Þjóðviljinn - 28.09.1967, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 28.09.1967, Blaðsíða 12
Cr eiaum vinnusalnum. Skrokkarnir ganga á færibandi . Þar gengur allt á færibandi Lítið inn í nýtízku- iegasta og full- komnasta slátur- hús landsins Nýtízkulegasta og tæknilega i fullkomnasta sláturhús landsins er í. Borgamesi, en þar er fjár- | slátrun nú f fullum gangi. Slát- J urhúsid tók til starfa í fyrra og vom þá tekin upp þar til til- raunar ný vinnwbrögð, kerfi færibanda, sem eykur afköst og auðveldar til ihuna hreinlæti við vinnslu sláturafurðanna. Ti 1 rau nasláturhúsið þótti gefa svo góða raun, að á þessu ári hefur kerfið verið aukið og end- urbætt og er sláturhúsið nú tek- ið til starfa í þeirri mynd sem >að verður væntanlega í fram- tíðinni. Byggð hefur verið til viðbótar aðalhúsinu 1000 fer- metra yfirbyggð fjárrétt, en á af- þiljuðum palli' í þvi húsi er féð deytt og skrokkamir síðan flutt- ir á færibandi milli húsanna, þar sem vinnsla fer fram. Vlnnubrögðin í sláturhúsinu eru mjög lík því sem tíðkast í hverri annarri verksmiðju, þar vinn- ur hver sitt handtak og kjöt- skrokkarnir ganga milli mannfe eftir faeribandinu frá því þeir kpma inn í húsið þar til grisj- an er sett utan um fullunninn skrokkinn. Kjötvinnslan ferfram á efri hæð hússins, en gama- og innmatsvinnsla er á neðri hæð. Þar er einnig mjög vist- legt mötuneyti fyrir starfsfólk. Gærusöltun og fleira er í ikjall- ara. Þjóðviljinn haíði í gær tal af stjómanda sláturhússins, Grétari Ingimundarsyni, sem sagði að slátrun f húsinu hefði byrjað 18. september og væri nú búið að slátra um 14 þúsund fjár. Hafa afköst farið vaxandi dag frá degi með aukinni þjálfun starfsfólks- ins og em nú komin upp í 2100 á dag. Tala starfsfólksins vis slátrunina, að gamastöð og fryst’ húsi meðtöldu, er alls um 160 manns. — Vinmibrcjgðin eru sniðin eftir ti'lrauna.kerfinu í fyrra og svipttð þeim, sagði Grétar, en helztu breytingarnar aukin út- færsla á færibandakerfinu, skrokkamir eru fledri . á band- inu í einu og þeir em þar allan tímann, frá því þeir koma úr fjárréttinni og þar til þeir fara í frysti. Þá höfum við fengið leiðbein- anda frá Nýja Sjálandi, William Apps, og hefur hann ei—-ig gert smábreytingar, en hann tr starfs- maður geysimikils sláturhúss í sínu landi og hingað kominn til að miðla okkur af kunnáttu sinni. Apps telur þetta ganga vel hér, miðað við hvað« þetta er nýtt fyrir okkur. Sláturhúsið hér í Borgarnesi er eina húsið í land- inu með svona kerfi. Grétar sagði að lokum að silátrun lyki kringum 24., október og bjóst ekki við að dagsafkösi hússins ykjust meira úr þessu þetta árið. □ Iðnþing íslendinga var sett á Hótel Sögu kl. 2 e.h. í gærdag og sækja þingið um 100 fulltrúar. Þingið stendur fram á laugardag og eru tíu mál á dagskrá. □ Þingið settiVigfús Sig- urðsson, forseti Landssam- bands iðnaðarmanna og síð- an flntti iðnaðarmálairáðh., Jóhann Hafstein. ræðu. □ Þingfundur hófst síð- an kl. 16 í Skipholti 70 og var Gissur Sigurðsson, húsa- smíðameistari í . Reykjavík kosinn forseti þingsins. Vigfús Sigurðsson minntist Þorsteins Daníelssonar, skipa- smíðameistara, í setningarræðu sinni, en Þorsteinn lézt hinn 21. ágúst sl. og hafði hann setið iðn- þing í fjöldamörg ár. Þá ræddi Vigfús um stórbrun- ann sem varð í Reykjavík l(k marz s.l. en þá varð Iðnaðar- bapkabyggingin fyrir miklum skemmdum eins og kunnugt er. Síðan sagði hann m.a. um at- vinnuástandið í landinu: „Á því tímabili sem liðið er frá síðasta I Iðnþingi hafa vissulega orðið 1 mikil umskipti til hins verra í i p.tvinnumálum landsmanna. í staðinn fyrir mikla aukningu þjóðartekna undanfarin ár, er nú talið að um verulegan sam*- drátt sé að ræða á þessu ári.. “ „ ... Iðnaðurinn sem þó brauð- fæðir yfir 1/3 landsmanna og tekur við miklum hluta af ár- legri fólksfjölgun í landinu, nýt- ur ekki slíkrar vemdar og fær ekki bættan upp sífellt aukinn j framleiðslukostnað. Þess í stað | flæðir inn i landið í vaxandi ! mæli erlendur iðnvarningur sem ! framleiddur er við allt önnur og j betri skilyrði en hér eru fyrir i hendi.. Eins og fyrr er getið eru þing- fundir haldnir. í fundarsal meist- arafélaganna í Skipholti 70. Á fyrsta fundinum var kosinn áð- urnefndur þingforseti og vara- forsetar voru kjörnir þeir Guðni Magnússon, Keflavík og Garðar Björnsson, Hellu. Ritarar iðn- þings voru kosnir Haraldur Þórðarson, Reykjavík og Gísli Engilbertsson. Vestmannaeyjum. Þá voru lagðir fram reikning- ar Landsambands iðnaðarmanna fyrir síðasta ár og fjárhagsá- ætlun fyrir árið 1968. Ingólf- ur Finnbogason, húsasmíðam. hafði framsögu um innflutning iðnvamings og tollamál og var því máli síðan vísað til nefnda. í dag hefst þingfundur kl. 10 f.h. og eftir hádegi flytur Sveinn Ásgeirsson, formaður Neytenda- samtakanna. erindi. Ekið á Ija ára telpu á gangbraut Um hádegisbilið í gær' var ekið á þriggja ára gamla telpu sem var á leið yfir gangbraut við gatnamót Laugavegar og Höfðatúns. Tvær bifreiðar voru á syðri helmingi Laugávegar á leið til vesturs en telpan gekk til suðurs. Bifreiðin sem var utar á götunni stánz'áSi til að hleypa telpunni yfir en hinn bíllinn fór framúr og ók á telp- una. Vantaði aðeins bílbreidd til þess að telpan væri komin yf- ir götuna. Telpan var flutt á Slysavarðstofuna en ekki voru meiðsli hennar talin alvarleg. Hvað skyldi þurfa mörg slys til þess að ökumenn læri að fara eftir þeim sjálfsögðu reglum sem gilda um akstur við gang- brautir? Hér sést sláturhúsið til vinstri og fjárréttin nýja til hægri, en á milli þeirra rcnnan þar sem færi- bandið byrjar að flytja skrokkana í sláturhúsið- —(Myndir: ljósm. Þjóðv. v.h). Á bæjarráðsf. í Kópavogi var sambykkt að kaupa 3 vagngríndur fyrír Strætisv. Kópavogs Úr íjáriéttinnl. Bæjarráð Kópavogs samþykkti í gær að kaupa þrjár vagna- grindur af Leyland Worldmast- er gerð fyrir Strætisvagna Kópa- vogs vegna breytingar yfir í hægri handar akstur á næsta ári. Bæjarráð hafði skipað þriggja manna nefnd til að gera tillögur um val vagnagrinda og gerði nefndin athuganir á þessu máli hjá mörgum umboðsmönnum en þó einkum hjá þremur umboð- um: Leyland Worldmaster, Volvo og Bussing. Buðu öll þessi um- boð mjög vandaðar vagngrind- ur en niðurstaða nefndarinnar varð sem sé sú að gera tillögu um að valdar yrðu grindur frá Leyland Worldmaster. og sam- þykkti bæjarráð þá tillögu ein- róma. Þess má geta að nú standa yf- ir samningar við Sameinuðu bílasmiðjuna um yfirbyggingu á þessa vagna. Er fyrirhugað að byggja yfir þá eftir teikningu frá Sameinuðu bílasmiðjunni og yrðu yflrbyggingamar að öllu leyti framleiddar hjá hfnm ís- lenzku bílasmiðju. Gert er ráð fyrir að hver und- irvagn kosti 716 þúsund krónur hingað kominn og yfirbygging um 850 þúsund krónur, með öll- um búnaði. Twesr drukknir menn urðu fyrir slysum í fyrrakvöld var drukkinn maður að fara út úr leigubíl á Höfðatúni og er bílnum var ekið af stað hékk maðurinn af einhverjum orsökum í bílnum og féll í götuná. Hlaut hann áverka á andliti og dvaldist í Slysavarðstofunni yfir nóttina. Annar drúkkinn maður var á ferð á Reynimel í gær, féll hann í götuna og skrgmaðist á andliti. Hann var einnig fluttur á Slysavarðstofuna. diodviuinn Fimmtudagur 28. september 1967 — 32. árgangur — 217. tölubllað.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.