Þjóðviljinn - 19.10.1967, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.10.1967, Blaðsíða 2
2 SíÐA — ÞJÓÐVTLJTNN — Ftmnrtudagur Kl. oktf3ber 1963. — \ Hvað gagn er af geimferðum — Eru þær of dýrar meðan fólk sveltur — Geimfari svarar - Dagleg nytsemi — Maðurinn kann ekki við endastöðvar Itilefni JJbss að nú i október voru tíu ár liðin frá upp- hafí geimferðaaldar átti sov- ézka fréttastofan APN viðtal við geimfarann Konstantín Feoktistof. Ein þeirra spurn- inga sem lagðar voru fyrir geimfarann var á þessa leið: f mörgum löndum er oft spurt að því, með ýmsum tilbrigðum, hvort ekki sé of miklu fé varið til geimrann- sókna? — Við fyrstu sýn virðist þessi spuming fullkomlega rökvís, svaraði Feoktistof. Þvi reyndar skortir menn víða um heim brýnustu lífs- nauðsjmjar — þak yfir höf- uðið, næga fæðu, fatnað og skó. Þessvegna heyrum við oft: hvaða gagn hefur mann- kynið á jörðunni af geim- rannsóknum, til hvers þurfa menn geiminn ef að fólk býr ekki við sómasamleg kjör allsstaðar, ef mörg lön'd glíma enn við hungur, sjúkdóma og ólæsi? Væri ekki betra að nota það fé sem nú er eytt 1 eldflaugar og spútnika til að byggja sjúkrahús, skóla og nýjar verksmiðjur? Mér finnst rétt að svara þessum spurningum með svofelldum hætti. f fyrsta lagi má ekki stilla geimrannsóknum upp and- spænis tilraunum fólks til að bæta kjör sín, því hér er um að ræða tvær hliðar mann- legra framfara, en ekki mót- sagnir. f öðru lagi: geimrannsókn- ir koma strax til beinna nota, eins og allar meiriháttar vís- indalegar uppgötvanir (minn- umst rafmagns og kjarnorku- knúins hreyfils). Við getum þegar í dag bent á slíkan já- kvæðan árangur, þótt geim- rannsóknir hafi ekki enn slit- ið barnsskóm. Veðurþjónustugerfihnettir gera veðurspár sýnu áreiðan- legri en áður, og það skiptir akuryrkju miklu máli. Aðr- ir spútnikar gera siglingar öruggari. Fjarskiptahnettir opna nýjar leiðir á sviði út- varps og sjónvarps — við getum til að mynda sjónvarp- að beint frá Moskvu til Vladi- vostok um Molnía-I spútnik- ana. En mannkynið hefur mest gagn af geimkönnun í dag vegna þess að smíði burðar- eldflauga, gerfihnatta, geim- rannsóknarstöðva hefur í för með sér hraða þróun í fram- sæknustu greinum vísinda og tækni: kíbemetík, eðlisfræði, líffærði, læknisfræði, út- varpstækni og flugfræðum. Og árangur þeirar þróunar hefur jákvæð áhrif á hvers- dagslegt „jarðneskt“ lif, bæt- ir það á ýmsa lund. Og síðast — en ekki/sízt, þriðja ástæðan sem kemur í veg fyrir að við hættum geimrannsóknum, jafnvel þótt við ákvæðum að „spara pen- inga“, er tengd sjálfu eðli mannsins. Svo er mál með vexti, að maðurinn er þannig gerður að það er ekki hægt að losa hann við freistingar hugsunarinnar. Hafi maður- inn opnað1 dymar að því ó- kunna mun hann ganga inn um þær ðyr, hvað sem það kann að kosta hann. Það er í ipanninum sá sköpunameisti, sem hefur knúð hann áfram alla leið frá hellisskúta til skýjakljúfs, frá skógareldi til kj amorkustöðvar. Margir munu telja nú þeg- ar, að ef maðurinn brjótist inn í geiminn þá muni hann ná tökum á þeirri orku sem mest er — sólarorkunni, og að þau tíðindi muni gerbreyta jörðunni. h: Ívað teljið þér að það taki manninn langan tima að sigra geiminn? Fimm- tíu ár, hundrað kannski? — Um það verða engar tímatakmarkanir settar frem- ^■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■•■■■••■■■■■■•■■■■, Stjórn Iðju: Kjaraskerðingunni harðlega mótmælt 1 gærkvöld barst Þjóðviljan- um eftirfarandi mótmælasam- þykkt: „Fundur haldinn í stjóm Idju, félags verksmi ð j u fólks f Rvik, miðvikudaginn 18. okt. 1967. mótmælir þeím efnahagsráðstöf- unum, sem hæstvirt ríkisstjóm hefur boðað, en þær valda m.a. miklum verðhækkunum á brýn- ustu Ixfsnauðsynjum láglaunaðs iðnverkafólks. Iðnverkafólk hefur í ár búið við skertar atvinnutekjur og á nú yfirvofandi. atvinnuleysi vegna léllegrar afkomu iðnfyrirtækja, en það má aftur rekja tilskefja- lauss innflutnings á fullunnunr iðnaðarvörum. Fyrir því vill fundurinn benda á, að hæstv. rikisstjóm og al- þingi ættu fyrst og fremst að draga úr þjóðhagslega óskyn- samlegum framkvæmdum og gæta spamaðar í hvívetna til þess að afgreiða greiðsluhalla- laus fjárlög. Fundurinn vill beina þeim tillmælum til hæstv. ríkisstjómar, að teknar séu upp viðræður við verkallýðshreyfing- xma um þær efnahagsráðstafan- ir, sem verkalýðshreyfingin gæti sætt sig við. Náist ekki samkomulag milli ríkisstjómarinnar og verkalýðs- hreyfingarinnar skorar stjóm fðju á verkalýðssamtökin að beita öllum tiltækum ráðum til að koma í veg fyrir að kjara- skerðingin nái fram að ganga“. Feoktistof ur en alheimurinn á sér tak- mörk. Það var mikill sigur að komast út í geiminn. En menn sögðu fljótt: það er ekki nóg. Samflug nokkurra manna í geimnum var heldur ekki nóg. Sjálfvirk stöð lenti hægri lendingu á tunglinu, það var heldur ekki nóg. Og þegar sendimaður jarð- ar stígur fæti sínum á gljúpt yfirborð tunglsins, þá munu menn klappa og fagna. En síðan munu þeir segja: þetta nægir ekki. Maðurinn er þannig gerð- ur. Jlann þolir ekki hlindgöt- ur, hann kann ekki við enda- stöðvar, hann hættir ekki að Óska sér þess að hann beygi alheiminn undir vilja sinn. . . «■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Ljósaskiltl set! Mótmælaályktun Trésmiðafélagsins: Grundvallaratríðwn kjarasamningá ríft Að- vorun Það er alkunn. staðreynd að . kaupmáttur timakaups Dagsbrúnarmanna hefur stað- ið í stað að heita má á und- anförnum árum, meðan þjóð- artekjur á mann hgfa hækk- að um þriðjung, og kaup- máttur vinnuvikunnar i dag- vinnu hefur jafnvel lækkað. Gylfi Þ. Gíslason reyndi á þingi í fyrradag að komast fram hjá þessum staðreynd- um með sinni alkuflnu talna- leikfimi. Þá íþrótt byggir ráð- herrann einkanlega á meðal- ,tölum, en á þeim virðist hann hafa einstaka tröllatrú. Að- ferð ráðherrans var sú að hann tók alla verkamenn og alla iðnaðarmenn á íslandi og bjó til úr þeim einn með- altalsmann. Síðan tók hann alla kauptaxta þessara manna og bjó til "úr þeim einn með- altalskauptaxta og reiknaði þá með eftirvirinu, nætur- vinnu, helgidagavinnu, orlofi ogstyttum dagvinnutíma. Svo komst hann að þeirri niður- stöðu að þessi meðaltalsmað- ur með meðaltalskaupið hefði notið verulegrar hækkunar á kaupmætti á undanfömum árum og verðhækkanirnar nú hefðu tiltölulega lítil áhrif á kaupmátt hans. Og þar með taldi hann sig hafa sannað að launamenn hefðu að fullu fengið sinn hlut af vaxandi þjóðartekjum og þyldu vel þær verðhækkanir á brýn- ustu nauðsynjum sem nú dynja yfir. Meðaltalsútreikningar af þessu tagi geta verið gagn- legix, ef þess er gætt að á- lyktanir séu í fullu samræmi við forsendurnar. En enginn ætti að vita betur en hag- fræðilærður maður eins og Gylfi Þ. Gíslason að meðal- töl geta verið ákaflega vill- andi ef reynt er að draga af þeim of víðtækar ályktanir. Ástæða er til að minna ráð- herrann á hversu raunalega fór fyrir manni einumsænsk- um sem trúði á meðaltöl. Hann var á gönguferð um hérað sem hann þekkti ekki og tekið með sér ferða- bók til leiðbeiningar. Dag nokkurn kom hann að miðju vatni, löngu og mjóu. Honum fannst hann þurfa að taka á sig mikinn krók með því *að þræða vatnsbakkann, og því gáði hann í ferðabókina. Þar stóð skýrum stöfum að meðaldýpi vatnsins væri að- eins 20 sentímetrar. Maður- inn hoppaði fram af bakk- anum allshugar feginn, sökk á bólakaf og hefur ekki sézt síðan. Samtvar talan í ferða- bókinni nákvæmlega rétt; vatnið var aðeins 20 sentí- metra djúpt — að meðaltali. Haldi Gylfi Þ. Gíslason áfram að trúa á meðaltöl í blindni og án fyrirvara, kann að fara eins fyrir honum í þeim langdregna stöðupolli sem nefnist íslenzk pólitík. — Austri. vepa 4000. leik- sýningarinnar í kvöld 19/10 verður fjögur þúsundasta ieiksýningin í Þjóð- leikíhúsinu. Af þvi tilefni hefur verið sett upp ljósaskilti. á skyggn- ið yfir tröppum leikhússins; „Þjóðleikhúsið, 4000. sýning. Homakórall“, en sýningar hefj- ast aftur á söngleiknum Homa- kóralnum þetta kvöld. Einnig verður talan 4000 mörkuð með blysum á skyggni Þjóðleikhúss- ins og verður kveikt á bHysunum áður en sýning hefst kl. 20,00. Irengd stafanna sem marka töl- unna 4000 er einn metri. Fyrir- hugað er að Ijósaskiltið standi framvegis á skyggni leibhússins og sýni með ljósum hvaða sýn- ing er dag hvem í leikhúsinu. Leiðrétting í gær birtist í Þjóðvilljanum viðtal við Jón Sigurðsson, for- seta Sjómannasambandsins og stjómarmann hjá ASl, um hin- ar nýju áiögur á launafólk. Vegna mistaka féil niðurkynn- ing á Jóni og hann beðinn af- sökunar á því. Tæknifræðingar ræða CPM-kerfið Vetrarstarf Tæknifræðingafé- lags Istonds er nú um það bil að hefjast, og verður fyrsti fyrir- lestrafundur félagsins halldinnað Hótel Loftleiðir (Snorrabúð) í kvöld, fimmtudag, og hefst kl. 8,30. Umræðuefni fundarins verður hið svonefnda C.P.M.-kerfi eða Critical Paht Methold, eins og það nefnist á ensku. Þessi vinnu- aðferð er meðal annars viðhöfð við framkvæmdir í Breiðholts- hverfi, sem er unnið við af kappi. Fyrirlesari verður Egill Skúli Ingibergsson verkfræðing- □ í gær barst Þjóðviljanum eftirfarandi samþy'kkt um kjaramál sem samþykkt var einnóma á mjög fjölmennum fundi í Trésmiðafélagi Reykjaivíkur er haldinn var í fyrrakvöld: „Félagsfundur í Trésmiðafé- lagi Reykjavíkur haldinn 17. okt. 1967 mótmælir harðlega þeirri valdníðslu ríkisstjórnarinnar að rifta einhliða grundvallaratriði kjarasamninga verkalýðshreyf- ingarinnar, er ríklisstjómin sjálf stóð að, um greiðslu vísitöluupp- bótar á kaup. Kjaraskerðingu þeirri sem rík- isstjómin hefur boðað og kem- ur þyngst niður á efnaminnstu þegnum þjóðfélagsins mótmælir fundurinn eindregið, sem rang- látri og ástæðulausri ráðstöfun, sem fráleitt sé að verkalýðs- hreyfingin uni. Þá lýsir fundurinn furðu sinni á markleysi yfirlýsinga rikis- stjómarinnar um svokallaða „verðstöðvun“, sem augljóslega hafi haft þann helzta tilgang að koma í veg fyrir kauphækkanir til launþega. Fundurinn hvetur eindregið samtök verkalýðsins til sam- ráðs og einhuga samstöðu til vamar því að- ríkisvaldið brjóti þannig gerða samninga við verkalýðshreyfinguna og til sóknar fyrir því að dagvinnu- Fylkingarfélagar! □ Munið fund ÆFR í kvöld og □ fræöslu- og skemmtiferðina á □ laugardaginn. tekjur einar nægi til menning- arlífs“. Eining, Akureyri: Stjórn ASf skipuleggi aðgerðir Á stofnfundi Einingar 16. þ.m. var gerð svofelld samþ. „Stjóm VerkaJýðsfélags- ins Einingar mótmælir harð- lega þeim miklu verðhækk- unum á nauðsynjavörum, sem nýlega hafa orðið fyr- ir aðgerðir ríkisstjómar- innar og fordæmir frum- varp það, sem nú liggur fyrir Alþingi og gerir ráð fyrir stóraukinni skatt- heimtu, hækkun vömverðs, en stöðvun dýrtíðaruppbót- ar á laun. Stjómin vill benda á, að með þessum ráðstöfunum em núgildandi kjarasamn- ingar verkafólks að engu orðnir og að verkalýðs- samtökin hljóta að snúast til vamar nú þegar. Vill stjómin í því sambandi taka undir áiyktun mið- stjómar ASl, um þessi mál og skorar á stjóm heildar- samtakanna að skipuleggja aðgerðir til að hrinda árás , þessari. Sjái rikisstjómin ekki önnur úrræði til að mæta fjárþörf rikissjóðs, en þau að þrýsta Iífskjöram hinna lægst launuðu niður á algert hungursstig, ber henni að segja af sér tafarlaust". MINNING Lórus Guðmundsson F. 17. SEPT. 1946. — DÁINN 3. OKT. 1967. Þér dugur brann í viljastyrk og vonum, þér veittist margt' þó nú sé öllu breytt. Þú gekkst á veg með þjóðar sæmstu sonum, þín sakna allir djúpt og trega heitt. Ég trúi að guð hefur fylgt þínu fari, þó færi það svona. Þú lendir hjá drottni í ljósi og vari, þar launast fómir hverfulla vona, þar letrast þitt nafn meðal lands vors sona, við leitum í bæn og trú að gildu svari. Við dauðann er barizt í leyndum leik því lífskjarkinn vonir ala, þá nötrar í storminum ungdóms eik og æskunnar rósir kala. Til móður og föður er borin bæn og beðið heitt fyrir öllum — svo hneigja sig laufblöðin gróður græn að gráttærum kristalsstöllum, — en sálin er styrk þó bráin sé bleik og bemskuminningar tala. Ó, ljósið er slokknað á lífsins kveik, það líður til himinsala. LÁRÚS S ALÓMON SSON *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.