Þjóðviljinn - 25.08.1967, Blaðsíða 10
„í tilefni af þessum merka á-
fanga í sögu flugsins á Akur-
eyri“ eins og það var orðad,
flykktust bæjarbúar að vél-
Meðan gestir þágu veiting-
ar bæjarstjórnar Akureyrar í
hinni nýju flugstöðvarbygg-
ingu og hlýddu þar á ræður
>íAMx
Bjarni Einarsson bæjarstjóri á Akureyri og kona hans, Gíslina
Friðbjörnsdóttir, kveðja Gullfaxa.
inni. Varð þröng við aftur-
dyrnar þar sem fólki var
hleypt inn, og gengu menn í
halarófu eftir endilangri flus-
vélinni, en þar afhcntu bros-
mildar flugfreyjur hverjum
manni merki Fllugfélagsins.
Fengu allir að kíkja frammí
flugstjórnarklefann, og voru
stoltir á svip yfir þessum
glæsta farkosti er þeir stigu
út. Talið er að þriðji hver
Akureyringur hafi gengið <
gegnum vélina endilanga
meðan á móttökuathöfninni
stóð í flugstöðvarbygging-
unni nýju.
Flugvöliurinn hefur nýlega
verið malbikaður, og er lengd
hans þá öli orðin 1560 m
Hins vegar notaði Gullfavri
ekki nema um þriðjung braut-
arinnar við lendinguna o?
vákti það mikla hrifningu
viðstaddra, enda mátti víða
heyra þessa athugasemd: Það
hofði svo sem ekki þurft að
lengja flugvö'Uinn vegna þot-
unnar.
Gullfaxi á Aku reyrarflugvelli.
Svar Hlífar við síðustu greinargerð V.l.
í>ær Ásðis, Bergljót og Björg hrósuðu happi yfir að hafa
komizt inn í vélina í öllum troðningnum. Og svo fengum við
líka að kíkja frammí, sögðu þær.
Áhuginn mikill sem fyrr:
Akureyríngar fögn-
uðu komu GuHfaxu
Flugfélag íslands var stofnað á Akureyri fyr-
ir 30 árum og áhugi Akureyringa fyrir fluginu
nú er engu minni en þá, ef marka má af þeim
mannfjölda sem hafði safnazt saman þar við
flugvöllinn, þegar fyrsta þota Flugfélagsins
lenti þar í fyrrakvöld.
Talið er að 3—4 þúsund manns hafi komið út
á flugvöll til að fagna komu Gullfaxa, og þar
sem mannfélkið er, þar eru bílamir, enda náði
bílalestin frá flugvellinum svo langt sem augað
eygði í átt til bæjarins. Komu menn jafnvel frá
Bjlvík og Húsavík til að vera viðstaddir þenn-
an merkisatburð.
Akureyringum var boðið að skoða Gullfaxa meðan hann stóð
þar við, og hér sést einn af yngstu borgurunum stíga út
úr flugvélinni.
Er V.Í. að hlakka
yfir samdrættinum
í atvinnulífinu?
Vmf. Hlíf í Hafnarfirði hefur
sent Þjóðviljanum eftirfarandi
athugasemd vegna síðari grein-
argerðar Vinnuveitendasambands
Islands um vinnudeiluna í
Straumsvík.
„1 tilefni af síðari greinargerð
Vinnuveitendasambands Islands
vill Verkamannafélagið Hlíftaka
eftirfarandi fram:
Þessi greinargerð Vinnuveit-
endasambandsins hrekur ekki þá
staðreynd, sem Hlíf hefur haldið
fram, að samningarnir við Búr-
fell voru gerðir af Vinnuveit-
endasambandi íslands og Foss-
kraft og kaup þar nákvæmlega
hið sama og ákveðið var í samn-
ingum Verkamannafélagsins
Hlifar við Strabag-Hoohtief fra
5. marz s.l.
Samningarnir við Búrfell og
Straumsvík eiga ekkert skylt við
yfirgreiðslur sem tíðkazt hafa
á vinnumarkaðnum. Svar Hh'f-
ar við fyrri greinargerð Vinnu-
veitendasambandsins stendur þvi
óhaggað.
Hinsvegar sýnir það hugarfar
Vinnuveitendasambandsins, að
það skuli nú hlakka yfir því að
yfirgreiðslur fari minnkandi
vegna samdráttar í atvinnulíf-
inu.
—Verkamannafél. Hlíf“.
Landsþing hjá Kven-
félagasambandinu
Landsþing Kvenfélagasam-
bands Islands var sett í Nes-
kirkju í gærmorgun. Sctningar-
athöfnin hófst kl. 10; Helga
Magnúsdóttir frá Blikastöðum,
sem er formaður sambandsins,
flutti ávarp og setti þingið. Síð-
an flutti séra Jón Thorarensen
nokkur ávarpsorð og sungnir
voru sálmar við undirleik Páis
Halldórssonar, organista í Hail-
grímssókn.
Fundur hófst síðan í Hall-
veigarstöðum við Túngötu kl. 11
i gærmorgun og er þetta í fyrsta
sinn sem landsþing sambandsins
er haldið þar, en þingið er það
17. sem halldið hefur verið frá
upphafi.
Fulltrúar á þinginu eru 45 og
auk þess sitja það allmargir
gestir. Við setningarathöfnina
voru m.a. mættir fulltrúar hinna
Norðurlandanna, sem sátu stjóm-
arfund Húsmæðrasamb. Norð-
urlanda í Heykjavík í vikunni.
Á fundinum í gærmorgun fluttu
þær kveðjur til þingsins frá fé-
lögum sinum, en konumar halda
utan í dag.
Blaðið hafði í gær samband
við Ólöfu Benediktsdóttur, en
hún er í stjórn sambandsins og
kvað hún helztu mál á þinginu
vera rekstur Hallveigarstaða og
starfsemi Kvenfélagasambands-
ins. Rœtt verður um húsmæðra-
fræðslu og hvernig bezt erhægt
að koma henni við, verður í því
sambandi fjalllað um Leiðbein-
ingarstöð húsmæðra, hugsanleg-
ar breytingar á tímaritinu Hús-
freyjunni, útvarpsfyrirlestra o.fl.
í dag flytur Andri isaksson sál-
fræðingur erindi á landsþing-
inu.
Þingið stendur fram á laugar-
dag og verður því slitið eftir
hádegi.
Sáttafundur ekki
boðaður að nýju
Sáttafundur í Straumsvíkur-
deilunni varhaldinn í fyrrakvöld
fyrir miiligöngu sáttasemjara
ríkisins. Fundurinn stóð stutt og
náðist ekkert samkomulag.
Torfi Hjartarson sáttasemjari
sagði í viðtali við Þjóðvilljann í
gær að ekkert nýtt hefði komið
fram á fundinum en deiluaðil-
ar hefðu skipzt á skoðunum og
síðan tekið málið til athugunar
að nýju. Bjóst Torfi við að nýr
fundur yrði boðaður bráðlegaen
ekki hefur enn verið ákveðið
hvenær það verður. Deilunni
hefur ekki verið vísað til sátta-
semjara heldur hefur hann tek-
ið málið sjálfur í sínar hendur.
Árbæjarkirkja ekki saurguð
af Baha'i-um, orð biskups
Biskup íslands hefur nú a-
kveðið að ekki sé þörf á að
endurvígja Árbæjarkirkju, hún
hafi ekki saurgazt af brúðkaupi
þvi að Bahai-sið sem þar fór
fram fyrir nokkru og sagt var
frá m.a. hér í blaðinu.
Eftir að fréttir birtust um
brúðkaupið hafa ýmsir, bæði
leikir og lærðir, m.a. séra Sig-
urður Pálsson vígslubiskup, lát-
ið í ljós þá skoðun að endur-
vígja bæri kirkjuna þar sem
farið hafi fram í henni helgiat-
höfn trúflokks er ekki játar
kristna trú og hún því vanhelg-
azt.
I bréfi sem biskup Islands
sendi í fyrradag öllum dagblöð-
um í Reykjavík, nema Þjóðvilj-
anum, segist hann telja baha;-
hjónavígsluna slysni, sem ekki
sé þess eðlis að til mála komi
að endurvígja kirkjuna. Urn
vangá hafi verið að ræða, en
ekki syndsamlegt athæfi. Notk-
un hússins er á ábyrgð biskups.
segir hann og tekur fram
„að gefnu tilefni", að brátt fyr-
ir mikil ferðalög hafi hann verið
vís og finnanlegur í síma í alli
sumar utan scx daga sem hann
tilgreinir.
DIHniNN
Föstudagur 25. ágúst 1967 — 32. árgangur — 189. tölublað.