gífurlegum endaspretti hjá knattspyrnuliði. A 30. mín. s.h. er dæmd horn- spyrna á Ví'king. Hægri út- herji ÍBV framkvæmir spyrn- una og sendir boltann til Sæ"- ars Tryggvasonar, sem skallaði í netið 2:1. Eftir þetta var lát- ílaps sókn á jVíkingsmáhkið ^oga á 37. mín. er .sóknarmarir.i' Vestmannaeyinga brugðið í dauðafæri og dómarinn benli samstundis á vítapunktinn. Viktor Helgason skoraði ömgg- lega úr vítaspyrnunni, 2:2. Nú náði spenningurinn fyrst hámarki. Þær 7 mínútur sem eftir voru gat enginn í stúlc- unni setið fyrir spenningi. Þrí- vegis á þessum lokamínútum munaði aðeins hársbreidd að Vestmannaeyingum tækist að skora. En heppnin var með Víkingum og jafntefli varð staðreynd. Liðin: Uppistaðan i báðum þessum liðum em kornungir og stór- efnilegir piltar. Vissulega þail hvonugt . liðið að kivíða fram- tíðinni ef rétt er á málunum haldið hvað viðkemur þjálfun liðanna. í Vestmannaeyjaliðinu bar einn rnaður af, hann heitir Sævar Tryggvason, ákaflega laginn og vel leikandi knatt- spyrnumaður, sem gaman verð- ur að fylgjast með í fram- tíðinni. Auk hans áttu Viktor Helgason miðvör^ur og Magn- ús Helgason v.bakvörður báð- ir góðan. leik. ; í Víkingsliðinu er sömusögu að segja, einn maður bar þar af, v.framvörðurinn Gunnar Gunnarsson, mjög efnilegur leikmaður. Markvörðurinn og Hafliði Pétursson h.innherji em báðir mjög efnilegir leik- menn. Dómari var Róbert Jónsson og dæmdi nokkuð sæmilega. Þó var leiðinlegt að sjá unga menn apa þá vitieysu eftir nokkmm eldri dómaranna að stoppa upphlaup þannig að liö- ið sem brýtur af sér hagnast á brotinu. Auk þess sem mér finnst Róbert dæma of mikið á allskonar smábrot, sem engu máli skipta. En hann hefur það framyfir marga reyndari dómara að vera fyllilega sam- kvæmur sjálfum sér í dómurn, og er það góðs viti. Hitt getur lagazt. — S.dór. Tilboð óskast í götu- og holræsagerð í norðan- verðum Kópavogshálsi (Dalbrekkru). Tilboðsgögn verða afhent í skrifstofu bæjarverk- fræðings í Kópavogi, gegn kr. 1000 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð í Félagsiheimili Kópavogs kl. 14, 28. ágúst 1967. Byggingarnefnd Hafnarfjarðarvegar í Kópavogi. Stó/kur — Vinna Eina eða tvær stúlkur, sem vilja vinna við mat og bakstur, vantar strax í Hreða- vatnsskálann. Hreðavatnsskálinn. Ferðaskrifstofa okkar hefur nýlega gefið út bækling um IT-ferðir til Oslo, Kaupmannahafnar, Helsinki, Amsterdam, Glasgow, London og Luxemborgar á tímabilinu frá 1. apríl til 31. október. f ferðum þess- um gefst ferðamanninum tækifæri til þess að fá ódýr- ar ferðir til þessara landa þar sem innifalið er í verði gisting, morgunmatur og ferðir innan þessara landa eftir eigin vali. Takið ekki ákvörðun um ferðalagið án þess að kynna ykkur þessi kjör. Sendum bækling- inn til þeirra er óska. Lítið inn í skrifstofu okkar og látið okkur skipuleggja ferðalagið. — Auk þess selj- um við farmiða með öllum flugfélögum innanlands og utan, farmiða með skipum, járnbrautum. — Hringið og við sendum yður miðana heim ef óskað er LA NDSH N t FÉRÐASKRIFST OFA IAUGAVEG 54 - SÍMAR 22890 & 22875 -BOX 465 lítso/o næstu dngn MIKILL AFSLÁTTUR. ÓJL Traðarkotssundi 3 (fnóti Þjóðleikhúsinu). Sími 23169. » 4

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.