Þjóðviljinn - 24.08.1967, Blaðsíða 10
jg SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagur 24. ágúst 1S6Z.
CHRISTOPHER LANDON:
Handan við
gröf og dauða
13
— 6g er að tala um vatnið.
Stundum koma óvæntir svipti-
vindar ofanúr fjöllunum- Ég veit
það, því að faðir minn drukkn-
aði undir slíkum kringumstæð-
um. Hann var á leið heim úr
kirkju. Hún sneri sér við og leit
á mig-
— Ef hann hefði ekki dáið,
hefði ég eignazt Glonco. En yngri
bróðir hans, Willie frændi, erfði
það, og hann var ....... ómögu-
legur. Ailt drabbaðist niður.
Goiin keypti það fyrir næstum
ekki neitt.
Það varð þögn, hún sneri stýr-
inu snögglega og bomman
straukst straukst rétt við höfuðið
á mér. Svo hélt hún áfram með
sömu beisklegu röddinni: — Ef
þú dvelst nógu lengi, færðu að
heyra allt um mig. Fólkið í
grenndinni virðist ekki hafa ann-
að að gera en drekka og hlaupa
með slúður. Það segir að ég hafi
gifet Golin til að fá Clonco inn í
fjölskylduna aftur. En stundum
held ég að Colin hafi gifzt mér
til að fá ættartöluna í kaupbæti
með húsinu.
Ég sagði ekkert heldur horfði
niður í vatnið til að þurfa ekki
að mæta bænaraugum hennar.
Allt í einu — hún virtist gera
aiUt svo snögglega — benti hún
EFNI
smavörur
VI TÍZKUHNAPPAR
Hárgreiðslan
Hárgreiðslu- og snyrtistols
Steinu og Dódó
Laugav. 18. 111. hæð (lyfta)
Sími 24-6-16.
PERMA
Hárgreiðslu- og snyrtistoía
Garðsenda 21. SlMl 33-968
á dálítinn grænan blett sem
stækkaði óðum á vatninu.
— Við skulum sigla þama upp
að eyjunni og kasta akkerum
meðan við borðum hádegisverð,
sagði hún.
Eyjan var aðeins mílufjórðung-
ur á lengd og vaxin lágum,
kræklóttum trjám. Við annan
enda hennar var dálítil skeifu-
laga vík- Vindinn lægði þegar
við komum í hlé. Þegar við
runnum yfir lygnuna sagði hún:
— Ég hef alltaf kallað þetta eyj-
una mína. Ég hef reynt að fá
hana keypta .... til að eiga eitt-
hvað út af fyrir mig .... en
eigandinn vill ekki selja. Aftur
fann ég til snöggrar samúðar.
— Hún er falleg, sagði ég.
— Já- Hún stóð upprétt og
íét akkerið falla. Svo sneri hún
6ér að mér og brosti og gleðin
sem við höfðum fundið til í gær-
morgun gerði aftur vart við sig.
Við töluðum lengi saman og
gættum þess vandlega að minn-
ast ekki á Colin eða Clonco
Castle.
Loks reis hún upp og sagði:
— Hvernig væri að synda svo-
Iítið áður en við borðum?
Ég stakk hendinni út fyrir
borðstokkinn. Vatnið var ískalt.
— Ég er ekki með neina sund-
skýlu.
— Notaðu þá nærbuxurnar.
Vertu ekki svona feiminn.
— Mér finnst það líka of kalt-
Hún virtist láta sér þetta
lynda. Hún sagði: — Jæja, ég
ætla nú samt að hoppa út í. Ég
er klædd til þess. Styddu bara
við bátinn meðan ég sting mér
út úr honum.
Hún kom aftur á og dr6 kjól-
inn upp yfir höfuðið. Innanundir
honum var hún í agnarlitlum
bikinibaðfötum. Ég man að hún
sýndist ósköp slétt og hvít þar
sem hún stóð svo lítil og grann-
vaxin með rauðgullið hárið. Og
meðan ég horfði á hana hvarf
á svipstundu öll samúð sem ég
hafði fundið til og dálítið annað
kom í staðinn. Ég óskaði þess
að hún stæði þama nakin, væri
ekki einu sinni í þessum örlitlu
baðfötum.
Hugboðið um það sem ég var
að hugsa, varð til þess að hún
galopnaði augun andartak. Svo
sneri hún sér þegjandi við, stóð
andartak á afturþóftunni og
stökk út í. Hún hvarf undir yfir-
borðið og það gáraðist varla.
Þegar hún kom upp aftur, synti
hún umhverfis bátinn eins bg
rennilegur, hvítur fiskur.
— Komdu nú út í, hrópaði hún
og velti sér á bakið. — Það er
alls ekki mjög kalt, Harry. Þetta
er svo hressandi.
— Nei, ekki fyrsta daginn,
sagði ég. Allt í einu sá ég dálítið
eftir því að hafa fyrr um dag-
inn sent bréfið til London.
Hún minntist ekki á þetta aft-
ur og synti að bátnum. — Hjálp-
aðu mér uppúr. Það er allaf
miklu erfiðara að komast aftur
upp í bátinn.
Ég laut fram og tók undir
handleggina á henni; þegar ég
lyfti henni upp fann ég fyrir
mjúkum, ávölum brjóstum henn-
ar. Og svo stóð hún vot, hál og
furðulega létt fyrir framan mig
í bátnum og grannur líkami
hennar þrýstist að mínum. Það
fóru kippir um handleggina á
mér og ég vafði hana að mér.
Langa stund hélt ég henni þétt
að mér og þrýsti vörum mínum
að munni hennar. Svt> flaug mér
allt í einu í hug að þetta hefði
hún viljað allan tímann, að létt
og vinaleg framkoma hennar við
mig hefði verið leikaraskapur. Ég
fann gömlu andúðina bregða fyr-
ir og ég ýtti henni hægt frá
mér.
— Þú ert eiginkona Colins-
Það fóru viprur um andlit
hennar, en hún grét ekki. Hægt,
næstum með erfiðismunum gekk
hún fram í og fór að þurrka sig
með handklæði.
Eftir nokkra stund sagði hún:
— Ertu svangur, Harry? Ég þarf
að minnsta kosti að næra mig
eitthvað eftir sundið. Hún reyndi
í örvæntingu að halda í hug-
myndina um það að við værum
vinir.
Þarna var öl og kaffi, ostur
og samlokur með kjúklingi. Þeg-
ar hún var búin að borða, burst-
aði hún af sér brauðmolana og
hallaði sér aftur á bak, enn í
baðfötunum með handklæðið á
öxlunum, og horfði beint á mig.
— Harry, af hverju fellur þér
illa við mig?
Ég tautaði: — Mér fellur á-
gætlega við þig, en það var ekki
sannfærandi og hún hélt áfram:
— Ég veit að þér fellur ekki
við mig. Ég finn það. Og mig
langar til þess að þér geðjist að
mér.
— Hvaða vitleysa er þetta.
— Það er engin vitleysa. Hún
leit fast á mig og dálítið bros
lék um varir hennar. — Er þeg-
ar búið að spýta í þig eitrinu?
— Hvaða eitri?
— Þessu vanalega, sem dælt er
í alla sem hingað koma. Að ég
ýti undir Colin að drekka ....
hindri hann í að vinna . ..
Það var engin ástæða til að
vera með látalæti lengur. Ég
sagði: — Hið eina sem ég hef á-
huga á er Colin, gamli vinur
minn- Ég veit að hann er á góð-
um vegi með að eyðileggja sjálf-
an sig, en þú gætir kannski reynt
að berjast ögn gegn því. Haldið
honum meira frá flöskunni.
Hún hló snöggum kuldahlátri:
— Hefurðu nokkurn tíma reynt
að halda áfengi frá drykkju-
manni, Harry? Þú veizt ekkert
hvað þú ert að tala um. Ef ég
reyndi að útiloka áfengi úr hús-
inu, myndi hann bara fana f
þorpskrána og fá þar aUt sem
hann vildi ........ hann myndi
sennilega fela varabirgðir í runn-
unum á heimleiðinni. Ef ég reyni
að fela flöskur, finnur hann allt-
af betri felustaði til að leyna
þeim fyrir mér. Þú getur ekki
gert þér í hugarlund hvar hægt
er að fela flöskur .... bak við
bækur .... í þvottakörfunni ....
ég er búin að gefast upp við
það- Það er vonlaust. Alveg ó-
framkvæmanlegt. Nú reyni ég
bara að loka fyrir kranann eftir
beztu getu. Ég ýti að minnsta
kosti ekki undir hann eins og
þessi gála segir.
— „Þessi gála“ er trúlega
Sally?
— Hver önnur? Og ég skamm-
ast mín ekkert fyrir að segja
þetta. Það er hún sem ýtir und-
ir hann. Og hvar sem hún sýnir
sig dreifir hún svívirðilegustu
lygum um mig. Ég hata hana og
fyrirlít.
— Af hverju læturðu hana þá
ekki fara?
I fyrsta sinn kulnaði glóðin í
raflitum augunum- Svo leit hún
undan. — Þú skilur þetta ekki,
sagði hún. — Ég get það ekki.
Það er ekki lengur ég sem gef
fyrirskipanir. Hún —
Hún þagnaði allt í einu. —
Við skulum tala um eitthvað
annað, Harry. Fyrirgefðu, ég ætl-
aði alls ekki að haga mér svona
bjánalega.
— Það hefurðu alls ekki gert.
En ég botna samt ekkert í þessu
öllu.
— Þú færð bráðum botn í
það. Og nú skulum við ekki
minnast meira á þetta.
Við töluðurn ekkert saman á
heimleiðinni. Oagurinn var ekki
lengur bjartur og heiður. Ég
horfði á hana og reyndi að bæla
niður samúðina, já, kærleikann
sem ég komst ekki hjá að finna
til, en um leið gat ég ekki bægt
frá mér þeirri hugsun að hún
væri líka að leifca-
Það gerðist ekkert þegar við
komum heim. Það var verið að
vinna hjá Oolin, því að glamrið
í ritvélinni þagnaði allt í einu
þegar ég barði að dyrum. Þegar
ég kom inn og bað um leyfi til
að fara á salemið, sá ég að
Sally sat við ritvélina, en Colin
sat með fæturna uppi í sófa og
las henni fyrir. Þau brostu vin-
samlega til mín bæði tvö. —
Gerðu svo vel, sagði Colin. Var
þetta góð ferð hjá ykkur?
— Já, alveg Ijómandi.
Þegar ég kom til baka leit
Sally upp. — 1 kvöld borðum
við klukkan hálfátta stundvís-
lega, Harry. Presturinn kemur.
Faðir O'Neil var rjóður í kinn-
um og holdugur og tæmdi glas-
ið sitt jafnrösklega og Colin. Ég
veit ekki úr hve mörgum glös-
um þeir hvblfdu í sig meðan á
máltíðinni stóð, en báðir virtust
þeir allsgáðir þegar við höfðum
lokið við að borða. Maturinn —
sem Sally og Lois höfðu undir-
búið í sameiningu — var frábær.
Samræðumar voru fjörugar og
frjálslegar. Hið eina sem skyggði
ó voru tvíræðar athugasemdir
Lois um tíðar ferðir Colins að
þórður
sjóari
4985 „Halló! Halló......“ kallar hún eins hátt og hún getur,
„hingað, við emm hér!“ Wallace rýkur upp. „Þegiðu, ertu geng-
in af vitinu! Viltu halda kjafti, heimskinginn þinn!“ kallar hann
óður af bræði. En stúlkunni er sama um hann, hún veifar og kall-
ar enn hærra. Faðir hennar ætlar til hennar, en hinn heldur
honum. „Kallaðu til hennar og segðu henni að þegja!“ „Nei“,
svarar Furet kuldalega, „ég vona, að lögreglan komi. Ég vil ekki
hafa neitt meira saman við þig að sælda! Yfirvöldin munu kom-
ast að öllu, ég hræðist ekkert lengur!“ Þá lyftir Wallace hak-
anum og kastar honum í höfuð Furets.
GOLÖILOCKS pan-eleaner
pottasvampur sem getur ekki ryðgað
SKOTTA
Mamma þín verður æf þegar hún kemst að því að þú keyptir
benzín fyrir peningana sem hún ætlaði rakaranum!
BÍLLINN
BHaþjónusta
Höfðatúni 8. — Sími 17184.
Gerið við bíla ykkar sjólf
Við sköpum aðstöðuna. — BÍLALEIGA.
BIL AÞ JÖNUST AN
Auðbrekku 53, Kópavogi — Sími 40145.
Látið stilla bílinn
Önnumst hjóla- Ijósa og mótorstillingu. Skiptum
um kerti, platínur, 1 j"ósasamlokur Örugg bjónusta.
BÍLASKOÐUN OG STILLING
Skúlagötu 32, sími 13100.
HemlaviðgerBir
Rennum bremsuskálar.
Slípum bremsudælur.
Límum á bremsuborða.
Hemlastilling hf.
Súðarvogi 14 — Sími 30135.
Smurstöðin Sætúni 4
Smyrjum bílinn fljótt og vel. — Höfum
fjórar bílalyftur. — Seljum allar tegundir
smurolíu. — Sími 16227.
Terylene buxur
Og gallabuxur í öllum stærðum — Póstsendum.
— Athugið okkar lága verð.
O.L. Traðarkotssundi 3
(móti Þjóðleikhúsinu) — Sími 23169.
4