Þjóðviljinn - 19.10.1967, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 19.10.1967, Blaðsíða 10
JQ SfÐA — ÞJÖÐVTLJTNN — Fimmtudaetrr 19. ofcfcöber 1961 WINSTON GRAHAM: MARNIE 27 hjónatoand. Þér aetiið þó ekiki að halda því friam að þér treystið mér, Mark? , Hann hló stuttaralega. — Nei, ekki enn. — Þarna sjáið þér. Það er alls ekki ást sem þér berið í brjósti til mín. Ast verður að byggjast á trausti. — Þvaettingur. Astin vaknar þegar og þar sem henni sjálfri sýnist. Á hverju hún byggist — það er víst ráðgáta. Ég svaraði ekki. Ég var í sjálf- heldu — eins og rotta í kola- kjallara, og ég hafði ekki einu sinni möguleika rottunnar, því að ég gat ekki bitið hann. Rétt á eftir sagði hann: — Heldurðu að ég hafi hugsað mér að sleppa þér — þegar ég er bú- lnn að endasendast um allt Eng- land til að finna þig? 8 Qg svo gerðist það sem virt- TRÉSMIÐJA Þ. SKÚLASONAR Nýbýlavegi 6 Kópavogi sími 4 01 75 Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 18. III. hæð (lyfta) Sími 24-6-16. PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SlMI 33-968 ist alveg óhugsandi, að ég kom til vinnu á skrifstofuna á mánu- dagsmorgun eins og ekkert hefði í skorizt. Enginn hafði orð á neinu, nema hvað nokkrir vinnu- félagar spurðu hvort ég væri orðinn frísk og Sam Ward sendi mér vanþóknunaraugnaráð að venju. Susan Clabon talaði ekki um annað en Wight eyjuna og það bjargaði deginum fyrir mér. 1 bréfakörfunni minni voru allir bréfmiðarnir sem Mark hafði tekið úr launaumslögunum og fleygt. Á fimmtudag ók hann mér til Swindon og á hinn staðinn, þar sem óg hafði lagt inn peninga, og ég tók þá alla saman út. Á laugardaginn bað hann mín. Það var engin undankomuleið. Hann vffldi ekki segja mér, 'hvemig hann hefði haft upp á mér, svo ég gat ekki komizt að því hvaða mistök ég hafði gert. En það var annað sem ég vissi, og það var að færi hann að rannsaka málið nánar, þá var slóð frá Cirencester og beint til mömmu í Torquay. Ég mátti til að halda áfram að Ijúga að hon- um í því saimbandi. Ég varð að halda fast við það að móðir mín væri dáin, því að það var öllu lokið ef hann kæmist að því að hún væri á lífi. Ef mamma kæm- ist að því að ég væri þjófur og hefði hjálpað henni árum saman með stolnúm peningum, þá myndi hún fá slag. Ég vissi raunar að það myndi verða hennar bani; hún myndi ekki getað lifað þá smán af. Og ef Mark hitti mömmu nokkum tíma þá myndi ævintýrið um herra Pemberton og miljónimar hans verða að engu, og þá yrði , þeim fljótlega ljóst báðum tveim' að ég hafði stolið peningum und- anfarin þrjú ár. Og ekki nóg méð það að mamma fengi slag, ég yrði fljótlega sett í fangelsi. Og jafnvel hjónaband var bó betra en bað. Ég varð fyrir alla muni að koma í veg fyrir að hann færi að róta of mikið í því sem ég hafði sagt honum, og ég hafði aðeins einn möguleika til að stöðva hann og það var að segja honum að ég elskaði hann. Margt af því sem ég hafði sagt honum var sannleikanum samkvæmt; en það var vissulega ekki allur sannleik- urinn og ég hafði hlaupið yfir margt. En nú reyndi ég að út- vega honum eins mikið af gögn- um og mér var unnt, fæðingar- vottorðið mitt og hin skjölin, því að þá gat verið að hann léti hjá líða að róta í því sem var upp- spuni eða þvf sem ég hafði ekki minnzt á. Margar af upplýsing- um mfnum tók hann reyndar góðar og gildar. Honum fannst það kannski viðeigandi, fyrst hann elskaði mig — þótt hann hefði sagt það hreinskilnislega að hann treysti mér ekki. Hann var í sannleika sagt mjög hrifinn af mér, og ég þorði einfaldlega ekki að neita því að giftast honum þótt umhugsunin um það fyllti mig ýmist reiði eða hrolli. En ég hélt áfram að télja sjálfri mér trú um, að það væru margir mánuðir þangið til og á þeim tima gæti margt komið fyrir. Ef ég loka aðeins augun- um og bíð og hugsa mig vel um, þá hlýtur eitthvað að gerast, á- leit ég. En ég verð að játa að hann' lagði sig í framkróka til að vera mér góður. Það hefðu vissulega ekki margir farið eins að ráði sfnu — standa stúlkni að þjófnaði og giftast henni síðan. Flestir karimenn heÆðu stungið upp á í- búð í London, þar sem hann ihefði getað komið þegar honum sýndlst og ég hefði svo setið eins og mús í gildru án þess að þora að flýja — af ótta. við að hann sigaði lögregttunni á mig. Ég vélti fyrir mér, af hverju hann Ihefði ekki stungið upp á því við mig. Það hefði Terry gert. Og í rauninni var það heimskulegt af Mark að hafa ekki fyrst kom- ið með slíka tillögu. Þá hefði hann alltaf getað gripið til hjónabandsins, ef hitt hefði ekk’i heppnazt. En það gerðist alloft, að ein- mitt þegar manni þótti hann kjánalegur að einu leytinu eða öðru, þá sagði hann allt í einu eitthvað, sem sýndi að hann vissi sínu viti og vel það — og það var mér satt að segja bölv- anlega við. Eg hefði hæglega get- að ráðið við karlmann, sem var heimskur í raun og veru. Það var líka kvikindisilegt af honum að vilja ekki segja mér, hvemig hann hefði haft upp á mér, og ég gat ekki að mér gert að brjóta heilann um, hvort hann hefði eitthvað fleira í pokahorninu. Dag nokkum í október stakk hann upp á því að ég kæmi í heimsókn til móður hans og ég tók vel í það, því var um nokkuð annað að ræða? Hann sótti mig því og við ókum inn í London síðdegis á sunnudegi. Þegar við vorum á leið gegnum Regents Park sagði hann við mig, að sér fyndist að við ættum að gifta okkur i nóvember. Hjartað í mér flaug upp í háls af skelfingu. — Nei, Mark, það finnst mér slæm hugmynd. Við erum alls ekki opinlberlega trú- lofuð enn. — Nei, og það verðum við aldrei, sagði hann rólega og vafningalaust. — Mamma veit um þetta. Og engum öðrum kem- ur það við. — Jó, en — en ég verð Mka að fá mér einhver föt. — Auðvitað, en þú ættir hæg- lega að geta komizt yfir það. Þú getur sagt upp í næstu viku og hætt að vinna fyrsta nóvember. Þá hefur þú nokkrar vikur tifl að undirbúa þig. — Ertu alveg viss um að þetta sé skynsamlegt, Mark? spurði ég. — Ertu viss um að þú viljir giftast stúlku sem bæði lýgur og stelur. — Ég er alveg viss um það, að ég elska þig. Og hver okk- ar hefur ekki einhvem ,tíma á lífsleiðinni gert annaðhvort að ljúga eða stela — eða hvort tveggja? Það er sjálfsagt aðeins um stigmun að ræða. — Það getur verið, Mark .... en við höfum ekki þekkzt nema nokkra mánuði. Þetta er of — fljótt. — Við höfum þefefct hvort annað í sjö mánuði. En þú ert kannski ekki alveg örugg um sjáifa þig? — Jú — ég átti ekki við það, sagði ég hikandi og vandræða- leg. — Hvað sjálfan mig snertir þá hef ég verið ástfanginn í þér frá þeim degi þegar þú komst og sóttir um starf hjá okkur. Og mfn vegna er engin ástæða til að draga brúðkaupið á langinn. — Þú ætttar þó ekki að segja mér að þú — að það sé síðan ég sótti um starfið? — Jú. Við Sam Ward vorum sammála um að ráða konuna, sem við höfðum talað við á und- an þér. Ðg það var hann að því kominn að segja við þig, þegar ég kom í veg fyrir það. Hann var ekki sérlega hrifinn af því að þurfa að breyta afstöðu sinni, en mér tókst þó að fá hann á mitt mál. — Þér tekst yfirleitt að fá fólk — á þitt mál. — Það var líka ég sem fékk hann til að senda þig til mín daginn sem óveðrið skall á. En þú hefur sjálfsagt getið þér þess til? — Nei, hvernig átti mér að detta það í hug? — Jú, sjáðu til, við notum yf- irleitt ekki gjaldkerana í sendi- ferðir — þótt stundum sé hörg- ull á starfsfólki. Ég kyngdi áður en ég sagði: — Það hefur þá ef til vifll ekki verið nein tilviljun, að við hitt- umst á blómasýningunni? — Nei. — Það hlýtur að hafa verið hræðilegt áfiall fyrir þig að upp- götva þetta — með peningana. — Það var það reyndar. — Hvað gerðirðu — ég á við, þegar þú varst búinn að ganga frá launaumslögunum? Hann lyfti brúnum og leit stríðnislega á mig. — Ég sneri mér að því að leita að þér. — Vissirðu þá hvar þú áttir að leita? — Nei. — Hvað gerðirðu þá? — Það skal ég segja þér 1 torúðkaupsferðinni okkar. Ég hafði gert mér í hugarlund að frú Rutlahd væri hávaxin, virðuleg og hvíthærð t- og svo reyndist hún lítil, dáttítið feitlag- in og mjög fjörug kona, sem notaði gleraugu og var með nettar og fallegar hendur og fætur. Ég bjóst ekki við að hún hefði nokkum tíma verið fríð; en það var auðséð að hún hafði einhvem tíma verið grönn og glæsileg og fitnað síðan með aldrinum. Hún var með sama litarhátt og Mark; gullna slikju á hörundinu, dökk augu og þykkt, dökkt hár. HELDUR HEITU OG KÖLDU ÚTI OG INNI ROBINSIWS ORANGE SQUASH má Manda 7 sifmujii með vatni SKOTTA —það er bezt að hraða sér til þessarar, hún þarf áreiðanlega á aðstoð að halda! x BÍLLINN Bílaþjónusta Höfðatúni 8. — Sími 17184. við bíla ykkar sjólf xVið sköpum aðstöðuna. — Bílaleiga. i BÍLAÞJÓNUSTAN Auðbrekku 53, Kópavogi. — Sími 40145. Lótið stilla bílinn Önnumst hjóla-, Ijósa- og mótorstillingu. Skiptum um kerti, platínur, ljósasamlokur. — Örugg þjónusta. BÍLASKOÐUN OG STILLING Skúlagötu 32, sími 13100. Heirilaviðgerðir • Rennum bremsuskálar. • Slípum bremsudælur. • Límum á bremsuborða. Hemlastilling hf. Súðarvogi 14 — Sírni 30135.- NÝKOMIÐ Peysur, úlpur og terylenebuxur. O. L. Laugavegi 71 Sími 20141. Bólstruð húsgögn SEL A VERKST.ÆÐISVERÐ1 Sófasett. Svefn- bekki. — Tek klœðningar Bólstrunin, Baldursgötu 8

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.