Þjóðviljinn - 07.09.1967, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.09.1967, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 7. septemiber 1967 — I*JÓÐVTLJINN — SÍÐA J * Ef til vill mín þýðingarmesta ferð De Gaulle forseti hlaut kon- unglegar móttökur í Varsjá VARSJÁ 6/9 — 'Hálf miljón Pólverja heilsaði de Gaulle Frakklandsforseta er hann kom í opinbera heimsókn sem stendur í viku til Varsjár í dag. Sungu menn „Hann lifi í 100 ár“ og stráðu blómum yfir bílalestina er hún ók um götur höfuðborgarinnar. De Gaulle hafði sjálfur lagt sitt af mörkum þegar á flug- vellinum er hann heilsaði heið- ursverði á pólsku. Bæði þar og á götunum bar mikið á spjöldum þar sem lofuð var pólsk-frönsk vinátta. Ungir og gamlir stóðu tugþúsundum saman við götur, fylltu svalir og glugga eða héngu uppi í ljósastaurum til að sjá betur til. Hrifningin var gífur- leg og meiri en áður hefur sézt í Varsjá'við heimsókn erlends þjóðhöfðingja, enda hafa Pól- verjar lengi haft mætur á Frökkum, tengt við þá öðrum fremur vonir sínar í erfiðri sjálfstæðisbaráttu fyrr á tímum. Og de Gaulle komst sjálfur svo að orði áður en hann fór að heiman, að þessi heimsókn væri ef til vill þýðingarmest allra sinna ferða. Eru þau orð túlk- uð svo, að de Gaulle líti á Pólland sem einhvern þýðing- armesta hornstein þeirrar Evr- ópu sem hann vill skapa. I ræðu á flugveDlinum sagði forsetinn að ferð sín væri gerð til að efla samskipti Frakka og Pólverja og einnig í þágu sam- eiginlegs átaks þeirra til örygg- is' og friðar Ochab. forseti Pól- lands. sagði i ræðu sinni við móttökuna. að afstaða de Gaulle til friðar- og öryggismála hefði tryggt honum virðingu Pólverja. Óvíst er hvort fundum de Gaulle og æðsta manns kaþólsku kirkjunnar, Wyszinskys kardín- ála, muni bera saman, Kardín- álinn hefur ekki þegið boð um að koma til veizlu er forsetinn heldur og er sagður kjósa það Veit fólkið hverþ þaS er aS kjósa? Sjónarvottur bregður upp svipmynd frá hinum umdeildu kosnirigum í S-Vietnam. Hún gekk fram hjá hópi víetnamskra hermanna, leit undrandi á óteljandi flögg og spjöld um allt musterið. Hún gekk hægt inn, hrjúfar hendurnar fitiluðu við mann- talskortið. Einhver varð til þess að ýta henni inn í rétta biðröð. „ Ung stúlka rétti henni kjör- seðlana ehefu og umslagið — hún kannaðist við „yfirskegg- ið“ — kjörseðillinn með myndunum af Ky og Thieu. Hinir seðlarnir féllu á gólf- ið. Stúlkan tók í bandlegg gömlu konunnar og vísaði henni inn í klefanh bak við forhengið og skemmti séryfir fátinu sem á konunni var. Umslagið datt niður í gulmál- aða trékassann — hún hafði gefið hershöfðingjunum at- kvæði sitt. Hafði hún nokkra hugmynd um það hverjir hin- ir kjósendurnir voru? Haíði hreppstjórinn sagt henni að kjósa * hershöfðingjana? Eða var hún kannski ánægð með stjórnina? Síðan tók hún sér stöðu i næstu biðröð, nú átti hún að leggja sex af um það bil 40 seðlum í umslagið og kjósa með því móti 48 ööldungar- deildarþingmenn. Hún beið eftir þvi að röðin kæmi að sér. Klefamir þrír voru upp- teknir. Neðan við forhengið sáust aðeins naktir fætur og svarta’r silkibuxur. 1 tveim af klefunum voru fjórir fætur. Maður nokkur í gráumbux- um, gljáskóm og hvítri 'skýftu gekk ftarri og aftur um góHfið. Hann veitti þessum kjörstað forystu. Fyrst leit hann tortrygginn til okkar, en það hýrnaði heldur yfir hon- um þegar hann heyrði að við töluðum frönsku. Nei, hann var ekki Súður-Vietnammað- ur, hann hafði alizt uþp í Hanoi og spurði hvort við hefðum komið þangað. Þegar hann komst að því að við höfðum komið til Hanoi fyrir skömmu færðist líf í hann og hann spurði fyrst af öllu: — Þekkið þið HoChiMinh’ Ekki varð hjá því komiz að taka eftir því að hann bar nafnið fram með aðdá- un. En það þurfti til dæmir ekki að þýða að hann ky.si ekki Ky í kcsningum dags ins. Jafnvel þeir sem sýna stjórninni í Suður-Vietnam hollustu geta dáð Ho Ohi Minh manna mest. i Hann hélt áfram að talaum starf sitt. Já, það var hann sem átti að telja atkvæðin og fara síðan með atkvæðakass * ana til helztu borgar sýslunn ar á skelllinöðru sinni og af henda þá sjálfur, en að sjálf sögðu í hermannafylgd. Með an við töluðum saman sá ég allt í einu við kjörkassana andlit sem ég þekkti aftui Fyrir um það bil tíu mínútun hafði ég séð hana láta umslag í kassa. Þetta var sem sag umslag númer tvö . . . fremur að de Gaulle sæki sig heim, en það mundu pólsk stjórnarvöld . líta hornauga. NEW YORK S/9 — Utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, Grom- yko ög utanríkisráðherrar átta annarra sósíalískra ríkja fóru þess á leit í dag, að allsherjar- þing SÞ kalli herlið samtakanna á brott frá Kóreu. Segir í yfir- lýsingu ráðherranna að nær- vera bandaríkjaihers undir fána SÞ í Kóreu sé ein helzta for- senda viðsjárverðs ástands í Austurlöndum fjær og leggja þeir til að næsta allsherjarþing taki málið á dagskrá. Efnahagsstefnu Bretastjórnar mótmælt Nýr ósigur Wilsons á þingi. brezku verklýðsfélaganna BRIGHTON 6/9 — Stjórn Wilsons og formælendur henn- ar í verbalýðsfélögunum biðu í ánnað sinn á stuttum tíma mikinn ósigur á þingi brezka verklýðssambandsins í Brigh- ton er þingið samþykkti með miklum meirihluta gagnrýni á efnahagsráðstöfunum stjórnarinnar, sem nú hafa m.a. leitt til þess að í landinu eru meira en hálf milión atvinnu- leysingja. Gagnrýni bæði vinstrisinnaðra og „hófsamra“ verkalýðsfélaga bendir til þess að Wilson for- sætisráðherra megi búast við miklum erfiðleikum é bingi Verkamannaflokksins í næsta mánuði og á bingi í haust. Miðstjóm verklýðsfélaganna Erl. sjálfboðaliðar til N-Vietnam? MANOI 6/9 —• Haft er eftir áreiðanlegum heimildum í Hanoi í dag, að stjórn Norður-Vietnams muni ef til vill taka á móti erlendum sjálfboðaliðum ef stigmögnun stríðs- ins heldur áfram. Talið er að ef til þessa kæmi mundi tek- ið við sjálfboðaliðum í flugherinn. hafði hvatt þingfuliltrúa til að láta tillöguna um efnahagsmál ekki koma til atkvæða. Full- trúar hlýddu ekki frekar en í gær er þeir samþykktu vítur á afstöðu stjórnar Wilsons til hernaðar Bandaríkjanna í Viet- nam. Var tillagan síðan sam- þykkt með 4,8 miljónum at- kvæða gegn 3,5 milj. og hefði meirihlutinn orðið enn meiri ef Carron lávarður, fráfarandi for- maður Amalgamted Engineering Union hefði ekki fengið fulltrúa sína, sem ráða yfir miljón at- kvæða, tiil að snúast gegn gagn- rýni á Wilsonstjómina. Urslit atkvæðagreiðslunnar eru túlkuð sem aukin óánægja með þriggja ára stjórn Wilsons, sem enn hefur ekki tekizt að skapa blómaskeið í brezku efnahags- lífi. í ályktuninni segir að þing- ið harmi dýrtíðarráðstafanir • stjómarinnar, sem hafi þegar gert 508 þúsund manns atvinnu- lausa. Þin-gið mótmælir afskipt- um stjómarinnar af launadeilum og krefst aukinnar þjóðnýtingar á brezkum iðnaði. Þá var og lát- in í Ijós óánægja með síðustu breytingar á stjóm Wilsons. Þá er það tekið fram að allir sjálfboðaliðar erlendir mundu verða undir yfirstjórn Norður- Vietnammanna og þar með gef- ið til kynna að þeir vilji sjálfir' halda fullurri yfirráðum yfir öllu sínu landi og bera fulla ábyrgð á öllum hernaðaraðgerðum. Mál- ið mun á athugunarstigi, en þó viðurkennt að óhjákvæmilegt verði að gera slíkar ráðstafanir ef Bandaríkjamenn haldi áfram útfærslu stríðsins. Fréttaskýrendur telja, að ef erlendir sjálfboðaliðar verði teknir í flugherinn muni þeir valdin frá sem flestum sósíal- ískum ríkjum til að Norður-Viet- namstjórn komist hjá að raska sambúð sinni við þau. Til harðra bardaga kom í dag í borginni Tam Ky í norður- hluta Suður-Vietnams. Gerði sveit skæruliða árás á borgina til að reyna að frelsa úr haldi 590 pólitíska fanga en varð fyr- ir miklu mannfalli að sögn og varð frá að hverfa. Skærulið- arnir eru sagðir hafa veriö barn- ungir sumir hverjir. Skærulið- ar hafa gert velheppnaðar árás- ir á fangelsi að undanförnu. Stórtap ffyrir Svíiint í bridjge í annarri og þriðju umferð Evrópumeistaramótsins í bridge sem haldið var í Dýflini á ír- landi, töpuðu íslendingar fyrir ítölum og Svíum. Tapið gegn ftölum var 3—5, en 0—8 gegn Svíum. Eins og áður hefur verið get- ið í fréttum töpuðu íslendingar fyrir írum í 1. umferðinni 3—5. íslendingar eru því í hópi neðstu liða að þrem umferðum loknum með 6 Btig, Svíar eru í efsta sæti með 23 stig. fslenzka bridgesveitin er skip- uð þessum mönnum: Eggerti Benónýssyni, Stefáni Guðjohn- sen, Halli Simonarsyni, Þóri Sig- urðssyni, Símoni Símonarsyni og Þorgeiri Sigurðssyni. Fyrirliði án spilamennsku er Þórður Jóns- son, sem jafnframt situr þíng Evrópusambands bridgemanna. Lögtök Eftir kröfu bæjarritarans í Keflavík og samkvæmt úrskurði fógetaréttar Keflavikur, 4. sept. 1967, verða ógreidd útsvör, aðstöðugjöld og fasteigna- gjöld ársins 1967 til bæjarsjóðs Keflavíkur tekin lögtaki á kostnað gjaldenda en á ábyrgð bæjar- sjóðs, að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsirigiar. Keflavík, 4. september 1967. Bæjarfógetinn í Keflavík. Verkfall hjá Ford DETROIT 6/9 — Fastlega var búizt við því að verkfall hæfist um miðnætti í nótt hjá Ford- bílaverksmiðjunum, því samn- ingsaðilar bjuggust ekki við neinum árangri af fundi sem halda skyldi í kvöld. Samband verkamanna í bíla- iðnaðinum hefur um tveggja mánaða skeið reynt að semja við risafyrirtækin þrjú, Ford, Chrysler og General Motors og hefur valið Ford til verkfalls með það fyrir augum að nota samninga sem þar nást sem fyrirmynd að samningum við hina aðilana. Verkfallið mun ná til 160 þús. þeirra 204 þús verkamanna sem nú vinna hjá Ford. Meðaltima- kaup þeirra er að öllu saman- lögðu 4,70 dalir á klst. og hef- ur Ford boðið 34 sent kaup- hækkun, en verkamenn vilja sýnu meira. BIKARKEPPNIN AAelavöllur f dag: (fimmudag) kl. 6.30 leika: Þróttur (a) — Akranes (b) Kemst GULLALDARLIÐ Akumesinga í aðalkeppnina? MÓTANEFND. Bótagreiðslur almannatrygginga í Reykjavík. Greiðsla ellilífeyris hefst þegar fimmtu- daginn 7. september. Aðrar bætur verða greiddar á venjuleguon tíma. s Athygli skal vakin á að stofnunin er lok- uð á laugardögum til september-loka. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS. Aðeins ógallaðar vörur-enginn útsöluvarningur Álnavörumarkaðurinn Góðtemplarahúsinu I i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.