Þjóðviljinn - 20.09.1967, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 20.09.1967, Qupperneq 10
Ensi ekið á menn á zebrabraut Enn var ekið á mann á merktri gangbraut á Hringbraut við Kennaraskólann í gærmorgun og bar' það að með mjög likum hætti og slysið sem þar varð fyrir nokkrum dögum, bifreið hafði numið staðar á vinstri ak- rein til að hleypa manni yfir, en önnur á hægri akrein ók við- stöðulaust áfram og á manninn. Þáð var maður á níræðisaldri, Guðmundur H. Guðmundsson, Ásvallagötu 65, sem fyrir slys- inu varð og kastaðist hann upp á vélarhlif bifreiðarinnar, barst með henni 4—5 metra og kast- aðist síðan í götuna. Guðmundur var fluttur á slysavarðstofuna, illa marinn. en ekki talinn hættulega slasaður. Telpa fyrir bíl Um tvöleytið í gærdag varð ung telpa fyrir bíl á mótumBóil- staðahlíðar og Stakkahlíðar, þar sem hún var að leika sér á hjóli. Telpan meiddist á hendi og rtiissti tönn, en var ekki talin alvarlega slösuð. Areksfar á blind- hæð í ölfnsi Það slys varð rétt fyrir kl. 10 í gærmorgun á blindhæð á móts við Iiitla Land í ölfusi, að tveir bílar með X og R númerum, rákust þar harkalega á. Tveir menn sem voru í X-bíInum sluppu með skrámur, en í Rvík- urbíln-um voru þrír menn, öku- maður slapp ómeiddur, en farþegamir meiddust og mun annar þeirra hafa rifbrotnað, Báðir bílamir eru nánast ónýtir eftir áreksturinn. Sagði lögreglan á Selfossi, að árekstrar hefðu oft orðið á þess- ari sömu bttindhæðogtaldi brýna nauðsyn að hún yrði klofin. árekstur á Akur- eyri í gærkvöld Harður árekstur varð á milli bifhjóls og fólksbifreiðar á mót- um Gránufélagsgötu og Geisla- götu á Akureyri rétt fyrir kl. 10 í gærkvöld með þeim afleiðing- um að ungur piíltur, sem var á hjólinu, meiddist og var fluttur á sjúkrahús, þó ekki talinn vera hættulega slasaður. ffljép fyrir bíl Um tíuleytið í gærkvöld varð það slys á Fríkirkjuvegi, að ölv- aður maður hljóp fyrir bifreið, sem kom niður Skálholtsstíg og beygði til hægri. Kastaðist mað- urinn í götuna og blæddi tals- vert úr andliti hanl. Hann var fluttur á Slysavarðstofuna. Jtepnur veikjast af mjöli úr ruslahaugum borgarinnar ■ Um síðustu mánaðamót voru losuð í ruslahauga Reykja- víkurborgar, í lóni við Grafarvog, um 200 tónn af blautu og skemmdu m'jöli úr Jökulfelli. Mun mjölið hafa skemmzt í brunanum mikla í Borgartúni. Talsvert af mjölinu flaut undir girðingu og út úr lóninu — og rak síðan á fjörur. ■ Allmargar kindur og hross í eigu Þorgeirs Jónssonar, bónda í Gufunesi komust í mjölið og varð gerjunin í innyfl- um skepnanna svo mikil að margar þeirra fárveiktust og ein eða tvær kindur drápust. Þjóðviljinn spurðist fyrir um það í gær hjá Pétri Hannessyni, íulltrúa borgarverkfræðings, hvernig gengið hefði verið frá mjölinu í Grafarvogi. — Mjölið var grafið og hulið jarðvegi, sagði Pétur, en þarna er' stórstreymi og hefur mikið af mjölinu losnað og farið undir girðinguna sem er umhverfis lónið. Erfitt er að festa girðingu nækiiega þarxva og heíu>r kontóð fyrir að myndazt hafa í hana skörð, en mjölið fór þó ekki út um skarð heldur undir girð- inguna eins og fyrr segir. Frágangur á ruslahaugunum er eins góður og hægt er, sagði þann ennfremur, og hafa nú verið gerðar ráðstafanir til þess að rusl komist eklá undir girð- inguna eða í gegnum skörð. En skemmda mjölið komst sem sé út ú-r lón.in® og rak á- fjörur með þedm afleiðingum að 10—12 hross og nokkrar kindur í Gufunesi veiktust. Fyrst varð Þorgeir bóndi var við sjúkdóminn í skepnunum á fimmtudagskvöldið er hann var að smala hrossum. Páll A. Páls- son yfirdýralæknir hefur síðan unnið að því að rannsaka nokkr- ar skepnanna sem veiktust og krufði hann eina kind sem drapst af veikinni. Sagði Páll í stuttu viðtali við blaðið í gær að þegar skepnur ætu yfir sig af mjöli kæmi oft fram eitrun. — Það kemur gerj- un í þetta og veldur hún oft hrossasótt eða kveisu, sem þessu tilfelli var sérlega slæm, ságði Páll. Hrossin urðu sljó, slöpp og lystarlaus og fengu mik- inn niðurgang. Síðan komu fram eiturverkanir og fengu þau þá þólgu í hófkvikuna og áttu þá bágt með gang. Frímnn fhlgnson sæmdur gullmerki í gær í gær var Frímann Helgason sæmdur gullmerki Samtaka í- þróttafréttamanna, og afhenti Sigurður Sigurðsson, formaður samtakanna, merkið. Gat Sigurð- ur þess í ræðu sem hann hélt við þetta tækifæri, að Frímann væri annar maðurinn sem hlýt- ur gullmerki samtakanna, en fyrstur var Bertedikt G. Waage sæmdur merkinu fyrir tveimur <ár>um. \ Minntist Sigurður hins merka starfs Frímanns sem brautryðj- anda í skrifum um íþróttir í dagblöð, en nú á næsta ári eru 30 ár liðin síðan Frímann tók að sér ritstjórn íþróttasíðu Þjóð- viljans. Sagði Sigurður að gullmerkið væri ekki veitt nema sérstök á- stæða þætti til og aðeins með einróma samþykki stjórnarinnar, -og væru áreiðanlega aillir sam- mála um að enginn væri betur að þessum heiðri kominn en Frímann Helgason. Frímann þakkaði sýndan heið- ur og rakti sjjittlega tildrögþess að hann hóf að skrifa um iþrótt- ir. Myndin af Frímanni og konu hans er tekin við afhendingu gullmerkisins í gær. — (Ljósm. Þjóðv. H. G.). Hatjstveftíð hafm hjá Helgafelli Arnór, Magnús A. og Jón Ósknr í gærdng Helgafell gefur .út margt íslenzkra bóka á þessu hausti. Þrjár þeirra komu út í dag: Ásverjasaga eftir Amór Sigur- jónsson, Gamanþættir af vinum mínum eftir Magnús Á. Ámason listmálara og þýðingar á ljóðum Jóns Óskars á frönsku. Úr Fjalla-Eyvindi. Arnes og Tóta — Pétur Einarsson og litla dóttir hans, Margrét. Leikfélagib að hef ja vetrar- starfið — 3 ný íslenzk verk Leikfélag Reyk'javíkur er ,að hefja vetrarstarfið og verða á haustmisserinu sýnd fimm leikrit, þar af fjögur eftir íslenzka höfunda. Þá er í undirþúningi skemmtun sem haldin verður í næstu viku til ágóða fyrir húsbygginga- sjóð félagsins og leiklistarskólinn er að hefja störf. Sveinn Einarsson framkv.stjóri Leikfélagsins skýrði svo frá á blaðamannafundi í gær, að fyrsta sýning félagsins á þessu leikári yrði annað kvöld, kl. 8,30, og er það Fjalla-Eyvindur Jóhanns Sigurjónssonar sem tek- inn verður aftur til sýninga, en hann var sýndur 54 sinnum á síðasta leikári, ávallt fyrir fullu húsi. Leikritið var frumsýnt á 70 ára afmæli félagsins 11. janú- ar sl. og sýnt til enda leikársins og nálgast sýningafjöldi á þess- um vinsæla leik í Reykjavík nú 200, hann hefur tvisvar áður verið sýndur hjá Leikfélaginu, einnig í sambandi við Alþingishá- tíðina 1930 og svo þegar Þjóð- leikhúsið var opnað. Undanfarið hafa staðið yfir hjá Leikfélaginu æfingar á frönskum gamanleik, Indíáua- leik eftir Réne de Obaldia, sem kom fram í Párís fyrir hálfu öðru ári, náði feikna vinsældum og hefur undanfarið mikið ver- ið sýndur á Norðurlöndum og í Þýzkalandi. Leikstjóri í Indíánaleik er Jón Sigurbjörnsson, sem er fástráð- inn hjá Leikfélaginu í vetur og er þetta fyrsta verkefni hans þar í mörg ár. Hann hefur undan- farin ár starfað við Þjóðleikhús- ið og Stokkhólmsóperuna, en var áður hjá Leikfélaginu. Þýðingu Indíánaleiks hefur Sveinn Einarsson gert og leik- myndir Steinþór Sigurðsson, en stærsta hlutverk leiksins, sem gerist í villta vestrinu meðal landnema, kúreka og indíána, er í höndum Brynjólfs Jóhannes- sonar. Indiánaleikur verður frumsýndur í fyrri hluta októ- ber. 3 ný islenzk leikrit Sveinn Einarsson gat þess, að Framhald á 7. síðu. Ásverjasaga er allmikið verk, um 400 bls. myndskreytt. Þar segir frá nafntogaðri ætt sem bjó að Ási í- Kelduhverfi á 15. og 16. öld óg var hún mjög rið- in við stórmál þeirra tíma. Höf- undur segir í formála að þess- ar aldir hafi verið dæmdar með- al hinna myrku alda í sögu þjóð- arinnar bæði að því leyti, aðhún var lítt kunn þær alldir ogþjóð- in hefði þá búið við litla kosti og skilað litlum afrekum. Hafi höfundur m.a. freistazt til að setja saman þessa bók vegna þess, að þetta tímalbil var lítt kannað og að ýmsu ranglega metið að hans dómi, reynt að gera samfellda sögu úr þeim samtímaheimildum,' sem til eru og flestar eru varðveittar á ís- lénzku fomforéfasafni. Arnór Sigurjónsson er löngu þjóðkunn- ur maður fyrir rit sín um ís- lenzka sögu. í bók Magnúsar Á. Árnasonar eru þrjátíu og átta sjálfetæðir þættir, sem einkum fjalla um kynni hans af rithöfundum og Sistamönnum. Meðal þeirra sem koma við sögu i þessari bók eru þeir Halldór- Laxness, Kjarval, Steinn Steinarr, Erlendur í Unu- húsi, Jón. Pálsson frá Hlíð og margir fleiri. Ljóðasafn Jóns Óskars nefnist á frönsku „La nuit sur nos ep- aules“ (Nóttin á herðum okkar) og hefur Regis Boyer sendikenn- ari annazt þýðinguna og skrifar hann formála — í því em 28 kvæði úr tveim fyrstu ljóða- söfnum Jóns. Það er skemmtilegt til þess að vita að Ijóð Jóns koma einmitt út á frönsku — hann hefur sjálfur öðmm frem- ur stundað það að íslenzka •frönsk skáld. 1 næsta mánuði er boðuð mik- il skriða bóka frá Helgafelli. Éndurútgáfur á Undir Helga- hnúk og Ljósvíkingi Laxness, Saga Sjómannafélags Reykjavík- ur eftir Skúla Þórðarson sagn- fræðing, bók Jökuls Jakobssonar og Bnltazars um Vestmannaeyj- ar sem heitir „Suðaustan fjórt- án“. Ennfremur „Fagurt er í Eyjum“, endurminningar Einars Fi-amhald á 7. síðu. DHIDVIIIINN Miðvikudagwr 20. septemiber 1967 — 32. árgangur — 21*. tölublað

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.