Þjóðviljinn - 29.08.1967, Side 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINÍT — Þriðjudagur 29. ágúst 1967.
tftgefandi:
Sósíalistaflokk-
Sameiningarflokkur alþýðu
urinn.
Bitstjórar: ívar H. Jónsson, (áb.), Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Frið'þjófsson.
Auglýsingastj.: Sigurðúr T. Sigurðsson.
Framkvstj.: Eiður Bergmann.
Ritstjóm, afgreiðsla,. auglýsingar. prentsmiðja Skólavörðustíg 19.
Sími 17500 (5 línur) — Áskriftarverð kr- 105.00 á mánuði. —
Lausasöluverð krónur 7.00.
Arás
| kosningabaráttunni í vor bentu Alþýðubandalags-
menn þrásinnis á, að framundan væri harðn-
andi stéttarbarátta; barátta, sem verkalýðshreyf-
ingin yrði að búa sig undir að heyja af fullri ein-
urð og festu. Það kemur líka æ betur á daginn, að
þessar viðvaranir og ábendingar Alþýðubanda-
lagsmanna voru réttar. Stjórnarmálgögnin og ráð-
herrar hafa þegar tekið að boða kjaraskerðingu
fullum hálsi og árásir á kjör launafólks í landinu.
Aðalmálgagn ríkisstjórnarinnar talar beinlínis um
kjaraskerðingu í þessu sambandi. Forsætisráð-
herrann segir í sunnudagspistli sínum, að almenn-
ingur v.erði að sæta skerðingu á tekíum sínuim. Og
þó að litla stjórnarblaðið kenni sig við alþýðu
manna, tekur það undir þennan árásartón, segir
að þjóðin verði að sætta sig við það þó að lífskjör
versni eitthvað!
jjndirtónninn í kjaraskerðingarboðskap ríkis-
stjórnarinnar, er sá að viðskiptakjör séu,nú
lakari en verið hefur og að afli fari minnkandi.
Þó að þetta sé að sínu leyti rétt, að á þessuni svið-
um sé um að ræða nokkru óhagstæðari útkomu
en verið hefur, ber að hafa það jafnframt í huga,
að afkoman hefur á engan hátt versnað svo að
réttlæti árásir á alþýðu manna. Hins vegar er það
í fullkomnu samræmi við stefnu ríkisstjórnarinn-
ar og eðli að ráðast fyrst á garðinn þarna. Það er
til að mynda á reikning ríkisstjómárinnar og efna-
hagsstefnu hennar að þjóðarfé hefur árum saman
verið sóað í óarðbæra handahófsfiárfestingu og
bruðl, spákaupmennsku og brask. Það er ríkis-
stjórnin, sem hefur leitt yfir þjóðina vandamál,
sem því aðeins er unnt að leysa að breytt verði um
stefnu í efnahagsmálum, tekin upp jákvæð og
skipulögð áætlunarstefna í stað handahófsins.
jjrátt fyrir ítrekuð viðvörunarorð í kosningabar-
unni tókst stjórnarflokkunum að halda velli —
að vísu vantaði Alþýðubandalagið aðeins nokkur
hundruð atkvæði til þess að fella ríkisstjómina
og efnahagsstefnu hennar þar með. En samtök
launafólks verða að ganga þeim mun framar í bar-
áttunni sem afl þeirra er minna á löggjafarsam-
kundu þjóðarinnar. Herútboði ríkisstiórnarinnar
til árásar á kjör launafólks verður að svara með
öðu herútboði af hálfu launafólks í landinu; þar
verður í senn að gæta þess að náist bætt kjör, að
standa á verði um það, sem áunnizt hefur og síð-
ast en ekki sízt að knýja á um nýja jákvæða efna-
hagsstefnu.
Atvinnuleysi
j Þjóðviljanum í fyrradag er greint frá því, að
verkafólk í níu kaupstöðum og kauptúnum á
Norðurlandi hafi fengið greiddar atvinnuleysis-
bætur á þessu ári. Þannig kemur atvinnuleysis-
vofan æ óþyrmilegar í ljós og leiðir af sér fólks-
flótta frá þéssum stöðum meðaÞannars. Hér er á
ferðinni enn eitt vandamálið, sem núverandi rík-
isstjórn hefur frekar magnað en að hún hafi sýnt
raunhæfa viðleitni til að leysa það. — sv.
■ Rok og rigning var á Laugardalsvelli bæði á
laugardag og sunnudag er Afmælismót FRÍ fór
fram, og varð þetta mót sem átti að vera helzta
frjálsíþróttamót sumarsins því heldur sviplít-
ið, og áhorfendur fáir.
Rok og rigning um helgina
eyðilagði afmælismót FRÍ
Sérstaklega, virtist hið slæma
veður koma illa við hina er-
lendu íþróttamenn sem boðnir
höfðu verið til mótsins. Ýmist
tóku beir ekki bátt í beim
greinum sem fyrirhugað hafði
verið eða þeir voru langt frá
sínum bezta árangri. Einnig
varð fjarvera Þorsteins Þor-
steinssonar til að draga úr að
keppnin yrði skemmtileg.
★ .
Af útlendingum stóð danski
hástökkvarinn Svend Breum sig
bezt og stökk tvo metra. A1
íslenzku keppendunum stóðu sig
bezt þeir Guðmundur Her-
mannsson sem kastaði 17,79 m
og reyndist alger of.iarl Norð-
mannsins B.iörns Bang Ander-
sen, Valb.jörn Þorláksson, sem
stökk 4,30 metra í stangarstökki
og reyndi við nýtt met í slag-
viðrinu, og Ólafur Guðmunds-
son sem sigraði í 400 metra
hlaupi á 51,4 sek. sem er á-
gætur tími í slíku veðri.
Auk gestakeppninnar fór
fram keppni drengja, sveina og
kvenna. Þar vakti langmesta
athygli Skúli Arnarson, sonur
Amar Clausen, sem sigraði
Hlauparinn býr sig af stað og skrúfar startblökkina í réttar stell-
ingar. — (Ljósm. Þjóðv. Hj. G.)
Tekst ÍB V loks að
komast /1 deild?
I kvöld klukkan sjö hefst
á Laugardalsvcllinum úrslita
lcikur í annarri deild Is-
landsmótsins í knattspyrnu,
og keppa þar Þróttur og
IBV um hið eftirsótta sæti
í fyrstu deild.
Sem kunnugt er hafa Vest-
mannaeyingar staðið nálægt því
nú síðustu ár að komast í 1.
deild, og er þetta í þriðja sinn
-------------------------------<$>
• r
FH sigraðí
3. deildinni
FH sigraði í 3. deild Islands-
mótsins og keppir því í 2. deild
næsta ár. Úrslitaleikurinn í 3.
deild fór fram á Akureyri á
sunnudag og vann FH Völs-
unga frá Húsavík með 3:0.
Ragnar Jónsson skoraði 2 mörk-
in og örn Hallsteinsson eitt.
Jón Magnússon frkVst. KSÍ
afhenti að loknum leík verð-
launagrip, sem Málningarverk-
smiðjan Harpa hefur gefið.
ÆF
Skrifstofa ÆFR er opin
daglega kl. 4-7 og þar er
tekið við félagsgjöldum. —
Hafið samband við skrif-
stofuna, síminn er 17513.
N.k- fimmtudagskvöld verð-
ur Leó Árnason frá Víkum
gestur félagshcimilisins. Leó
mun lesa upp frumort Ijóð.
á seipustu fjórum árum að þeir
keppa til úrslita- 1964 léku þeir
gegn ÍBA, unnu Akureyringa
með 1:0 og skoruðu úr víta-
spyrnu. Árið eftir mættu Vest-
mannaeyingar Þrótti í úrslitum
og er ein mínúta var eftir af
leiknum stóðu leikar 3:2 fyrir
ÍBV en Þrótti tókst að jafna,
og var þá framlengt- Lauk
þeim leik með sigri Þróttar 5:3.
í fyrra lenti ÍBV í riðli með
Fram og tókst ekki að kom-
ast í úrslit, en Fram vann
Breiðablik í úrslitum og berst
nú um efsta sætið í 1. deild.
★
Dómari í leiknum í kvöld
verður Rafn Hjaltalín frá Ak-
ureyri.
Þrfú heims-
met í sundi
Bandaríska sundfólltið setti
þrjú heimsmet í gær á al-
þjóðlega sundmótinu sem
fram fór í Tokíó. Greg Charl-
ton synti 400 m skriðsund á
4:08,2 mín. Charles Hickcox
synti baksund á 59,3 sek. og
er það 2/10 úr sck. bctri tími
en heimsmctið sem Douglas
Russel hafði sett scx klst. áð-
ur. ' Einnig settu bandarísku
sundmennirnir hcimsmct í 4x
100 m skriðsundi 3:32,6 mín.
I sveitinni voru Ken Walsh,
D. Hevens, Greg Charlton og
Zach Zorn. Bandaríkin áttu
einnig fyrra heimsmetið
3:33,2 mínútur.
Guðmundur Hermannsson KR
sigraði norska methafann, Björn
Bang Andersen.
í þeim sex greinum sem hann
tók þátt í, og kastaði m. a.
53,86 metra í kringlukásti.
Nánar verðhr sagt frá úr-
slitum mótsins í Þjóðviljanum
á morgun.
-©
Tímaverðirnir gættu sekúndubrotanna. yfu-tímaverðir voru Hörðr
ur Haraldsson og Jóhann Jóhannesson.
Tilboð óskast
í fólksbifreiðir og 10 tonna Mercedes Benz vöru-
bifreið með sturtu er verða sýndar að Grensás-
vegi 9, miðvikudaginn 30. ágúst kl. 1—3.
Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5.
SÖLUNEFND VARNARLIÐSEIGNA.