Þjóðviljinn - 28.09.1967, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.09.1967, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVIIáJTNN — Fimmtudagtir 28. september W63. Dregið verði úr óþarfa útgjöldum og aukin ráðdeild í opinberum rekstri □ 19. þing Alþýðusam- bands Vestfjarða var haldið á ísafirði dagana 21. og 22. september og voru þar rædd kaupg'jalds- og kjaramál, málefni er einkum varða hagsmuni og framtíð vest- firzkra byggðarlaga, skipu- lagsmál ASÍ auk efnahags- mála bjóðarinnar almennt. □ í samþykkt þingsins um efnahagsmál er lögð á- herzla á að minnkandi þjóð- artekjum se mætt með auk- inni ráðdeild og varfæmi í meðferð fjármuna í opinber- um rekstri og að dregið verði úr óþarfa útgjöldum ríkis- valdsins. 1 efnahagsmálasamþykkt þings- ins segir m.a. „19. þing ASV telur að leggja beri á'herzlu á að mæta minnk- andi þjóðartekjum, sem er af- leiðing aflabrests ifjá síldveiði- flotanum, samfara miklu verð- faUi á helztu útflutningsvörum þjóðarinnar, með aukinni ráð- deild og meiri hagsýni í rekstri IMSÍ gengst fyrír kynningarnámskeiði Dagana 4.—5. október efnir Iðnaðarmálastofnun íslands í samstarfi við Industrikonsul- ent A/S, til kynningarnám- skeiðs um skipulagningu vinnustöðva. Fyrirlesarar á námskeiðinu verða sérfræðingar frá Ind- ustrikonsulent A/S og Iðnað- armálastofnun íslands og er kynningin ætluð fyrir forstöðu- menn fyrirtækja og nánustu samstarfsmenn þeirra. Á kynningamámskeiðinu verður í aðalatriðum fjallað um eftirfarandi: Markaðsáætl- anir um starfseminá: Magn, vinnuafl, húsrými og vélakost. Framleiðniþróun. Staðsetning fyrirtækisins. Aðalskipulag: Nýting lóðar og gólfrýmis, gerð byggingar, flutningatæki- og leiðir. Deiliskipulag. Birgða- flutningar- og geymslur, skrif- stofur, hiálpargögn við skipu- lagsstarfið Allar nánari upplýsingar rr að fá í'Iðnaðarmálastofnun ís- lands, Skipholti 37, þar sem kynningin fer fram. Sé ég eftir sauðunum í landí viðskiptafrelsisins fæst ekki nýtt dilkakjöt á haustin, en sú var tíð að það nýmeti þótti eitt hið mesta tilhlökkunarefni á hverju ís- lenzku heimili. Ástæðan fyr- ir þessum vöruskorti í hinu fjölbreytilega íslenzka neyzlu- þjóðfélagi er 'ekki sú að bændur séu hættir að láta slátra dilkum sínum; sú iðja hefur verið ástunduð af kappi vikum saman með full- komnari vélbúnaði en nokkru sinni fyrr, og blöðin skýra nýmetislausum kjötætum frá því að skrokkarnir séu nú talsvert vænni en í fyrra. Á- stæðan er hin að í landi við- skiptafrelsisins er bannað að selja dilkakjöt af nýslátr- uðu.' Virðuleg sex manna nefnd sem á að verðleggja framleiðsluvörur bænda hef- ur ekki enn komizt að nein- um niðurstöðum í flóknum útreikningum sínum, og mæla lög þó svo fyrir að nefnd þessi skuli hafa lokið störfuni lsta september. Raunar er sexmenningunum vorkunn, þvi þeir eru ekki einir um hituna; áður en kjötið kemst til neytenda í landi viðskiptafrelsisins þarf ríkisstjómin að leggja á ráð- in um hinar flóknustu niður- greiðslur, en niðurgreiðslu- mennimir eru sem stendur allir í Brasilíu og fá vænt- anlega kjöt af nýslátruðu í því fjarlæga landi. Auk þess eru til æmar birgðir af árs- gömlu dilkakjöti í verzlun- um, og í landi viðskiptafrels- isins er talið sjálfsagt að svæla því í neytendur meðan nýmetið hrúgast upp í frysti- húsunum og verður gamalt. Síðan er neytendum gert að greiða geymslukostnaðinn sérstaklega. Til er þó fólk sem er und- anþegið þessum sérstæðu verzlunarháttum. Morgun- blaðið greinir svo frá að meira verði nú flutt út af dilkakjöti en í fyrra, trúlega um 3.400 tonn: „Töluvert magn verður flutt nú strax í sláturtíðinni m.a. til Fær- eyja og Danmerkur, en þó einkum til Englands, en þangað fara um 1.400 tonn“. Ástæðan til þess að útlend- ingar njóta þvílíkra forrétt- inda í íandi viðskiptafreléis- ins er ekki sú að þeir bjóði hærra verð fyrir vöruna, heldur öllu heldur hin að verðið sem þeir greiða skipt- ir ekki máli við endanlega ákvörðun um haustverð. Þeir greiða semsé aðeins brot af framleiðslukostnaði, en mis- munurinn er tekinn með skattheimtu af landsmönnum sjálfum, og ef mismunurinn eykst verður skattheimtan aðeins aukin sem því nemur. Því má segja að þessa haust- daga séu innbomir neytend- ur að greiða sérstaka með- gjöf svo að Færeyingar, Dan- ir og Bretar geti gætt sér á þvi nýmeti sem bannað *.r í landi viðskiptafrelsisins. Er ekki að undra þótt ýmsir rauli fyrir munni sér harm- stef Eiríks bónda frá Reykj- um: Sé ég eftir sauðunum/ sem að fara úr réttunum / og étnir eru í útlöndum. — Austri. fyrirtækja, og varfæmi og fyr- irhyggju í meðferð fjármuna í öllum opinberum rekstri. Þingið telur nauðsyn, að veru- lega verði dregið úr margvísleg- um óþarfa útgjöldum ríkisvalds- ins og væntir þess, að forráða- menn þjóðarinnar sýni þannig í verki raunhæfan viija til að sporna gegn þeim vanda og sam- drætti, sem nú steðjar að efna- hagsmálum þjóðarinnar, og verði þannig jafnframt öðrum fordæmi um skynsamlega meðferð fjár- muna.“ „ASV hefur jafnan á þingum sínum ítrekað þá margyfirlýstu ^stefnu vestfirzku verkalýðsfélag- anna, að kaupgjaldsbarátta laun- þegasamtakanna og efnahags- málastefna ríkisvaldsins eigi fyrst og fremst að beinast að því takmarki að tryggja öruggan og vaxandi kaupmátt Dauna, sam- fara stöðugri og fjölþættri at- vinnu um land allt. Enn einu sinni ítrekar vestfirzk verkalýðs- hreyfing þessa skoðun sína og krofur, jafnframt því, sem á það er bent, að reynsla undan- genginna ára hefur ótvírætt leitt það í ljós, að á tímum verð- þenslu og vaxandi dýrtíðar minnkar til muna hlutdeild laun- þeganna, einkum láglaunamanna, sem búa við minnst atvinnuör- yggi, í þjóðartekjunum og að bessi óheilla þróun hefur gerzt þrátt fyrir harðskeytta og fóm- fúsa launabaráttu verkalýðs- samtakanna á liðnum. árum.“ „19. þing ASV telur að verka- Býðshreyfingin verði að vinna markvisst að því, að laun fyrir umsaminn dagvinnutíma nægi til að tryggja meðalfjölskyWu líf- vænlega afkornu og mannsæm- andi lífskjör." Miklar umræður um skipulagið Þingforsetar voru Eyjólfur Jónsson, Flateyri, og Pétur Pét- ursson, ísafirði, en ritarar Ingi S. Jónsson, Þingeyri og Sverrir Guðmundsson, fsafirði. Forseti ASV, Björgvin Sig- hvatsson, setti þingið og flutti skýrslu sambandsstjómar, en á kjörtímabilinu hafa tvisvar ver- ið gerðir samningar við Útvegs- mannafélag Vestfjarða um kaup og kjör háseta, matsveina og vél- stjóra og einnig hefur tvívegis verið samið um kaup og kjör landverkafólks. á tímabilinu. Miklar umræður urðu um skipulagsmál ASÍ og mættu á þinginu tveir fulltrúar úr milli- þinganefnd ASÍ í laga- og skipu- lagsmálum, þeir Eðvarð Sig- urðsson og Óskar Hallgrímsson og gerðu grein fyrir tillögum nefndarmnar. 40 ára afmæli f sambandí við þinghaldið var minnzt 40 ára staífs A.S.V., en sambandið var stofnað 20. marz 1927. Stjóm ASV bauð þingfull- trúum ásamt nokkrum gestum, — forvígismönnum ýmissa fé- lagssamtaka í bænum —, til kvöldverðar að Eyrarveri. Björgvin Sighvatsson stjómaði hófinu og gerði grein fyrir starfssögu sambandsins. Marg- ar ræður voru fluttar og barst ASV góð gjöf frá aðildarfélög- um sínum. Þingið gerði ýmsar samþykkt- ir .1 kjara- og hagsmunamálum Vestfirðinga. Stjóm Alþýðusambands Vest- fjarða var eridurkjörín, en stjómina skipa þessir menn: Forseti: Björgvin Sighvatsson. Gjaldkeri: Kristinn D. Guð- mundsson. Ritari: Pétur Sig- urðsson. Varastjórn skipa: Sverrir Guð- mundsson, Guðjón Jóhannesson, Sig. Jóhannsson. Endurskoðendur ASV eru: Jens Hjörleifsson og Steinn Guð- mundsson, og til vara Sig. Th. Ingvarsson. <$>----------------------------- Alþjóða samkeppni um átlit frímerkis Póst- og símamálastjóm Luxemborgar hefur efnt til al- þjóðlegrar ‘ samkeppni meðal unglinga um teikningu á frí- merki fyrir fyrstu alþjóðasýn- ingu unglinga á frímerkjum. Sýningin verður haldin i Lux- emborg 1969 og heitir „Juvent- us 1969“. Er þetta fyrsta sýn- ing af þessu tagi sem hlýtur vernd alþjóðasamtaka frí- merkjasafnara. Öllum unglingum að 21 árs aldri er heimil þáttaka í þess- ari samkeppni, enda séu þeir ekki eldri 1. janúar 1968. Efni myndarinnar skal túlka „Æsku og tómstundir" og skal stærð merkjanna vera 24x29 mm, lóðrétt stærð, mál teikn- inga skal vera sex sinnum stærð merkjanna en auk þess skal hver þátttakandi leggja fram svart hvíta eða litmynd í sömu stærð og merkið. Ekki mega vera fleiri en þrír litir í hvorri mynd, að undanskildu hvítu, sem ekki skal teljast sem litur. Alþjóðleg dómnefnd mun veita þrenn verðlaun að upp- hæð 7.500,00 Fr. hver. auk þess getur nefndin lagt til káup á einni eða fleiri teikningum. Dómnefndin getur ákvéðið að veita engin verðlaun, eða að- eins hluta þeirra, séu myndir þær sem berast ekki nógu góð- ar að hennar áliti. fslenzkir unglingar geta tek- ið þátt í samkeppninni í gegn- um Klúbb Sikandinavíusafnara. _ ALÞYDU BANDAIAGIÐ I REYKJAVÍK Alþýðubandalagið i Rvík hefur nú opnað skrifstofu sina reglulega á nýjan Ieik. Verður skrifstofan opin frá kl. 2—7 síðdegis, frá mánu- degi til föstudags. Skrifstof- an er að Miklubraut 34. síminn er 180 81. Guðrún Guðvarðardóttir befur ver- ið ráðin starfsmaður Al- þýðubandalagsins f Reykja vík. Eru félagsmenn og aðr ir Alþýðubanðalagsmenn hvattir til að hafa sambanó við skrifstofuna. Ekki veldur sá er varir Það hefur nokkuð verið rit- að og rætt um þann skaðvald sem tóbaksnotkun er, þó sér- staklega sígarettureykingar. Fyrst eftir að upplýst var, hver áhrif tóbaksreykingar hefðu á heilsu fólks dró nokk- uð úr sölu vindlinga hér á landi og viðar, en sala á reyk- tóbaki jókst aftur á móti, vegna þess, að því er talið var, að fólk hafði tekið pípuna í stað sígarettunnar. Veit ég dæmi þess að stúlkur, sem ekki gátu hætt reykingum en hugsuðu þó, tóku að reykja pípu. En þetta stóð ekki lengi. Far- ið var að efast um að þessi umsögn hefði við rök að styðj- ast og allt fór í sömu hugsun- arlausu sígarettuneyzluna og áður. Nú eru sígarettureyking- ar sífellt vaxandi hér á landi, enda skiljanlegt þar sem all- stór hópur á barnsaldri er kom- inn í tölu reykingafólfcs', mörg heimili eru gegnsmogin af reyk og ætti engan að undra þó bömin taki' foreldrana sér til fyTirmyndar á þessu sviði sem öðru. Ég hef oft hugsað um það að í Bandaríkjunum er prentuð aðvörun á sígarettupakkana um að innihald þeirra sé skaðlegt heilsu manna. Aðvörun þessi er svohljóðandi: „Varúð, sígar- ettur geta valdið heilsutjóni" Telja má mjög Híklegt að þetta geti haft einhver áhrif áfólk sem handleikur vindlingapakk- ana, fengið það til að hugsa. Sérstaklega gæti maður haldið að móðir minntist bai-nanna, sem hún hefur alið og borið sér við brjóst, hver afdrif þeirra yrðu, ef heilsan bilaði á uppvaxtarárum þeirra og þennan heilsubrest mætti rekja til sígarettureykinganna. En hvernig er það nú með þá sem ráða innkaupum og innflutningi á tóbaki hingað til lands? Hefur þeim ekki hug- kvæmzt að láta prenta svipaða aðvörun til fólks á sígarettu- pakkana, lífct og Bandaríikja- menn gera? Ekkert bendir til þess að nokkur vilji hafi verið fyrir hendi fram að þessu meðal framámanna þjóðarinnar til að draga úr sígarettureykingum. Aftur á móti er mjög hvatt til þess að nota þessa eða hina tegundina af sígarettum ísjón- varpi, útvarpi og blöðum. A Alþingi hófust eitt sinn um- ræður um bann við tóbaksaug- lýsingum í blöðum. Ekki urðu bingmenn sammála um betta og lognaðist málið út af. Ekki er því að neita aðnokk- ur skattur er það á heimili, þar sem bæði hjónin reykja sígaretur. Við sku|um taka Camel Filters vindlinga sern dæmi, en þeir eru mikið not- aðir og kosta nú 32,75 kr. pakk- inn. Þar sem tvennt reykir~á heimili má gera ráð fyrir að til jafnaðar fari 20 pakkar á vjku og þá yfir árið um 1040 pakkar sem kosta kr. 34,060.— Mundi einn heimilisfaðir vera hikandi við að taka þessa fjár- hæð og fara með hana út á húslóðina og kveikja þar f henni. Að fengnum upplýsing- um sérfróðra manna væri það þó þetri kostur, því að heiís- unni yrði ekki stefnt í voða með þvi. Ég vænti þess fastlega' að Alþingi taki þetta mikla al- vörumál til athugunar þégar það kemur saman. Beini ég þeim orðum fyrst og fremsttil hinna mörgu ungu manna sem nú taka sæti á þingi í fyrsta sinn. — Kr. Siðbót og siðskipti Ég naik augun í það í Morg- umblaðinu sl. föstudag, að nú ætti að fara að halda upp á 450 ára svonefnt siðbótarafmæli og ekki minna en þríheilagt, minna mátti ekki gagn gera. Mér datt helzt í hug að við- reisnarstjói-nin hefði skroppið út ennþá einu inni og komið með föður, son og heilagan anda í bandi til þess að hressa upp á viðreisn sína. Ég ætla ekki hér að fara að gera uipp á milli kalþólslcu og lútersku, öllum trúarþrögðum fylgir einhver hégilja og því bozt að trúa því einu semsam- rýmist heilllbrigðri skynsemi og þjónar mönnum jafnt andlega og efnalega. Trú sem lendir út í það öngþveiti að alþýða manna sé kúguð, undírokuð, pínd og kvalin, ásamt því að andlegum verðmætum sé kast- að á bál, gæti ég trúað aðguði fyndizt fátt um. Hvað viðkemur okkur fs- lendingum þá held ég að á okkur hafi ekki verið lagður þyngri kross en svonefnd sið- bót. Kalþólskir kirkjuhöfðingj- ar hér á landi voru ekki æv- inlega vægir í kröfum ogunnu mörg myrknaverk í sambandi við auð og völd, en sá auður vár þó ekki á þeirri tíð allur rakaður út úr landinu. Það er svo kynlegt að„guðs- mennimir", sem alíltaf hömr- uðu á lítilmagnanum og sögðu fátækt hið eina og sanna sál- arvítamx'n, gátu sjálfír aldrei orðið saddir af þessa heims auði. Kannski ,,nálaraugað“ hafí verið stækkað þegar þeim var hleypt í gegn? Nú vildi ég skjóta þvi til kirkjuyfirvalda og herra bisk- upsins yfir Islandi að umtöluð hátíð verði haldin f nafnisið- skipta, en ekki siðbótar. Ég vil skfrskjóta hér til sögunnar, að aldrei hefur íslenzk menn- ing hlotið slíkt áfall og við toku hennar hér á landí og ís- leftzk áþján aldrei risið hserra en í skjóli hennar. Það var ekki himnaköngur- inn sem tók völdin, holdx. konungar Danmerkur. öli var rænt sem nokkurs fenf var von í og ruplað úr lanx og þá ekki sízt fjármun kirkjunnar. Og þá má ékki gleyma Þ1 að hinir lútersku prestafglai ar sem tóku við héldu stói bókabrennur og brenndu þs íslenzkum handritum og lis munum, sem er óbætanlegt. Þetta var það sem hin sv< kalllaða siðbót færði þjóðinni Nú vil ég ítreka það t biskups og klerka, 'að bó þe telji sig „guðsmenn" þá sé þeir samhliða því Islendinga I trausti þess vona .ég ogkref: að þeir tali hér eftir um c kalli siðskipti, en ekki siðbó slíkt er reginhneykfeli. Ég get ekki talað fyrir hön Drottins, en ekki er trúlegt e hann mundi verða þeim þungi; í skauti vegna þessarar nafr breytingar. Sunnudaginn 24/9 196’ Ilalldór Péturssoi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.