Þjóðviljinn - 28.09.1967, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 28.09.1967, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN — Fimmtadafíua- 28. september JS968. WINSTON GRAHAM: MARNIE hún lendi í góðum félagsskap. Ég óska henni alls góðs í fram- tiðinni og vona af öllu hjarta að hún kasti ekki hæfileikum sa'num á glæ. Og satt að segja hafði ég gert mér far um að kasta ekki hæfi- leikum mínum á glæ- Arshátíðin var haldin á Stag hótelinu í High Street. Athuga- semd Mark Rutlands hafði opnað mér leið til að draga mig *í hlé á þokkalegan hátt- En á síðustu stundu ákvað ég að draga mig / ekki í hlé. Þið vitið, hvemig manni er stundum innanbrjósts — maður vill sjá allt með eigin augum. Þeir voru þama allir, allir prentaramir og bókbindaramir og setjararnir og allar konumar þeirra og allar starfsstúlkurnar með eiginmenn og unnusta Hol- brook gamli var með konuna sína með sér, en Newton-SmitH var ógiftur, Mark Rutland var ekkju- maður og Terry Holbrook frá- sfcilinn. — Þetta gæti orðið manni um- hugsunarefni, stelpur, sagði Dawn Witherbie- Þegar máltíðinni var lokið hé!t Holbroök gamli ræðu og gaf yfir- Iit yfir starfsemi fyrirtækisins á liðnu ári. En það var mjög hlýtt 1 veðri og óhjákvæmilegt að hafa gluggana opna út að High Street og enn var töluverð um- ferð á götunum. Herra Holbrook reis á fætur og sagði: — Herra mínir og frúr. Mér er það sönn ánægja að mega nú í fjórða sinn í árs- hátíð fyrirtækisins skýra ykkur frá . . . Stór vörubíll og fjórir aðrir bílar í lest . • . mjög svo hagnaðarrfkt ár. Ég hika ekki við að segja, að við vorum dá- lítið áhyggjufullir í júnímánuði þegar samningar . . • Þrjú mót- brhjól . . . og það reyndist, ekki hafa óhagstæð áhrif á rekstur fyrirtækisins. Hann skrúfaði frá brosinu. Eins og ég hef áður tekið fram við svipuð tækifæri, er mér það mikil ánægja, að við hér í fyrirtækinu erum eins og stór fjölskylda. Við erum ekki enn svo stórt fyrirtæki, að . • . Sportpíll ekur fram úr tveimur strætisvögnum . • . En pantanirn- ar hjá okkur gefa tilefni til mikillar ánægju, án þess þó að við teljum ástæðu til að setjast í helgan stein. Ef samanburður Hárgreiðslan Hárgreiöslu og snyrtistoíf- Steinu og Dódó Laugav 18. 111. hæð flyftai Sími 24-6-18 PERMA Hárgreiðslu- og enyrtistola Garðsenda 21 StMl 33-968 er gerður við síðasta reiknings- ár . . . Hann skrúfaði fyrir brosið, meðan hann bar liðið ár við árið þar á undan, en þegar hann var búinn að því, kveikti. hann á því aftur til merkis um að hann væri ánægður með tölumar. — A síðastliðnu ári hafa verið haldin þrjú brúðkaup innan fyrir- tækisins og við viljum biðja hin hamingjusömu hjón að rísa á fætur og taka á móti hyllingu. Hamingjusömu hjónin stóðu upp og við hin klöppuðum. — Sex af starfsmönnum okkar hafa af ýmsum ástæðum horfið frá okkur á síðastliðnu ári, en í staðinn höfum við ráðið fimm- tán nýja. Við þetta nýja starfs- fólk vil ég segja • . . Fjölmargir bílar í báðar áttir ■ . . rísa á fætur, svp að við getum séð þau. Maðurinn sem hjá mér sat, kleip í olnbogann á mér. Ég færði mig fjær honum, en hann tók aftur um olnbogann á mér. — Þér eruð ný, frú Taylor. Stand- ið upp. Og ég stóð upp sem hin síð- asta af þeim nýju, og ég brosti dálítið vandræðalega og af ein- hverjum ástæðum mætti ég augnaráði Mark Rutlands, og svo settist ég niður í skyndi. Eftir borðhaldið var ég frammi góða stund, en strax og ég kom aftur inn í salinn, spurði Terry Holbrook, hvort ég vildi dansa við hann. Hann dansaði vél og það gerði þetta allt miklu auðveldara. Ég hafði ekki dansað sérlega mikið síðustu árin, en það var ekki vegna þess að mér þætti það ekki gaman. Það var vegna þess að ég hafði ekki mátt vera að því, og svo endaði það næstum alltaf með kossaflangsi, þegar maður fór út að dansa við ung- an mann. En mig dreymdi oft ,um mikinn auð og fallega ‘kjóla og demantsfesti um hálsinn og mig dreymdi um að fara á glæsi- lega dansleiki, þar sem allt var glæsilegt og fullkomið, lýsingin dauf og allt ólgandi í litum og tónum. Ég hlýt þá að hafa verið dálítið rómantísk þrátt fyrir allt. Terry HolbroPk sagði: — Hef- ur nokkur nokkum tíma sagt yð- ur hvað þér eruð falleg? — Það man ég ekki. — O, en það lítillæti. En þá skulum við vera ópersónuleg og ég læt mér nægja að segja, að þér eruð í dásamlegum kjól. Ég hafði keypt hann daginn áður, ég hafði freistazt vegna þess að hann var jafnlátlaus og hann var dýr og ég hafði treyst því, að enginn þama tæki eftir því. En Terry Holbrook hafði gott vit á kvenfatnaði. — Þér dansið dásamlega, Marry. — Þökk fyrir. — Það er draumur að dansa við yður, — draumur án orða. Má ég fá að vita hvað bér emð að hugsa um? — Ég er að hugsa um hvað þetta sé notaleg fjölskylduveizla. — Engan óartarskap. — Hvað eigið þér við? Er þetta kannski ekki notaleg fjöl- skylduveizla? Hann horfði lengi á mig undan hálflokuðum augnalokum- — Dansið þér suðurameríska dansa? — Já, reyndar. k — Vissuð þér að jive og rock‘n roll koma líka frá Suðurame- ríku? — Nei. — Þetta er í rauninni sami stíllinn- Karlmaðurinn er aðeins miðpunktur, en konan dansar öll tilibrigði. Finnst yður það ekki rétt og vi'ðeigandi? Mér fannst aftur eins og hann væri að gera gys að mér. Það lifnaði yfir andlrti hans, augu hans og munnur urðu kvikleg. Skömmu seinna dönsuðum við aftur saman, en í miðju kafi fór hljómsveitin að gera alls konar sprell, sem fór í taugamar á htmum. Ef yður líkar þetta ekki, eigum við þá ekki að setjast, sagði ég. — Kæra vinkona, þér getið leyft yður það — en ég er for- stjóri, svo að ég verð að láta eins og mér þyki gaman. — Dansar Herra Rutland aldrei? — Ef þér hafið áhuga, af hverju spyrjið þér hann þá ekki sjálfar? — Ég hef engan sérstakan á- huga, en mér skildist á yður, að það væri skylda forstjóranna að dansa. — Já, en hann sinnir ekki svoleiðis skyldum; það er þess vegna sem hann er svo óvinsæll. — Er hann óvinsæll? — Spyrjið starfssystur yðar. — Hefur hann þá aldrei dans- að hin árin? — Kæra vinkona, þetta er fyrsta árshátíðin sem hann lætur svo lítið að koma á, síðan hann lét svo lítið að ganga inn í fyrir- tækið. Okkur samdi ekki sérlega vel, svo að það kom mér ekki á óvart að hann reyndi ekki að nálgast mig næsta klukkutím- ann- Annars skorti mig ekki dans- herra. En um eittleytið, þegar flestir þeirra sem höfðu setið við háborðið, gerðu sig líklega til að fara, kom hann til mín og sagði: — Nú finnst mér vera orðið skolli dauflegt héma. Ég er bú- inn að kalla á nokkur stykki heim með mér til að enda kvöld- ið þar- Ætlið þér að koma líka — Eigum við að dansa? — Nei. Við fáum drykk og spjöllum saman og setjum plötu á fóninn. Það er ósköp frjáis- legt. Nú var kominn tími til að hörfa. I Manchester hafði mér tekizt að halda mér frá öllum persónulegum tengslum við um- hveríi mitt, að það hafði reynzt skynsamlegt. En maður er ekki alltaf jafnskynsamur, svo að ég sagði: — Jú, þakk fyrir, það vil ég gjaman. — Það var ljómandi. Við hitt- œnst þá víð úödymar eftir tía mínútur. MacDonaldhjómn geta senniiega haft yður í bílnum hjá sér. Það var aðeins tíu mínútna akstur heim til hans. MacDon- aldhjónin voru gestir stjómar- innar og þau voru bæði löng og mjó en ósköp alúðleg á yfir- borðslegan og vélrænan hátt- Þau voru frá London, þar sem fólk er yfirborðslegt og veraldarvant á dálítið annan hátt en úti á landsbyggðinni. Hún var ljóshærð og klippt á þennan nýtízkulega, hirðuleysislega hátt, sem' gerir það að verkum að konan mirmir á drukknaðan kött, og hún var í mynstruðum rifskjól, sem var svo stuttur að hann sýndi of mikið af fótunum á henni, og svp fleginn að hann sýndi of mikið af brjóstunum. Hárið á honum var mjög sítt og hann var með bláa flauelskraga á smók- ingnum. Ég sat í baksætinu á jagúarnum þeirra ásamt Dawn Witherbie og furðulegum náunga sem hét Walden. Alistair Mac- Donald ók eins og vitlaus mað- ur, en samt tókst Terry að verða á undan, svo að við komum öll næstum samtímis og fórum upp í íbúðina hans. Það var þriggjá herbergja íbúð, mjög nýtízku- lega úr garði gerð- Þið vitið hvernig slíkar íbúðir éru: fjólu- blátt gólfteppi, appelsínu Dg sítrónugulir veggir, neonljós eins og Z í laginu og bar í einu horn- inu: barinn var að sjálfsögðu klæddur bláu leðri að framan- verðu, vatteruðu og stungnu með bláum leðurhnöppum. Við vorum tólf og það var mikið talað og talsvert drukkið. Ég drakk nú engin ósköp, því að ekki mátti ég eiga á hættu að verða lausmál, eins og lífemi mitt var. Einhver kallaði: — Komið þið með tónlist og eftir andartak ómaði einhver óspenn- andi dansmúsik útúr fóninum og tvö eða þrjú pör fóru að snúast hvert um annað í einu horninu. En það vár þreytandi að dansa á teppinu og eftir stutta stund dró Terry fram börð og spurði: — Spilið þér póker, Mary? — Nei, svaraði ég. — Já, en það get ég kennt yður í skyndi. — Þökk fyrir, ég vil heldur horfa á. — Ef þér eruð eins fljótar að læra póker og læra eha-cha, 1,5 miljón Radionette-útvarps og sjónvarpstæki eru seld í Noregi — og tugir þúsunda hér á landi. Radionette-tækin eru seldj yfir 60 löndum. Þetta eru hin beztu meðmæli með gæðum þeirra._ BETRI HLIÓMUR - TÆRARI MYNDIR Fcsliral Bordmodcll Fcstival Sjalnsi KurerFMdetuxe Kvintctt Hi-FiStcrco Scksjon Fcstiva! Scksjon G'rand Fcstiral Kviotctt Hi-Fi Stcreo Gulvmoddl Ductt Scksjon GÆÐI OG FEGURÐ - Þvoið hárið ár LOXENE-Shampoo — og flasan fer SKOTTA — Hefurðu eignazt nýjan kærasta? Ég sá hjólför sem ég hef aidréi séð áður fyrír utan húsið þitt. BlLLINN BHaþjónusta Höfðatúni 8. — Sírni 17184. Gerið við bíla ykkar sjólf Við sköpum aðstöðuna. — BÍLALEIGA. BlLAÞJÓNUSTAN Auðbrekku 53. Kópavogi — Sími 40145. Látið stilla bílinn Önnumst hjóla-. ljósa og mótorstillingu. Skiptim um kerti, platínur. ljósasamlokur Örugg þjónusta BÍLASKOÐUN OG STILLING Skúlagötu 32, sími 13100. Hemlaviðgerðir Rennum öremsuskálar. Slípum bremsudælur. Límum á bremsuborða. Hemlastilling hf. Súðarvogi 14 — Sími 30135. Smurstöðin Sætúni 4 Smyrjum bílinn fljótt og vel. - Höfum fjórar bílalyftur. — Seljuim allar tegundir smurolíu. — Sími 16227. Drengja■ og telpnaúlpur og gallabuxur í öllum stærðum — Póstsendum. — Athugið okkar lága verð. Ó L. Laugavegi 71 v

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.