Þjóðviljinn - 25.08.1967, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.08.1967, Blaðsíða 1
Föstudagur 25. ágúst 1967 — 32. argangur — 189. tölublað. Fyrsia lending Gullfaxa á Ak ureyri Á tuttugu mín. frá Ak- ureyri til Kefiavíkur Sovézkir og Bandaríkjamenn sammála um Uppkast samnings um bann við dreifingu kjarnavopna GENF 24/8 — Fulltrúar Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna á afvopnunarráðstefnunni í Genf, þeir Foster og Rosjín, lögðu fram í dag samhljóða upp- kast að samningi um bann við útbreiðslu kjarna- vopna. Er þetta árangur flókinna viðræðna milli þessara stórvelda sem staðið hafa í tvö ár. sagt að ekki skipti mestu hverj- ir réðu fyrir kjamavopnum heldur hitt að menn vildu eitt- hvað á sig leggja til að illt á- stand versnaði ekki. Brezka og sænska stjómin hafa og lýst ánægju sinni. Franska stjórnin hefur ekki fulltrúa á Genfarráð- stefnunni og virðir ekki ákvæði hennar. Við komu Gullfaxa til Akureyrar. Fremst á myndinni sjást talið frá hægri: Birgir Kjaran, förm. stjórnar F.Í., Ingólfur Jónsson samgöngumálaráðherra, Magnús Jónsson fjármálaráðherra, Kristján Kristjánsson, einn af stofnendum F.í. og Óttar Möller forstjóri Fimskipafélags íslands. Lengst til vinstri á myndinni er Bjarni Einarsson bæjarstjóri á Akureyri. — (Ljósm. Þjóðv. Hj. G.). =<S> Á kost á kjötinu í heildsölu Togarasjómenn hjá Bæj- arútgerð Reykjavíkur telja eins og getið var hér í blað- inu í gær, að fullrar hag- sýni sé ekki ætíð gætt í rekstrinum og benda m.a. á, að kosturinn sé að veru- iegu leyti keyptur í smá- sölu með margfaldri á- lagningu. Innkaupastjóri BÚR vill ekki kannast við þetta og telur hann, að kosturinn sé yfirleitt keyptur í heild- sölu og stendur þarna stað- hæfing á móti staðhæf- ingu. En er hægt að kaupa kjöt í heildsölu? Guðjón Guðjónsson, ior- stöðumaður hjá Afurða- deild SÍS, sagði í viðtali við Þjóðviljann i gær, að BÚR ætti kost á því að kaupa kjöt hjá þeim i heildsölu. Það segir Vigfús Tóm- asson, sölustjóri hjá Slát- urfélagi Suðurlands, enn- fremur og BÚR hafi ætíð fengið kjöt hjá sér á heild- söluverði, en þau viðskipti hafi verið ákaflega lítil á undanförnum árum, — hafi þeir örsjaldan hlaup- ið í skarðið með útvegun á kjöti að því er virðist, þegar það var ekki fyrir hendi hjá aðalviðskiptaað- ilanum, Kjötbúðinni Borg. Þúsundir Akureyringa íögnuðu komu Gullfaxa, hinnar nýju þotu Flugfélags íslands, er hann lenti í fyrsta sinn á Akureyrarflugvelli í fyrrakvöld. GuIIfaxi flaug þaðan á 20 mínútum til Keflavík- urflugvallar, en farþegar voru ekki komnir til Reykjavíkur fyrr en tæpum tveim tímum eftir að lagt var af stað frá Akureyri. Samkvæmt uppkastinu er^ kj arnorkuveldum bannað að láta af hendi kjarnavopn við önnur ríki eða fá þeim í hend- ur eftirlit með slíkum vopnum, og kjarnavopnalausum löndum er bannað að kaupa slik vopn eða framleiða þau. Stórveldin tvö hafa ekki kom- ið sér saman um það með hvaða hætti beri að hafa eftirlit með framfylgd slíks sammngs — er enn eyða fyrir ákvæði um þá hluti og verður að leysa það á ráðstefnunni. Sovétríkin eru sögð vilja að alþjóðlegu kjarn- orkumálastofnuninni í Vín verði falið að annast allumsvifamikið eftirlit. ★ í uppkastinu segir að öll lönd sem undirrita samninginn hafi rétt til rannsókna á og hagnýt- ingar kjarnorku í friðsamlegum tilgangi. Kjarnorkuveldin og þau 25 ríki sem sæti eiga í stjórn alþjóðlegu kjarnorku- málaskrifstofunnar fá neitunar- vald að því er varðar breyting- ar á væntanlegum samningi. Þá er kveðið svo á að samningurinn verði á ný tekinn til meðferðar í Genf að liðnum fimm árum frá samþjdíkt hans. Johnson forseti hefur lýst ánægju sinni yfir uppkastinu og Verkfall yfir- hjá SAS KAUPMANNAHÖFN 24/8 — Verkfail vofir nú yfir SAS-flug- félaginu og er ástæðan megn ó- ánægja meðal flugfreyja og flugþjóna með vinnuskilyrði og ýmislegt fleira. Það hefur til að mynda orðið mikið gremjuefni að japanskar fllugfreyjur hjá SAS fá aðeins fjórðung þeirra launa sem starfssystur þeirra norrænar fá og hafa þar að auki engin ákvæði um vinnu- tíma og hvíld. II verklýðsfélög opna skríf- stofur á morgun á nýjum stað Húseiguin að Skólavörðustíg 16. ■ Skrifstofur ellefu verkalýðsfélaga eru þessa dagana að flytja milli húsa hér í borginni og eiga þau öll sam- merkt að hafa áður verið til húsa að Skipholti 19 hér í bæ. ■ Á morgun, laugardag, opna þessi verkalýðsfélög skrif- stofur sínar að Skólavörðustíg 16. Hefur verið gengið þar frá innréttingum á öllum skrifstofum. I nóvember 1966 var gengið frá kaupsamningi á húseigninni að Skólavörðustíg 16 millli níu Agnar Kofoed Hansen, flug- ^ málastjóri minnti á það í lok hinnar fyrstu ferðar þotunnar til A'kureyrar, að hann hefðifyr- ir 30 árum skilað fanþegum milli Akureyrar og Reykjavíkur á 2 mínútum skemmri tíma en þot- an nú. „Svo eru menn að tala um framfarir", sagði þá IngólE- ur Jónsson samgöngumálaráð- herra, en Magnús Jónsson fjár- málaráðherra, sem einnig var með í ferðinni, lagði ekkert til málanna. Sem kunnugt er var ríkisá- byrgð vegna kaupanna bundin því skilyrði að vélin lenti ekKi á Reykjavíkurflugvelli og hefur engin viðhlítandi skýring verið gefin á því. Flugfélagsmönnum er að sjálfsögðu áhugi á að fá þessu banni aflétt, og Jóhannes Snorrason flugstjóri sýndi mönn- um það ljóslega í fýrrakvöld að ekki þarf þotan lengri flug- brautir en aðrar fiugvélar, nema síður sé. Vakti það miklahrifn- ingu er hann stöðvaði Gullfaxa framan við fiugstöðvarbygging- una og ' hafði þá notað aðeins hálfa brautina til lendingar. Framhald á 7. síðu. Sjávarútvegsnefnd tilkynnir: Tilraunir verða nú hafnar mei flutninga á fersksíld ■ Síldarútvegsnefnd hefur nú á'kveðið að hafa forgöngu um að gerðar verði ýmsar tilraunir í sambandi við flutn- ing á fersksíld af fjarlægum miðum til söltunar eða fryst- ingar í landi. Á sunnudaginn vakti Þjóðvilj'- inn athygli á því, hvernig ríkis- stjórnin hefði svikið fyrirheit sín til Siglfirðinga um fyrir- greiðslu vegna síldarflutninga í sumar. Tveim dögum síðar gerði síldarútvegsnefnd svofellda ein- róma samþykkt á fundi sínum: „Síldarflutningar á fersksíld frá fjarlægum miðum til sölt- unar eða frystingar í landi eru svo sem kunnugt er ýmsum annmörkum háðir. Ekki liggur enn sem komið er ljóst fyrir hvaða leið er hent- ugust til þess að koma síldinni til verkunar í sem beztu ásig- komulagi og með sem minnstum kostnaði á hverja smálest síldar. Síldarútvegsnefnd telur nauð- synlegt, að áður en ákveðin leið sé valin í þessu skyni séu gerðar Semja Nasser og Feisal frið í Jemen? Sjá 0 síðu tilraunir um mismunandi að- ferðir við flutning síldarinnar og meðferð áður en hún kemur í land. T.d. þarf að gera við- tækan samanburð á því að salta síldina um borð í veiðiskipun- um í tunnur a venjulegan hátt, eða ísa hana í veiðiskipunum eða varðveita hana á annan hátt eða umskipa henni og ísa í stium eða kössum um borð í flutninga- skipum eða setja síldina haus- aða eða óhausaða í pækilkör eða pækiltanka eða kældan sjó um borð í sérstöku flutningaskipi eða tankskipi eða fara einhverj- ar aðrar leiðir til hagnýtingar síldar á fjarlægum miðum, svo sem Norðmenn gera um borð í m/s Kosmos IV. Síldarútvegsnefnd samþykkir að fela framkvæmdastjórnm nefndarinnar, Gunnari Flóvenz og Jóni Stefánssyni, að hafa Framhiald á 7 síðu. verkalýðsfólaga og Ásbjörns Ól- afssonar og keyptu þessi verka- lýðsfélög húseignina fyrir 13 miljlónir króna. Áður höfðu verkalýðsfélögin fengið 12 rniljón króna lán úr Atvinnuleysistryggingasjóði til 15 ára á 6 prósent vöxtum til þessara kaupa. Stærstu hluti í húsinu eiga Iðja, félag verksmiðjufólks 43 prósent, Félag jámiðnaðarmanna 30% og Félag bifvélavirkja 10 prósent. Aðrir eigendur eru Fé- lag ísH.' kjötiðnaðarmanna, Málm- og skipasmíðasamband íslands, Framhald á 7. síðu. New York greið- ir atkvoði um Vietnamstríðið NEW YORK 24/8 — Friðar- nefndin í Fimmta stræti í New York hefur nú þegar safnað 52 þúsund undirskriftum undir kröfu um almenna atkvæða- greiðslu um styrjöldina í Viet- nam sem fari fram um leið og kosninga ýmissa embættis- manna. Ekki þarf nema 200 undir- skriftir til að kref jast slíkrar at- kvæðagreiðslu samhliða almenn- umkosningum í borginni. Nefnd- in berst fyrir því að Bandarikja- menn hætti þátttöku í styrjöld- inni og verði á brott með her sinn frá Vietnam.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.