Þjóðviljinn - 01.10.1967, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 01.10.1967, Blaðsíða 12
/ Atvinnuleysi vof- ir yfir á Akureyri Fram.hald af 1. síðu. 3. Að gerðar verði tafarlausar ráðstafanir til þess að Slippstöð- in hf. fái verkefni við nýsmíð- ar fiskveiði- eða flutningaskipa. 4. Að starfsemi Niðursuðu- verksmiðju K. Jónsson og CO. verði efld með því að léttaverk- smiðjunni hráefnisöflun og tryggja henni aukinn markað fjrrir framleiðsluvörur sínar. 5. Að Tunnuverksmiðja ríkis- ins verði starfrækt ásamt verk- smiðjunni á Siglufirði að því marki, að tunnubirgðir í land- inu verði a.m.k. jafnmiklar á ' næsta sumri og þær voru nú í vertíðarbyrj un. 6. Að fyrirhugaðri niðursuðu- verksmiðju Valtýs Þorsteinsson- ar verði veitt nægilegt stofnlán til að unnt sé að hefjast handa um byggingu hennar r\jú í haust. 7. Akureyrarbær leitist við að halda uppi svo mikilli vetrar- vinnu fyrir verkamenn, sém frekast verður við komið vegna veðráttu. Fundurinn telur, aðbrýn nauð- syn sé á, að starfsemi Atvinnu- málanefndar Norðurlands verði haldið áfram í haust og vetur og henni fengið til ráðstöfunar nokkru ríflegra fjármagn en áð- ur, m.a. með tilliti til stuðnings við heimalandanir togaranna og niðursuðuiðnaðinn. Fundurinn lýsir stuðningi sín- um við þá ákvörðún miðstjórnar Alþýðusambands Norðurlands að hefja á næstunni viðræður við ríkisstjórnina um atvinnumál Norðurlands og mælir einnig með því að ASl taki upp við- ræður við ríkisstjómina um þessi efni“. Brjóstmynd af Jóni Eyþórs- syni í Jökulheimaskálanum Sunnudagur 1. október 1967 — 32. árgangur — 220. tölutolað. Skotið á höfuð- borgina í Biafra Húsmæðrafélag Rvikur hefur vetrtirstarfið ínýju húsnæði Húsmæðrafélag Reykjavíkur er í þann veginn að hefja vetrar- starf sitt, sem er fjölbreytt eins og venjulega. Húsmæðrafélagið hefur starfað I 33 ár, og hefur lengst af verið í vandræðum með Dags Leifs Ei- ríkssonar minnzf um næstu helgi Undanfarin ár hefur íslenzlc- ameríska félagið gengizt fyrir há- tiðahöldum í sambandi við dag Leifs Eiríkssonar, sem er 9. okt. og mun svo einnig gert í ár með athöfn við Leifsstyttuna á Skóla- vörðuholti og árshátíð félagsins. Þar eð 9. okt. ber upp á mánu- dag hefur verið ákveðið aðhalda árshátíðina á föstudagskvöldið 6. október og athöfnina sunnudag- inn 8. okt. húsnæði, en hefur nú flutzt í ný og vistleg húsakynni að Hall- veigarstöðum, og þar mun öll, kennsla á vegum félagsins fara fram í vetur. Að þessu sinni hefst starfsem- in með fjögurra kvölda nám- skeiðum, þar sem þennt er, hvernig hægt er að hagnýta til vetrarins mat, sem nú er á mark- aðnum á góðu verði. Getur ver- ið mikil hagsbót fyrir húsmæð- ur að kunna að fara rétt með þennan mat og leggja hann í frystikistu eða ísskáp í réttum umbúðum. Kennd verður með- ferð og frysting grænme1's og kjötmetis svo og slláturgerð. Á næstunni hefst svo 5—6 vikna matreiðslunámskeið fyrir yngri og eldri konur og síðan saumanámskeið og munu hús- mæðrakennarar sjá um alla þessa fræðslu. öllum konum er heim- il þátttaka í námsikeiðunum. Þær sem áhuga hafa á þátttöku geta fengið allar nánari upplýsingar í símum 1-47-40 og l-:26-83. Nú um næst síðustu helgi fór , flokkur karla og kvenna úr Jöklarannsóknafélagi Islands til Jökulheima og var aðalerindið að afhjúpa brjóstmynd af Jóni Eyþórssyni, veðurfræðingi, í hinum nýja og vandaða skála, i er Jöklarannsóknafélagið hefur j reist í Jökulheimum. Brjóst- I myndina hefur Ríkharður Jóns- | son gert og var gifsafsteypa af henni gefin Jóni á sjötugsafmæli hans, en síðan tóku Grímsvatna- konur og menn sig saman um að láta steypa hana í bronz. Var sú mynd afhjúpuð i Jökuliheim- um á laugardagskvöld. Ritari fé- iagsins, Sigurður Þórarinsson, flutti þar ávarp og rakti hann gagnmerkt brautryðjandastarí Jóns á sviði jöklarannsókna, svo og önnur hans miklu og marg- háttuðu menningarstörf, sem hann taldi enn ekki hafa verið Björn efstur á Septembermótinu Björn Þorsteinsson, Islands- meistari í skák, varð sigurveg- ari á Septembermóti Taflféilags Reykjavíikur með 8 vinninga af 9 mögulegum.1 Annar varð Jón Friðþjófsson með 7‘A vinning, en baráttan um efsta sætið varð einvígi milli þeirra er leið á mótið. Jón vann Björn, (sem vann allar aðrar skákir sínar), en tapaði fyrir Pétri Eiríkssyni og gerði eitt jafntefli. I þriðja til fimmta sæti með 6 vinninga voru Benóný Bene- diktsson, Bragi Björnsson og Jó- hann Sigurjónsson. Hraðskákmót Taflfélagsins hefst í dag kl. 1,30 í hinu nýja húsnæði félagsins að Gronsás- vegi 46. metin að verðleikum. Þorvaldur Þórarinsson, lögfræðingur, tók einnig til máls og mjög í sama streng. Á eindálkamyndinni sést stytt- an, sem stendur við gafl aðalsal- arins í nýja skálanum, sem nú er nær lokið að innrétta. (Ljósm. Halldór Gíslason). Á þrídálka myndinni sést nýi skálinn til vinstri og' gamili skálinn til hægri, en sá skáli, sem reistur var vorið 1955, hefur síðustu sumrin verið bústaður þeirra, er framkvæma veðurathuganir í Jökulheimum yfir sumarmánuð- ina. — (Ljósm. Magnús Jóhanns- LAGOS 30/9 — Samkvæmt fréttum sem borizt hafa til Lag- os var í 'gærkvöld skotið úr sprengjuvörpum á Enugu, höf- uðborg lýðveldisins Biafra — eða austurfylkis Nígeríu, sem hefur sagt sig úr lögum- við sam- bandsstjórnina. Ekki hafa fengizt upplýsingar um það hvaða tjóni sprengj- urnar hafa valdið. í útvarps- ræðu í dag sagði forseti Biafra, Ojukwu að hann væri ákveðinn í að verja Enugu fyrir öllum Bræðrastjórn Vetrarhjálpar Borgarráð hefur samþykkt að skipa í stjórn Vetrarhjálparinn- ar fyrir árið 1967 þá séra Jón Þorvarðarson, Þorkel Þórðarson framfærslufulltrúa og Kristján Þorvarðarson læknir. Þeir Jón og Kristján eru bræður. Þá hefur borgarráð samþykkt að Magnús Þorsteinsson verði ráðinn framkvæmdastjóri Vetr- arhjálpai’innar. Fegurstu garðarnir í Hafnar- firði verðlauna ðir í sumar - Fegrunarfélag Hafnarfjarðar gekkst fyrir skoðun skrúðgarða á þessu sumri og fór hún fram um miðjan ágúst. Úrskurður dómnefndar er sá, að fegursti skrúðgarður I^ejarins á þessu sumri, sé garðurinn að Kirkju- vegi 9, eign frú Evu Jóhanndótt- ur og Ólafs Sigurðssonar. Hverfisviðurkenningar hljóta: Vesturbær: Garðurinn Kirkju- vegi 8, eign frá Unu Guðmunds- dóttur óg Aðalsteins Sigurðsson- ar. Suðurbær: Garðurinn Hring- braut 75, eign frú Sigríðar Sím- onardóttur og Sigmundar Bjarnasonar og frú Önnu Árna- dóttur og Ketils Eyjólfssonar. Kinnahverfi: Garðurinn Fagra- kinn 15, eign frú Hallfríðar Gísladóttur og Steinþórs Hóse- assonar. Hvaleyrarholt: Garðurinn Móabarð 24, eign frú Hönnu Elí- asdóttur og Magnúsar Elíasson- ar. Ýmsir garðar, sem áður hafa fengið verðlaun og viðurkenn- ingu félagsins, eru enn í mjög góðu ástandi og öðrum til fyrir- myndar. Þá athugaði nefndin einnig um útlit og snyrtimennsku við húseignir, sérstaklega í miðbæn- um. Því miður var ástand í þessum efnum ekki þannig, að ástæða þætti til verðlauna né víðurkenninga. Þá vill nfefndin láta þess get- ið, að útlit Nýju bílftslöðvarinn- ar sé mjög snyrtilegt og eig- endum hennar til sóma. Enn- fremur vill dómnefndin ekki láta hjá liða að geta Olíustöðv- arinnar við Hvaleyrarbraut, en umgengni öll þar og útlit ætti að vera • öðrum atvinnufyrir- tækjum til fyrirmyndar. árásum og ekki komi til mála að flytja á brott íbúana sem eru um tíu þúsund talsins. Gaf hann þó leyfi til að börn og mæður þeirra færu frá borg- inni. í einni frétt segir að sam- bandsherinn sé nú í aðeins átta km. fjarlægð frá borginni. Ilaun stóð ekki lengi þurrviðris- kaflinn og er nú spáð áfram- haldandi rigningu með öllu til- heyrandi. En þótt fullorðna fólk- ið amist við vcðurfarinu kunna sumir þá list að finna beztu hliðarnar á hverju máli, eins og t.d. sá litli á. myndinni hér að ofan, sem tckin var við Þver- árrétt á sunnudaginn var. — (Ljósm. Þjóðv. vh.). W 4 I Nýju dansarnir í vefur: Topol, Dúkkudans, Sneeker, Carl Alan Stomp, Soul og U, la, la, vals Nýju dansarnir í ár eru miklu skemmtilegri og fall- egri en þeir hafa verið und- anfarin ár, sagði Heiðar Ást- valdsson danskerinari í við- tali við blaðið, en dansskóli hans tekur til starfa eftir mánaðamótin. Helztu nýju dansarnir nú eru Topol, Pupp- et .Dance (dúkkudans), Sneek- ers, Carl Alan Stomp, Soul, Ooh, la la og fleiri, auk margra skemmtidansa og verða þess- ir dansar kenndir' í skóla Heiðars í vetur fyrir utan alla venjulega samkvæmisdansa. Á þingi hjá The Imperial Society of Teachers of Danc- ing, kennarasambandi, sem aðalkennarar við Dansskóla Heiðars eru meðlimir í, var Heiðar fenginn til að sýna alla nýjustu dansana með Peggy Spencer sem kynnti þá á þinginu. Guðrún Pálsdóttir og Edda Pálsdóttir sýndu þar frumsaminn dans sem vakti mikla hrifningu. Kennarar skólans hafaekki setið auðum höndum í sumar, heldur notað tímann tiil náms og æfinga, bæði fengið er- lenda kennara hingað heim og farið utan. Eins og áður geta nemendur skólans, sem aflað hafa sér nægrar kunn- áttu í dansi (tveggja vetra nám), tekið próf og fengið alþjóða dansmerkið, en auk þess gefst nú eldri nemend- um tækifæri til að taka þátt í framhaldsnámskeiði og reyna við brons-, silfur eða gull- merkið. Heimsmeistararnir koma hingað. Kennarar hafa ekki leyfi til að prófa nemendur sína sjálfir við þessi framhalds- próf og verður að fá viður- kennda prófdómara frá The Imperial Society of Teachers of Dancing. Er ákveðið að prófdómari hér verði Bill Ir- ving, sem er heimsmeistari í dansi ásamt Bcbby konu sinni. Munu þau hjónin koma hingað í apríl og sýna á loka- dansleik skóllans og væntan- lega gefst einnig fleirum en nemendunum tækifæri til að sjá dans heimsmeistaranna. T- h. Heiðar Ástvaldsson og Guðrún Páls- dóttir dansa pxisadoble. T. v. Heimsmeistararnir í dansi, Bill og Bobby Irvine, sýna listir sínar á lslandi | i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.