Þjóðviljinn - 07.09.1967, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.09.1967, Blaðsíða 12
é Sigtún Melar Múlahverfj Drápuhlíð. BLAÐBURÐARFOLK Blaðburðarfólk vant' ar í eftirtalin hverfi: Óðinsgata Hjarðarhagi Framnesvegur Langahlíð Tjarnargata Hvassaleiti Kaplaskjólsvegur Hringbraut ÞJOÐVILJINN Sími 17 500. "^Frá brúarsmíðinni á Sólheimasandi. Fremst til hægri á myndinni sést stöpull úti í farveginum, hvenaer tiltaekt muni 'þyk'ja að leggja í naesta áfanga. Á vegum sveitarfélagsins er ekki um neinar byggingar að ræða. Á döfinni er að hefja byggingu fþróttahúss, en nú stendur í stappi milli . íþrótta- fulltrúa og ráðamanna þorpsins um teikningu þess, hvernig sem úr greiðist. brúin yfir Fúlalæk i ,firni Friðriks$on‘ kemur um helgina Hið nýja hafrannsóknarskip Árni Friðriksson leggur af stað frá Englandi á morgun og kem- ur væntanlega til Reykjavíkur um næstu helgi. Jakob Jakobsson fiskifræðingur hefur fylgzt með smíði skipsins, en skipstjóri verð- ur Jón Einarsson. Litlum peninga- kassa stolið Innnbrot var framið í fyrri- nótt í Lágmúla 9 í Reykjavík. Þar hefur „Samábyrgð Islands á fiskiskipum“ skrifstofu á 3ju hæð og Framkvæmdanefnd bygg- ingaráætlunar er þar með skrif- stofu á 5. hæð. Farið var á báðar þessar hæðir, brotið gller í hurð- um og leitað. Hjá „Samábyrgð'* er saknað lítils peningakassa með einu tékkhefti og skjölum, en ekki er vitað til að öðru hafi verið stolið. Þjófurinn mun hafa komizt í húsið iiin Um opina glugga. I gærdag var rannsókn- arlögreglunm ekki kunnugt um hver þarna hafði verið á ferð. Lögregrlan á sigrlingru Seint í gærkvöld urðu menn varir við ljós í Akurey, og bjó lögreglan sig undir að fara þangað með gúmbát á báti hafnsögumanna. Aðfaranótt þriðjudags varð lögreglan að eltast við skemmtisiglingarfólk undir áhrifum áfengis á Viðeyj- arsundi, og var óttazt að ein- hverjir hliðstæðir atburðir væru að endurtaka sig í nótt. hinir standa allir á þurru. — (Ljósm. Þjóðv. vh) Nýja brúin yfir Fúlalæk á að verða íullgerð í október Um þessar mimdir er unn- ið að byggingu nýrrar brúar yfir Jökulsá á Sólheima- sandi, sem oft er kölluð Fúli- lækur vegna lyktarinnar, og verður framkvæmdum vænt- anlega lokið í október. Gamla brúin yfir Jökulsá á Sólheimasandi sem byggð var ár- ið 1921 hefur tvívegis laskazt al- varlega, fyrst haustið 1965 þegar gróf frá stöpli undan henni og aftur næsta haust, 1966, þegar gróf frá öðrum stöpli. Tókst að gera við brúna í bæði skiptin, en ekki þykir lengur hægt að treysta á hana, sagði Árni Páls- son yfirverkfræðingur Vegage»ð- arinnar þegar Þjóðviljinn innti hann eftir framkvæmdunum á Sólheimasandi. Sagði Árni að þegar brúin var byggð hefðu tækin sem notuð voru til að grafa fyrir stöplun- um verið heldur lítilmótleg og væfu nú komin til miklu betri tæki. Hann sagði að byrjað hefði verið á smíði brúarinnar um mánaðamótin maí-júní og stæðu vonii; til að henni yrði lokið í október : haust, svo framarlega sem veður yrði ekki því óhag- stæðara. Nýja Fúlalækjarbrúin verður Síldaraflinn norðanlands og austan: 165,594lestir, tvöfalt meirí afíi kominn á iand í fyira ★ Um síðustu helgi var heildar- afli síldarvertíðarinnar norðan- lands og austan orðinn 165.594 lestir, en var tvöfalt meiri á sama tíma í fyrra eða 330.618 lestir. Um helgina höfðu 8 leStir far- ið i frystingu. 6.458 lestir verið fluttar út, 159.128 lestir farið í bræðslu en ekki ein einasta tunna verið söltuð. í sama tíma í fyrra var afl- inn 330.618 lestir og hagnýting' hans þessi: Lestir. f salt- 34.107 (233.612 upps. tn.) Lifsjónvarpað í Noregi í hausf OSLO 6/9 — Yfirmaður norska útvarpsins, Hans Jacob, til- kynnti í dag, að þegar í haust mundi sjónvarpað, í litum í Nor- egi. Er hér um að ræða dag- skrár sem keyptar verða frá stöðvum í Englandi, Hollandi og Þýzkalandi. Rannsókn hefur leitt í ljós að um tveir þriðju af sendi- stöðvum í Noregi geta miðlað dagskrám í litum án verulegra breytinga. Hinsvegar geta Norð- menn sjálfir ekki komið upp framleiðslu á sjónvarpsefni í litum fyrr en 1971 í fyrsta lagi. í frystingu 990 f bræðslu 295.521 Löndunarstaðir sumarsins eru þessir: Reykjavík 18.965 Bolungavík 723 Siglufj örður 34.607 Ólafsfjörður 424 Dalvík 388 Krossanes 3.186 Húsavík 1.488 Raufarhöfn 26.223 Þórshöfn 759 Vopnafjörður \ 8.657 Seyðisfjörður 39.413. Neskaupstaður 14.647 Eskifjörður 6.320 Reyðarfjörður 1.235 Fáskrúðsfjörður 1.015 Stöðvarfjörður 589 Breiðdalsvík 167 Djúpivogur 330 Færeyjar 2.675 Hjaltlandseyjar 1.584 Þýzkaland 2.199 Vitað er um 24 skip sem feng- ið hafa einhvem afla og öll nema eitt 100 lestir eða meira. Aflahæsta skipið er Héðinn frá Húsavík með 3515 lestir, Jón Kjartansson frá Eskifirði er í öðru sæti með 3498 lestir, í þriðja sæti Harpa Reykjavík 3466 lestir, í fjórða sæti Jón Garðar Garði 3206 lestir, fimmti Fylkir Reykjavík 3070 lestir og Sjötti Hannes Hafstein Dalvík 3000 lestir. stálbitabru : fimm höfum, með steingólfi og verður lengd henn- ar 159 metrar og innanmáls- breidd 3,80 m. Hún er gerð fyr- ir 34 tonna vagnlest. Þar sem brúin er rennur Jök- ulsá í tveím farvegum og hefur verið höfð sú aðíerð við bygg- ingu hennar að veita til skiptis öðrum farveginum yfir í hinn og byggja brúarstöplana á þurru. Stöplarnir eru sex alls, fjórir úti í ánni og sinn við hvom brúarsporð. Yfirbrúarsmiður við verkið er Haukur Karlsson og hafa unnið með honum í sumar 24 manns, þar á meðal margir skólapiltar. Áætlaður kostnaður við brú- arbygginguna er 12 miljónir króna. Miklar nýbygging- ar í Hveragerði Miklar byggingarframkvæmdir eru nú £ Hveragerði. Rúmlega 20 íbúðarhús eru í byggingu. I vor hefur verið úthlutað um 20 lóðum fyrir íbúðarhús, og er bygging ekki hafin nema á helmingi þeirra. Nú er mest byggt í vestur- þorpinu, í átt að Kömbum, við Laufskóga og Dynskóga og svo við nýskipulagða götu nær hamrinum. Þar hefur verið skipu- lagt nýtt hverfi, en götur þess ekki enn hlotið nafn. Trésmiðja Hveragerðis hefur nýtt verksmiðjuhús í smíðum, 1700 ferm. að grunnmáli með stállgrindayfirbyggingu, og erþað að verða fokhelt. Kirkjubygging Þá er verið að steypa grunn að guðshúsi einu miklu, bar sem hátt ber yfir miðju þorpi. Sjálfu kirkjuskipinu er ætlað að taka nærri tvö hundruð manns í föst sæti, en til annarrar handar skipinu verður safnaðar- salur og hægt að opna miilli. þegar kirkjugestir sprengja skip- ið. Alls verður grunnur kirki- unnar nærri 500 fermetrar, því að auik skips og safnaðarsalar og anddyris eru hliðarbyggingar fyrir skrifstofu prests, líkgeymslu og biðstofu og snyrtiaðstöðu fyr- ir fermingarbörn, brúðhjón i og aðra, sem leita einkaþjónustu. Gert er ráð fyrir, að grunnur verði fullgerður í þessum áfanga, en kostnaður við hann er áætl- aður um 670 þús. Áœtilað er, að fokheld kosti byggingin 2,6 mi!i. króna, en ekki er enn áætlað, Skolpræsi Aðalframkvæmd á vegum hreppsins er gerð 600 m. skolp- ræsis, sem liggur vestur Þela- mörk frá Breiðumörk, upp Lauí- skóga að Heiðmöiik og síðan vestur Heiðmörk. Það ræsi flytur skólp frá vesturhluta þorpsins: Þelamörk og Heiðmörk vestan- verðum, hluta af Laufskógum. ölllum Ðynskógum og öllu hinu nýskipulagða og nafnlausa svæði. Fyrir fjórum órum var komið ! stakasta óefni með að losna við skolp frá húsum, en þá var gert mikið átak fyrir meginhluta þeirrar byggðar, sem þá var og með ræsagerð þeirri, sem nú er unnið að, ætti að vera bætt úr þörf þorpsins í þeim efnum á næstu árum. Jafnhliða ræsagerð- inni er framkvæmd jarðvegs- skipting og undirbygging nefndra gatna. Nú eru 38. ár síðan fyrsta hús- ið var byggt hér í Hveragerði og 21 ár síðan fyrsta húsið var byggt hér í Hveragerði og 21 ár síð- an það varð sérstaikur hreppur. Við síðustu áramót var íbúatala Hveragerðis 768, og hafði þá aukizt um 116 manns á þrem árum. — (Fréttaritari). RIO DE JANEIRO 6/9 — Ólaf- ur Noregskonungur kom í dag í opinbera heimsókn til Brasilíu og þaðan til Ohile og Argentínu. Rétt eftir hádegi í gær féll maður í fjöruna niður af Ægis- garði. Meiddist hann nokkuð og var fluttur á Slysavarðstofun* — og þaðan í Síðumúla. Fýlan frá ræsinu ætti nú aö hverfa Kópavogsræsi framlengt um 120 m út í voginn Unnið við að sögðu þetta verk, en Jakob Árnason byggingam. hefur tek- ið að sér að leggja rörin og ganga frá. Sést hahn hér á myndinni ásamt mönnum sín- um þan.sem þeir voru að leggja rörin í gær, og gekk það mjög greiðlega. Við vinnum hér allt á hreinu, sagði Jakob, enda er ekki nema eitt fet ofan ó klöpp hér í voginum, og auðvelt að skafa ofan af henni. Við byrjuðum á þessu sl. laug- ardag og Ijúkum því vonandi í byrjun næstu viku, og skulum við þá vona að fýlan hér í vog- inum verði eitthvað minni eftir en óður. (Ljósm. Þjóðv. Hj. G.) leggja nýju skolpleiðsluna út í Kópavoginn í gær. (Ljósm.Þjóðv. Hj. G.) Þeir sem fara daglega um Hafnarfjarðarveg hafa oft feng- ið óþægilega að finna fyrir fýl- unni sem leggur upp þar sem skolpræsið kemur út í Kópa- voginn. Nú eru vonir til að þessi fýia hverfi, því að þessa dag- ana er unnið að því að fram- lengja skolpræsið frá brúnni og 120 m út í voginn. Kópavogsbær kostar að sjólf- DIODVIIIINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.