Þjóðviljinn - 24.08.1967, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.08.1967, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 24. ágúst 1967 ~ ÞJÖÐVILJINN — SlÐA 3 I>au stórtíðindi sem gerzt hafa við brezka sendiráðið í Peking eiga sér rætur m.a. í átökum í ný- lendunni Hong Kong en þar hafa kommúnistar mjög haft sig í frammi að undanförnu. — Myndin sýnir lögreglumenn í nýlcndunni ráðast upp á þak byggingar vinstri blaðsins Evening News, sem nýlenduyfirvöld höfðu bannað fyrir að „æsa til óeirða“ eins og það er orðað. Atburðirnir við brezka sendiráðið í Peking Sendiráisbruninn mun ekki leiða af sér sambandsslit PEKING, LONDON 23/8 — Brezka stjórnin mun hafa á- Sveðíð að slíta ekki stjórnmáiasambandi við Kína þrátt fyrir árásina á brezka sendiráðið í Peking í gær. Enginn hinna brezku sendiráðsstarfsmanna mun hafa orðið fyrir álvarlegum meiðslum í átökunum. Wilson forsætisráðiherra kom úr sumarleyfi til Lundúna til að ræða við stjórn sína um málið. Á blaðamannafundi í utanríkis- ráðuneytinu brezka kom það fram að Bretar hafa ekki i hyggju að slita stjórnmálasam- bandi við Kína, hinsvegar er ekki talið ólíklegt að sendiráðs- starfsmenn í Peking verði kall- aðir heim án þess að til form- legra sambandsslita komi. 1 dag hafa borizt nánari upp- lýsingar um afdrif sendiráðs- starfsmanna eftir að Rauðir varðliðar brenndu ofan af þeim. Meðal þeirra eru fimin konur og voru þær meðhöndllað- ar af sýnu meiri kurteisi en karlmennirnir, er fólkið fliði bygginguna. Enginn karlmann- anna særðist að vísu alvarlega en flestir þeirra voru lúbarðir og sumir þeirra voru neyddir tilað krjúpa og lúta höfði og voru þá teknar af þeim myndir. Kínverskir hermenn fylgdu Bretunum síðan til diplómata- hverfisins sem er um 400 metra frá sendiráðsbyggingunni. Þar var folkið í nótt, en sumt afþví ætlaði að leita hælis annars stað- ar í dag, þar eð það varð hrætt við nýjar ofsóknir — sá ótti reyndist þó ástæðulaus. í dag var öflugur kínverskur hei-vörö- Framhald á 9. síðu. Háskalegar loft- arasir a hofuo borg N-Vietnam HANOI SAIGON 23/8. Björgun- arsveitir búnar jarðýtum og krön- um héldu í dag áfram að leita að líkum og særðu fólki í rúst- um borgarhlutans Hai Bahi I höfuðborg Norður-Vietnam í dag, en hann hcfur orðið illa úti í loftárásum Bandaríkja- manna í gær og fyrradag. Hér er um að ræða eitt af þéttbýlustu hverfum Hanoi- Ekki er enn vitað um manntjón af loftárásunum en vitað er að a.m.k. 20 byggingar eyðilögðust og margar aðrar urðu fyrir al- varlegum skemmdum. Fréttaritari sovézka blaðsins Pravda í Hanoi segir, að á mánu- dag hafi bandarískar sprengjur m. a. hæft sjúkrahús í Hanoi og hafi þar farizt þrjár hjúkrunar- konur og í gær hafi stór íbúðar- hverfi verið eyðilögð t>g tugir óbreyttra borgara farizt. ★ Sovétstjórnin sendi í dag harð- orða mótmælaorðsendingu til Bandaríkjastjómar vegnaaukinna loftárása og þá sérstaklega árása á miljónaborgina Hanoi — er það fyrsta orðsending Sovét- manna af því tagi um nokkra hríð. Sprengjum var kastað í Aden ADEN 23/8 Nokkrar handsprengj- ur, sem kastað var úr sprengju- vörpu, sprungu í dag í aðeins 200 m. fjarlægð frá embættisbú- stað brezka landstjórans í ný- lendunni Aden. Að öllum líkind- um hafa þar verið að verki liðs- menn úr samtökum arabískra þjóðemissinna- Sprengjurnar sprungu í sjón- um fyrir framan hæð þá sem bústaðurinn stendur á. Flóttamenn kom- ast ekki heim JERUSALEM 23/8 — Israels- stjórn hefur tilkynnt að frestur sá sem hefur verið gefinn flótta- mönnum frá þeim héruðum Jór- dans, sem Israelsmenn hafa her- tekið, til áð snúa heim, verði ekki fx-amlengdur. Fresturinn er aðeins til 31. ágúst. Um 170 þús. flóttamenn hafa sótt um leyfi til að snúa heim, en aðeins ör- lítill hluti þeirra kemst aftur ef svo fer sem hingað til, að af- greiðsla á pappírum flóttamanna hefur gengið mjög seint. Skattakærur Framhald af 1. síðu. þegar spurt er um kærufjölda skattþegnanna. Núna stendur yfirkærufrestur til rikisskattstjóra og lýkurhon- um 4. september n.k. Himr mörgu athugi það í tíma. Kranamaður Vanur kranamaður óskast til að stjóma brautarkrana. Straumsvík — Sími 52485. Bíll sem allir geta eignast Innifalið í verði m.a. Riðstraumsrafall, (Alternator) rafmagnsrúðu- sprauta, tveggja hraða rúðuþurrkur, kraftmikil þriggja hraða miðstöð, gúmmímottur á gólf, hvítir hjólbarðar, rúmgott farangursrými, verkfærataska o.fl. TRYGGIÐ YÐUR TOYOTA. Japanska bifreiðasalan Ármúla 7 sími 34470 - 82940 Toyota Corona Glæsilegur og traustur einkabíll. TRYGGIÐ YÐUR TOYOTA. Japanska bifreiðasalan hf. Ármúla 7 — Sími 34470. FLOGIÐ STRAX FARGJALD GREITT SÍÐAR I Danmörk - Búlgaría ’T d»p-ar <14 + 3) Verð: Kr. 14.750,00 15.750,00. EE Hópferðir frá íslandi 4. og 11. septembér. = Dvalizt 1 dag í útleið og 3 daga i heimleið i Kaup- = mannahöfn 14 dagar á baðströndinni Slanchev E Brjag við Nessebur, á 6 hæða hótelum Olymp og = Isker, tveggja manna herbergi með baði og svöl- = um. Hægt er að framlengja dvölina um eina eða E heiri vikur. Aukagreiðsla fyrir einsmanns herbergi. E Allt fæði innifalið en aðeins morgunmatur í Kaup- E mannahöfn. flogið alla leið, íslenzkur fararstjóri E { öllum ferðum. Fjöldinn allur af skoðunarferðum E innan lands og utan. Ferðamannagjaldeyrir með E 70% álagi. — Tryggið yður miða i tíma. LAN DSy N ^ FERBASKRIFSTOFA = Laugavegi 54 — Simar 22875 og 22890. ’A\ li= Auglýsingasími Þjóðviljans 17 500

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.