Þjóðviljinn - 24.08.1967, Side 4

Þjóðviljinn - 24.08.1967, Side 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 24. ágúst 1967. Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýdu — Sósíalistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj.: Eiður Bergmann. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðustíg 19. Sími 17500 (5 línur) — Áskriftarverð kr- 105.00 á mánuði. — Lausasöluverð krónur 7.00. Stóriðja í eigu íslendinga Jjegar stjórnmálamenn sem vantreysta íslenzkum atvinnuvegum til þess að standa undir blóm- legu mannlífi á íslandi taka að bera saman alúm- ínverksmiðjuna og önnur fyrirtæki, svo sem Sem- entsverksmiðjuna og Áburðarverksmiðjuna, er þar af einhverjum hvötum borið saman það sem alls ekki er sambærilegt. Þeir sem mest hafa varað við hinum hættulegu alúmínsamningum hafa á undan- förnum áratugum verið fremstir í flokki að minna á nauðsyn íslenzkrar stóriðju í eigu íslendinga sjálfra. Oft hefur þá verið bent á hina stórkostlegu möguleika til matvælaframleiðslu í stórum stíl úr hinum margbreytilega og ágæta sjávarafla sem ís- lenzkir sjómenn skila á land. Andstaðan gegn alúmínsamningunum er til komin vegna þess, að þar er lagt út á nýja braut sem reynzt getur efna- hagslegu sjálfstæði íslendinga hættuleg; með sam- þykkt alúmínsamninganna tekur knappur meiri- hluti Alþingis á sig þá ábyrgð að hleypa erlendum auðhring inn í landið og veita honum leyfi til fjárfestingar sem er svo risavaxin á íslenzkan mælikvarða að samið er um fjárfestingu 1 einni verksmiðju sem nemur 2500 miljónum króna, sam- ið er um að leyfa hinum erlenda auðhring atvinnu- rekstur á íslandi í 45 ár, og veita honum margs konar fríðindi, m.a. að láta honum í té raforku á svo lágu verði að slíks þekkjast ekki dæmi. Þama eru alþingismenn úr þremur flokkum að binda íslendingum fjötra, sem ætlað er að endast nær- fellt hálfa öld, þangað til allir núverandi alþing- ismenn verða horfnir af þingi. Innrás hins erlenda auðhrings í íslenzkt atvinnulíf og þjóðlíf hlýtur að hafa í för með sér margháttuð vandamál. Með þessum samningum er útlendingum með óhemju- legan auð að baki leyft að eiga stóriðjufyrirtæki á íslandi og reka það um áratugi, með gróðasjónar- miðið eitt að leiðarljósi, og arðnýta íslenzkar auð- lindir og íslenzkt vinnuafl. Hér er því um allt annað að ræða en að íslendingar taki erlend lán til þess að koma upp stóriðjufyrirtækjum í eigu íslendinga sjálfra, ríkis, bæjar- og sveitarfélaga, félagasamtaka eða einstaklinga. íslenzk stóriðja, í eigu íslendinga er framtíðarstefna, sem þing- menn Sósíalistaflokksins og síðar Alþýðubanda- lagsins hafa lagt áherzlu á, stóriðja í þágu ís- lenzku þjóðarinnar en ekki til gróðasöfnunar fyr- ir erlenda auðhringa. ^jálfstæðisflokkurinn og blöð hans hafa boðað það sem fagnaðarerindi að hleypa erlendum auð- hringum inn í íslenzkt atvinnulíf; íslenzkt aftur- hald væntir sér bandamanna gegn íslenzkri al- þýðu í alúmínauðhringnum seim þegar hefur ruðzt hér inn og þeim sem ætlunin er að komi á eftir. En Sjálfstæðisflokkurinn er farinn að stórtapa í hverjum kosningum, einmitt þar sem menn þekkja hann bezt, í Reykjavík; og þingmeirihluti hans til óhappaverka eins og alúmínsamninganna veltur einungis á hjálp Alþýðuflokksins, sem ósennilegt hlýtur að teljast að verði lengi föl úr þessu. — s. ÁSKORUN á þing og ríkisstjórnir allra Evrópuríkja | 1 Að frumkvæði alþjóðlegrar nefndar var haldinn í Rostock dagana 10. og 11. júlí í sumar fundur þing- manna og þekktra einstaklinga frá löndunum sem liggja að Eystrasalti og öðrum Norður-Evrópulöndum og voru þátttakendur 71, fylgismenn 27 ólíkra stjórnmálaflokka í Danmörku, Þýzka alþýðulýðveldinu, Finnlandi, ís- landi, Noregi, Póllandi, Svíþjóð og Sovétríkjunum. Frá íslandi tók þátt í þessum fundi Þórarinn Þórarinsson alþingismaður. □ Á fundinum var einróma samþykkt eftirfarandi áskorun til ríkisstjórna og þjóðþinga þessara landa. Með þá ósk í huga að vinna saman að varðveizlu og trygg- ingu friðar komu 71 þing- menn og þekktir einstakling- ar, fylgismenn 27 ólíkra stjórnmálaflokka í löndunum sem liggja að Eystrasalti og öðrum Norður-Evrópulönd- um saman til umræðufundar í Rostock dagana 10. og 11. júlí 1967. Markmið þeirra var og er að leita í sameiningu að framtíðarlausn á friðsam- legri skipan mála í Evrópu og koma á samvinnu allra Evrópuríkja á jafnréttis- grundvelli. Með tilliti til þess, að heim- urinn er skekinn styrjöldum, stríðinu sem enn stendur í Vietnam og stríðinu sem með naumindum var hægt að stöðva í Austurlöndum nær: með tilliti til þess að i Evr- ópu eru einnig óleyst vanda- mál. sem ógna öryggi álfunn- ar, álíta fundarmenn mjög á- ríðandi að gerðar verði ráð- stafanir sem treysta frið og öryggi í Evrópu. Stöðu Sameinuðu þjóðanna sem friðarþings verður að styrkj a. Fundarmenn skora á stjórn- ir allra Evrópuríkja að vinna að því að koma á evrópskri öryggisráðstefnu með þátt- töku allra ríkja Evrópu á jafnréttisgrundvelli í þeim til- gangi að finna ráð til að tryggja varanlegan frið og útiloka valdbeitingu eða hót- anir í bá átt í samskiptum Evrópuríkja. Ennfremur snúa fundar- menn sér til þinga Evrópu- landa með þá beiðnj að þau sem æðstu fulltrúaþing þjóða sinna geri allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja varanlega friðarþróun í Evr- ópu. Ráðstefna þingmanna frá öllum Evrónulöndum gæti lagt mikilsverðan skerf til þeirrar þróunar. Tilvera tvegeja Þýzkalanda. Þýzka alþýðulýðveldisins og Sambandslýðveldis Þýzka- lands, er stjórnmálaleg stað- reynd Friður og öryggi krefjast þess, að ekki sé reynt að breyta ríkjandi ástandi með valdi. Eðlileg samskipti allra Evr- ópuríkja myndu, ef þau kæm- ust á, draga úr viðsjám og efla öryggi Evrópu. Fundarmenn styðja allar tilraunir og tillögur ríkis- stjóma og þinga sem miða að því að draga úr viðsjám og treysta öryggi þjóðanna, t.d. samþykktir um að beita ekki valdi, ekki-árásarsamningar milli allra Evrópulanda, samn- inga um að hefta útbreiðslu kjarnorkuvopna, stofnun kjamorkuvopnlausra svæða í Evrópu og ráðstafanir á sviði afvopnunar. Með einlægri ósk um að koma á friði og draga úr við- sjám í Evrópu skora allir þátttakendur þessa fundar á ríkisstjórnir og þing allra Evrópulanda án tillits til ó- líkra ríkis- og þjóðskipulaga þeírra, að sameinast um að koma á friðsamlegri skipan mála i Evrópu. Samanlag5ur síldarafli norðan- lands og sunnan 184,999 lestir Eins og sagt hefur verið í fréttum var heildaraflinn á síldarvertíðinni norðan lands og austan um síðustu helgi orð- inn 138.141 lest. Vitað er um 116 skip sem fengið hafa ein- hvern afla, 114 eru með 100 lestir og meira og fer hér á eftir skrá yfir þau. Skip lestir Akraborg, Akureyri 1.087 Akurey, Reykjavík 972 Anna, Siglufirði 161 Arnar Reykjavík 2.219 Arnfirðngur, Reykjavík 867 Auðunn, Hafnarfirði 518 Árni Magnússon, Sandg. 1.245 Ársæll Sigurðsson, Hafn. 679 Ásberg, Reykjavík 1.989 Ásbjörn, Reykjavík 1.110 Ásgeir, Reykjavík 2.702 Ásgeir Kristján Hnífsdal 771 Ásþór, Reykjavík 409 Barði, Neskaupstað 1.928 Bára, Fáskrúðsfirði 680 Birtingur, Neskaupstað 726 Bjarmi II. Dalvík 1.102 Björgvin, Dalvík 527 Brettingur. Vopnafirði 1.652 Búðaklettur, Hafnarfirði 632 Börkur, Neskaupstað 1536 Dagfari. Húsavík 3.118 Elliði, Sandgerði 617 Faxi, Hafnarfirði 966 Fífill, Hafnarfirðí 1.199 Framnes, Þingeyri 904 Fylkir, Reykjavík 2.940 Gísli Árni, Reykjavík 2.394 Gjafar, Vestmannaeyjum 318 Grótta, Reykjavík 1.072 Guðbjörg, ísafirði 1.951 Guðm. Péturs, Bolungav. 1.887 Guðrún. Hafnarfirði 650 Guðrún Guðleifsd. Hnífsd, 1.989 Guðrún Jónsd., ísafirði 505 Guðrún Þorkelsd., Eskif. 1.846 Gullberg, Seyðisfirði 525 Gullver, Seyðisfirði 1.831 Gunnar, Reyðarfirði 1.033 Hafdís, Breiðdalsvík 581 Hafrún, Bolungavik, 1.652 Hamravík, Keflavík 792 Hannes Hafstein, Dalvík 2.791 Haraldur, Akranesi 798 Harpa, Reykjavík 3.201 Heimir, Stöðvarfirði 476 Helga II., Reykjavík 1.690 Helga Guðmundsd., Patrf. 1.481 Helgi Flóventss., Húsavík 280 Héðinn, Húsavík 3.213 Hoffell, Fáskrúðsfirði 411 Hólmanes, Eskifirði 1.184 Hrafn Sveinbjs. Grindavík Hugrún, Bolungavík Höfrungur III., Akranesi 1. Ingvar Guðjónss., Hafnarf. fsleifur IV., Vestm. Jón Finnsson, Garði Jón Garðar, Garði 2, Jón Kjartanss. Eskifirði 3, Júlíus Geirmundss., ísaf. Jörundur II., Reykjavík 1. Jörundur III., Reykjavík 2 Keflvíkingur, Keflavík Kristján Valgeir, Vopnaf. 2 Krossanes, Eskifirði Ljósfari, Húsavík 1 Loftur Baldvinss., Dalvík Lómur, Keflavík Magnús, Neskaupstað Magnús Ólafss., Y-Njarðv. 1 Margrét Siglufirði Náttfari, Húsavík 2 Oddgeir. Grenivík Ólafur Bekkur, Ólafsf. Ól. Friðbertss, Súgandaf. Ól. Magnússon, Akureyri 2 Ól. Sigurðsson, Akranesi Óskar Halldórss., R.vik Pétur Thorst., Bíldudal Reykjaborg, Reykjavík Seley, Eskifirði Sigfús, Grindavík Siglfirðingur, Siglufirði Sigurborg. Siglufirði Sigurbjörg, Ólafsfirði Sig. Bj arnason, Akureyri 1 Sig. Jónsson, Breiðdalsv. Sigurfari, Akranesi Sigurpáll, Garði Sigurvon, Reykjavík Skarðsvík. Hellissandi Sléttanes, Þingeyri Snæfell, Akureyri Sóley, Flateyri Sólrún, Bolungavík Stígandi, Ölafsfirði Sunnutindur, Djúpavogi Súlan, Akureyri Sveinn Sveinbjs. Nesk. Sæfaxi II., Neskaupstað 1 Vigri, Hafnarfirði 1 Víkingur III., ísafirði Vonin Keflavík Vörður, Grenivík Þorsteinn, Reykjavík Þórður Jónass., Akureyri 1 Þrymur, Patreksfirði Ögri. Reykjavík Örfirisey, Reykjavík 2 Örn, Reykjavík 2 709 317 210 734 417 686 .994 .163 972 .929 .185 255 .504 861 437 741 435 754 .415 506 .684 433 220 601 .0*53 717 .308 643 .976 .821®’ 195 436 .119 .088 .851 799 104 .151 .242 311 .685 234 .826 793 570 330 .081 .679 088 .337 491 584 .415 757 454 147 597 .204 .252 þar hafa eftirfarandi 54 fengið yfir 100 lestir: skip Höfrungur III., Akranesi ísleifur IV. Vestm.eyjum 306 1.889 Akuréy. Reykj avík 578 Jón Finnsson, Garði 295 Albert, Grindavik 662 Keflvíkingur, Keflavík 1.54« Arnfirðingur. Reykjavík 261 Kópur, Vestm.eyjum 1.805 Árs. Sigurðss. Hafnarf. 708 Kristbjörg Vestm.eyjum 1.132 Bergur, Vestm.eyjum 1.360 Oddgeir, Grenivík 132 Brimir, Keflavík 1.201 Ófeigur II. Vestm.eyjum 714 Engey, Reykjavík 258 Ólafur Sigurðsson, Akran. 744 Faxi, Hafnarfirði 184 Reykjanes, Hafnarf. 535 Geirfugl. Grindavík 2.467 Runólfur, Grundarf. 238 Gideon, VeStm.eyjum 1.639 Sigurður, Vestm.eyjum 359 Gjafar, Vestm.eyjum 1.531 Sigurður Bjarni. Grindav. 1.277 Guðbjörg, Sandgerði 304 Sigurfari, Akranesi 892 Guðbjörg, Ólafsvík 394 Skarðsvík, Hellissandi 579 Guðrún, Hafnarfirði 121 Skírnir, Akranesi 861 Gullberg, Seyðisfirði 696 Sólfari, Akranesi 1.045 Halldór Jónsson, Ólafsv. 552 Sveinbj. Jakobsson, Ólafsv. 374 Halkion, Vestm.eyjum 1.808 Sæhrímnir, Keflavík 1.167 Haraldur, Akranesi 166 Sæþór, Ólafsfirði 143 Helga, Reykjavík 668 Valafell, Ólafsvík 319 Hoffell, Fáskrúðsf. 111 Viðey, Reykjavík 1.592 Hrafn Sveinbjs. GK 1.010 Víðir II., Garði 266 Hrafn Sveinbjs. II., GK 1.147 Vonin, Keflavík 734 Hrafn Sveinbjs. III., GK 787 Þorbjörn II.. Grindavík 1.347 Hrauney, Vestm.eyjum 475 Þórkatla II.. Grindavík 2.434 Huginn II., Vestm.eyjum 1.857 Þorsteinn Reykj avík 1.778 Húni II. Höfðakaupstað 787 Þórsnes, Stykkishólmi 250 Sunnanlands er heildarafli síldar orðinn 46.858 lestir og STANDARD8 - SUPER8 Tilkynning til eigenda 8mm sýningarvéla fyrii segultón: Límum segulrönd á filmur, sem gerÍT yður kleift að breyta bögulli mynd i talmynd með eigin tali og tónum Fullkomin tæki Vönduð vinna Filmumóttaka oq afgreiðsla ? Fótóhúsinu Garða■ stræti 6. KÓPA VOGUR Vantar útburðarfólk í Austurbæ. Þjóðviljinn Sími 40753. I tr

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.