Þjóðviljinn - 19.10.1967, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.10.1967, Blaðsíða 4
1 4 SlÐA — í>JÖ ÐVEJINN — Fiuvmtuiiasur 19. októbar 1967. Otgefandi: Ritstjórar: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. Ivar H. Jónsson, (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðnrundsson. Fréttaritsítjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj.: Eiður Bergmann. Ritstjóm, afgreiðsia, auglýsingar. prentsmiðja Skólavörðustig 19. Sími 17500 (5 linur) — A&kriftarverð kr- 105.00 á mánuði. — Lausasöluverð krónur 7.00. U fjögurþúsundasta sýningin § yr K QM M & ® S B ® • B M Er það rétt? jgr það rétt hermt að álögur ríkisstjórnarinnar hafi verið lagðar fyrir miðstjóm Alþýðuflokks- ins og samþykktar þar einróma? Eða var það ef til vill eitthvað allt annað og almennara sem mið- stjóm Alþýðuflokksins samþykkti? Þessar spum- ingar hljóta að vakna þegar í ljós kemur að for- ustumenn Alþýðuflokksins í verklýðshreyfingunni lýsa yfir fullri andstöðu við álögur ríkisstjórnar- innar á brýnustu lífsnauðsynjar almennings. Jón Sigurðsson., sem sæti á bæði í miðstjórn Alþýðu- flokksins og framkvæmdastjórn, hefur staðið að mjög eindregnum mótmælum bæði í stjórn Al- þýðusambands íslands og á sjómannaráðstefnu, og í viðtali við Þjóðviljann í gær kemst hann svo að 'orði: „Mér finnst hinsvegar þessar álögur koma þungt niður á tekjulægstu launþegana í landinu, — ekki sízt hjá barnmörgum fjölskyldum á slíku framfæri, fyrir utan hvernig slíkar álögur leggj- ast á gamalmenni með ellistyrkinn, sjúklinga eða örorkufólk. Ég hef ætíð verið á móti nefsköttum í þessu formi, þar sem ekki er tekið tillit til að- stæðna, og mér finnst verklýðshreyfingin ékki geta samþykkt fyrir sitt leyti slíkar álögur. Slík hefur líka ætíð verið afstaða Alþýðuflokksins á liðnum árum.“ Jón bar síðan fram þá kröfu að ríkisstjómin settist að samningaborði með ASÍ og BSRB og endurskoðaði álögumar frá grunni. Jjjóðviljinn átti einnig i gær viðtal við annan kunnan forustumann Alþýðuflokksins í verk- lýðshreyfingunni, Skúla Þórðarson, formann Verklýðsfélags Akraness. Skúli sagði: „Þessar á- lögur koma óréttlátlega niður. Lægst launaða fólk- ið í landinu ber þyngstu byrðamar, ekki sízt bamafólk, svo að maður tali ekki um gamalmenni sjúklinga og örorkufólk, eins og alltaf fylgir svona nefsköttum. Ríflega helmingurinn af þessum'á- lögum er verðhækkanir á brýnustu nauðsynjum eins og mjólk, kjöti, kartöflum, smjöri og smjör- líki. Þá fengum við hér á Akranesi í sumar 25% hækkun á rafmagni. Þá hefur olían hækkað líka ... Verklýðsfélögin hafa sýnt mikinn þegn- skap í sambandi við júnísamkomulagið og mörg þeirra hafa beðið heilt ár með lausa samninga. Það var mikið tillitsleysi við verklýðshreyfinguna að hafa hana ekki með í ráðum þegar gengið var frá þessum álögum. Við áttum annað skilið... Hvert hefur gróðinn af síldinni farið? Samfellt góðæri hefur verið undanfarin ár. Enginn vafi er á því að breiðari bök finnast 'hér á landi til þess að bera þessar álögur heldur en bamafplk og fólk- ið er framfleytir sér á lægstu tekjunum í þjóð- félaginu." Og einnig Skúli ber fram þá kröfu að ríkisstjórnin setjist að samningaborði með verk- lýðssamtökunum til þess að endurskoða álögumar. J>jóðviljinn endurtekur þá fyrirspurn sína hvort álögurnar hafi nokkum tíma verið samþykkt- ar í miðstjóm Alþýðuflokksins. Og ástæða er til að spyrja Gylfa Þ. Gíslason hvort hann vilji enn halda því fram að þessar árásir á lífskjör almenn- ings hafi tryggt Alþýðuflokknuim meiri samheldni en hann hafi be^kt í aldarfjórðung. — m. I Þjóðleikhúsinu er í kvöld í kvöld, fimmtudaginn 19. október, verður 4000. leiksýn- ingin í Þjóðleikhúsinu, en nú eru liðin 17 ár frá því áð Þjóðleikhúsið tók til starfa. Á þessum 17 árum hafa um það bil 1.550.000 áhorfendur lagt leið sína í Þjóðleikhúsið og séð þar hin ýmsu og margbreytilegu verkefni leikhússins, leikrit, söngleiki, óperur og balletta. Þjóðíeikhúsið hefur á þess- um árum tekið til meðferðar 206 verkefni. Á þessum tíma hafa verið frumflutt 24 ný leikrit eftir íslenzka höfunda, en auk þess hafa einnig verið sýnd þar flest hinna eldri og þekktari íslenzku leikrita, eins og t.d. Skugga-Sveinn, Piltur og stúlka, Maður og kona og fleiri og sum þettara leikrita hafa verið tekin tvisvar til sýningar á sviði Þjóðleikhúss- ins. Það er einmitt íslenzkt leik- rit, sem hlotið hefur mesta að- sókn hjá Þjóðleikhúsinu, en það er fslandsklukkan, sem sýnd var 83 sinnum og sáu < verkið um 50 þúsund áhorf- endur, en æfingar eru nú að hefjast aftur á þessu vinsæla verki og verður leikurinn frumsýndur í janúarmánuði n.k. — Söngleikurinn, My Fair Lady, var sýndur 68 sinnum á rúmum 3 mánuðum og sáu 45 þúsund leikhúsgestir það verk- efni. 20 erleridir leikstjórar hafa starfað hjá leikhúsinu á 6.1. 17 árum og hafa sumir þeirra sett á svið mörg verkefni t.d. Sýningargestir í Þjóðleikhúsinu frá upphafi til þessa dags eru nú orðnir riisklega ein og hálf milj- ón a5 tölu. hefur einn stjórnað 7 sýning- um hjá Þjóðleikhúsinu. — 22 gestaleikflokkar hafa sýnt á sviði Þjóðleikhússins og hafa þessir leikflokkar verið frá 15 löndum. Nú eru að hefjast aftur sýn- ingar á söngleiknum „Horna- kórall“ og verður einmitt fyrsta sýningin á þessu leikári á þeim leik í kvöld og um leið 4000. sýningin á leiksviði Þjóð- leikhússins. Það er vel viðeig- andi að sýna að þessu sinni nýtt íslenzkt leikrit, eftir þrjá unga og 'efnilega höfunda, en þeir eru: Oddur Björnsson, Leifur Þórarinsson og Kristján Ámason. Leikurinn var frum- sýndur s.l. vor og fékk mjög lofsamlega dóma hjá öllum gagnrýnendum. Verkið er mjög nýstárlegt og tónlistin að- gengileg. Leikstjóri er Bene- dikt Árnason, en aðalleikendur eru: Róbert Amfinnsson, Þóra Friðriksdóttir, Sigriður Þor- valdsdóttir og Erlingur Gísla- son. Um 2ft leikarar koma fram í þessari sýningu. Hlutverka- skipan er óbreytt frá því í vor að öðru leyti en því, áð Guð- mundur Jónsson leikur nú hlutverk það; sem Jón Sigur- björnsson lék áður í „Horngr kóral“. GUÐAD ÁGLUGGA Yfirlit þess helzta á sjónvarpsskerminum í síðustu viku m * * 1 Stundin bkkar: Þetta var dógóéur bamatími. En með fullri virðingu fyrir tónlist- inni, sem þama var fHutt, fjósakonunum og Saltkrák- unni, fannst mér krummaung- inn í Laugarási langskemmti- legastur. Villtur er sá er væntir: Vel gerð mynd, djúp og raunsæ, vel leikin og þýdd. Annars naut ég ekki þessarar mynd- ar sem skyldi vegna ofhraðr- ar sýningar. Vil ég mælast til þess að sjónvarpið sýni löngu myndirnar ögn hægar. Krakkar léku saman: Þetta var vægast sagt Hélegur skemmtiþáttur. Söngvarar svo hjáróma, að raun var að. Kynnirinn líkt og með kart- öflu upp í sér, sifellt að reka í vörðurnar, eins og hann væri að grafa eftir einhverju smellnu í hugskot sitt, sem aldrei kom. Því í ósköpunum er verið að kynna íslenzka texta áður en þeir em leikn- ir, sem hvert sex ára barn kann, hvað þá fullorðið fólk? Skáldatími: Mikið var að kusa bar. Ég var farinn að óttast að sjónvárpið ætiaði að bera bókmenntir vorar fyrir borð, svo langt var liðið síð- an það kynnti þá Kiljan, Hagalín og Tómas. Kristmann Guðmundsson, skáld, las þama skáldsögu af lausum blöðum. 'Skemimtilegra hefði verið að hann hefði lesið af bók úr sínum eldri venkum. Áður en hann hóf upplesturinn sló hann þann vamagla, að eng- inn skyldi ætla að hér væri að neinum vegið, heldur væri hér um hugarfóstur eitt að ræða. Ég er þá orðdnn glám- skyggn, ef einhver mátti ekki gæta sfn, svo ómyrk var þessi smásaga, þó ég geti ekki ver- ið að hræsna um listrænt gildi hennar. En hún var þörf hug- vekja ’ nú á þessum síðustu og verstu tímum. Ekki trúi ég að Kristmann Guðmundsson hafi ekki átt betri smásögu í pokahorninu. Myndin af fuglalífi Ástral- íu var alveg skínandi, og þökk sé þeim er sýndu. hafði Stravinsky Nýjasta tækni og vísindi: Stórfróðlegur þáttur. Þarna var manni sýnt inn ífurðu- veröld mannslíkamans, innsta kjarna allls lífs. Sjónvarpið mætti gjama sýna fleiri slík- ar myndir. Gaman væri að sjá mynd þar sem heilaskurð- ur væri framkvæmdur. Frá heimssýningunni í Montreal: Þetta var snotur mynd, vel unnin og flutt af Markúsi Erni Antonssyni. Is- lenzka stúlkan á upphlutnum skar sig vel úr fjöldanum og hefur sjálfsagt verið góð landkynning, ásamt mörgu öðru. Fréttir: Þar fengum við verðbólgukúluna ennþá einu sinni í höfuðið. Reyndar hef- ur hún annað slagið verið að hnubba óþægilega í okkur þetta svokallaða verðstöðvun- artímabill. Núna sfðustu dæg- ur ha' i stjórnmálapípurnar verið að bera í okkur viúrnar að von væri á smá snoppungi. En að það yrði hrein og bein árás á launastéttimar engum órað fyrir. Vatnsdalsstóðið: Stutt mynd, en sæmileg. Textinn listrænt unninn, en ívið hratt fluttur. 1 brennidepli, kvenréttinda- mál: Þessir þættir, ásamt Á öndverðum meiði og Blaða- mannafundum, standa alltaf fyrir sínu. Þeim er þó gefinn of skammur timi í sjónvarp- inu og að lokum erum við huggaðir með því að ein- hvemtíma gefist tóm til að ræða þessi málefni frekar, sem þó aldrei verður úr. Ég skora á sjónvarpið, að hafa framhald á þessum kvenrétt- indaþætti og öðrum slíkum, sem ekki fékkst botn í að viðræðutíma loknum. Ég er anzi sriieykur um að þó kon- ur hafi öðlazt launajafnrétti, skorti margt á önnur réttindi. Ég hef oft staðið í þrætum við menn, sem sótt hafa báta til Austur-Þýzkallands, þar sem konur vinna í skipa- smíðastöðvum við niðursetn- ingu véla og önnur hliðstæð störf, sem ekki þekkjast hér á landi. Þetta er kúgun, hafa þeir sagt. Ég vil halda því frajn, að þarna hafi konan réttindi á við karlmanninn, enda konur í Austur-Evrópulöndum með verkfræði-, vélfræði,- skip- stjómar- og ótal fleiri rétt- indi, sem kona hér á landi lætur sig ekki dreyma um. Stravínsky: Það er vitað mál að líf þessa merka manns, hrærist í tónlist og aftur tón- list. En einhvemveginn fannst mér skyggja á, að æviferill hans skyldi ekki rakinn nán- ar. Hér var um lítið annað en upptöku á verkum hans að raéða, ekki baun um æsku hans, tónllistarferil, og erhann Kristmann þó engu ómerkari en æviferl- ar annarra frægra manna, sem kynntir hafa verið á þessum vettvangi. En umþað þýðir vísí ekki að sakast við sjónvarpið. Jóa Jóns: Þetta er skemmti- leg mynd og samhljóma hin- um fyrri um þessa einstæðu manneskju, _sem ekkert aumt má sjá, lætur forstjóra sína núa saman pappírshöndunum yfir þeirri Xsvífni að ætla sér að taka að sér útburð, sem seinna yrði kannski forstjóri fyrirtækisins. Glæfraspil: Er ekki hœgt að fó ofurlítið hugþekkari mynd- ir en þessa? Þessi var svosem nógu spennandi, svo ég noti orðalag fjöldans, og í henni var dýpt og sálræn átök. En að hugsa sér svo ungan mann svo forhertan, að ástin skuii þar engum úrslitum geta ráð- ið, eigum við víst ekki svo gott að skilja í landi, þarsem slík glæpamennska er ekki til. Magnús Jóhannsson frá Hafnarncsi. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.