Þjóðviljinn - 25.08.1967, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.08.1967, Blaðsíða 3
Föstudagur 25. ágúst 1967 — ÞJÖÐVILJINN — SlÐA 3 Feisal og Nasser semja Friður á næstu grðsum í Jemen? KAIRO 24/8 — Egyptaland og Saudi-Arabía hafa fallizt á til- lögu Súdanstjórnar sem stefnir BERLÍN 24/8 — Vestur-Þjóð- verjar hófu í dag sjónvarps- sendingar í litum. Áður hafa Bandarikjamenn og Japanir komið á fót litsjónvarpi og von er á Bretum og Frökkum innan skamms. að Því að binda enda á borg- arastyrjöldina í Jemen. Forsætisráðherra Súdans, Ma- hgoub, sagði í dag að þeir Feis- al konungur og Nasser hefðu fallizt á tillögu sína og kæmu saman í Kaíró til að ræða framkvæmdaatriði. Ekki er vit- að í hverju tillaga Súdans var Táragas og vélbyssuskothríð á landamærum Hongkong HONGKONG 24/8 — Brezkir Gurkhahermenn beittu tvisvar táragasi í dag á 27 km Ianda- mærum Kína og nýlendunnar Nýr flokkur í Danmörku KAUPMANNAHÖFN 23/8 — í gaer var stofnaður í Kaupmanna- höfn nýr hægri flokkur sem nefnist Borgaraflokkurinn. Hellztí forsprakki hans er Bruhn nokk- ur sem áður fyllti flokk Öháðra. Eitt af stefnumálum flokksins er að leggja niður menntamála- ráðuneytið danska. 7 síldveiðiskip með 1550 lestir Veiðisvæðið var í gær á sömu slóðum og áður. Veður vargott á miðunum. 7 skip tilkynntu um afla, 1550 lestir. Raufarhöfn: Stígandi OF 240, Sigurbjörg OF 240, Gísli Árni RE 250, Þorsteinn RE 200, Al- bert GK 220, Gjafar VE 200. Dalatangi: Ámi Magnússon GK 200 lestir. Dráttarvélarslys i Rangárvallasýslu I fyrrakvöld varð dráttarvél- arslys í Rangárvallasýslu. 15 éra drengur ók dráttarvél á milli Geldingalækjar og Heiði og valt vélin út af veginum. Drengurinn, sem var íkaupa- vinnu á Geldingalæk, fótbrotn- aði og hlaut einhver meiðsli önnur. Var hann fluttur í sjúkra- bifreið til Selfoss þar sem hann liggur á sjúkrahúsi. t------------------------- Hong-kong til að hrekja á flótta kínverska kröfugöngumenn, sejn a einum stað kveiktu í brezkri innflytjendaskrifstofu með benz- ínsprengju. Atburðir þessir gerðust við brýrnar í Lo Wu og Man To. 1 báðum tilvikum var um 40—50 manns að ræða sem reyndu að brjótast suður yfir brýrnar, hrópuðu vígorð og köstuðu grjóti að Gurkha-hermönnunum. Hin- um megin landamæranna sásttil kínverskra hermanna sem fyrir sitt leyti reyndu að halda aftur af kröfugöngumönnunum. Þaðan heyrðist og vélbyssuskothríð og er talið að kínverskir hermenn hafi skotið kröfugöngufólki til viðvörunar. Yfirvölld í Hongkong hafa nú í hyggju að innleiða dauðarefs- ingu yfir þá sem gera sig seka um sprengjutilræði í nýlendunni. Sallal, foringi Iýðveldissinna fólgin, en líklegt er talið að hún byggist á samkomulagi að- ilanna frá 1965 — en samkvæmt því átti Feisal að hætta stuðn- ingi sínum við konungssinna og Nasser að draga herlið sitt sem berst með lýðveldisstjórninni heim. Lið frá öðrum Araba- löndum á síðan að fylgjast með þjóðaratkvæðagreiðslu og mynd- un nýrrar stjórnar. Borgara- styrjöldin í Jemen hefur nú stað- ið í fimm ár. Metuppskera í Austur-Evrópu WIEN 24/8 — Samkvæmt frétt- um frá Vín bendir allt til met- uppskeru í löndum Austur-Evr- ópu og er þetta tengt m.a. auk- inni aðstoð við bændur og auk- inni vélvæðingu. Frá Ungverjalandi hefur þeg- ar verið tilkynnt um metupp- skeru, sem er þar að auki kom- in í hús tveim vikum fyrr en vanalega og í Júgóslavíu búast menn við metuppskeru annað árið í röð. Rúmenar gera ráð fyrir 20°,0 meiri hveitiuppskeru en í fyrra, en þá var metuppskera- Tékkar skrifa í blöð um að metuþpskera hjá þeim sé tengd bættum upp- skeruaðferðum og persónulegri áætlanagerð en áður hefur tíðk- azt. Pólverjar og Búlgarar eru og mjög bjartsýnir. Harðir bardagar í Nígeríu LAGOS 24/8 — Hermenn sam- bandsstjórnarinnar í Nígeríu áttu í dag í hörðum bardögum við hermenn frá Biafra um borg- ina Ore sem er 27 km innan landamæra vesturhéraðanna. Þaðan hefðu Biaframenn getað sótt fram til höfuðborgarinnar, Lagos. Síðari fregnir herma að Biaframenn hafi orðið að hörfa aftur frá borginni eftir mikið manntjón. Hafi foringi uppreisn- armanna i Biafra, Ojukwu, því fyrirskipað allsherjarherútboð í höfuðborg sinni, Enugu. Sprengjur féllu á dómkirkju og Báddamusterí í Hanoi HANOI SAIGON 24/8 — Yfir- völd í Hanoi hafa skýrt frá þvi að um 100 manns hafi farizt cða særzt í loftárásum Bandaríkja- manna á mánudag. Hafi íbúðar- hús verið éyðilögð og auk þess guðshús Búddatrúarmanna og dómkirkjan í Hanoi. Loftárásum hélt áfram í gær og segjast Bandaríkjamenn hafa misst 6 flugvélar (þá tólf alls á þremur dögum) en Norður-Vi- etnamar segjast hafa skotið nið- ur átta í gær. Hinsvegar hefur heldur dregið JERÚSALEM 24/8 — í dag fóru um 1590 arabískir flóttamenn yf- ir Jórdan á heimleið og hafa þá snúið heim um 10.200 síðan sú leið opnaðist. Um 17o þús. hafa sótt um heimfararleyfi og frest- urinn sem þeim er gefinn renn- ur út 31. ágúst og verður hann ekki framlengdur. úr bardögum í S-Vietnam. Þjóð- frelsishreyfingin hefur í frammi sterkan áróður gegn forseta- kosningunum sem þar eiga að fara fram og kalflar þaer svindl eitt og fals. Lögreglan í Saigon segist hinsvegar óttast að skæru- liðar reyni að skapa, algjöra ringulreið með skemmdarverk- um um það biler að kosningum dregur. Kvikmyndahúsa- cigsndar þinga OSLÓ 24/8 •— Um næstu mán- aðamót verður haldinn í Osló fundur norrænna kvikmynda- húsaeigenda. Þeir munu m.a. ræða um ritskoðun á kvikmynd- um og hvort samræma eigi hana á Norðurlöndum og um ráðstaf- anir til að örfa aðsókn að kvik- myndahúsum. Búizt er við þrem þátttakendum frá íslandi. Enn deilt um orðstír Stalíns MOSKVU 24/8 •— Sovézkur her- sögufræðingur, Pavel Zjílín, hershöfðingi, mælir með því að gefin verði út ný sovézk styrj- aldarsaga. að líkindum í því skyni m.a. að veita Stalín upp- reisn æru sem yfirmanni sov- ézka hersins. Zjílín heldur því fram í grein í Krasnaja Zvézda að í sovézku styr j aldarsögunni séu ýmsar rangar staðhæfingar einkum að því er varðar lýsingar á því hve illa Sovétríkin hefðu verið undir styrjöld búin. En allt frá því Krústjof hélt Stalínræðu sína árið 1956 hafa öðru hvoru heyrzt raddir sem kenna Stalín um hrakfarir Rauða hersins í upphafi styrjaldarinnar. Utsala næstu daga MIKILL AFSLÁTTUR. O. L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu). Sími 23169. „Liðemétavagn- ar“ ekki keyptir Það skal tekið fram vegna myndar sem birtist með frétt hér í blaðinu í gær um kaup SVR á 20 Volvo-vagngrindum, að ekki mun ákveðið að kauDa strætisvagna af þeirri gerð sem myndin var af, þ.e. Volvo-vagna með tengivagni, liðamótavagn. Qtboðslýsing á íþróttasvæði Borgarráð hefur samþykkt þá tillögu umferðarnefndar að bif- reiðastæði verði bönnuð í Póst- hússtræti við Austurvöll. Jafn- framt hefur verið samþykkt að frá þeim degi, sem hægri um- ferð tekur gildi, verði einstefnu- akstur á Brávallagötu frá austci til vesturs. SAM VINNUTRYGGINGAR UM TRABANT TRABANT-umboðið lagði nokkrar spurningar fyrir Samvinnutryggingar um tjónareynslu þeirra af Trabant-bifreiðum. — Svör Samvinnutrygginga voru. |g 1. Reynslan hefur sýnt að öku- manni og farþega er ekkert hættara í plastbílum með stál- grintl heldur en öðrum bif- reiðum. Stálgrindin virðist bera vel af sér áföll. 2. Varahlutaþjónusta er góð og verði varahluta mjög í hóf stillt. •> Plastið virðist rétta sig eftir minnj háttar áföll. þar sem aðrir minni bílar hefðu þurft réttingar við. 4. Kaupandinn faer tiltölulega góðan bíl fyrir lágt verð. Trabant De Luxe fólksbíll kr. 97.860.00 og Trabant Standard fólksbíll kr. 90.000.00. Einkaumboð: Ingvar Helgason, Tryggvagötu 8. Símar 19655 — 18510. Söluumboð: Bílasala Guðmundar, Bergþórugötu 3. Sírni 20070. 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.