Þjóðviljinn - 28.09.1967, Blaðsíða 1
Aðeins saltaS í 9.907 funnur í sumar
Síldaraflinn í sumar er nú
orðinn nær 216 þús. lestir
J ® □ Á miðnætti sl. laugardag var heildarsíldaraflinn
sumar norðan lands og austan orðinn 215.859 lestir en
var á sama tíma í fyrra 414.146 lestir eða nálega tvöfalt
meiri en nú. Aflinn í síðustu viku var tæplega 17 þúsund
lestir og færðist veiðisvæðið nokkuð nær landinu í vik-
unni. Aðeins hefur verið saltað í 9.907 tunnur í sumar en
í 365.221 tunnu á sama tíma í fyrra.
í skýrslu Fiskifélagsins segir
svo um veiðamar:
Veður var fremur hagstætt á
síldarmiðunuVn síðastliðna viku
fram á föstudag. Þá gerði brselu
og varð ekki veiðiveður fyrr en á
laugardagskvöld. 1 vikubyrjun
var veiðisvæðið um 72 gr. n.br.
og 4 gr. a.l. en færðist til suð-
vesturs þannig, að f vikulok var
það um 71 gr.3Ó‘ n.br. og ré!
vestan við Ogr. lengdarbauginn.
1 vikunni var landað 16.966
lestum síldar. Saltað var i 8.210
tunnur, 89 lestir frystar og 15.679
lestir fóru í bræðslu. Auk þess
lönduðu færeysk skip 322 lestum
bræðslusildar, en landanir er-
lendra skipa eru ekki teknar
með f aflaskýrslum okkar.
Hagnýting sumaraflans er á
þessa leið.
1 salt 1.446 lestir
(9.907 upps. tn.)
Leikararí
skrúðqöngu
Leikarar efndu í gær til
skrúðgöngu frá Iðnó og upp
í Austurbæjarbíó þar sem
leikfélag Reykjavíkur hélt
fjáröflunarskemmtun til á-
góða fyrir húsbyggingasjóð
félagsins. Bar skeinmtunin
nafnið „Það var um alda-
mótin" og leikaramir bún-
ir í samræmi við það, en
í' fararbroddi fór bifreið af
árgerðinni 1910.
Á skemmtuninni i Aust-
urbæjarbíói voru fluttir
þættir úr gömlum íslenzk-
um leikritum og einnig úr
erlendum gamanleikjum
sem vinsælda nutu um
aldamótin. Þættirnir voru
niu talsins. — Ljósm.
Þjóðv. A.K.
Borgaryfirvöldin skipuleggi
bamagæzlu á einkaheimilum
□ í nútíma þjóðfélagi ættj málum að vera
þannig skipað, að konur jafnt sem karlar gætu
hagað lífi sínu og atvinnu eftir hæfileikum og
áhuga, en langt er í land til þess. Giftum konum
sem eiga vinnandi menn er næstum Ómögulegt
að fá þá heimilisaðstoð, sem gerir þeim kleift að
stunda atvinnu utan heimilis.
Þannig fórust Guðrúnu Heilga-
dóttur, borgarfulltrúa Alþýðu-
bandalagsins, orð er hún mælti
Nýtt hefti Tímarits MM:
íslenzk Ijóðlist og
atferli hundtyrkjans
t)t er komið nýtt hefti af
Tímariti Máls og menningar,
mjög efnismikið.
í heftinu er allmikil ritgerð
eftir Kristin E. Andrésson um
íslenzka Ijóðagerð árið 1966, og
þó reyndar aðeins fyrri hluti
hennar. Þar er bæði fjallað um
E. Andrésson
þær ljóðabækur sem út komu á
árinu og þær tengdar við kapp-
ræðu um módernisma og við-
skipti skáldskapar og stjómmála.
Boðað er að framhald þessarar
greinar fjalli um bækur þeirra
Hannesar Sigfússonar og Snorra
Hjartarsonar sérstaklega.
Friðrik Þórðarson, sem betra
vald hefur á íslenzku en flestir
menn aðrir, skrifar frásögu um
söguleg viðskipti islenzks mál-
fræðings við tyrknesk yfirvöld.
Sögur og Ijóð eiga þeir í heftinu
Guðmundur Böðvarsson, Steinar
Sigurjónsson, ögmundur Helga-
son, Björn Bjarman og Eyvind-
ur Eiríksson. Þá eru og grein-
ar um danskar og norskar bók-
menntir eftir PrefoenSörensen og
Bjama Einarsson. Af þýddu efni
má nefna grein um ný viðhorf
í kvikmyndagerð eftir Marcel
Martin og viðtail við sagnfræð-
inginn Isaac Deutsdher um
-tyrjöld Araba og Israelsmanna
- líklega það síðasta sem sá
.ábæri höfundur .lét frá sér. farn
V prenti, en hann er fyrir
skömmu látkm.
fyrir tillögu sinni um skipulagn-
ingu dagvistar barna á einka-
heimilum á síðasta borgar-
stjómarfundi. Áður hafðd Guðrún
minnt á þá staðreynd að mikill
skortur er á dagvist fyrir böm
ínnan skólaaldurs. 1 borginni eru
nú 106 pláss fyrir vogguböm oý
339 fyrir önnur böm innan F
ára aldurs, eða alls 445 pláss all-
en daginn og auk þess 768 pláss
hálfan .daginn, en skv. áætlun
Hagstofunnar eru nú 11—12 þús.
böm á þessum aldri í bórginni-
1 Háskóla Islands eru nú um
1000 nemendur og stór hluti
þeima kvæntur og giftur, pg
sama er að segja um nemendur
í Vélskóla íslands og Sjómanna-
skólanum þar sem eru 320 nem-
endur- Hér er einungis talað um
böm námsmartna, sem verða að
fá slíka vist með einhverjun-
ráðum. Á nýafstöðnu Uppeldis-
málaþingi kom íram að 60° t,
frumburða í landinu er óskilget-
inn, og má því gera ráð fyrir
að. mæður þeirra stundi atvinnu
utan heimilis.
Þjóðfélagið er í brýnni þörf i
fyrir hvern þann starfskraft, sem
því stendur til boða, sagði Guð- ;
rún, og fjöldi kvenna hefur full- j
an hug á og ágæta menntun tii
að stunda atvinnu utan heimilis,
en er gert það ómögulegt, vegna
þess að mikið skortir á að þær
njóti óhjákvæmxlegrar aðstoðar
til þess. Til þess að konu með
böm sé kleift að stunda vinnu
utan heimilis þarf hún beinlín-
is að vera gift óvinnufærum
manni eða eigia böm ,sín óskii-
getin.
Það er tómt mál að tala um
að-byggja svo eða svo mörg dag-
heimili á svipstundu, en þetta
mál verður að leysa á einhvem
hátt, og barnaheimila- og leik-
vallanefnd hefur þrásinnis stung-
ið upp á þeirri bráðabirgðalausn,
að borgin skipuleggi gæzlu bama
á einkaheimilum. Nú vill svo til
að margar húsmæður sem eru
heima hvort eð er að gæta bús
og bama hafa tekið að sér að
gæta bama annarra, og má oft-
sinnis sjá um þetta auglýsingar
í dagblöðum.
Gallinn á þessu er hins vegar
sá, að hér er um að ræða alger-
Icga eftirlitslausa starfsemi, bæði
hvað hæfni snertir og peninga-
legu hliðina. Vafasamt er að
hvaða kona sem er geti sinnt
þessu starfi, og ófært er að hægt
sé að hafa fólk fyrir féþúfu
vegna þess neyðarástands, sem
rikir í þessum málum.
Ríkisvaldið virðist hafa tak-
markaðaií áhuga á að greiða fyr-
ir námsfólki sínu. A.m.k. 20 ár
eru liðin síðan stúdentar fóru
að tala um hjónagarð við Há-
Framhald á 9. síðu.
1 frystingu 120
1 bræðslu 207.653
Útflutt' 6.640
Alls 215.859
Afli erlendra skipa 322
Á sama tíma ,f fyrra var afl-
inn þessi:
í salt 53.322 lestir
(365.221 upps. tn.)
1 frystingu 1.698
bræðslu 359.126
Alls 414.146
Landanir erl. skipa 4.456
Löndunarstaðir eru þessir:
Reykjavik 22.080 lestir
Bolungavík 985
Siglufjörður 44.684
Ólafsfjörður 826
Dalvík 730
Framhald á 9. síðu.
Leitað að 76 ára
manni — fannst
látinn
Upp úr hádegl í gær
hófst víðtæk Ieit að 76 ára
gömlum manni úr Garða-
hreppi sem ekki hafði
spurzt til síðan snemma í
fyrradag. Fannst maðurinn
látinn í fjörunni sunnan
við Bala í Garðahreppi f
gærkvöld.
1 Ieitinni tóku þátt
Hjálparsveit skáta I Hafn-
arfirðí, Slysavamadeildin í
Hafnarfirði, Slysavarna-
deildin Ingólfur f Reykja-
vík og þyrla frá hemáms-
Iiðinu og sást lík mannsins
úr þyrlunni klukkan átta
f gærkvöld, að sögn lög-
reglunnar í Hafnarfirði.
Nafn mannsins verður
ekki birt að svo stöddu.
Fjölmenn minningarathöfn um Jón Bjarnasm
Mínningarathöfnin um Jón
Bjamason sem fram fór í Foss-
vogskirkju síðdegis í gær var
mjög fjölmenn. Félagar hans,
samstarfsmenn og vinir, margir
verkamenn og menn annarra
starfsgrcina, m.a. blaðamenn frá
öllum Reykjavíkurblöðunum,
hlýddu þar á áhrifamikla minn-
ingarræðu sem séra Gunnar
Benodiktsson flutti, en hann var
nákunnugur Jóni, var m.a. rit-
stjóri Nýs dagblaðs þegar Jón
hóf blaðamannsferil sinn 1941.
— Myndina hér að ofan tók Ijós-
myndari Þjóðviljans Ari Kára-
son við minningarathöfnina.