Þjóðviljinn - 24.08.1967, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 24.08.1967, Blaðsíða 8
g SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 24. ágúst 1967. ÚTBOÐ Tilboð óskast í að byggja dælustöðvarhús í Foss- vogi fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri gegn kr. 3000,00 skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á saraa stað, þriðjudaginn 12. september kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR YONARSTRÆTI 8 - SÍMl 18800 • Athugasemd • Svofelld athugasemd hefur blaðinu borizt frá Akureyri: „Herra ritstjóri! 1 blaði yðar b- 18. þ.m. er grein um atvinnuástandið á Akureyri, þar sem stuðzt er við símasamtal við vinnumála- skrifstofu Akureyrar. I grein þessari hefur ýmislegt brengl- azt, og sumt af þvi er óhjá- kvæmilegt að leiðrétta. T. d. er sagt, að niðursuðuverksmiðja K. Jónssonar & Co. hafi „að mestu lagt upp laupana“, og að skóverksmiðjan Iðunn sé „að hætta, eða hætt starfsemi". Hið sanna er, eins og réttilega er eft- ir haft í fréttum annarra blaða (t.d. Morgunbl.), að hjá niður- suðuverksm. K. Jónssonar & Co. hefur að mestu verið vinnu- uppihald í 11-12 vikur, sökum hráefnaskorts; og skóverksmið.i- an Iðunn hefur alls ekki „hætt starfsemi", heldur er það eitt sagt um hana, að nokkrar verkakonur þaðan — sem og frá öðrum tilgreindum iðnfyrir- tækjum — hafi látið skrá sig atvinnulausar. Annað brengl í nefndri grein held ég að komi ekki að sök- Með þökk fyrir birtinguna. Vinnumiðlunarskrifstofa Akureyrar.“ • Pennavinir Fyrir nokkrum mánuðum stofnuðu 100 Brasilíubúar með sér klúbb sem þeir nefna Int- emational Friends. Markmið titUWVW*'- . HELDUR HEITU OG KÖLDU ÚTI OG INNI • FH Íslands- meistari í 12. skipti FH varð ís- landsmeistari í útihand- knattleik í 12. sinn í röð og er hér mynd af hinu sigur- sæla liði. Tal- ið frá vinstri í fremri röð: Ólafur Val- geirsson, Birg- ir Björnsson, Birgir Finn- bogason, Kristófer Magnússon, Jón Gestur Viggósson, Geir Hall- steinsson. Efri röð: Einar Þ. Mathiesen, form. liand- knattleiks- deildar FH, Páll Eiríksson, Rúnar Pálsson, Einar Sigurðs- son, Gils Stef- ánsson og Jó- hannes Sæ- mundsson þjálfari. — (Ljósm. K. Ben.). þeirra er að komast í bréfa- samband við fólk af ólíku þjóðemi, skiptast á frímerkj- um póstkortum, tímaritum o. fl. og kynnast ýmsum þjóðum í gegnum pennavini. Þeir sem vilja gerast meðlimir í klúbbn- um og eignast þar með penna- vini geta skrifað til: " ------------------------------% Amigos Intemacionais Caixa Postal 30837 Sáo Paulo, Brazil. I bréfi til Þjóðviljans biður formaður klúbbsins væntan- lega íslenzka meðlimi að segja til um nafn sitt, heimil- isfang, áhugamál, stöðu, kyn bg hvaða tungumál viðkom- andi getur skrifað og lesið. • Unga kirkjan — sálmar og messuskrá • Unga kirkjan — Sálmar og messuskrá — nefnist nýútkom- in bók, sem Bókaútgáfa Æsku- lýðssambands kirkjunnar i Hólastifti gefur út. Þar er að finna 53 sálma og lofsöngva, ásamt sönglögum með fullkominni raddsetningu. Að því leyti til er hér um ný- breytni að ræða. Af sálmunum eru 20 úr sálmabókinni, en 33 söngvar eru úr öðrum bókum, innlendum og erlendum. Auk þess er í bókinni messuskrá hinna almcnnu æskulýðsdaga og valdir kaflar úr 15 Davíðs- sálmum ætlaðir til samlesturs. Allar nótur í bókinni eru handskrifaðar af séra Friðriki A. Friðrikssyni fyrrverandi prófasti, en bókin er fjölrituð. Sigurbjörn Einarsson biskup ritar formálsorð. útvarpið Brasil, hljómsveitarsvíta eft-^ ir Milhaud. Hljómsveitin Consert Arts leikur undir stjórn höfundar. W. Back- haus leikur Moments mus- icaux op. 94 eftir Schubert og Sónötu í d-moll op. 31 eftir Beethoven. 17.45 Atriði úr óperettunni Maritza greifafrú eftir Kal- man. P- Munich, M. Nemeth o. fl. einsöngvarar flytja á- samt kór og hljómsveit Vín- aróperunnar; Anton Paulik stjómar. 19-30 Daglegt mál. 19.35 Efst á baugi. 20.05 Lúðrasveit Selfoss leikur. Stjórnandi cr Ásgeir Sigurðs- son. 20.30 Útvarpssagan: Sendibréf frá Sandströnd. 21.30 Heyrt og séð- Stefán Jónsson á ferð með hljóð- ncmann um Vcstur-Skafta- fellssýslu, fyrri hluti. 22.35 Djassþáttur. Jón Múli • Víkingasklp finnast á Rúgen • Fyrir nokkrum dögum var grafið upp á eyjunni Riigen við norðurströnd Austur-Þýzkalands um þúsund ára gamalt vikinga- skip eða frá þeim tíma er Slavar settust að á eynni. Þeg- ar farið var að grafa upp skip- ið fundust leifar af öðru vík- ingaskipi. Skipið sem fannst er um níu metra langt og 2,5 metra breitt. Á götum fyrir árar sést að átta ræðarar hafa verið á skipinu. Sérfræðingar álíta að þama hafi verið höfn að fornu og er nú jafnvel reiknað með að finnast kunni á Rugen fleiri skip grafin í sandinn. 00 Kristín Sveinbjömsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 40 Atli Ölafsson lcs íram- haldssöguna „Allt í lagi i leykjavík”. 00 Miðdegisútvarp. Si Zetner )g Mjómsveit, Les double six frá París, Art Tatum, C- Trent, Miskelson og hljóm- sveit, E. Presley, danskar iljómsveitir og D. Gillespie jg hljómsveit, leika. og syngja. 30 Síðdegisútvarp.. Alþýðu- rórinn syngur Saudades do ÆF ★ Skrifstofa ÆFR er opin dag- lega kl. 4—7 og þar er tekið við félagsgjöldum. — Hafið samband við skrifstofuna. síminn er 17513. ★ Salurinn er opinn á fimmtu- dagskvöldum kl. 8.30—11.30. Lítið inn og ræðið málin yfir kaffibollanum. ★ Félagar. Þeir sem hafa bæli- ur að láni úr bókasafni ÆFR eru vinsamlega beðnir að skila þcim hið fyrsta. Vélrítun Stúlka óskas-t til ritarastarfa. — Laun samkvæmt hinu almenna launakerfi starfsmanna ríkisins. — Umsóknarfrestur er til 1. september. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið. Blaðburðarfólk Blaðburðarfólk vantar í eftirtalin hverfi: Laufásvegur — Tjarnargata — Hringbraut Melar — Hjarðarhagi — Kaplaskjólsvegur Framnesvegur — Miklabraut — Leifsgata Óðinsgata — Laugamesvegur — Nökkva- vogur — Sogamýri. Talið við afgreiðsluna. ÞJÓÐyiLJINN Sími 17-500. @níineníal Útvegum eftir beiðni flestar stærðir hjólbarða á jarðvinnslutæki Önnumst ísuður og viðgerðir á flestum stærðum Gúmmívmnustofan h.f. Skipholti 35 — Sími 30688 og 31055 i Á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.